Þjóðviljinn - 06.04.1973, Side 10
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 6. april. 1973
*.. ' p' n □ o)04t)®5Ú 1? A CJ □ oXPtíföSÖF 7> CD □ Jl-
íslandsmótið 1 . déildð Haukar — Valur 9:20
Yalsmenn verða vart
stöðvaðir úr þessu
Mjög hæpið er að Valsmenn verði stöðvaðir úr
þessu á leið þeirra að íslandsmeistaratitlinum,
þar eð þeir eiga aðeins eftir að leika gegn
Ármanni og ÍR. Að visu hefur ÍR oft reynzt þeim
erfiður andstæðingur en slikur reginmunur er nú
á liðunum að það þarf meira en litið slys til að ÍR
vinni Val i siðari leik liðanna. Haukarnir voru
engin hindrun fyrir Val og raunar var leikurinn
leikur kattarins að músinni eins og markatalan
gefur til kynna. Þessi munur hefði allt eins getað
orðið mun stærri ef Valsmenn hefðu tekið leikinn
alvarlega, einkum i sókninni eftir að munurinn
var orðinn í)-10 mörk. Sem fyrr var það hinn stór-
kostlegi varnarleikur liðsins sem gerði aðal
muninn og sem dæmi um hann og markvörzluna
má nefna að i siðari hálfleik skoruðu Haukarnir
aðeins 3 mörk og þar af eitt úr viti. Og i fyrri hálf-
leik skoruðu þeir aðeins 1 mark fyrstu 20
minúturnar. Kannski segir þetta allt sem segja
þarf.
Valsmenn byrjuöu meö
boltann en fyrsta skot þeirra
hitti ekki markið og Haukarnir
hófu sókn og fyrr en nokkurn
varði lá boltinn i Valsmarkinu
eftir snaggaralegt skot Þóris
Úlfarssonar. Ætluðu Haukarnir
að veita Val keppni, spurði
maður mann. Vissulega leit
þarna út fyrir það og þar ofan á
bættist að Haukarnir voru
hvattir af hundruðum
áhorfenda og á ekkert 1.
deildarlið jafn trygga
áhorfendur og Haukarnir. En
hér átti dæmið aldeilis eftir a.ð
snúast við. Þegar 5 minútur
voru liðnar hafði Bregur jafnað
fyrir Val og á næstu 20 minútum
lokaði Vals-vörnin alveg og
staðan breyttist úr 1:1 i 8:1 Val i
vil.
En þá gerðist það, sem svo oft
áður þegar Valsmenn hafa náð
yfirburðastöðu, að þeir gáfu
mjög mikið eftir og á siðustu 7
minútunum skoruðu Haukarnir
4 mörk, næsta ótrúlegt en satt
og staðan i leikhléi var 9:5 Val i
v i 1.
r
Oþekkjanlegt
Fylkis-lið
bjargaði sér frá falli með
stórsigri yfir UBK 27:15
Fljótlega i siðari hálfleik varð
staðan 10:6 Val i vil en þá lokuðu
Valsmenn aftur markinu og
tóku að siga framúr unz staðan
var 12:6, 14:8, 15:9 og voru þá 18
minútur liðnar af siðari hálfleik.
Næst skoruöu Valsmenn svo 5
mörk i röð og lokastaðan varð
20:9, sizt of stór sigur miðað við
styrkleika liðanna.
Eins og svo oft áður pr mjög
erfitt að taka einn fram yfir
annan i Vals-liðinu. Ólafur H.
Jónsson var stórkostlegur að
vanda þegar hann slapp úr hinni
ströngu gæzlu Sigurðár
Jóakimssonar sem elti hann
nær allan leikinn. En þeir
Bergur Guðnason og Agúst
ögmundsson að ógleymdum
Ölafi Benediktssyni markverði,
sem varði ma. 3 vitaköst i leikn-
um, voru kannski beztir meðal
jafningja.
Hjá Haukunum bar Stefán
Jónsson- af og var sá eini sem
eitthvað hafði i „mulnings-
vélina’’ að gera.
Virðist Stefán svo sannarlega
Landsflokka
glíma og
s j ónvarpið
Stundum gerast ævintýr
í íþróttum og eitt slíkt
gerðist sl. miðvikudags-
kvöld þegar lið Fylkis,
sem verið hefur í fallbar-
áttu í 2. deildarkeppninni
í handkanttleik í vetur,
kom heldur betur á óvart,
nánast eins og nýtt lið og
sigraði Breiðablik og ekki
með neinum smá mun, 12
mörkum, 27:19 eftir að
hafa haft yfir í leikhléi
14:8.
Með þessum sigri bjargaði
Fylkirsér frá falli þvi að liðið er
nú með 3 stig og á leikinn við
tBK unninn á kæru eins og öll
hin liðin i 2. deild og þar með
hlýtur það 5 stig en Stjarnan
hlaut aðeins 4 stig og bæði liðin
hafa lokið leikjum sinum.
Fjórir menn báru af i Fylkis-
liðinu, þeir Einar Einarsson,
Einar Agústsson, Asbjörn
Skúlason og Asgeir ólafsson.
Skoruðu þeir 6 mörk hver. Það
er alveg greinilegt að þetta
unga og efnilega lið er að ná sér
Undanfarin ár hefur sjón-
varpið sýnt hinni fornu
islenzku iþrótt, glimunni, sér-
stakan, en um leið verð-
skuldaðan lieiður með þvi að
sjónvarpa frá Landsflokka-
glimunni beint úr sjónvarps-
sal.
Ég veit, að þetta hefur verið
vel þegið af mörgum og verið
mjög vinsælt dagskrárefni,
einkum úti um landsbyggðina.
Margir hafa þvi spurt um
það nú, hverju það sætti, að nú
skyldi þessu svo snögglega og
óvænt hætt og rétt brugðið upp
örfáum mviidum af nokkrum
keppenda.
Einkanlega varð ég var við
þetta eystra nú um sl. helgi,
þar sem megn óánægja rikti
með þennan nýja sið.
Ekki veit ég um orsakir, en
ýmsar grunsemdir læðast að,
m.a. hin sjúklega togstreita
milli einstakra iþróttagreina.
Æskilegast væri þvl, að bæði
sjón varpið og glimusam-
bandið gerðu hreint fyrir sin-
um dyrum og gæfu skýr svör
um það, hvers vegna lands-
flokkagliman var nú felld
niður úr sjónvárpi.
Það sem mér finnst lakast i
þessu efni, cr hin mikla mis-
munun iþrótta, sem hér á sér
stað.
Látlausar sýningar á knatt-
spyrnu, handknattleik, fim-
leikuin, frjáisum iþróttum,
skiðaiþróttum o.fl. o.fl. á
ineðan þessari einu islenzku
iþrótt er vikið svo gjörsam-
lega til hliðar, sem raun ber
vitni um.
Ekki skal ég hafa neitt á
Framhald á bls. 15.
Framhald á bls. 15.