Þjóðviljinn - 06.04.1973, Page 15
ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 15
FH
Framhald af bls. 10.
þeir Gunnlaugur Hjálmarsson
og Vilhjálmur Sigurgeirsson.
A&rir voru langt frá sfnu bezta.
Þá kom Guömundur Gústafsson
í markið stutta stund i slðari
hálfleik og stóð sig vel. Var
furðulegt að hann skyldi ekki
koma fyrr i markið og vera
lengur þvi aö hann stóð sig mun
betur en hinn einhæfi Geir
Thorsteinsson, sem allar skytt-
urnar I islenzkum handknattleik
eru löngu búnar að læra á sem
markvörð.
Mörk FH: Geir 9, Viðar 6,
Ólafur 3, Auðunn og Birgir 2
hvor og örn og Gils 1 mark
hvor.
Mörk IR: Vilhjálmur 6, Bryn-
jólfur 3, Agúst 4, Þórarinn 3,
Gunnlaugur og Gunnar 1 mark
hvor.
Dómarar voru þeir Karl
Jóhannsson og Hannes Þ.
Sigurðsson. Við minnumst ekki
á dómarana nema I undantekn-
ingartilfellum og vissulega var
eitt sllkt I þessum leik, mjög
slök frammistaða Hannesar, og
hefði hann ekki haft jafn frá-
bæran dómara og Karl með sér
hefði að öllum llkindum illa
farið. Óllkt Hannesi að dæma
svona.
Óþekkjanleg
Framhald af bls. 11.
á strik og ótrúlegt að það verði i
fallhættu aftur næsta ár.
Þess má til gamans geta, að
hinn snjalli þjálfari Reynir
Ólafsson, skapari hinnar frægu
Vals-varnar, hefur komið á
nokkrar æfingar hjá Fylki eftir
að liðið komst i fallhættuna og
þótt hann væri ekki langan tima
með liðið virtist það nóg til þess
að varnarleikur þess breyttist
til hins betra sem úrslit leiksins
við Breiðablik sýna glöggt.
V alsmenn
Framhald af bls. 10.
vera kominn I sitt gamla góða
landsliðsform. Ólafur Ólafsson,
sá leikreyndi maður, átti einnig
ágætan leik en aðrir voru frá
sinu bezta enda komust þeir
ekki upp með neitt.
Mörk Vals: Bergur 6, Ólafur
4, Ágúst 4, Stefán 3, Gunnsteinn
2, Jón K. 1 mark.
Mörk Hauka: Stefán 3, Ólafur
2, Sigurgeir, Sturla Þórir og
Guðmundur 1 mark hver.
Glima
Framhald af bls. 10.
móti þessum Iþróttum, sem ég
taldi upp að framan, síður en
sv<k nema að gjarnan mætti
nú I þorskastriðinu fella niður
asnaspörk brezku atvinnu-
liðanna.
Ég vil hins vegar, að hér sé
nokkurt jafnræði á haft.
Með þvi að sjónvarpa lands-
flokkaglimunni, var hinni
fornu þjóðariþrótt sýndur sá
sómi, er henni ber i iþróttalifi
okkar. Með niðurfellingunni er
verið að sýna glimunni og
þeim mörgu, sem henni unna,
vanvirðu, og þvi vil ég mót-
mæla.
En annars hreint út spurt:
Hvers vegna mátti ekki
hleypa landsflokkaglimunni
1973 I sjónvarpið?
Helgi Seljan
Dagheimilismál
Framhald af bls. 7.
Hka gert þetta alveg upp á sitt
eindæmi, ef þau vilja það og
treysta sér til þess.
Síðar sagði Svava:
— Þeir, sem starfa að þessum
málum,leggja áherzlu á, að hér er
um menningarmál að ræða, ekki
einvörðungu félagslegt mál, sem
eigi að bæta mönnum upp eitt-
hvað, sem þeir hafa ekki, heldur
þvert á móti að aðstoða heimilin
við uppeldi á sem menningarleg-
astan hátt.
Að lokum minnti Svava á það
ákvæði frumvarpsins, sem kveð-
ur á um, að fleiri aðilar en sveit-
arfélög geti sótt um byggingar- og
rekstrarstyrk til rikisins, — svo
sem starfsmannafélög og húsfé-
lög.
Lögmenn
Framhald af bls. 6.
ökuleyfi. Þarna eru nefndir rúm-
lega 200 menn af 525, sem dómur
hefur gengið um sl. ár, og koma
til álita að verða nafngreindir i
fjölmiðlum.
Ef nöfn verða birt, þarf það
sama að ganga yfir alla og dóm-
arar um allt land yrðu að hafa
samráð um reglur þaraðlútandi.
1 lokin benti Þórður á, að af-
brotamenn gætu haldið áfram
þeirri iðju að blekkja fólk, ef
nafni þeirra er haldið leyndu.
Páll S. Pálsson, sagði m.a., að
sér virtist almenningur hér mjög
hneigður fyrir að vita sem mest
um lög og rétt. Hann gagnrýndi
fjölmiðla fyrir litinn fréttaflutn-
ing af dómsmálum, og ættu þeir
að gera könnun á þvi hvað fólki
fyndist akkur i að lesa. Hann
kvaðst sannfærður um að
greinargóð skrif um dómsmál
væru meira aufúsuefni en margt
annað sem stæði I blöðum. Þá
kynnu brotalamir I þjóðfélaginu
að vera færri, ef fleiri gerðu sér
grein fyrir réttindum og skyldum.
Þá hvatti Páll fjölmiðla til að
gagnrýna vissa hluti I réttarkerf-
inu.
Árni Gunnarsson, fréttamaður,
kvað ýmsa lögmenn hafa-gott
samband við fjölmiðla og það
væri I sjálfu sér ágætt enda þótt
þeirkynnu með þvi að brjóta eig-
in siðareglur. Arni benti á, að
undarlegt væri að alltaf væri
skýrt frá nafni og skrásetningar-
númeri skips, ef það væri tekið i
landhelgi, en ekki nefnt nafn skip-
stjórans. Hann nefndi lika seina-
ganginn I afgreiðslu mála, og að
oft hefði það gerzt, að fjölmiðlar
hcfðu skýrt frá gangi mála á
byrjunarstigi eftir mjög mis-
traustum heimildum og að sínu
áliti gæti það skaðað viðkomandi
persónur meir en nafnbirting að
dómi loknum. Árni kvaðst hafa þá
skoðun, að fjölmiðlar ættu fyrst
og fremst að segja frá málum,
sem gætu kennt almenningi eitt-
hvað, en ekki birta nöfn nema i
fáum tilfellum, vegna þess, að I
flestum tilfellum væri dómurinn
næg refsing. Hann vildi birta nöfn
manna, sem ækju ölvaðir og það
myndi eitt skæðasta vopnið til að
draga úr þeirri tegund afbrota.
Árni kvað varhugavert að lög-
menn segðu frá málum á rann-
sóknarstigi, enda hefði oft hent að
afbrotamál væru notuð eingöngu i
pólitiskum tilgangi.
Hrafn Bragasonsagði frá kynn-
um sinum af fréttamönnum og
hvernig hann og samstarfsmenn
hans hjá Borgardómi brygðust
við þegar fréttamenn hringdu til
að afla frétta. Hann benti á, að
mat dómara á fréttum væri allt
annað en fréttamanna, það sem
okkur finnst áhugaverð mál
finnst fréttamönnum oft leiðinleg
mál. Hann sagði skemmtilega
sögu af tilraun dómara til að
hraða gangi mála: þeir báðu um
segulbönd til að hafa við vitna-
leiðslur og þeirri ósk var fullnægt
skjótt, Ljóst var að segulböndin
komu 1 mjög góðar þarfir, en nú
þurfti fleiri vélritunarstúlkur til
að vinna upp af segulböndunum.
Ekki reyndist unnt að fá veitingu
fyrir fleiri vélritunarstúlkum;
málið lenti I „Bremsunefnd” og
hin nýja tækni kemur að engum
notum, nema fleiri vélritunar-
stúlkur fáist!
Hrafn var ekki áfjáður i að láta
birta nöfn afbrotamanna, —
margir þeirra væru þannig gerðir
að þeir teldu sér heiður i nafnbirt-
ingu (samanber: betra er illt um-
tal en ekkert) og kæmu nafnbirt-
ingar slikra sjúklinga niður á fjöl-
skyldum þeirra fyrst og fremst.
Hann var aftur á móti inn á þvi að
birta ætti nöfn manna er brytu af
sér i ágóða- eða atvinnuskyni.
Elias Snæland Jónsson, blaða-
maður, benti á, að viðlesnustu
blöð erlendis væru einmitt þau
sem gerðu sér hvað mestan mat
úr dómsmálum og þá sérstaklega
ýmsu afbrigðilegu i einkalifi
fólks. Hann harmaði ekki að is-
lenzku blöðin létu þennan þátt
mannlífsins eiga sig, þó að þetta
kynni að vera efni sem fólk kysi
helzt að lesa. Hann hvatti dómara
að reyna trúnaðarsamband við
islenzka fréttamenn i viðkvæm-
um málum, svo að þeir freistuð-
ust ekki til að skrifa greinar
byggðar á vafasömum heimild-
um. Slikt trúnaóarsamband
myndu islenzkir fréttamenn
áreiðanlega virða.
Jónatan Þórmundsson sagði
að dómsmál gætu verið
„sensasjón”, sérstaklega þegar
þekktir borgarar ættu i hlut, en á
rannsóknarstigi slikra mála væri
erfitt að gefa fréttamönnum upp-
lýsingar. Þá væri mest hætta á
vangaveltum fréttamanna um
viðkomandi mál og gæti slikt ver-
ið mjög hættulegt. 1 siðareglum
danskra blaðamanna er skýrt
kveðið á um að fréttamenn megi
ekki blanda saman fréttum og
umsögn. Æskilegt væri að is-
lenzkir fréttamenn og lögmenn
reyndu að samræma störf og
sjónarmið, en slikt hefði einmitt
verið gert I Danmörku. Hann
benti ennfremur á veika punkta i
siðareglum islenzkra blaða-
manna.
Már Pétursson benti á, að lög-
menn og blaðamenn hefðu gjöró-
lik grundvallarviðhorf. Athygli
fréttamanna beindist að þvi sem
væri að gerast, en athygli dómara
að niðurstöðu máls, hvað svo sem
málið hefði verið lengi að þróast.
Samskipti fréttamanna og lög-
manna eru fremur litil og að
sumu leyti væri það vel farið.
Fréttamenn væru oft miskunnar
lausir i garð einstaklinga, þegar
þeir væru að seðja hungur ákveð-
ins lesendahóps. Hann vænti þess
að samskiptin ykjust, ekki á æsi-
fréttasviði heldur á þjóðfélags-
legu sviði dómsmála, þar sem
lesandinn væri fræddur um rétt-
indi sin og skyldur. Hann benti á,
að fréttastofnanir gætu fengið af-
ritaf öllum dómum, ef þær kærðu
sig um. Hann ræddi einnig um
þann möguleika, að dómsmála-
ráðuneytið hefði blaðafulltrúa til
að sinna óskum fréttastofnana.
Már kvaðst persónulega ekki
vera með nafnbirtingum, nema
helzt i skattsvikabrotum. Hann
deildi einnig á suma lögreglu-
menn fyrir of litla þagmælsku.
Að lokum talaði Þórður Björns-
son og gerði að umtalsefni ýmis-
legt sem fram hafði komið, og
nefndi sérstaklega, að það væru
engin rök, þótt mál og nafnbirt-
ingar væru notað i pólitískum
tilgangi, kvaðst þreyttur á til-
raunum pólitikusta til að komast
undan umtali i saknæmum tilfell-
um, og kvað það frekar kost en
löst að nöfn pólitikusa kæmu
fram, þar sem þeir ættu öðrum
mönnum fremur að huga að
mannorði sinu.
Þetta er aðeins ágrip af þvi
helzta sem rætt var á þessum
fundi, sem var áhugaverður og
skemmtilegur. sj.
Eskeland
iFramhald af bls. 3.
ar þjóðir þekki til bókmennta
hverrar fyiýr sig, verður að
þýða þær, annars eru þær ekki
lesnar. Að minnsta kosti er
vitað, að finnskar, færeyskar,
grænlenzkar og islenzkar bók-
menntir standa þar afar höll-
um fæti. Oft virðist lika sem
hrein hending ráði um það,
hvað þýtt er.
Ivar Eskeland hefur
ákveðnar tillögur fram að
færa um þessi mál og mun i
fyrirlestrinum gera grein
fyrir þvi, á hvern hátt hugsan-
legt væri að standa að þvi að
greiða götu þessara bók-
mennta inn á bókamarkað
Norðurlanda.
Fyrirlesturinn verður flutt-
ur i fundarsal Norræna húss-
ins og hefst kl. 20,30. Aögangur
er öllum heimill.
Hringvegur
Framhald af bls. l!
(birt án ábyrgðar). Of langt yrði
að birta hér númerin 25 fyrir 10
þúsund kr. og vísast til banka,
sparisjóða og bankaútibúa, sem
hafa skrá með vinningsnúmer-
um. Vinningarnir firnast á fjór-
um árum, svo enn er óhætt að láta
þá liggja um sinn; hins vegar eru
þeir ekki visitölutryggðir eins og
skuldabréfin og engir vextir
leggjast á þá þótt þeir geymist i
bönkunum. —vh
Aukið fjármagn
Framhald af bls. 7.
Af þessum tölum er ljóst, að
með ráðstöfunarfé sjóðsins árið
1973 hefur aðeins tekizt að sinna
23,7% umbeðinnar lánsfjár-
upphæðar.
Aðalfundur Byggingatœkni
frœðingafélags íslands
Byggingafræðingafélag Islands
hélt aðalfund að Hótel Loftleiðum
föstudaginn 9. marz siðastliðinn.
Kom fram I skýrslu stjórnar að
unnið hafði verið að ýmsum
félagsmálum og öðru er snertir
hag félagsmanna. Þá var sam-
þykkt að auka kynningar- og
fræðslustarfsemi félagsins.
Félagsmenn eru nú 27 talsins.
Stjórn Byggingafræðingafélags-
ins er nú þannig skipuð.
Brauðin
hækka
Brauð hafa hækkað um 4,3 til
13% og stafar þessi hækkun bæði
af verðhækkun á efni og eins
vegna hækkunar á tilkostnaði
bakarianna.
Fiskiðnskóli
Sigurður Guðmundsson, form.
Leifur Blumenstein, varaform.
Asmundur Jóhannesson, ritari,
Björgvin R. Hjálmarsson,
gjaldkeri, Sveinn Þorvaldsson,
spjaldskrárritari, Magnús Ingi
Ingvarsson, varamaður, Jón Kal-
dal, varamaður.
Barirnir
lokaðir
áfram
Ekki hefur náðzt samkomulag i
deilu framleiðslumanna og veit-
ingahúsaeigenda. Hafa veitinga-
húsamenn boðið þjónum að hefja
vinnu eftir nýrri formúlu við upp-
gjör, en framleiðslumenn hafnað
þvi algjörlega, en bjóðast hins
vegar til að hefja vinnu eftir
óbreyttu fyrirkomulagi frá þvi
sem var.
í Siglufirði
Þingsályktunartillaga flutt af
lOþingmönnum úr öllum flokkum
nema frjálslyndum um að skora á
rikisstjórnina að hefja undir-
búning að stofnun fiskiðnskóla i
Siglufirði var samþykkt sem
ályktun alþingis i gær.
Geir Gunnarsson hafði lagt til,
að tillagan yrði orðuð á þá leið, að
rikisstjórninni væri falið „að láta
kanna grundvöll” fyrir slikan
skóla. Vitnaði Geir i þvi sam-
bandi i álitsgerð frá Fiskiðnskóla
Islands i Reykjavik, en þar er
talið óæskilegt að stofna að svo
stöddu fleiri en einn fiskiðnskóla
á landinu, og kemur fram að
aðeins 11 nýir nemendur hófu
nám við fiskiðnskólann i Reykja-
vik i haust.
Breytingatillaga Geirs var felld
með 27 atkv. gegn 9, og
þingsályktunartillagan um fisk-
iðnskóla i Siglufirði siðan sam-
þykkt án mótatkvæða.
Fangelsismál
Framhald af 16. siðu.
I breytingartillögunum er lagt
til að ekki verði gert ráð fyrir sér-
stöku kvennafangelsi, enda verði
ekki séð hvers vegna karlfangar
og kvenfangar geti ekki starfað
saman á daginn eða við tóm-
stundavinnu.
Aðrar breytingartillögur við
frumvarpið miða að þvi að leggja
aukna áherzlu á félagslega hjálp
við fangana og vandamenn
þeirra. Þá er gert ráð fyrir þvi að
laun fanga verði ákvörðuð með
hliðsjón af launum á almennum
vinnumarkaði. Þá er lagt til að
kveðið verði skýrar á um mennt-
unarkröfur til forstöðumanna
slikra stofnana sem um ræðir.
Loks er gert ráð fyrir að starf-
rækja beri stofnun til umsjónar
og eftirlits með þeim sem frestað
er ákæru gegn, dæmdir eru skil-
orðsbundið eða leystir úr fangels-
um með skilyrðum.
Allar breytingartillögur nefnd-
arinnar voru samþykktar sam-
hljóða I neðri deild i gær.
Okkur vantar
fólk til að bera
út blaðið 1
Teiga
Háteigsveg
Hverfisgötu
Grimsstaðaholt
Þingholt
DWÐvmm
IKÓPAV06SI
I APÚTEK I
OPIÐ ÖLL KVÖLD TIL KL. 7.
■ NEMA LAUGARDAGA TIL KL. 2, I
H SUNNUDAGA MILLI KL. 1 OG 3 ■
fi| SlMI 40102_B
grænt
hreinol
ÞVOTTALÖGUR
SKIPAUTGCRe RlhlSINS
M/S Hekla
fer frá Reykjavík
fimmtudaginn 12. apríl
n.k. vestur um land í
hringferð. Vörumóttaka
föstudag, mánudag og
til hádegis á þriðjudag
til Vestf jarðahaf na,
Norðurf jarðar, Siglu-
fjarðar, Ólafsfjarðar og
Akureyrar.
Breytt ferðaáætlun
strandferðaskipa i april, aðal-
lega vegna tafa, sem orsakazt
hafa af flutningum i sambandi
við Vestmannaeyjar.
Esja 6/4—15/4 austur hring-
ferð
Hekla 12/4—22/4 vestur
hringferð
Esja 18/4—28/4 a ''stur
hringferð
Skip 24/4—27/4 vestur til
tsafjarðar.
Eftir þetta er gert ráð fyrir að
Hekla og Esja komist inn i
ferðaáætlun dags. 15/3.
Ríkisskip