Þjóðviljinn - 10.04.1973, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 10.04.1973, Blaðsíða 2
2 SiÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 10. apríl 1973. Höfn í Dyrhólaey! Olfusborgum 3/4 1973. Agæti Þjóðvilji! Margar hugmyndir hafa heyrzt og sézt um hiö nýja fjall á Heimáey og nafn á þvi. Hvernig lizt mönnum á að þvi verði gefið nafnið Gnoöinn eða Gnoðinsfell. Mikið hefur verið rætt um hafnargerö í Dyrhólaey og ætla ég þar að leggja orð í belg. Ég álit að hafnargerð i Dyrhólaey myndi flýta fyrir nýju Vestmanna- eyingasamfélagi. Þó vitað sé aö afturdafni byggö á Heimaey geta liðið ár og dagur þangað til. Auk þess yrði alllöng strandlengja hafnlaus ef Vestmannaeyjahöfn lokaöist og ekki kæmi til höfn i Dyrhólaey. En nú hugsar kannski einhver: „Veit ekki sá sem þetta skrifar að hafnir eru i Þorlákshöfn, á Stokkseyri og Eyrabakka?” Jú, það veit ég vel. En þau helviti eru ekki hafnir nema að nafninu til,ef þá það. Þaö sem við Vestmanna- eyingar þurfum mest á að halda (að húsnæðisvandræðunum einum frátöldum) er góð og örugg höfn. Ekki endilega i Dyrhólaey heldur alveg eins við Þjórsárósa eöa undir Landeyjasandi. Hafnarf ramkvæmdir á ein- hverjum ofangreindra staða eru miljóna eða tugmiljóna fram- kvæmdir, en i þær verður að ráðast. Aö endingu skora ég á þing- menn Eyjanna að hreyfa þessu hafnargeröarmáli á löggjafar- samkundu þjóöarinnar — alþingi. Eg mun taka það sem svar viö áskorun minni hvort þingmenn- irnir standa undir þvi að hreyfa þessu hafnargeröarmáli fyrir hönd Eyjamanna á næstu dögum. Svo bið ég að heilsa öllum Eyja- mönnum. Með kærri kveðju X-G maður ölfusborgum. HORN í SÍÐU Þökkum þeim sem þakka ber „Mikil ánægja var..” „Þingmenn Sjálfstæðisflokks- ins voru léttir á brún i gær- kveldi...” Hvaö var svona hamingju- vekjandi? Hvaö var það sem glatt gat hina sundurleitu hjörð þingmanna Sjálfstæðis- flokksins svo mjög ef mark er takandi á forsiðufrétt og leiðara Visis á fimmtudaginn? Var verið að staðfesta eilifan eignarrétt einstak- lingsins á arðbærum atvinnu- fyrirtækjum? Var verið að lögbinda ákveðna leið einka- framtaksins i rikisfjárhirzl- urnar? Nei. 011 þessi ánægja og létt- brúaleiki var ekki vegna aukins framgangs stefnumála flokksins i einu eða neinu máli. Hverjir komast í áskorendamótið? Nú er búið aö ákveða hvernig skipaö verur á millisvæðamótin tvö sem fram fara I sumar. Á mótinu í Brasillu sem fer fram frá 20. júli til 20. ágúst tefla eftir- taldir menn (Fyrir aftan nöfn þeirra er stigatala þeirra skv. Floútreikningi.): Polugajewsky 2645 Portisch 2640 Smyslov 2620 Stein 2620 Hort 2600 Reshevsky 2565 Lujubojevic 2550 Gheorgiu 2520 Ivkov 2520 Að auki tefla þeir Kan, Tan og Fuller einvigi um, hver þeirra þriggja teflir i mótinu. I mótinu i Leningrad sem fer fram 2. til 29. júni tefla þessir menn: Keres 2600 Sawon 2595 Geller 2590 Panno 2570 Mecking 2570 Hug 2475 Kagan 2425 Biyiasas 2390 Tukmakov 2560 Smejkal 2545 Uhlmann 2530 Kusmin 2520 Quinteros 2465 Torre 2400 Cuellar 2395 Estevez 2345 Þrir efstu menn úr hvoru móti tefla svo ásamt þeim Petrosjan og Spassky um réttinn til þess að skora á heimsmeistarann Bobby Fischer. Að sjálfsögðu reyna menn alltaf að geta sér til um hverjir sigra I öllu betur skipað. A.m.k. má ráða það af stigatölu þátttakenda. Þó er rétt að athuga það að Smyslov, Keres, Geller og Reshevsky eru allir farnir að eldast nokkuð, og tel ég óliklegt að nokkur þeirra verði i einu af þremur efstu sæt- unum. Ég spái þvi að Portisch og Polugajevsky verði örugglega meöal þriggja efstu en Stein Sawon Mecking og Ljubojevic berjist um þriðja sætiö. UMSJÖN: JÓN 6. BRIEM Kortsnoj 2640 Karpov 2630 Larsen 2625 Gligoric 2575 R. Byrne 2560 Tal 2625 Húbner 2590 Taimanov 2590 Radulov 2490 Rukavina 2480 skákmótum og svo er eölilega um þessi skákmót. Þegarlitiö er á hvort þeirra um sig, viröist mótiö i Brasiliu vera Ný útgáfa á Sögu Borgarættarinnar Saga Borgarættarinnar var fyrst i röð hinna stóru skáldsagna Gunnars Gunnarssonar. 1 Dan- mörku einni munu hafa selzt af henni langt yfir 100 þúsund eintök og viða annars staöar hafa vin- sældir hennar verið með áþekkum vinsældum. Þýðingar á sögunni skipta tugum, og m.a. hefur hún komiö út á grænlenzku. Þá má geta þess, að hún var fyrsta islenzka skáldsagan, sem tekin var til kvikmyndagerðar. þess og persónusköpunar. Við nánari gætur má þó gerla sjá sterk skyldleikatengsl, sem liggja frá þessu æskuverki til annarra og fullkomnari skáldverka Gunnars Gunnarssonar. Saga Borgarættarinnar er 295 bls. að stærö og útgáfan öll hin vandaðasta. Bókin er prentuð i Odda hf„ en bundin i Sveinabók- bandinu. Torfi Jónsson gerði útlitsteikningu. A mótinu í Leningrad tel ég einnig tvo menn nokkuð örugga um að verða i einhverju þriggja ' sfstu sætanna, en það eru þeir Tal og Karpov. Ég tel liklegast að Larsen fylgi þeim i áskorenda- keppnina, en baráttan verður áreiðanlega hörð milli hans, Kortsnojs og Húbners, og Tuk- makov og Smejkal geta lika gert strik i reikninginn. Hér fylgir svo skák Karpovs viö Enevoldsen sem tefld var i lands- keppni milli Danmerkur og Sovétrikjanna i fyrra. HVÍTT: KARPOV SVART: Enevoldsen Frönsk vörn. 1. e4 e6 2. d4 d5 3. Rd2 f5 Þetta er sjaldgæfur leikur, en þó ekki slæmur. Sagan kom út hjá Gyldendal 1912-1913. A íslenzku kom Saga Borgarættarinnar öll út á árunum 1914-1918. Seinna hefur hún veriö prentuö i tveimur heildarútgáfum af verkum skáldsins, en einnig tvivegis i sérútgáfum (Helgafell 1958 og 1960). Og loks hefur nú Almenna bókafélagið sent verkið frá sér i nýrri útgáfu, endurskoö- aðri af höfundinum og má þvi telja, aö þetta sé af hans hálfu fullnaðargerð skáldverksins. Það væri að vonum auðvelt að benda á ýmis byrjendaeinkenni á þessu skáldverki ungs höfundar og tekur það bæði til byggingar Leiðrétting 1 viötali viö Hallgrim Sæmundsson, sem birtist i Þjóö- viljanum vegna námsskeiðs- halds i esperanto, slæddist inn sú meiniega villa, aö ásamt með esperantistafélaginu Auroru og Bréfaskóla SIS og ASI stæðu Menningar og friöarsamtök islenzkra kvenna að náms- skeiöinu en átti að sjálfsögöu að vera Menningar- og fræðslusam- band alþýðu. Blaðið biðst velvirðingar á þessu. 4. exf5 exf5 5. Rdf3 Rf6 6. Bg5 Be7 Hér mátti svartur ekki leika 6. . .. Bd6 vegna 7. De2 De7 8. BxR og peðastaða svarts riölast. 7. Bd3 Re4 8. BxB DxB 9. Re2 Db4 Svartur sækist eftir „eitraöa” peðinu. 10. c3 Dxb2 11. 0-0 0-0 Þaö náðist samkomulag um framhaldandi formennsku Jó- hanns Hafstein fyrir Sjálf- stæðisflokknum. Það náöist samkomulag um áfram- haldandi varaformennsku Geirs Hallgrimssonar i sama flokki. Það náðist samkomu- lag þingflokks, enn sama flokks, um formennsku fyrir þingliðinu, en henni á að gegna Gunnar Thoroddsen. Löngu hernaðarástandi innan flokksins virtist að lokum vera að linna. Hamingjan var rikjandi meðal Sjálfstæðismanna, eða svo segir Visir, málgagn Gunnars Thoroddsens. Litum aðeins á hóp þessara þriggja formannskandfdata. Minnsta fylkingin, fylking for- mannsins Jóhanns Hafstein, er að sjálfsögðu ánægð. Þessi fylking gerði sér það ljóst fyrir löngu, að hún hlaut að verða undir i átökunum á lands- fundinum um formannskjörið. Fylking varaformannsins, Geirs Hallgrimssonar, fylkingin sem hafði gert sér svo glæstar vonir um sigur á landsfundinum verður nú að kingja beiskum bitaósigurs vegna málamiðlunar, og stórar hjarðir borgarstarfs- manna i Reykjavik horfa nú rauðeygir á bak voninni um trygga gjöf til þeirra á rikis- jötuna, sem þeir hafa vænzt úr hendi Geirs Hallgrims- sonar. Þetta er hin óánægða fylking, sem ekki er tryggt að fallist á neins konar mála- miðlun fyrir landsfundinn, og allt eins gæti komið með sprengiframboö á lands- fundinum, framboð sem undirbúið yrði i rjómalogni þessa nýja samkomulags, sem Geirsfylking gæti þá með sanni sagt, að foringinn hefði aldrei samþykkt, enda mun i þvi felast það, að Geir verði frystur úti frá áhrifum i flokknum um langan tima. En hvers vegna gengur Gunnar Thoroddsen að sliku samkomulagi með hóp á bak við sig, sem viss var um að ná yfirtökum á landsfundi og ráða formannskjörinu? Gunnar hefur nú enn, með þessu samkomulagi, sannað, að hann er keppinautum sinum um formannskjörið mun slyngari maður. Hann vissi sem var, aö hugsanlegur möguleiki var, að á landsfund- inum kæmi upp sú staða, aö enginn þeirra þremenninga yrði kjörinn formaöur, heldur Jónas Haralz i þeirra stað, og að það yrði kjör, sem ekki yrði hnekkt næstu 20 árin, og þá yrði hann búinn að missa af lestinni. Hann telur sig lika vita, að næstu kosningar verði ekki fyrr en að afstöðnum þingkosningum, og ef Jóhann yrði formaður áfram, væri málum svo komið á næsta landsfundi, að Jóhann væri úr leik sem formannsefni, og þeir tveir, hann og Geir, ættust við, og þá hefði hann sigur i baráttunni um formennskuna. En það varð viðar fögnuður en i þingflokki sjálfstæðis- manna við þau tiðindi að Jó- hann yrði enn um hrið for- maður Sjálfstæðisflokksins. Vinstrimenn um land allt fagna einnig, þvi enn um ófyrirsjáanlegan tima, mun Sjálfstæðisflokkurinn halda áfram að missa völd, og tapa tiltrú. Þökkum þvi þeim, sem þakka ber. —úþ Léki svartur 11. . . . Rxc3 kæmi 12. RxR DxR 13. Hel og hvitur hefur yfirburðastöðu. 12. c4 dxc4 Þetta er mjög slæmur leikur. Svartur hefði betur valdað peðið meö c6 og jafnvel Rf6 siðar. 13. Bxc4 Kh8 14. Hbl Da3 15. Re5 Hvitur hótar nú 16. Rg6 hxR 17. Hb3 sem setur á drottninguna og hótar um leið máti á h3. 15. g6 16. Hb3 De7 17. Rf4 Kg7 Hvitur hótaöi 18. Rfxg6 hxR 19. Rexg6 og vinnur drottninguna. 18. Hh3 Rc6 19. Rfxg6 Þessi fórn er mjög skemmtileg, en hvitur átti völ á betri leið: 19. Hxh7 Kxh7 20. Rfxg6 Dd6 21. Rxf8 Kg7 22. Dh5 RxR 23. Dh7 KxR 24. dxR og leiki svartur þá Dd7 kemur 25. Dg8 Ke7 26. Df7 Kd8 27. Hdl Bd7 28. Dxf5 ásamt 29. e6 og hvitur vinnur. 19. ... hxR 20. Rxg6 Df6 21. RxH KxR 22. Hh7 Re7 Nú gat svartur varizt mun bet- ur með 22. . . . Rg5 23. Hh5 Be6 24. BxB RxB 25. d5 Hd8 26. Db3 Red4 27. Dxb7 Hxd5 28. Dxc7. 23. Hel Dg6 24. Hf7 DxH 25. BxD KxB 26. Dh5 Kf8 27. Dh7 Svartur gafst upp. Hvitur hótar t.d. f3. Frá Skákþingi Akureyrar 1 meistaraflokki voru þátttak- endur 12. Þar sigraði Jón Björg- vinsson með miklum yfirburðum, hlaut 9 vinninga úr 11 skákum og tapaði engri skák. Nr. 2 varð Jó- hann Snorrason 7 v. 3. Hrafn Arnarson 6 1/2 v. 4. Július Boga- son 6 v. 5.-6. Kristinn Jónsson og Atli Benediktsson 5 1/2 v. 11. flokki voru þátttakendur 11. Efstir og jafnir urðu þeir Donald Kelly og Hólmgrimur Heiöreks- son með 8 vinninga, og i þriðja sæti varð Marinó Tryggvason með 6 1/2 v. 1 unglingaflokki voru þátttak- endur 6. Efstur varö örn Þórðarson með 4 vinninga, I 2.-3. sæti urðu Jón Andrésson og Úlfar Ólafsson meö 3 vinninga hvor. Hraðskákmóti Akureyrar lauk með sigri Hrafns Arnarsonar og Jón Björgvinssonar sem hlutu 15 vinninga úr 17 skákum. Þeir tefldu siðan til úrslita og sigraði Jón. I þriðja sæti varö svo Július Bogason með 13. vinninga. Hraðskákkeppni unglinga lauk með sigri Baldvins Þorlákssonar. Jón G. Briem.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.