Þjóðviljinn - 10.04.1973, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 10.04.1973, Blaðsíða 15
Þriöjudagur 10. apríl 1973. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 15 Magnús Framhald af bls. 7. bundin störf viö heilsugæzlu- stöövar aö heimilislækningum. — 7% af vergum þjóöartekjum er nú variö til heilbrigöismála. Sverrir Hermannsson taldi erfitt aö ljúka málinu fyrir páska, en æskilegt væri aö foröast ill- vigar deilur um þetta mál. Rammi laganna ætti aö vera rýmri. Ekki væru fullgild rök fyrir þvi, aö ráöuneytisstjórinn i heilbrigöis- og tryggingamála- ráðuneytinu ætti aö vera læknis- menntaður eins og frumvarpið geröi ráö fyrir. Sverrir sagöi þaö mikilvægt, aö ný lög um heil- brigöisþjónustu næöu nú fram aö ganga, en til þess þyrfti væntan- lega að halda áfram þinghaldi eftir páska. Friöjón Þórðarson gerði nokkrar athugasemdir. Matthfas Bjarnason sagöist ekki telja nóg aö fresta fram- kvæmd II. kafla laganna, þaö þyrfti aö breyta honum. Hann sagöi aö mjög mörg ákvæöi frum- varpsins væru til verulegra bóta. Nauösynlegt væri aö vita, hvaö framkvæmdin kostaöi. Magnús Kjartansson heil- brigöisráöherra þakkaöi góöa samvinnu viö nefndina og hennar miklu vinnu. Hann sagöi aö til aö ná samkomulagi hafi menn orðib að vfkja frá ýmsum eiginsjónar- miðum. Hann kvaöst t.d. telja frestun II. kafla laganna óheppi- lega, en vildi þó vinna þaö til samkomulags til aö frumvarpiö næöi fram aö ganga á þessu þingi. Ráðherrann sagði, að af þeim 5 embættum héraöslækna, sem frumvarpiö gerir ráö fyrir, væru 2 fyrir I reynd, þ.e, borgarlæknir i Reykjavfk, og héraðslæknir á Akureyri. . Þarna væru unnin störf, sem menn vildu áreiöan- lega ekki leggja niöur, en frum- varpið gerði ráö fyrir aö bæta við 3 slfkum embættislæknum. Ráö- herrann sagöi þaö rétt, aö umdæmin hjá væntanlegum héraðslæknum virtust nokkuð óeðlileg, en þess væri að gæta, aö almenningi væri ekki ætlað aö sækja þessa lækna heim, heldur ættu þeir aö vera á feröalögum um sin héruö. Ráöherrann sagöist fagna þvi aö fram hafi komið mjög jákvæö afstaöa hjá öllum þeim, sem um máliö töluöu varöandi megin- stefnu. Hann sagði þaö skipta miklu máli að hægt væri aö ráöast I framkvæmdir I framhaldi af samþykkt frumvarpsins I góöu andrúmslofti. Frumvarpiö þyrfti að samþykkja á þessu þingi, svo aö hægt væri aö hefjast handa, um mikilvægar framkvæmdir til úrbóta. Magnús minnti á, aö frumv. heföi verið lagt fram I fyrra og menn þvf haft allgóðan tima til aö mynda sér skoöun á meginefni þess. Hann minnti á, aö I fyrra hafi hann gert grein fyrir áætlaöri kostnaðarhlið málsins, og hafi þá t.d. verib gert ráö fyrir aö bygg- ing heilsugæzlustöövanna úti á landi myndi kosta um 800 miljónir kr. — Þetta hafiaö visu ekki verið framreiknaö nákvæmlega. En I 36. grein væri gert ráð fyrir áætlun til 10 ára I senn um fram- kvæmdir, er endurskoðuð væri á 2ja ára fresti, en árleg fram- kvæmdaáætlun verður lögð fyrir alþingi við gerö fjárlaga hverju sinni Fjárveitingar yrðu þvi að öllu leyti i höndum alþingis og þar meö ákvörðun um framkvæmda- hraða. Verið er að vinna aö gerö áætl% unar um sjúkrahúsaþörf fram til ársins 1990, og verður hún tilbúin alvegá næstunni. Þá mun unnt að gera sér nánari grein fyrir væntanlegri hækkun á rekstrar- útgjöldum varðandi þennan málaflokk. Ráðherrann sagöi þaö rétt, aö sú nefnd, sem samdi frumvarpið upphaflega, hafi gert ráö fyrir aö sameina embætti landlæknis og ráðuneytisstjóra, eins og væri t.d. I Noregi, en fram hafi komiö frá læknum o.fl. aðilum eindregin ósk um aö embætti landlæknis héldist eins og verið hefur, og með breyt- ingatillögum nefndarinnar væri gert ráð fyrir þeirri skipan. Hins vegar hafi orðið viss mikilvæg breyting á stööu landlæknis, þegar stofnað var sérstakt heil- brigðisráðuneyti fyrir fáum árum, og þvi þyrfti að skilgreina stöðu hans að nýju. En ég hef siöur en svo nokkurn áhuga á þvi aö staöa landlæknis veröi á nokkurn hátt skert, sagöi Magnús. Magnús sagöist vera algerlega sammála þvi, sem fram hafi komið hjá ýmsum ræðumönnum, að þau héruð, sem verst hafa veriðsetthefðu forgang um bygg- ingu heilsugæzluStööva. Slikt væri sjálfsagt mál. Aö lokum lagði ráöherrann enn áherzlu á, hve mikilvægt þaö væri að frumvarpið yröi aö lögum á þessu þingi. Bjarni Guönason sagöi aö þó aö menn borguðu hærra hlutfall i skatta á öðrum Norðurlöndum en hér, hefðu þeir samt meira eftir. Sverrir Hermannsson sagöist mjög hafa látiö huggast undir ræöu Magnúsar Kjartanssonar. Yfirlýsingar hans varöandi stööu landlæknis og forgang þeirra héraða, sem verst hafa verið sett um heilbrigðisþjónustu, hafi veriö mjög að sinu skapi. Ég er nú bjartsýnni en áöur á framgang málsins, sagöi Sverrir, og vil leggja mitt af mörkum bæði i nefnd og utan til aö svo megi verða. Atkvæöagreiöslu um breyt- ingatillögur var frestað til mánu- dags. íþróttir Framhald af bls. 10. KR — Vikingur 7:6 Meö þessum sigri bjargaði KR-liöið sem er I mikilli fram- för sér algerlega frá falli. Þaö hefur lokið leikjum sinum og er meö 8 stig. t leikhléi var staöan 5:2 KR I vil. Undir lokin var leikurinn mjög spennandi, og átti Vikingur margsinnis tæki- færi til aö jafna, en þaö tókst ekki. Fram — Ármann 14:9. Með þvl eina bragöi ab taka Erlu Sverrisdóttur úr umferö tókst Fram að brjóta Armanns-liðið alveg niöur, og það var aldrei spurning um hvort liðið myndi sigra, heldur hve stór sigur Fram yrði. 1 leik- hléi var staöan 9:5 Fram I vil. Og meö þessum sigri hlaut Fram sitt 13. stig. Picasso Framhald af bls. 9. þetta fólk ekki séö myndir Picasso og margir hefðu ekki skiliö þær; en þaö vissi hann, þessi mikli listamaöur, berst fyrir þá, meö þeim, og þess vegna föðmuðu menn hann aö sér. A friðarþingum — I Wroclaw, i Paris, sat hann öllum stundum með heyrnartól og hlustaöi meö athygli. Nokkrum sinnum hlaut ég að snúa mér til hans með beiðni — næstum þvi alltaf kom þaö á daginn á siöasta augnabliki að til aö tryggja árangur þingsins eða einhvers áhlaups i friðar- sókninni þurftum viö nauösyn- lega teikningu eftir Picasso. Og alltaf varö hann viö óskum okkar hve önnum kafinn sem hann var við önnur störf. Stundum fordæmdu eöa höfn- uðu ýmsir pólitiskir samherjar hans verkum hans. Hann tók þessu með beiskju en rólega, sagði: „Frændur eru frændum verstir”... A.B.þýddi Sonur okkar og bróöir SIGURGEIR ÖRN SIGURGEIRSSON sem lézt af slysförum verður jarösunginn frá Fossvogs- kirkju miövikudaginn 11. april kl. 10.30. Sigurgeir Kristjánsson Pernilla ólsen og systkinin. Húsnæðisskortur Framhald af bls. 1. innar né FB ibúöir i Breiöholti, þótt þar sæktu einungis þeir, sem gátu talið sig uppfylla ströng skil- yrði og koma til greina við úthlutun. Eru þá ótaldir allir hinir, sem ekki uppfylla skilyrðin fyrir þessum tveim úthlutunum, en vantar samt ibúö, svo og þeir Vestmannaeyingar, sem i Reykjavík dveljast og ekki hafa fengið endanlegt húsnæði. Sé gert ráö fyrir, að þeir; sem ekki svöruðu fyrirspurn Húsnæðismálastofnunarinnar, hafi nægilegt húsnæði, vantar utan Reykjavikursvæbisins samanlagt 759 ibúðir, 461 i kaup- stööum og 298 I hreppum og kaup- túnum, segir i niðurstööum Hag- verks. Sé reiknað meö 4ra manna fjölskyldu i hverri ibúö, jafngildir þetta þvi, aö leiguíbúö vanti fvriri 4,7% allra ibúa kaupstaða og 3,9% allra ibúa hreppa og kauptúna utan Reykjavfkur- svæöisins. Af þessum 759 ibúðum, sem talið er að skorti, eru 613 á stöðum sem búa viö stöðugan og jafnan skort allt áriö, en 139 á stöðum, þar sem vöntunin er árstima- bundin. Samkvæmt þessu er áætlaö að þörf sé fyrir um 700 leiguibúöir á þessum stööum allt áriö. Jafnframt kemur fram, aö mjög fáar sveitarstjórnir virðist hafa aöhafzt nokkuð til að auka framboö á leiguhúsnæði og mjög litlir, ef nokkrir, möguleikar viröist vera á endurbyggingu eldra húsnæöis. Af 461 ibúö sem vantar i kaup- stööum þarf 279 strax, og af 298 ibúðum i hreppum og kauptúnum þarf 290 strax, þannig að 569 ibúöir skortir á stundinni. Til Reykjavikursvæðisins, þaöan sem ekki liggja fyrir tölur, teljast Reykjavik, KÚpavogur, Hafnarfjöröur, Garðahreppur, Seltjarnarnes og þrir þéttbylis- staöir i Mosfellssveit, Lágafell, Alafoss og Reykir. —vh Víetnam Framhald af bls. 16. þar upp eldflaugastöövum eftir aö vopnahlé gekk i gildi. Kanadiska fréttastofan skýröi frá þvi, I dag,að Kanadastjórn heföi i athugun aö hætta þátttöku I eftirlistnefndinni, og fulltrúi Kanada, Turner,sagöi, aö ákvörö- un yröi tekin þegar rannsókn málsins væri lokið. Þinghald hjá banka- mönnum Samband islenzkra banka- manna efnir til þinghalds um ýmis mál bankamanna dagana 11.-13. þessa mánaðar. Þingiö veröur haldið aö Hótel Sögu og hefst klukkan 4 á miö- vikudag. Formaöur SÍB, Hannes Pálsson, setur þingiö, en þann dag veröur sinnt ýmsum sérmálum Sambandsins. A fimmtudaginn flytur banka- málaráöherra, Lúövik Jósepsson, erindi um bankamál, og samein- ingu bankanna og Benedikt Sigurjónsson hæstaréttardómari erindi um samningsrétt banka- manna. Þaö kvöld fara þinggestir i heimsókn til Bessastaða. A föstudag flytur P.G. Berg- ström erindi um skipulag banka- mannasambanda, en að þvi loknu fara fram umræöur um laga- breytingar, kosningar og þings- slit. Ráðstefnunni lýkur svo meö árshátið Sambandsins, sem haldin veröur að Hótel Sögur. —úþ Fundu 2076 flöskur Er veriö var að afferma m/s Lagarfoss s.l. laugardag, fundu tollveröir 2076 þriggja pela flöskur af áfengi, i farmi skipsins, sem tilraun var gerð til aö smygla i land. Þar af voru 1560 flöskur af 45% vodka, 132 flöskur af 75% vodka og 384 flöskur af 96% spiritus. Fjórir skipverjar hafa játað á sig smyglið. Auglýsing um greiðslu arðs Samkvæmt ákvörðun aðalfundar Verzl- unarbanka Islands hf. þann 7. april 1973 skal hluthöfum greiddur 7% arður af hlutafé fyrir árið 1972. Arðsgreiðslan mið- ast við hlutafjáreign 1. janúar 1972. Verð- ur arðurinn greiddur gegn framvisun arð- miða ársins 1972. Athygli er vakin á ákvæði 5. gr. sam- þykkta bankans, að réttur til arðs fellur niður, ef hans er ekki vitjað innan þriggja ára frá gjalddaga, og rennur hann þá i varasjóð bankans. Reykjavik, 9. april 1973 VERZLUNARBANKI ÍSLANDS HF. Rafvirkjar — Rafvélavirkjar Félagsmaður.sem hyggst ráða sig á nýjan vinnustað, skal áður en ráðning fer fram afla sér nauðsynlegra upplýsinga um vinnustaðinn hjá stjórn félagsins. Van- ræki félagsmaður þetta missir hann rétt til aðstoðar frá félaginu, ef um vanefndir á samningi eða önnur miskliðarefni er að ræða við vinnukaupanda. Ef félagsmaður sýnir itrekaða vanrækslu i þessu efni, getur stjórn félagsins svift viðkomandi félagsmann réttindum til styrkja úr sjóðum félagsins um tiltekinn tima. Þ j óðleikhúskórinn Þjóðleikhúsið getur bætt við nokkrum nýj- um söngkröftum i Þjóðleikhúskórinn. Umsækjendur skulu vera yngri en 30 ára. Umsóknir skulu vera skriflegar og send- ast skrifstofu Þjóðleikhússins fyrir fimmtudaginn 12. april. Þjóðleikhússtjóri Aðstoðarlæknir Staða aðstoðarlæknis viö skurölækningadeild Borgar- spitalans er laus til umsóknar. Staöan veitist frá 1. maí n.k., til allt að 12 mánaða, eftir samkomulagi. Laun samkvæmt samningi Læknafélags Reykjavikur við Reykjavikurborg. Umsóknir, ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf sendist Heilbrigðismálaráði Reykjavikurborgar fyrir 25. april n.k. Upplýsingar um stöðuna veitir yfirlæknir deildarinnar. Reykjavik, 9. april 1973. Heilbrigöismálaráö Reykjavikurborgar Læknaritari Staða læknaritara við Grensásdeild Borgarspltalans er laus til umsóknar. Stúdentspróf eða önnur hliðstæð menntun, ásamt vélrit- unarkunnáttu áskilin. Umsóknir, ásamt upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf sendist skrifstofu Borgarspitalans fyrir 16. april n.k. Reykjavík, 9. april 1973 BORGARSPtTALINN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.