Þjóðviljinn - 10.04.1973, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 10.04.1973, Blaðsíða 4
1 SÍÐA — ÞJÓDVILJINN Þriðjudagur 10. april 1973. Anna Pétursdóttir f. 20.7. ’13 — d. 3.4. ’73 Sigurrós Sæmundsd. / 30.7. ’38 - d. 3.4. ’73 Þriðjudaginn 3. april s.l. er ég kom til vinnu að morgni, barst mér sú fregn að mæðgurnar Anna Pétursdóttir fyrrverandi formað- ur Verkakvennafélags Keflavikur og Njarðvikur og Sigurrós Sæmundsdóttir núverandi for- maður félagsins hefðu látizt af völdum umferðarslyss þá um nóttina. Fregnin kom sem reiðarslag, svo óvænt, óviðbúið. Enn ein miskunnarlaus sönnun þess, að enginn veit sina ævina fyrr en öll er. Sá sem þessi fátæklegu kveðju- orð ritar, kynntist þeim mæðgum fyrst og fremst sem forystu- konum i samtökum verkakvenna i Keflavik. I þvi erilsama og oft vanþakkláta starfi sýndu þær mjög mikla árvekni og ósér- plægni. Hugsjónir verkalýðs- hreyfingarinnar voru þeim i blóð bornar, baráttuna fyrir betri kjörum þeirra, sem erfiðustu störfin vinna'o g raunar öll þjóðfé- lagsbyggingin hvílir á, háðu þær af heilum hug, aldrei með hiki eða hálfvelgju. Það leiddi af sjálfu að sam- skipti þeirra mæðgnanna við und- irritaðan uröu allmikil. öll þau samskipti voru mjög ánægjuleg og bar aldrei skugga á. Það var ánægjulegt aö fylgjast með þvi hvernig verkakvennafélagið óx og dafnaði undir öruggri forystu þeirra og er nú eitt öflugasta verkalýðsfélagið i landinu. Skaði þess er mikill, en huggun er það harmi gegn að ávallt kemur maður i manns stað og hvatning þeim, sem við taka,að Minning Hróðný Jónsdóttir / 30.6. 1892 - d. 2.4. 1973 Að kvöldi mánudags 2. þ.m. lézt að Hrafnistu mágkona min Hróð- ný Jónsdóttir, 82ára gömul. Þrátt fyrir að aldur hennar væri orðinn þetta hár og hún hefði kennt veilu fyrir hjarta siðustu árin bar dauða hennar að óvænt og fyrr en okkur vini hennar óraði fyrir. Það var ávallt ánægjulegt að heimsækja Hróðnýju, hún fagnaði vinum sinum og var laus við að iþyngja þeim með umtali um eigin lasleika eða áhyggjur af öðru tagi. Hún tók gjarnan fram handaverk sin, sem voru marg- visleg, og fagurlega unnin, eða sagði fréttir frá barnabörnum sinum sem dvöldust i fjarlægum löndum, frá dóttursyni, sem stundar nám i Noregi, frá sonar- syni, sem sendir jólakveðju frá Japan og er að leggja af stað heim til Austurlandsins með nýjan skuttogara, frá sonardóttur sem dvelst með manni sinum i Sviþjóð. Umræðuefnin voru margþætt og maður gekk glaðari frá fundi hennar. Hróðný var Borgfirðingur að ætt og uppruna, fædd 30. júni 1892 að Kistufelli i Lundareykjadal. Foreldrar hennar voru þau hjónin Maria Jónsdóttir, og Jón Stefánsáon, sem bjuggu þar. Þau áttu einnig tvo sonu, Jón og Bjarna. Sex ára fór Hróðný i fóstur að Deildartungu i Reyk- holtsdal til frænku sinnar Vigdisar Jónsdóttur og manns hennar Hannesar Magnússonar, sem bjuggu þar rausnarbúi. Þar lærði hún ung að standa vel að hverju verki. ,,Breyta mjólk i mat og ull i fat”, sem þótti hverri verðandi húsmóður nauðsyn að kunna og afkoma heimilanna byggðist á. Hún dáði fegurð æskustöðvanna og tók tryggð við fóstursystkini sin, sérstaklega lofaði hún tryggö og vináttu Guðrúnar Hannes- dóttur, sem hún naut meðan Guðrún lifði. Sem ung stúlka fór hún til Reykjavikur, lærði fatasaum og var til húsa hjá Jóni bróður sinum, sem hér var búsettur. Þar kynntist hún eiginmanni sinum Jóni Rafnssyni frá Skagafirði. Þau gengu i hjónaband 1916 og fluttust austur á Norðfjörð þar sem þau bjuggu um langt árabil. Þau voru samhent i uppbyggingu heimilisins og komu upp myndar- legu heimili i eigin húsi þar sem glaðværð og gestrisni riktu. Það vissu þeir sem til þekktu, að hjónaband þeirra var hamingju- samt, þótt þar hafi vissulega skipzt á skin og skuggar, svo sem oft vill verða i mannlifinu. Þau eignuðust sjö mannvænleg börn, en fjögur þeirra eru nú látin. Arið 1944 fluttu þau frá Norð- firöi eftir 28 ára búsetu hingað suður og hafa verið búsett hér i Reykjavik siðan, að undanteknu einu ári sem þau voru á Selfossi i sambýli við dóttur sína og tengdason. Fyrir fjórum árum fengu þau vist á Hrafnistu. Þar andaðist Jón 17. janúar á siðast- liönu ári 87 ára gamall. Þá hafði sambíið þeirra varað i 56 ár. Eftirlifandi börn þeirra eru: Arnfriður gift Sigurði Inga Sigurðssyni fyrrverandi oddvita á Selfossi, Kristján giftur Sigur- björgu Marteinsdóttur, búsett á Norðfirði, Svafa gift Antoni Fri- mannssyni mjblkurfræðingi, en þau eru búsett hér i borginni. Afkomendur þeirra Hróðnýjar og Jóns eru mannvænlegur og fjölmennur hópur. Hróðný var greind kona, viðmótsþýð i umgengni, orðvör og trygglynd og vann á við nánari kynni, en framar öllu var hún frá- bær húsmóðir og eiginkona, sem stóð dyggilega við hlið eigin- manns sins i bliðu og striðu. Með henni er gengin kona, sem gott var að hafa átt fyrir vin og eiga i endurminningunni. Helga Rafnsdóttir. hafa fordæmi þeirra mæðgna til að starfa eftir. Anna Pétursdóttir var fædd að Alfsdal á Ingjaldssandi I önundarfirði 20. júli 1913. Foreldrar hennar voru Pétur Sigurðsson skipstjóri og Krist- jana Einarsdóttir. Voru þau syst- kini 4. Anna ólst upp hjá vanda- lausum, en það var ekki óalgengt á þeim árum, þegar um barn- margar fjölskyldur var að ræða og mikil fátækt. Fósturforeldrar önnu vor Sveinfriður Sigmunds- dóttir og Jón Bjarnason aö Sæbóli i önundarfirði. Þann 13. desember árið 1933 giftist hún eftirlifandi eiginmanni sinum Sæmundi Benediktssyni ættuðum úr Arneshreppi i Strandasýslu, en árið áður höfðu þau, þá trúlofuð, flutzt norður i Eyjafjörð, en þar áttu þau heima þar til aö þau fluttust til Kefla- vikur árið 1958, en þar hafa þau búið siðan. Þeim önnu og Sæmundi varö 7 barna auðið, en þau voru: Jón, Kristjana, Benedikt, Sigurrós, Pétur, Fanney, Hallbjörn. Anna átti við nokkurt heilsu- leysi að striða, sérstaklega meðan börnin voru ung, en komst yfir þá erfiðleika. A þessum árum var fátækt mikil meöal almennings, og má nærri geta að oft hafi verið þröngt i búi hjá þeim önnu og Sæmundi, en þeim tókst að koma börnum sinum til manns, en ávallt mun Anna hafa unnið úti þegar þess var kostur. Það kom snemma i Ijós að Anna var félagslega sinnuð. Norður i Eyjafirði starfaði hún i kven- félagi og slysavarnafélagi, og eftir að hún fluttist til Keflavikur fór hún fljótlega að taka virkan þátt i störfum verkalýðshreyf- Anna Pétursdóttir ingarinnar. Var hún brátt kjörin i stjórn Verkakvennafélags Kefla- víkur og Njarðvikur og var vara- formaður þess, en formaður 1968 til 1971, að hún baðst undan endurkosningu, en þá tók dóttir hennar, Sigurrós.við forystunni. Anna Pétursdóttir var svipmikil kona og sköruleg. Það sópaði að henni hvar sem hún fór. Hún mun hafa verið skaprik kona, en kunni ekki siður að sýna lagni og lipurð þegar það átti við á samninga- fundum án þess þó að slá af þeim kröfum sem henni þóttu sann- gjarnar og réttmætar. Sigurrós Sæmundsdóttir var fædd að Litla Arskógssandi við Eyjafjörð 30. júli 1938, og var eins og áöur segir 4. af 7 börnum þeirra önnu Pétursdóttur og Sæmundar Benediktssonar. Þegar á unga aldri fór hún að vinna við hverskonar fiskvinnu hjá föður sinum, sem gerði út bát frá Arskógssandi, og alla tið stundaði hún vinnu utan heimilis nema meðan dætur hennar voru yngstar. Til Keflavikur kom Sigurrós árið 1956, og árið eftir giftist hún eftirlifandi manni sinum, Guð- mundi Maríassyni. Þau Sigurrós og Guðmundur eignuðust tvær dætur, Ingigerði sem nú er 12 ára og önnu sem nú er 15 ára. Eins og áður segir var Sigurrós kosin formaður Verka- kvennafélagsins á aðalfundi 1971 og var það til dauðadags, en áður Sigurrós Sæmundsdóttir. hafði hún átt sæti i trúnaðar- mannaráði félagsins. Sigurrós rækti störf sin, sem formaður, af mikilli trúmennsku og samvizkusemi. Hún gerði sér far um að kynna sér sem ræki- legast hvert mál, sem að höndum bar, og reyndist félaginu hinn far- sælasti formaöur. Var mikils af henni vænzt, og er óbætt skarð fyrir skildi er hún er fallin i val- inn, með svo snöggum og mis- kunnarlausum hætti i blóma lifsins. Sigurrós var ekki siður en móðir hennar félagslega sinnuð, og áttu allir þeir, sem minna máttu sin, eða lifið hafði á ein- hvern hátt leikið grátt, hauk i horni þar sem hún var. Það var gott að starfa með henni, einstaklega þægileg fram- koma ásamt skarpri greind sköp- uðu henni vináttu og virðingu allra, sem með henni höfðu starfað. Verkakvennafélagi Keflavikur og Njarðvikur og verkalýðssam- tökunum i heild er mikill skaði að hinu sviplega fráfalli forystu- kvenna i Keflavik. Sárastur er þó harmurinn hjá nánustu ástvinum. Fátækleg orö fá ekki sefað þann harm, en minnumst þess að minningin lifir um góða móður, eiginkonu og ömmu. öllum ástvinum þeirra mæðgna sendi ég að lokum minar innilegustu samúðarkveöjur. Þórir Danfelsson Rithöfundurinn Gennadíj Fisj memoriam In t dag hefði sovézki rit- höfundurinn Gennadij Fisj, sem mörgum Islendingum er að góðu kunnur, orðið sjötugur ef honum hefði enzt aldur. t heimalandi sinu á hann eftirminnileg spor i baráttu fyrir þeim hugsjónum sem Sovétrikin báru fram til sigurs og orðið hafa svo áhrifa- rikar i veröldinni á okkar dögum. Kona hans, Tatjana Fisj, háði samskonar baráttu og hefur tekið óslitinn þátt i félagsmálum, og lifir hún mann sinn. A efri árum helgaði Gennadij Fisj sig einkum þvi að rita bækur um Norðurlönd og kynna þau Sovétþjóðunum, og heimsótti hann þau margsinnis. Hann kom i fyrsta sinn til íslands árið 1961, dvaldist hér nokkurn tima, ferðaðist um og skrifaði siðan bók um tsland er nefnist Otsjelnik Atlantiki eða Einbúinn i Atlanz- hafi. Hún kom út i Moskvu 1965 ásamt bók um Danmörku. Eru þær álika stórar, rúmar 500 siður báðar. Ég kynntist Gennadij um leið og hann kom hingað, og mér var reyndar nafn hans áður kunnugt, þvi að svo skemmtilega vildi til að gefin hafði verið út hér á landi bók eftir hann, Skiða- hetjurnar, i þýðingu Asgrims Albertssonar (prentuð á Siglu- íirði 1940). Hún gerist i borgara- striðinu 1922. Maxim Gorki sagði um hana I bréfi til höfundarins: ,,1 fáum orðum sagt, bókin er góð”. Gorki segist hafa verið að lesa bækur helgaðar Rauða hern- um og komizt að þeirri niðurstöðu ,,að við séum að eignast listrænar bókmenntir á þessu sviði. Bók yðar tel ég meðal hinna beztu”. Siðar kom Gennadij Fisj ásamt konu sinni hingað til lands, þegar Rithöfundurinn Gennadlj Fisj hann fór að undirbúa nýja útgáfu á bók sinni um tsland, og voru þá gestir okkar, en ferðuðust einnig viða um landið. Eins urðum við Þóra gestir þeirra i Moskvu og i sumarbústað þeirra i skógar- rjóðri utan við borgina þar sem þau og Vereiskij-hjónin búa hlið við hlið, en listmálarinn Vereiskij hefur haft hér sýningar á verkum sinum, eins og kunnugt er. Við eigum hlýjar minningar frá heimilum þeirra beggja og fórum með þeim marga skemmti- gönguna um skóginn og námum hina djúpu og annarlegu töfra hans. 1 siðasta sinn sem við Þóra komum til Moskvu vorið 1971 gát- um við ekki heimsótt Fisj-hjónin, þvi aðkona hans hafði orðið fyrir slysi, en við hittum Gennadij á heimili islenzku sendiráðs- hjónanna 17. júni. Hann var hryggur að sjá, enda sjálfur veik- ur, en jafn hlýr sem að venju. Og skömmu siðar meðan við enn dvöldumst i Sovétrikjunum andaöist hann. Eins og ráða má af framan sögðu kynntumst við vel Gennadij Fisj og tókst með okkur vinátta. Hann var léttur i skapi, við- felldinn, hýr og gamansamur, og þótt hann væri alvörumaður og vildi skyggnast undir yfirborðið, sá hann engu siður hina broslegu hlið á málunum. Hann hafði næma skilningsgáfu, eins og allt lægi opið fyrir honum, fljótur að kynnast fólki og komast i sam- band við menn. Eins var hann ákaflega fljótur að átta sig á þjóð- félagsmálum og þjóðareinkenn- um og hafði næmt auga fyrir náttúrunni. Þessum hæfileikum hans öllum bera bækur hans órækt vitni. Þær eru ritaðar af miklum samhug og skilningi og furðu lausar við ónákvæmni og villur, enda hafa þær orðið með afbirgðum vinsælar og hann hefur hlotið fyrir þær verðskuld- aða viðurkenningu, m.a. frá rikisstjórn Sviþjóðar, en það skal tekið hér fram að hann skrifaði bækur um öll Norðurlöndin, Svi- þjóð, Finnland og Noreg jafnt sem Danmörku og Island, og hafa þær birzt i styttri útgáfu á þýzku i einu bindi. Þessar bækur hafa sannarlega gert sitt til að brúa djúpin milli Norðurlanda og Sovétþjóðanna og suðlað að aukn- um skilningi og vináttu þeirra i milli. Hvar sem Gennadij Fisj kom eignaðist hann góða vini. Hann var frjálshuga og hleypidómalaus og einn þeirra rithöfunda innan Sovétrikjanna sem fylgja frjáls- lyndri stefnu, og hann var gagn- rýninn á alla skerðingu ritfrelsis. Rikast i huga er mér hans létta skap og gleðin og góðvildin sem gat skinið út úr augum hans. Kristinn E. Andrésson

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.