Þjóðviljinn - 10.04.1973, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 10.04.1973, Blaðsíða 16
MOWIUINN Þriðjudagur 10. aprll 1973. Almennar upplýsingar un;i læknaþjónustu borgarinnar eru gefnar i simsvara Lækna- félags Reykjavikur, simi 18888. Nætur- kvöld- og helgarþjónusta lyfjabúðanna i Reykjavik vik- una 6.-12. april er i Lyfjabúðinni Iðunni og Garðsapóteki. Slysavarðstofa Borgarspitaí- ans er opin allan sólarhring- inn. Kvöld-, nætur og helgidaga- vakt á heilsuverptlarstöðinni. Simi 21230. Víetnamnefndin á íslandi F ordæmir loftárásir á Kambódíu Vietnamnefndin samþykkti eftirfarandi ályktun á fundi sinum 7. april 1973: Vietnamnefndin á Islandi for- dæmir harðlega hinar grimmi- legu loftárásir Bandarikjanna á þéttbýl svæði i Kambódiu, en þær eru örþrifatilraun bandarisku heimsvaldasinnanna til að halda við lýði leppstjórn sinni I Phnom Penh. Hér er um að ræða gróft brot á samþykktinni um Vietnam sem gerð var i Paris á alþjóðlegri ráð- stefnu 12 rikisstjórna, 2. marz 1973, en þar skuldbundu Banda- rikin sig til ,,að virða sjálfstæði, fullveldi, einingu, landfærðilega heild og hlutleysi Laos og Kambodiu, eins og tekið er fram i friðarsamn- ingnum um Vietnam, og sam- þykkja einnig að virða þau og forðast allar aðgerðir sem brjóta i bága við þau.” (þ.e. grund- vallarréttindi) Vietnamnefndin skorar á is- lenzku rikisstjórnina að beita áhrifum sinum til þess að Banda- rikin standi við gerða samninga og láti þegar af árásarstefnu sinni i Indókina. Vietnmamnefndin á tslandi lýsir enn yfir fullum stuðningi við baráttu FUNK, hinnar þjóðlegu samfylkingar Kambódiu, undir forustu Sihanouks, réttkjörins þjóðhöfðingja, og rikisstjórnar hans, hinnar konunglegu, þjóð- legu einingarstjórnar Kambódiu (GRUNC), sem nú ræður 90% landsins þar sem 80% ibúanna búa. Mjög þrengir að Lon Nol Þetta er riss af stöðu hraunsins i dag. Stóri svarti bletturinn er nýju gosstöðvarnar. Siðan er teiknaður kanturinn eins og gamla ströndin var, — vinstra megin er hraunið sem fór yfir bæinn, en hægra megin hraunið sem rann út i sjóinn. Pilurnar sýna i hvaða átt hraunið mjakast núna, en smápunktaði tangi'nn er eldra hraun, sem nýrra hraun leitar nú yfir. PHNOM PENH: 9/4. — öllum leiðum til höfuðborgar Kambodju hefur verið lokað af þjóðfrelsis- her landsins. Aðeins 3 skip af 19 skipa lest sem Bandarikjamenn sendu á vettvang með vopn og V-Þjóðverjar orðnir Gæzl- unni erfiðari en Bretarnir Varðskip kiipptu á togvira tveggja vestur-þýzkra togara um helgina. Voru báðir togar- arnir nokkuð langt innan 50- milna markanna. Togararnir, sem skorið var aftan úr, voru Carl Kampf og llans Böckler. Hafa nú 7 v-þýzkir og 46 brezkir togarar fengið að kenna á klippum varðskip- anna. Bretar eru farnir að sýna af sér nokkra mannasiði við landhelgisbrot sin. Þannig flæktust saman vörpur brezka togarans Boston Beverley og Guðbjargar ÍS, en bæöi voru að toga á svipuðum slóðum um helgina. Tjallinn hifði upp báðar vörpurnar, greiddi úr flækjunni og skilaði Guð- björgu aftur sinni vörpu. Var þetta úti af Vestfjörðum, en þar hafa Bretar nokkuð verið að angra islenzka skipstjóra- menn að veiðum, eða svo, að þeir kölluðu á varðskip að stugga togurum frá. úþ eldsneyti komust til borgarinnar. 11 hafa snúið aftur niður fljótiö undan skothrið Þjóðfreisishersins og munu nokkur þeirra löskuð. Mjög óvænlega horfir nú fyrir stjórn Lon Nols i borginni, ræður stjórn hans, sem þekkt er fyrir sérstakan áhuga á stjörnu- spádómum, yfir slælegum her, og eldsneyti i borginni er senn til þurrðar gengið — duga benzin- birgðir þar vart i meira en viku I viðbót. Raf- og vatnskerfi borgarinnar er rekið með benzin- mótorum. t þessum þrengingum hefur Nixon forseti sent ráðgjafa sinn, Haig hershöfðingja, á vettvang, og á hann að ræða við ýmsa skjól stæðinga Bandarikjanna um ráð- stafanir til að stöðva sókn „kommúnista” i Kambodju. Aður en hann fór frá Washington á laugardag sór Ziegler, blaðafull- trúi forsetans, að Bandarikin hefðu ekki hug á að senda herlið til Indókina. Haig kom i gær til Bangkok og ræðir við forsætisráðherra Thai- lands, en þar eru nú helztu bæki- stöðvar bandarisks flughers i Suðaustur-Asiu. Þaðan heldur hann til Vientiane i Laos og svo til Phnom Penh ,,ef veður leyfir”. A laugardag kom Narodom Sihanouk, forsætisráðherra út- lagastjórnar Kambodju, i heim- sókn til frelsaðra svæða i landinu. „Sérfræðingar” Nixons hafa nú komizt að þeirri niðurstöðu að ekkert sé þvi til fyrirstöðu að Bandarikjamenn geti á ný hafið loftárásir á Laos og N-VIet- nam. Þá er ferð Haigs til Indókina talin visbending um að Bandarikjastjórn muni halda áfram loftárásum sinum á Indókina. ALÞÝÐU BAN DALAGIÐ Borgarskipulag, bilaskipulag Sigurjón Pétursson, borgarráðsmaður, verður málshefjandi á næsta umræðufundi Alþýðubandalagsins i Reykjavík. Umræðuefnið að þessu sinni er: „Borgarskipulag, bílaskipulag”. Fundurinn hefst kl. 20.30 og verður haldinn að Grettisgötu 3 eins og fyrri fundir. Fundurinn er opinn öllu áhugafólki. Hraimið mjakast nú til austurs og suðurs Mjög hefur dregið úr gosinu í Eyjum og rennur litið hraun í átt til bæjarins. Hraunið mjakast nú mest í austurátt á breiðu svæði (sjá mynd). ösku- og gjall- fall hefur verið lítt mælan- legt að undanförnu, nema þegar sjór hefur komið í giginn, en þá hefur áttin verið hagstæð, staðið á haf út. Gasið hefur einnig minnkað samfara rénun gossins, og virðist minnka hlutfallslega eins og önnur gosefni þegar dregur úr virkni gossins. Þetta kom fram i stuttu spjalli við Þorleif Einarsson, jarðfræð- ing. Hann sagði að kæling á hraunkantinum frá Skansinum og út i Miðstræti væri að mestu lokið. Nýju dælurnar eru einkum notaðar til að „skera” hraunið i sundur með þverdælingum yfir hraunið, og þær hafa einnig verið notaðar til að kæla hraunjaðarinn til suðausturs frá Kirkjuvegi. Við spurðum Þorleif hvort hann væri trúaður á að gosið færi að hætta, og hann kvaðst auðvitaö vona að svo væri, en auðvitað gæti það rifið sig upp á nýjan leik og þá væri að hans áliti frekast hugsanlegt að það gerðist i hliðarsprungum, sem eru sam- hliða megingossprungunni og skera sitt hvorn gigvegginn. Komið hafa upp setlög og skel- dýraleyfar, en vitað er að undir Vestmannaeyjum eru þykk setlög á ca. 20(W00 metra dýpi. Nánari kannanir á setlögunum og skel- dýraleifunum munu fara fram siðar. sj. Fimm úr alþjóðasveitunum fórust Eftirlitsþyrlur skotnar niður í Suður-Víetnam SAIGON 9/4. — I nótt var þyrla á vegum sameigin- legsherráðs styrjaldaraðila í Víetnam skotin niður á flugi yfir Mekong-óshólm- um. Engann sakaði sem í henni var, og ekki er upp- lýst hverjir voru að verki. En í gær staðfesti Bráða- birgðabyltingarstjórnin, að níu mannshefðu týnt lífi er þyrla á vegum alþjóðlegu eftirlitsnefndarinnar með vopnahléi hrapaði á svæði, sem hún ræður í nánd við landamæri Laos. Sat alþjóðlega eftirlitsnefndin á fundi um málið i Saigon i gær. Tveir Kanadamenn, þrir Pól- verjar, tveir Indónesar og þrir bandarískir flugmenn voru um borð I þyrlunni. Er þetta i fyrsta sinn að starfsmenn alþjóðlegu eftirlitsnefndarinnar týna lifi við störf sin i Víetnam. Flugmaðurinn hafði tilkynnt rétt áöur en þyrlan hrapaöi, að eldflaug hefði hæft hana. I yfir- lýsingu byltingarstjórnarinnar er þess hins vegar ekki getið, að þyrlan hafi verið skotin niður, en þar segir, að hún hafi farizt vegna óhapps sem var þvi að kenna, að þyrlan hefði flogið utan þeirrar Íeiðar sem menn hefðu komið sér saman um. Þyrlan hrapaði skammt frá Khe Sanh, þar sem áður var bandarisk herstöð. Svæðið um- hverfis er á valdi Bráðabirgöa- byltingarstjórnarinnar, en hún hefur verið sökuð um að koma Frh. á bls. 15 Jón Snorri á þing Jón Snorri Þorleifsson, 1. vara- Kjartanssonar, ráðherra. þingmaður Alþýðubandalagsins i Magnús Kjartansson er á Reykjavik, tók sæti á alþingi i sjúkrahúsi vegna minniháttar gær i forföllum Magnúsar aðgerðar.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.