Þjóðviljinn - 10.04.1973, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 10.04.1973, Blaðsíða 6
'« SIÐA — ÞJÓÐViLJlNNÍ Þrlftjudagur 10. apríl 1973. DJÓÐVIUINN MALGAGN SÓSIALISMA, VERKALÝÐSHREYFINGAR OG ÞJÓÐFRELSIS Útgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann Ritstjórar: Kjartan ólafsson Svavar Gestsson (áb.) Auglýsingastjóri: Heimir Ingimarsson Ritstjórn, afgreiösla, auglýsingar: Skólav.st. 19. Simi 17500 (5 linur). Askriftarverö kr. 300.00 á mánuði. Lausasöluverö kr. 18.00. Prentun: Blaöaprent h.f. MOGGAKLÍKAN AÐ GERA ÚT AF VIÐ SJÁLFSTÆÐISFLOKKINN? Muna menn ekki lengur hvernig ástatt var i islenzkum skipasmiðaiðnaði á tim- um viðreisnarinnar? Muna menn ekki hvernig komið var þegar skipasmiða- stöðvarnar voru verkefnalausar, þegar skipasmiðum, járniðnaðarmönnum og verkamönnum i skipasmiðum var sagt upp svo tugum skipti? Muna menn ekki hvernig hundruð vel hæfra starfskrafta úr skipasmiðaiðnaði flykktust til útlanda til þess að starfa þar að skipasmiðum? Muna menn ekki hvernig f járhagsmálum skipa- smiðastöðvanna var komið — sumar þeirra borguðu ekki einu sinni út vinnu- laun nema með eftirgangsmunum og sýndu verkalýðsfélögin þeim iðulega afar mikla þolinmæði. Muna menn ekki, að Jó- hann Hafstein, biðformaður Sjálfstæðis- flokksins, var iðnaðarráðherra á viðreisn- arárunum og hann bar ábyrgð á þeirri lægð, sem varð i skipasmiðaiðnaðinum á viðreisnarárunum? Muna menn ekki slippstöðvarhneykslið og hvernig Magnús Jónsson fjármálaráðherra viðreisn- arinnar hagaði sér i þvi máli? Jú, þetta muna menn — allir nema rit- stjórar Morgunblaðsins og forustumenn Sjálfstæðisflokksins. Þeir eru haldnir þeirri sérkennilegu náttúru að gleyma óðara þvi sem þeim er óhagstætt. Eða er hér kannski á ferðinni eitthvað annað en gleymska — er hér enn einu sinni um það að ræða að Morgunblaðið vilji nota sér að- stöðu sina sem stærsta blað landsins til þess að ljúga beinlinis upp tölum og öðru i trausti þess að önnur blöð séu of kraftlitil til þess að geta mótmælt svivirðunni? Tilefni undanfarandi skrifa hér i for- ustugrein Þjóðviljans er leiðari Morgun- blaðsins á sunnudag þar sem m.a. er rætt um innlendan skipasmiðaiðnað og fullyrt að Magnús Kjartansson iðnaðarráðherra hafi verið þessari mikilvægu islenzku iðn- grein hinn mesti óþurftarmaður. Morgunblaðið segir i forustugreininni að i ársbyrjun 1972 hafi verið i smiðum i islenzkum skipasmiðastöðvum skip, sem væru samtals að stærð 4.758 brúttórúm- lestir. En i ársbyrjun 1973 væri sambæri- leg tala aðeins 2800 brúttórúmlestir. Sam- drátturinn hvorki meira né minna en 41 %! Hér er dæmigerðum Morgunblaðsaðferð- um beitt og tölur hreinlega falsaðar. Stað- reyndin er sú að i fyrri tölunni — 4758 brúttórúmlestir — eru taldir með skuttog- arar sem smiða átti i Slippstöðinni á Akureyri, samtals 2000 tonn, en var hætt við að láta smiða. Þannig reiknar Morgunblaðið með i talnaleikfimi sinni skip sem aldrei var byrjað á! Og ekki nóg með það. Morgunblaðið lætur þess auðvit- að ekki getið að ein skipasmiðastöðvanna, skipasmiðastöðin á Akranesi, er enn ekki nýtt sem skyldi og i þriðja lagi er þess ekki getið að talan fyrir 1973 gefur ekki rétta mynd því að veruleg verkefni færast yfir á árið 1974, verkefni sem þegar hafa verið pöntuð. En talnaleikfimi Morgunblaðsins á sér engin takmörk: í sömu forustugrein er þvi haldið fram að lán til innlendra skipa- smiða hafi verið lækkuð. Hér er einnig farið algerlega með rangt mál. Fiskveiða- sjóður lánar nú 75% sem fyrr, Byggða- sjóður lánar 5% og siðan eru 10% lánuð samkvæmt sérstökum f járveitingum. Enn hefur Morgunblaðinu orðið hált á svellinu. í fyrirsögn þess Morgunblaðsleiðara, sem hér hefur verið gerður að umtalsefni, stendur ,,Á að kæfa innlendar skipasmið- ar i fæðingu”. Þessari spurningu verður hér með snúið upp á Sjálfstæðisflokkinn: ,,Ætlar Morgunblaðið að kæfa Sjálfstæðis- flokkinn? ” — þvi hvaða tilgangi getur það þjónað öðrum þegar aðalmálgagn Sjálf- stæðisflokksins fer með staðleysustafi eins og hér hefur verið sýnt fram á. Moggaklikan er að gera út af við Sjálf- stæðisflokkinn með asnaspörkum sinum en farið hefur fé betra. þingsjá þjóðviljans Dagvistunarfrumvarp á lokastigi Stjórnarfrum varpiö um byggingu og rekstur dagvistunar- heimila, sem nú hefur veriö af- greitt frá efri deild, var tii 2. umræöu I neöri deild i gær. Svava Jakobsdóttir mælti fyrir nefndaráliti, en allir nefndar- menn I menntamálanefnd deildarinnar höföu nú oröiö sam- mála um að mæla með samþykkt frumvarpsins, eins og þaö var af- greitt frá efri deild. (Gunnar Gíslason þó með fyrirvara, og EllertSchram var fjarstaddur af- greiðslu I nefndinni). Svava sagöi, aö frumvarpiö væri mjög merkilegur áfangi i dagvistunarmálum. Meö sam- þykkt frumvarpsins stæöum við jafnfætis öörum Noröurlanda- þjóðum i þessum efnum, en viö værum nú siöust þeirra að lög- bjóöa hiutdeild rikisins i byggingar- og reksturskostnaöi dagvistunarheimila fyrir börn. Svava minnti á aö frumvarpiö gerirráö fyrir þrenns konar dag- vinstunarheimilum 1) dagheimili fyrirbörn á aldrinum 3ja mánaöa til skóladkyldualdurs, 2) skóla- dagheimili fyrir börn á skóla- skyldualdri, sem sliks þurfa, 3) leikskólar fyrir börn 2ja ára til skólaskyldu, a.m.k. þrjár stundir á dag. Vilji aörir aðilar en sveitarfélög öölast þau réttindi um rikis- stuöning, sem frumvarpið gerir ráö fyrir (t.d. húsféiög eða starfs- mannafélög) þurfa þau meömæli viðkomandi sveitarstjórnar. Frumvarpiö gerir ráö fyrir aö rikiö greiöi 50% i stofnkostnaö, eins og nú er viö skóla, og siöan 30% i rekstursstyrk til dag- heimila og 20% til leikskóla, en jafnframt er kveðiö á um aö stuöningur sveitarfélags veröi ekki minni en ríkisins vilji þaö njóta þeirra kjara, sem frum- varpiö gerir ráö fyrir, svo aö kostnaöi aöstandenda barna veröi haldiö i lágmarki. Hér er þó gert ráð fyrir undanþágum i sambandi viö stofnanir, sem aörir aðilar en sveitarfélögin koma á fót og reka. Svava minnti á, aö frumvarpiö mælir svo fyrir, að við mennta- málaráöuneytiö skuli ráöa sér- stakan starfsmann, meö fóstur- menntun, og skal hann fjalla um allar umsóknir um rikisstyrki I þessu skyni og vera til ráöuneytis og eftirlits. Svava sagöi, aö hún og aörir nefndarmenn mæltust eindregiö til þess, að frumvarpinu yrði tryggöur framgangur á þessu þingi. Lög um dvalarheimili Frumvarpiö um dvalarheimili aldraðra var afgreitt sem lög frá alþingi I gær. Samkvæmt þessum nýju lögum er rikinu skylt aö greiöa 1/3 hluta kostnaöar við byggingu og kaup nauðsynlegra tækja og búnaöar viö dvalar- heimili aldraöra, sem sveitar- félög ákveöa aö hefja rekstur á samkvæmt lögum þessum. Einnig er rikissjóöi heimilaö aö bera 1/3 af stofnkostnaði slíkra dvalarheimila, sem reist eru af öðrum aöilum en sveitarfélögum. Ráðherra veiti þvi aöeins leyfi til reksturs slikrar stofnunar aö hún fullnægi heilbrigöiskröfum og ætla megi aö hún geti leyst verkefni sitt á viöunandi hátt. Ekki laun-\-eftirlaun lengur Halldór E. Sigurösson fjár- málaráðherra mælti i efri deild fyrir frumvarpi um breytingu á lögum um lifeyrissjóð starfs- manna rikisins. Efni frum- varpsins er að koma i veg fyrir þann möguleika sem viögengizt hefur, að einstakir embættismenn gætu notið hvoru tveggja i senn, er þeir hafa látiö af störfum — fullra launa og lika fullra eftir- launa. Dæmið um hæstaréttar- dómarana var rætt á alþingi fyrir fáum dögum og þá rif jaö upp hér i blaðinu. 1 ræðu fjármálaráöherra kom fram að nokkrir fleiri em- bættismenn hafa notiö þessara furðulegu réttinda. Frumvarpiö sem nú eru lagt fram er á þessa leið: ,,A meöan starfsmaöur gegnir áfram starfi, eftir aö hann hefur veriö frá þvi leystur, eöa hann fær af öörum ástæðum áfram greidd óskert laun, sem starfinu fylgja, á hann ekki jafnframt rétt til lifeyris.” Vátrygginga frumvarpið samþykkt Frumvarp rikisstjórnarinnar aö nýjum lögum um vátryggingarstarfsemi var sam- þykkt sem lög frá alþingi i gær meö samhljóöa atkvæöum. Viö 2. umræöu málsins I efri deild mælti Helgi Seljan fyrir nefndaráliti og skýrði frá þvi, aö nefndin legöi einróma til sam- þykkt frumvarpsins. Helgi minnti á það sem segir i greinargerö frum varpsins: „Vátryggingar skipta miklu máli I nútimaþjóöfélagi og varða flesta ef ekki alla þegna þjóöfélagsins. Um hendur vátryggingaraöila rennur mjög mikiö fjármagn. Þaö er þjóöfélagsnauðsyn, aö vátryggingar séu reknar á heil- birgöum grundvelli, og gætt sé hagsmuna vátryggingartaka og vátryggöra . Vátryggingartakar og vátryggöir hafa yfirleitt ekki aöstööu til aö meta fjárhagsaö- stööu þeirra vátryggingaraðila sem þeir skipta viö, og gera sér i raun grein fyrir þeim kjörum, sem þeir semja um. Af þessum ástæöum er nauösynlegt, aö rikis- valdiö taki að sér aö hafa eftirlit með starfsemi vátryggingar- félaga og fái rúmar heimildir til aö taka i taumana, ef eitthvaö fer úrskeiöis.” Helgi sagði, aö sér- stök ástæöa væri til aö fagna ákvæöum frumvarpsins um stóraukiö eftirlit rikisins með allri vátryggingarstarfsemi. Lánafrumvarp vegna framkvœmdaáœtlunar Frumvarpiö um heimildir til handa rfkisstjórninni tii lántöku vegna framkvæmdaáætlunar var samþykkt frá neöri deild alþingis i gær aö lokinni 3ju umræöu. Fer máliö nú til efri deildar. All miklar umræöur uröu um máliö, en fátt nýtt kom fram viö þær. Samþykkt var viö 3ju umræöu breytingatillaga frá fjármálaráö- herra um aö bæta við heimild til lántöku innanlands eöa erlendis allt aö 150 miljónum kr. vegna fyrirhugaöra hafnarfram- kvæmda viö suðurströndina meö sérstöku tilliti til áfallsins I Vest- mannaeyjum. Nokkrar breytingartillögur frá stjórnarandstæðingum voru felldar, og frumvarpiö siöan sam- þykkt að viöhöfðu nafnakalli. Þingmenn Alþýðubandalagsins, Framsóknarflokksins og Sam- taka frjálslyndra samþykktu frumvarpiö, en þingmenn Sjálf- stæöisflokksins sátu hjá ásamt Bjarna Guðnasyni. Alþýöuflokksmenn voru fjar- verandi. Ríkis- reikningurinn Rikisreikningurinn fyrir árið 1970varendanlega samþykktur á alþingi i gær, að loknum 3 umræö- um i báðum deildum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.