Þjóðviljinn - 10.04.1973, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 10.04.1973, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 10. apríl 1973. ÞJóDVlLJlNN — SÍÐA 7 Magnús Kjartansson heilbrigðisráðherra í ræðu á alþingi um heilsugæzlufrumvarpið Með því að bœta heilsu- gœzluna erum við að bœta lífskjörin Allar líkur á að frumvarpið um heilbrigðisþjónustu verði að lögum á þessu þingi — Við skulum ekki gleyma að heilsugæzla er hluti af lífskjörum manna. AAeð því að bæta heilsu- gæzluna í landinu erum við því að bæta lífskjörin, en þau felast svo sannarlega ekki bara í því, hversu mikið við tínum upp úr launaumslögunum hverju sinni. Hér er oft talað um, að félagslegar úrbætur svo sem á sviði heilsugæzlu kosti mikið fé, og það er talaðum skattpfningu, en á Islandi taka ríki og sviet- arfélög aðeins 1/3 af þjóðartekjunum í skatta, en f Danmörku og Sviþjóð yfir 50%. En þau lönd standa líka framaren við á ýmsum sviðum félags- legrar þjónustu, en slíkt ber að meta fyllilega til jafns við útborguð laun, þegar talaðer um heildarlífskjör. Eitthvað á þessa leið komst Mangús Kjartansson ráðherra að orði á alþingi á laugardaginn, þegar frum- varp ríkisstjórnarinnar að nýjum lögum var til 2. umræðu í neðri deild. Ráðherrann þakkaði mönnum góðar undirtektir við meginstefnu frum- varpsins. Við lok umræð- unnar virtust allar líkur á að frumvarpið næði fram aðganga á þessu þingi með góðu samstarfi manna úr öllum flokkum, en da þótt nokkur ágreiningur væri. um einstök atriði. Ný námulög samþykkt Á fundi neðri deiidar alþingis siðast liðinn laugardag var frum- varp rrkisstjórnarinnar að nýjum námulögum samykkt sem lög frá alþingi. 1 frumvarpinu er m.a. kveðið á um rétt ríkisins til allra jarðefna, er finnast kunna á landssvæðum, sem ekki eru i eigu einstaklinga, félaga eða sveitarfélaga. En samkvæmt eldir lögum gat þarna verið um finnandarétt að ræða. Samkvæmt hinum nýju námu- lögum fær rikið einnig rétt til að taka lögnámi námuréttindi til eignar eða afnota, þá er almannahagur krefst þess, og einnig fær rikið rétt til að láta leita jarðefna hvar sem er á landinu hér, og ber landeiganda að veita óhindraðan aðgang að landareign i sliku tilviki. Á laugardagsfundi neöri deildar alþingis nú um siöustu helgi var frumvarp rikisstjórnar- innar til nýrra laga um heil- brigðisþjónustu til 2. umræðu. Heilbrigðis og trygginganefnd deildarinnar hafði skilað sam- Magnús Kjartansson sem ástandið væri viða erfitt. Jón minntiá að fjárveitingar til bygg- ingar sjúkrahúsa og annarra slikra bygginga hafi vaxið úr 104 miljónum kr. á fjárlögum ársins 1970 i 332 miljónir kr. á þessu ári. Jón rakti nokkur nýmæli, er i frumvarpinu felast og nefndi m.a. þessi: 1. bað felur i sér veigamikla almenna stefnuyfirlýsingu um aö landsmenn allir skuli eiga kost á svo fullkominni heilsugæzlu, sem tök eru á. 2. Gert er ráð fyrir að setja upp 38 heilsugæzlustöðvar utan Reykjavíkur, sem miðstöövar almenns lækningastarfs og heilsuverndarstarfs i landinu, en skipan læknishéraöa verði gjör- breytt frá þvi sem verið hefur. Rikisframlag til byggingar heilsugæzlustöðva verði 85% af þingsjá þjóðviljans eiginlegu áliti, sem allir nefndar- menn standa að, en með fyrir- vara um rétt til að flytja eða fylgja brey tingatillögum. Nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykkt á þessu þingi með nokkrum breytingum, sem samkomulag varð um milli nefndarinnar og heilbrigðis- og tryggingaráðherra. Breytingatillögur Breytingatillögurnar eru all- margar, en þessar helztar: 1. Lagt er til að II. kafli laganna taki ekki gildi fyrr en siðar og þá að ákvörðun alþingis. Þetta er kaflinn um núskipan læknis- héraða i 5 umdæmi á landinu öllu. Meðan þessi kafli kemur ekki tii framkvæmda er lagt til að ráðherra skipi einn lækni i hverju heilbrigðisþjónustu, til að gegna þeim embættis- störfum, sem tilgreind eru i II. kafla, en þangað til slikir læknar hafa verið skipaðir gegni borgarlæknir og héraös- læknar ndverandi embættis- störfum sinum. 2. Lagt er til að við 3ju grein um landlæknisembættið bætist nýr liður:1 „Ráðherra setur reglu- gerö um störf og stöðu land- læknis og embættis hans að höfðu samráði við Samtök heil- brigðisstétta....” 3. Lagt er til, að kveöið verði á um i lögunum að ljósmæöur skuli ráðnar að heilsugæzlu- stöövunum, sem ætlunin er að stofnsetja, — auk lækna, hjúkrunarkvenna og annars starfsfólks. 4. Lagt er til að ráðherra geti meö reglugerð ákveðiö að fjölga heilsugæzlustöðvum i umdæmum að höfðu samráði við Læknafélag Islands, án þess að ný lagasetning komi til. 5. Bætt er inn ákvæöi um tann- lækna, er hugsanlega starfi við sumar heilsugæzlustöðvanna. 6. Lagt er til að nýrri grein verði bætt inn i frumvarpið á þá leiö að heimilt verði að tengja við ákveðnar sérfræðings- og aðstoðarlækniststöður við rikísspitala kvöð um störf við heilsugæzlustöðvar (úti á landi) allt að 2 mánuöum á ári fyrir sérfræðinga og allt að 4 mánuðum fyrir aðstoðarlækna. 7. I ákvæðum til bráðabirgða er lagt til að til þess að koma á þeirri hhslbrigðisþjónustu, sem ráögerð er, skuli rikissjóður bjóða fram námsstyrki til heil- brigðisstarfsmanna til þess aö þeir geti aflað sér sérmennt- unar, — i upphaflega frum- varpinu var orðalagið „nám- styrki til lækna og hjúkrunarkvenna”, en ná „til heilbrigðisstarfsmanna ” almennt. Einnig segir I ákvæðum til bráðabirgða, aö héraðslæknar á læknissetrum, sem leggja á niður, skuli flytjast til heilsugæzlustöðva, þegar aðstaða er fengin, en ella sitja á núverandi aðsetri, — og að heimilt sé meðan lögin eru að komast til framkvæmda að ráöa lækna og annað starfslið að heilsugæzlustöð með búsetu og starfsstað utan stöðvar. Frá umræðum Jón Skaftason mælti fyrir nefndarálitinu. Hann sagöi að heilbrigðisfrumvarpið væri tvimælalaust með merkustu málum þessa þings. Frumvarpið miðaði ekki hvað sizt að þvi að tryggja umbætur úti um land, þar byggingarkostnaöi eins og verið hefur um sjúkrahús. 3. Skilgreint er hvað felist i orðinu sjúkrahús og þau flokkuð i 7 flokka. Mælt er fyrir um áætl- unargerð til 10 ára um byggingu sjúkrahúsa og heilsugæzlustöðva. 4. Varðandi skipulag yfir- stjórnar heilbrigðismálanna er gert ráö fyrir nýrri deildarskipt- ingu i ráðuneyti heilbrigðis- og tryggingamála. Jón Skaftason gat þess að fjöldamargar umsagnir hafi borizt um frumvarpiö og aragrúi af breytingatillögum, en yfirleitt hafi umsagnir verið jákvæðar varðandi meginstefnu. Allmargar breytingatillögur, sem bárust, hafi nefndin gert að sinum, en ýmsar fleiri séu i nánari athugun — og megi vænta þess, að nefndin bæti við fleiri breytingatillögum frá sér við 3ju umræöu málsins i deildinni. Gagnrýni hafi m.a. beinzt að þvi, að ákvæði um landlæknis- embættið og verkaskiptingu milli þess og ráðuneytisins væru óljós. En nú hafi veriö tekið tillit til óska læknafélagsins i þessum efnum, og væri gert ráð fyrir að land- læknisembættið haldist svipað og verið hefur. — Landlæknir á að heyra beint undir ráðherra en ekki undir ráðuneytisstjóra. Landlækni væri ætlað faglegt eftirlitog að halda uppi gagnrýni, en ráðuneytisstjóri væri beinn samverkamaður ráðherra. Bjarni Guðnason.sem sæti átti i nefndinni er fjallaði um frum- varpið, sagði engan vafa á að frumvarpið væri með helztu málum þessa þings. Bjarni lagði áherzlu á, að þau héruð úti um land sem verst hafa verið sett, ættu að hafa forgang um bygg- ingu heilsugæzlustöðva. Hann kvartaði yfir að ekki lægi fyrir nótu ýtarleg kostnaðaráætlun varðandi framkvæmd frum- varpsins, ef að lögum yrði. Ekki væri enn kveðið nægilega skýrt á um verkaskiptingu milli land- læknisembættisins og ráðuneytis- ins. Læknishéruð ætti að miða við kjördæmi. Ráðherra hafi nokkurt svigrúm um hvar heilsugæzlu- stöðvum sé haldið uppi hverju sinni, nokkuð skorðað að binda þetta i lögum við töluna 38. Stefán Gunnlaugsson sagði að þingflokkur Alþýðuflokksins vildi stuðla að þvi, að máið næði fram að ganga i meginatriðum. Hann minnti á grein, sem Ólafur Ólafsson landlæknir hefur skirfað i Læknablaðið, sem út kom i des. 1972, en þar kemur m.a. fram að hlutfall sérfræðinga i hópi lækna i Reykjavik árið 1970 var orðið 75%, en þetta hlutfall var t.d. aðeins 40% i Kaupmanna- höfn árið 1962. Þróunin hefur verið sú, að æ færri læknar stunda heimilislækningar og veldur það miklum vanda. Stefán rakti hug- myndir úr grein landlæknis til úr- bóta: 1) bygging heilsugæzlu- stöðva 2) kennslu i heimilis- lækningum við Háskóla Islands 3) að binda stöður sérfræðinga við rikisspítalana kvöð um tima- Framhald á bls. 15. Sígildar fermingargjafir Alfræði Menningarsjóðs Þessi bindi safnsins eru komin út: Bókmenntir eftir Hannes Pétursson skáld Stjörnufræði — Rimfræði eftir dr. Þorstein Sæmundsson stjarn- fræöing. Verð til félagsmanna 400 kr. Bókhlöðuverð 520 kr. Alfræði Menningarsjóös eru handhæg uppflettirit og brunnur fróðleiks, sameign allrar fjölskyldunnar. Orðabók Menningarsjóðs handa skólum og almenningi. Ritstjóri: Böðvarsson. Verð til félagsmanna 1100 kr. Bókhlöðuverð 1469 kr. Nauðsynleg bók öllum heimilinu. Ennfremur mikið úrval nýrra og gamalia bóka á ýmsu vcrði. VÖNDUD BÓK FELLUR ALDREI í GILDI. Gcrið svo vel að líta inn til okkar í Landshöfðingia húsið. Arni BOKAUTGÁFA MENNINGARSJÓÐS OG ÞJÓÐVINAFÉLAGSINS Skálholtsstig 7. Simi 13652. Pósthólf 1398.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.