Þjóðviljinn - 10.04.1973, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 10.04.1973, Blaðsíða 9
I 8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 10. aprll 1973. Kona með hrafn, Paris 1904 Hestur, Barceiona 1917 Þriðjudagur 10. aprH 1973. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 9 ( i Pablo Picasso lézt að heimili sínu i Suður-Frakk- landi á sunnudaginn var. Hann er nefndur mesti listamaður aldarinnar, og munu margir undir þá einkunn taka. Allavega var hann listamanna áhrifa- mestur, og frjósemi hans var einstök: hann lét eftir sig 14 þúsund málverk og teikningar og 300 högg- myndir fyrir ytan bóka- skreytingar og steinprent- anir. Picassovar91 einsársað aldri og sívinnandi öllum stundum. Hann var fæddur á Spáni, sonur teiknikenn- ara. Hann var bráðþroska í list sinni þótt heimsfrægðin léti nokkuð standa á sér eins og gengur. Hann flutti til Parísar um aldamót og bjór þar lengst af síðan. Hann var fjölhæfastur listamanna, reyndi sig í öll- um greinum, öllum efnivið. Hann kollvarpaði lista- stefnum og bjó til nýjar að vild — gekk þeim þó ekki á vald. Hann fékkst við rit- störf og var kvennamaður ágætur. Hann var róttækur vel og meðlimur í Kommúnistaflokki Frakk- lands. Stórar einkasýning- ar hans í París, Moskvu og New York hafa verið meira sóttar en sýningar nokkurs manns annars. Sovézki rithöf undurinn II ja Erenburg var fornvinur Picasso allt frá þvi þeir báðir voru blankir lista- menn í Páris fyrir heims- stríðið fyrra. Við minnumst Picasso með því að birta nokkuð styttan kafla úr endurminningum Eren- burgsþarsem f jallaðer um Pablo Picasso. Einn ágætur listamaður hefur sagt við mig: „Picasso er snill- ingur, en honum þykir ekki vænt um lifið, en myndlist staðfestir lifið”. Þetta er satt, og það er lika satt að Picasso elskar fólk, nátt- úruna, listina, lifið, að forvitni unglingsins hefur ekki dáiö i hon- um; margar myndir hans segja ekki aðeins frá fegurð lifsins heldur frá hlýju þess, bragði og efni. Menn sem skrifa um Picasso taka það fram að hann reyni að endurnýja, kryfja hinn sjáanlega heim, lima sundur náttúruna og siðferðið, brjóta niður allt það sem er til. Sumir álita i þessu fólginn styrk hans, byltingar- anda, aðrir tala daprir eða hneysklaðir um „niðurrifsanda”. (Þegar ég las skömmu eftir strið athugasemdir nokkurra sovézkra gagnrýnenda um Picasso, furðaði ég mig á þvi að dómur þeirra — ó- viljandi auðvitað — kom heim og saman við skoðanir Churchills og Trumans — annar er fristunda- málari, hinn frístundamúsikant, og báðir fordæmdu þeir uppi- vöðslusegginn Picasso). Ég hef oftar en einu sinni fundið til tor- timandi krafts Picasso, ég man þá tið að ég fann aðeins þetta, gladdist þess vegna, var andrikur þess vegna. En þetta er staðreynd úr ævisögu minni en ekki ævisögu Picasso (Nú finnast mér nokkrar myndir hans óþolandi, ég skil ekki hvers vegna hann getur fengið hatur á andliti töfrandi konu). Er réttlátt að kalla niður- rifsmann þann mann sem er yfir- fullur af sköpunarþorsta, lista- mann sem hefur byggt i sextiu ár og byggir enn, sem slóst djarfur i för með kommúnistum og kaus ekki anarkisma, kæruleysi eða það yfirbragð efasemda sem er sýnu auðveldara fyrir listamann? A Montmartretimabilinu, sem ég missti af, á Rotondutimabilinu sem ég hef reynt að lýsa vorum við ungir, höfðum ánægju af strákapörum. En Picasso hefur áttræður varðveitt sterkar hneigðir til skemmtilegra uppá- tækja. Enn i dag situr hann alls- ber fyrir hjá ljósmyndurum, ger- ir gys að virðulegum gestum, tek- ur þátt i nautaati. Hann hefur gert stóran flokk steinprentana sem nefnist „Listamaðurinn og fyrirmyndir hans”. Listamaður- inn minnir stundum á Rubens, stundum á Matisse aldurhniginn; fyrirmyndirnar — naktar fyrir- sætur eða persónur Velazquezar. og annara gamalla meistaraj oft er ungur trúður meðal þeirra og likist sá Picasso (Hann hlær að sjálfum sér, en er liklega einnig nokkuð upp með sér). Enginn sem á hann hlustar veit fyrir vist hvenær hann hættir að gera að gamni sinu, það kann hann að gera furðu alvarlega, en alvar- lega hluti segir hann á þann hátt, að hægt er að skilja sem grin ef vill. Stundum er ég spurður að þvi hvort sé réttara að bera Picasso fram með áherzlu á siðasta at- kvæði eða næstsiðasta, m.ö.o. hvort hann sé Spánverji eða Frakki. Auðvitað er hann Spán- verji — bæði að útliti og skapgerð, ástriðuhita, vegna hlifðarlauss raunsæis og djúps, hættulegs háðs. Borgarastyrjöldin á Spáni hafði djúp áhrif á hann, má vera að Guernica verði merkilegasta mynd okkar aldar. I vinnustofu Picasso á rue Saint-Augustin hitti ég alltaf fyrir spánska útlaga. Pablo neitar Spánverjum aldrei um neitt. Allt er þetta rétt, en vert er að veita ýmsu öðru athygli: Hversvegna hefur hann af frjáls- um vilja lifað alla ævi i Frakk- landi? Af hverju hefur hann álitið og álitur Cézanne mikilmenni? Af hverju voru þrjú frönsk skáld, Guillaume Apollinaire, Max Jacob, Paul Éluard, beztu vinir hans? Nei, Picasso og Frakkland verða ekki aðskilin. Sumir menn breytast skyndi- lega og slik umskipti gera frásögn um þá auðveldari: i lifi þeirra kemur fram sú „þróun atburða” sem freistar byrjandi leikrita- skálda. Oft einblina ævisöguhöf- undar á óvæntar athafnir og gleyma skapgerð mannsins. Það er lika reynt að skipta listaferli Picasso niður i timabil. Ekkert virðist auðveldara: á tveggja— þriggja ára fresti hefur hann komið gagnrýnendum á óvart með nýjum uppgötvunum i myndlist. Rannsakendur nefna mörg „timabil” — hið bláa, rós- rauða, negratimabilið, kúbisma - tima, Ingre-timabil, pompeiiskt osfrv. En þvi miður á Picasso það til að kollvarpa allt i einu öllu kerfinu. Majakovski kom á vinnustofu Picasso árið 1922 og gat siðan róað vini sina: orðróm- urinn er ekki réttur, Picasso hefur ekki snúið aftur til klass- iskrar listar. Majakovski furðaði sig jafnfram t á þvi að hann skyldi ekki finna neitt „timabil” i list Picasso:„Vinnustofa hans er full af ólikustu hlutum', allt frá raun- sæjustu senu i bláu og rauðu, gerðri i fornum stil, til samstill- ingar úr blikki og vir. Litið á myndskreytingar hans: stúlka al- veg eins og hjá Sérof, konumynd i hrjúfum raunsæisstil og gömul, sundurlimuð fiðla. Og á öllum þessum myndum er sama ártal”. Majakovski áleit að skáld sem skrifar kvæði i „stigaþrepum” geti ekki fengizt við sonnettur. En Picasso lætur sér hinar ýmsu fag- urfræðilegu kenningar i léttu rúmi liggja. Ég hef aldrei þekkt mann sem gat breytzt svo snögg- lega sem hann en um leið jafn- stöðuglyndan mann, sjálfum sér trúan. Þegar ég heimsótti hann siðast — i Cannes 1958 — sótti ein hugsun á mig allan timann: hvaða álög eru þetta, allur heim- urinn er svo breyttur að það er ekki hægt að þekkja hann fyrir sama heim, sjálfur skil ég ekki fortið mina, en Picasso er sá sami og fyrir 45 árum. Og þegar ég hugsaði þetta vissi ég einnig að enginn hafði gengið hraðar en hann. Fyrir þessar sakir er erfitt að tala um Picasso: allt sem þú seg- ir er bæði satt og rangt. Eiðstafur vitna fyrir rétti hljómar eins i ólikum löndum. Fyrst er þess krafizt að þeir segi „aðeins sann-. leikann’’en svo er þeim fengið næstum óviðráðanlegt verkefni: að segja „allan sannleikann”. Ef spurt er að þvi aðeins hvort ákærður hafi framið glæpinn, á sjónarvottur vissulega auðvelt með að segja allan sannleikann, en ef ákærandi eða verjandi reyna að komast að þvi hvers vegna ákærður hafnaöi i dómssal, þá krefjast þeir of mikils af vitn- inu — það er ekki Shakespeare, ekki Stendahl, ekki Tolstoj. Sumir höfundar skrifa að lif og starf Picasso sé fullt af mótsögnum. Þar með gera þeir sér lifiö létt. Maður sem setur saman leiðar- visi um Holland á auðvelt með að lýsa landslagi og veðurfari i þessu landi: slétt, græn engi, skurðir, vætusamt sumar, mildir vetur. En þvi verður ekki svarað með nokkrum setningum hverskonar loftslag og landslag sé I Sovétrikjunum. Varla er hægt að tala um „mótsagnir” milli Kákasusfjalla og túndrunn- ar, milli ferskna Krimskaga og krækiberja norðursins. Til eru míkil lönd. Til eru miklir menn. Það sem flókið er finnst þeim allt- af fullt af mótsögnum sem vanir eru venjulegum mælikvarða. A köldum vetrardegi i ársbyrj- un 1915 fylgdi Picasso mér til vinnustofu sinnar, sem var skammt frá Rotondu, á Schoelchergötu, gluggarnir sneru út að Montparnassekirkjugarð- inum. I vinnustofunni var ekki hægt að þverfóta, allstaðar lágu málverk, pappabútar, blikk, vir- ar, trékubbar. Litatúbur höfðu lagt undir sig eitt hornið, svo margar túbur hafði ég aldrei séð i verzlun. Picasso útskýrði að áður hefði hann oft ekki átt peninga fyrir litum, og nú hefði hann selt nokkrar myndir og þvi ákveðið að byrgja sig upp að litum til ævi- loka. Ég sá myndir á veggnum, á brotnum kolli, á vindlakössum; Picasso játaði að stundum gæti hann ekki séð óskrifaðan flöt. Hann vann með óviðjafnanlegum ofsa. 1 lifi annarra skiptast á timabil sköpunar og timabil þess tómleika þegar skáldið eða lista- maðurinn „nýtur kaldra drauma” eins og Púsjkin komst að orði, en Picasso vann alla ævi og vinnur enn af sama ofurkappi og fyrr. Ýmislegt skringilegt upp- átæki sem blaðamenn og ljós- myndarar skemmta sér við — þau eru ekki lif Picasso, þau eru stutt kaffihlé. Ég spurði til hvers þetta blikk væri, hann sagðist vilja nota það en vissi enn ekki hvernig. Það er vist ekki til sá efniviður sem hann hafði ekki glimt við. Hann hefur alla ævi verið að læra: þegar hann var fertugur lærði hann af Julio Gonzales, spænskum iðn- aðarmanni, hvernig meðhöndla ber plötujárn, sextugur lærði hann steinprentun, sjötugur gerð- ist hann leirkerasmiður. 1 vinnustofunni var negrahögg- mynd og stór mynd eftir tollarann Rousseau, fristundamálara sem á nú myndir i söfnum um heim allan. Mynd Rousseau syndi friðarráðstefnu. Picasso útskýrði fyrir mér að hinir svörtu mynd- skerar breyttu hlutföllum höfuðs likama, handa alls ekki vegna þess að þeir sæu ekki mennina og ekki vegna þess að þeir kynnu ekki að vinna; þeir hefðu annan skilning á hlutföllum eins og jap- anskir listamenn hafa annan skilning á dýpt. „Heldur þú að tollarinn Rousseau hafi aldrei séð klassiska myndlist? Hann kom oft i Louvre. En hann vildi vinna öðruvisi”... Picasso skildi fyrstur manna að okkar öld krefst hrein- skilni, einlægni og krafts. Ég hef þegar sagt, að Picasso var mér stundum kær sakir eyöi- leggingarkrafts sins; einmitt þeim Picasso kynntist ég og fékk mætur á á heimstyrjaldarárun- um fyrri. Fyrir löngu uppnefndi ég hann „skrattann” i grini. Frakki á erf- itt með að bera fram þetta rúss- neska orð, en é er til á spönsku, og Picasso segir brosandi: Ég er skrattinn (ja tsjort). Sé hann skrattinn, þá er hann sérstæður skratti — sá sem deildi við drottin um heimsmyndina, gerði uppreisn og lætur sig hvergi. Venjulega er skrattinn ekki aðeins slóttugur, heldur og illkvittinn. En Picasso er góður skratti. Hve barnalegir, fáfróðir og ó- heiðarlegir eru ekki beir menn sem álita að hið mikla og erfiða sköpunarstarf Picasso sé frum- legheitastrit, ást á „ismum” sem eru i tizku á hverjum tima, löng- un til að ganga fram af borgaran- um. Hann hefur oftar en einusinni sagt mér, að sér finnist hlægilegt, þegarum hann er skrifað að hann „leiti nýrra forma”... „Ég leita að þvi einu, að túlka það sem ég vil. Ég leita ekki að nýjum form- um, ég finn þau”... Hann sagði mér einhverju sinni, að stundum þegar hann sezt niður að mála viti hann ekki hvort myndin verður kúbistisk eða fullkomlega raun- sæisleg — bæði fyrirmyndin og sálarástand listamannsins segja fyrir um það. Við vorum i Varsjá árið 1948 eftir friðarþingið i Wroclaw. Picasso gerði af mér blýants- teikningu, ég sat fyrir i herbergi i þvi gamla hóteli Bristol. Þegar Pablo hætti að teikna spurði ég: „Svo fljótt?” Mér fannst að við hefðum setið mjög stutt. Picasso hló: „Já, en ég hef þekkt þig i fjörutiu ár”... Mér finnst þessi mynd Picasso ekki aðeins mjög lik mér ( betur færi að segja að ég sé likur myndinni), heldur er hún einnig djúp sálgreining. Allar andlitsmyndir Picasso opna (og afhjúpa stundum) innri heim fyrirmyndarinnar. Þegar ég fyrir löngu játaði Picasso ást mina i impressjónistunum svaraði hann: „Þeir vildu túlka heiminn eins og þeir sáu hann. Á þvi hef ég ekki áhuga. Ég vil túlka heiminn eins og ég hugsa hann...” Þegar ég kom frá Madrid til Parisar fór ég strax á spánska sýningarsalinn á heimssýning- unni og varð sem steini lostinn: ég sá Guernicu. Siðar sá ég hana tvisvar — árið 1946 á safni i New York og árið 1956 á yfirlitssýn- ingu verka Picasso i Louvre. — Og i hvert sinn fann ég til sömu geðshræringar. Hvernig gat Picasso séð svo fram i timann? Við vitum að borgarastyrjöldin á Spáni var háð upp á gamla móð- inn. Að visu var hún æfing fyrir þýzka flugherinn, en árásin á Guernica var smáaðgerð, fyrsta reynsluferð. Svo kom heims- styrjöldin siðari, svo kom Hiro- sima. Mynd Picasso er ógnir framtiðarinnar, fjölmargra Guernica, atómstórslysa. Viö sjá- um búta af stundurtættum heimi, vitfirringu, hatur, örvæntingu, ó- veran. (Hvað er raunsæisstefna og hvort, er sá listamaður raunsær sem reynir að túlka harmleik Hirósima með þvi að teikna ná- kvæmlega kaunin á holdi einnar fórnar eða tiu? Krefst raunsæi ekki annarrar, alhæfari aöferðar, sem lýsir ekki einum atburði, heldur lýkur upp kjarna harm- leiksins?) Styrkur Picasso er i þvi fólginn að hann getur tjáð hina dýpstu hugsun, hina margþættustu til- finningu á máli listarinnar. Þegar á unglingsárum teiknaði hann meistaralega; linur hans skila öllu sem hann vill, þær lúta valdi hans, hann er trúr myndlistinm, getur reiðst, þjáðst, ef hann finn- ur skki strax þann lit sem hann þarfnast. Sumir höfundar sem skrifað hafa um Picasso reyna að túlka áhuga hans á stjórnmálum sem nokkurskonar tiiviljun, dutt- lunga: frumlegur maður, hefur gaman að nautaati, varð ein- hverra hluta vegna kommúnisti. Picasso hefur alltaf tekið pólitiskt val sitt alvarlegum tókum. Ég man hádegisverð á vinnustofu hans þann dag sem friöarþingið i Paris var sett. Þennan dag fædd- istPicasso dóttir sem hann nefndi Palomu (palóma er dúfa á spönsku). Við sátum þrir við borðið, Picasso, Paul Éluard og ég. Fyrst töluðum við um dúfur. Pablo sagði frá þvi að faðir hans, lista- maður sem oft teiknaði dúfur, lét son sinn gjarna teikna á þær fæt- ur — faðirinn var orðinn leiður á þeim. Svo var talað um dúfur al- mennt. Picasso þykir vænt um þær, hefur alltaf dúfur i húsi sinu; hann sagði hlæjandi að dúfur væru girugir og uppivöðslusamir fuglar, það væri óskiljanlegt hvers vegna þeir væru gerðar að friðartákni. Svo vék Picasso að sinum dúfum, sýndi okkur hundr- uð teikninga, tillögur um áróðurs- spjöld — hann vissi að fugl hans myndi fljúga um allan hnöttinn. Hann talaði um þingið, um striðið um stjórnmál. Ég man þessi orð hans: „Kommúnisminn er^ná- tengdur öllu lifi minu sem lista- manns”...Um þessi tengsl hugsa andstæðingar kommúnismans ekki. Stundum virðast þau ýms- um kommúnistum ráðgáta. Picasso teiknaði siðan fleiri dúfur — fyrir þingið i Varsjá og Vin. Hundruð miljóna manna kynntust Picasso og fengu mætur á honum aðeins vegna dúfnanna. Snobbar gera gys að þessu. Fjandmenn ásaka Picasso um að hafa leitað auðveldra vinsælda. En dúfur hans eru samt sem áður nátengdar öllu sköpunarverki hans — mínótárum og geitum, öldungum og stúlkum. Vissulega er friðardúfan aðeins ögn þeirra auðæfa sem listamaðurinn hefur skapað; en hve margar miljón- irmanna könnuðust við og virtu Rafael aðeins vegna eftirmynda einnar myndar hans: sixtinsku madonnunnar, hve margar miljónir þekkja og virða Chopin aðeins vegna þess að hann samdi tónlist sem menn heyra við jarðarfarir. Vissulega nægir friöardúfan ekki til kynna við Picasso, en sá þarf að vera Picasso sem skapar þvilika dúfu. Sjálfur er Picasso alls ekki gramur, heldur óumræðilega hrærður yfir ást alþýðumanna til dúfu hans og hans sjálfs. Við vor- um i Róm saman árið 1949, á fundi Friðarnefndarinnar. Eftir fund á stóru torgi gengum við um verkamannagötu, vegfarendur þekktu hann, buðu honum inn á litla trattoriu, veittu vin, föðmuðu hann að sér; konur báöu hann að halda á börnum sinum. Þetta var tjáning þeirrar ástar sem ekki verður uppdiktuð. Auðvitað hafði Framhald á bls. 15. Geitin fræga Kúbiskt „Karlmannshöfuð”, Paris 1914 Þessa teikningu gerði Picasso fyrir Samstöðunefnd með Spáni, sem berst gegn stjórn Franco: undir hans forsæti átti að halda mikið Spánarkvöld i Paris þann 14. april. //

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.