Þjóðviljinn - 09.05.1973, Qupperneq 3
Mibvikudagur 9. mai 1973 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 3
Aðaldeilan í Noregi
líka um lenginguna
— segir norski uppeldisfrœðingurinn dr. Dokka, sem
flytur fyrirlestra um
norska grunnskólann og kennaramenntunina
Dr. Hans-Jörgen Dokka
Einn af fremstu fræði-
mönnum Noregs í skóla-
málum, dr. Hans-Jörgen
Dokka, dósent í uppeldis-
fræði við Oslóarháskóla, er
kominn hingað til lands og
mun flytja fyrirlestra í
Norræna húsinu um norska
„Þetta leikrit er skrifað sér-
staklega fyrir Leikfélag Akur-
eyrar og Jökull gerði þaö á
tveim mánuðum i vetur og að
minum dómi er árangurinn
frábær. Ég tel þetta hiklaust
vera eitt af hans betri leik-
ritum”. Þetta voru orð
Magnúsar Jónssonar leikhús-
Þessi mynd er tekin á æfingu á Klukkustrengjum, leikriti Jökuls
Jakobssonar, og það eru þau Þórhalla Þorsteinsdóttir og Marinó
Þorsteinsson sem eru hér i hlutverkum Jórunnar og Haraldar.
KLUKKUSTRENGIR, nýtt leikrit
eftir Jökul Jakobsson
Frumsýnt
á Akureyri
„Frábœrt verk ” segir
leikstjórinn Magnús Jónsson
stjóra á Akureyriog jafnframt
leikstjóra nýs leikritseftir
Jökul Jakobsson, KLUKKU-
STRENGIR, sem frumsýnt
verður á Akureyri nk. laugar-
dag 12. mai.
— Er hérum nútimaverk að
ræða Magnús?
— Já, leikritið gerist á
okkar timum. Það gerist i
litlum bæ þangaö sem kemur
orgelstiilari til að stilla orgel
kirkjunnar á staðnum. Hann
kynnist þar heimafólki og
brátt taka að gerast dular-
fullir atburðir. Við skulum
iáta þetta nægja um sögu-
þráðinn þvi sjón er sögu
rikari.
— Kannski sakamálaleik-
rit?
— Nei, það er ekki saka-
málaleikrit, heldur má segja
að í þessu sé bæði drama og
ádeila en fyrst og fremst er
þetta kómedia.
— Er þetta ekki fyrsta leik-
rit Jökuls sem er frumflutt
utan Reykjavikur?
— Jú, ég veit ekki annað.
— Og þetta er fyrsta verkið
eftir hann sem þú leikstýrir
Magnús, er ekki svo?
— Jú, það er rétt, og ég hef
haft mikia ánægju af að vinna
að þessu verki. Jökuil hefur
verið með okkur hér við
æfingar. Hann lét okkur hafa
fyrsta þátt um leið og hann
var búinn að skrifa hann og þá
fórum við strax að lesa
saman, en auðvitað var ekki
hægt að fara að æfa af krafti
fyrr en leikritið var fullgert.
En um ieið og hver þáttur var
tilbúinn fórum við að lesa
hann yfir og það munu nú vera
um það bil 2 mánuöir siðan við
byrjuðum að æfa. JökuII var
svo með okkur á æfingunum til
að byrja með, en hann dvald-
ist hér nyrðra meðan hann
skrifaði verkið.
— Hvenær lýkur svo leik-
árinu hjá ykkur Magnús?
— Það er nú ekki ákveðið.
Þetta leikrit er að visu það
siöasta sem við sýnum á þessu
leikári, en ákvörðun hefur
ekki verið tekin um hvenær
siðasta leiksýningin verður.
Ætli við leikum ekki hér
meðan fólk sækir sýningar.
Þess má svo að lokum geta,
að Jón Þórisson gerði leik-
mynd og leikendur eru sjö:
Þórhalla Þorsteinsdóttir,
Marinó Þorsteinsson, Saga
Jónsdóttir, Gestur Einar
Jónasson, ólafur Axelsson,
Guðlaug Bjarnadóttir og
Hallmar Sigurðsson.
grunnskólann og kennara-
menntun i Noregi.
Kennslugrein dr. Dokka er
norsk skólasaga og doktorsrit-
gerð hans f jallaði um sögu barna-
fræðslunnar i Noregi. Nýjasta
bók hans, Vár nye skole, fjallar
um skólasögu Noregs frá
styrjaldarlokum. Hann er hingað
kominn i boði Norræna hússins,
en að frumkvæði kennarasam-
takanna hér, sem fjalla munu um
kennaramenntunina á uppeldis-
málaþingi sinu i byrjun júni, en
nefnd á vegum menntamálaráðu-
neytisins vinnur nú að endur-
skoðun laga um kennarmenntun.
Meðan bæði kennaramenntun
og grunnskólinn hér eru þannig i
brennidepli er vissulega fróðlegt
að kynnast viðhorfum og reynslu
annarra þjóða og þá ekki sizt
Norðmanna, þar sem þjóðfélags-
bygging og menning er um margt
lik okkar. Er þess skemmst að
minnast er norski félags-
fræðingurinn próf. Nils Christie
kom og gagnrýndi skólann sem
geymslustað . fyrir börnin, en
landi hans dr. Hans-Jörgen
Dokka hefur hins vegar starfað
að uppbyggingu nýja grunn-
skólans norska. Hann var for-
maður nefndar, sem undirbjó
námsskrána fyrir 9 ára skyldu-
námið, og hefur þvi haft náin
kynni af þeim vanda aö gera hug-
myndir löggjafa að raunveru-
leika i daglegu starfi skólanna.
A blaðamannafundi með dr.
Dokka í Norræna húsinu i gær
Framhald á bls. 15.
Tónleikar
Karlakórs
Keflavíkur
Nútíma-
stemmur
Wagner
°g pop
Karlakór Keflavikur er að
Ijúka 19. starfsári sinu með
tónleikum i Keflavik sem
haldnir eru nú á fimmtudag og
föstudag — 10. og 11. mal.
A efnisskrá eru meðal
annars þrjár nútima stemmur
eftir söngstjórann, Jón
Asgeirsson, og eru þær frum-
fluttar sem og tvö lög eftir
Bjarna Gislason. Ennfremur
verður flutt kór aðalsmanna
úr Tannhauser eftir Wagner,
þrir negrasálmar og popplag
sem flutt er með aðstoð
þriggja keflviskra poppara.
A tuttugasta starfsári
kórsins er fyrirhugað að gefa
út vandaða hljómplötu, fara i
hljómleikaferð til Norður-
landa og festa kaup á húsnæði
sem duga mætti kórnum til
æfinga og félagsstarfs.
Söngstjóri er, sem fyrr
segir, Jón Asgeirsson, en
undirleik annast Agnes Löve.
Ferðamála-
ráðstefna á
Egilsstöðum
Akveðið hefur verið að Ferða-
málastefnan 1973 verði haldin á
Egilsstöðum dagana 25. og 26.
mai nk.
SKEMMTUN TIL
SJÓÐSSTOFNUNAR
Félag islenzkra leikara, starfs-
mannafélag Sin fóniuh 1 jóm-
sveitarinnar og fl. aðilar hafa
ákveðið að efna til skemmtunar,
og nota það sem inn kann að
koma til stofnunar sjóðs til
styrktar þeim íslendingum sem
óbættir falla og skilja eftir sig
fjölskyldur.
Hugmyndin um þessa sjóðs-
stofnun varð til i þeim mikla
slysafaraldri sem yfir gekk i
vetur, þegar mannskaðar urðu
hvað mestir á sjó og landi.
Sjóður þessi mun falinn Slys-
avarnarfélaginu til varðveizlu
þar til samin hefur verið fyrir
hann reglugerð.
Skemmtunin verður haldin á
föstudaginn kemur, lokadag
vetrarvertiðar i Háskólabiói, en
stjórn hússins mun ekki taka
gjald fýrir húsið fremur én þeir
sem fram koma á skemmtuninni.
Ætlun stofnenda er að efla sjóðinn
árlega með skemmtunum likum
þeirri sem haldin verður nú á
föstudaginn. Sjóðurinn á að vera
opinn allt árið til fjármögnunar,
svo og til áheita.
Dagskrá skemmtunarinnar i
Háskólabiói verður mjög fjöl-
breytt, en hún hefst klukkan 11.15.
Meðan fólk er að koma sér fyrir i
sætunum leikur Skólahljómsveit
Kópavogs. Kynnir verður Gunnar
Eyjðlfsson, Baldvin Halldórsson
les ljóð, Sinfóniuhljómsveitin
leikur undir stjórn Ruth L.
Magnússon, Lárus Ingólfsson fer
með gamanvisur, Fjórtán fóst-
bræður syngja, Guðmundur
Pálsson, Jón Sigurbjörnsson og
Sigurður Skúlason flytja gaman-
þátt, Einsöngvarakórinn syngur
við undirleik Sinfóniuhljóm-
sveitarinnar islenzk þjóðlög i út-
setningu Jóns Ásgeirssonar,
Baldvin Halldórsson, Sigurður
Framhald á bls. 15.
Vorkappreiðar Fáks
verða á sunnudaginn
Sunnudaginn 13. mai mun
hcs ta m a n n a f él a gið Fákur
gangast fyrir vorkappreiðum á
sama hátt og tiðkazt hefur undan-
farin tvö ár. Keppt verður i 250 m
foiahlaupi og 250 m skeiði 350 m
og 800 m stökki.
Þá mun vera þar ný'mæli að
keppt verður i 1500 m stökki og
1500 m kerruakstri, en þetta eru
keppnisgreinar sem njóta mjög
vaxandi vinsælda. Um það bil 50
hestar eru skráðir til keppni og
eru i þeim hópi flestir kunnustu
hlauparar landsins. M.a. i 800
metrum Blakkur Hólmsteins
Arasonar sem á Islandsmet i
þeirri grein. Jafnframt keppir
þar Stormur Harðar Albertssonar
Reykjavik. 1 350 metra stökki
keppir m.a. Hrimir Matthildar
Harðardóttur og Skörungur
Gunnars M. Árnasonar. Þjálfi
Sveins K. Sveinssonar og Brunn
Sigurðar Sigurþórssonar frá
Þórunúpi. 1 skeiði keppa annars
Randver Jóninu Hliðar, Oöinn
Þorgeirs i Gufunesi og Fengur
Hjörleifs Pálssonar. í 1500 metra
stökki keppa Gráni Gisla Þor-
steinssonar i Vindási og Lýsingur
Baldurs Oddssonar Reykjavik.
Sú nýjung verður á vorkappreiðum Fáks á sunnudaginn að keppt veröur I 1500 m kerruakstri. A
myndinni hér fyrir ofan má sjá tvo væntanlega keppendur á æfingu fyrir skömmu ásamt stjórnendum
sinum.