Þjóðviljinn - 09.05.1973, Qupperneq 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN MiOvikudagur 9. mal 1973
„En vafalaust er fjöldi fólks í Bretlandi,
com ök qL'LtI ánooat möA oA
LITIÐ
UM ÖXL-
OG FRAM
12 voru árin, er sú stjórn fór
með völd, er kenndi sig við
VIÐREISN. Og sjálfsagt hefur
hún verið öll af vilja gerð að risa
undir þvi nafni. En þótt góð væri
sambúð Sjálfstæðismanna og
Krata, og aðstæður um flest betri
en nokkru sinni áður, fór samt
svo, að „viðreisnin” fór á hvolf,
og varðaðhreinni vanreisn. Samt
strituðust þeir við að telja
þjóöinni trú um, að allt væri harla
gott, og stórhættulegt væri að fá
vinstri flokkunum völd á ný, þvi
að þar væri hver höndin upp á
móti annari, eins og dæmin
sýndu. t 12 ár lifðu þessir póli-
tisku blekkingameistarar á
stjórnarslitum vinstri flokkanna.
— Slik voru vonbrigði þjóðarinnar
yfir vinstri sundrungu.
Vel mættu núverandi stjórnar-
flokkar muna þetta og ihuga, þvi
að vel kunna þeir til verks i
rógsiðjunni, Morgunblaðsmenn
og Gylfi Þ. En svolitið hefur þeim
samt orðið á i messunni.
Blekkingar þeirra og rógur hefur
stundum stangazt svo greinilega
á við staðreyndir, að jafnvel
blindir hafa öðlazt sýn og farið að
rifja upp og skoða betur orð og
gerðir „viðreisnar” og þvi betur
sem skoðað var og borið saman
við staðreyndir — og gerðir nú-
verandi vinstri stjórnar, hefur
„viðreisnin” smækkað og lækkað,
og þeim fækkað, er henni fylgdu.
Kominn timi til
Enda er kominn timi til að
þjóðin geri sér sem gleggsta grein
fyrir þeirri þakkarskuld, sem hún
stendur i við vinstri stjórnirnar,
báðar. Það var og er fyrri vinstri
stjórninni að þakka, þótt hún sæti
stuttan tima, að landhelgin var
færðúr 4 milum i 12, þótt Morgun-
blaðið hamaðist gegn þvi. Og
meðan vinstri stjórnin sat,
hvikaði hún i engu fyrir hótunum
og ruddalegum ofbeldisaðgerðum
Breta, er ávallt virðast fúsir að
heyja ný Búastrið.
En þegar Sjálfstæðismenn og
Kratar tóku við málinu, létu
þeir Breta svinbeygja sig.
1961-samningurinn hefði ALDREI
verið gerður, ef vinstri stjórnin
hefði setið áfram, þrátt íyrir
óheilindi Krata. — En með
samningnum var Bretum og
Þjóðverjum veittur slikur réttur
til ihlutunar um sjálfstæði og lifs-
hagsmuni Islendinga, að furðu
gegnir, að nokkur rikisstjórn
skyldi lúta svo lágt.
En það er ekki fyrsta skipti, að
flokkur „allra stétta” er kennir
sig við sjálfstæði, bregzt sjálf-
stæðinu og öllum stéttum. Það er
áreiðanlegt, að við værum enn
með 4ra milna landhelgi, hefði
„viðreisnarstjórnin” verið við
völd, er landhelgin var færð út.
Margir muna, hve digurt þeir
töluðu, „viðreisnarhérrarnir”, er
þeir tóku við af vinstri stjórninni,
er fært hafði út landhelgina. En
reisnin varð raunalega lág i
samningunum við Breta og Þjóð-
verja. AFSAL réttinda.
UPPGJöF. Og siðan hreyfðu þeir
málinu ekki frekar á 12 — tólf
ára valdaíerli. Það þurfti nýja
vinstri stjórn til að stiga nýtt
skref i landhelgismálinu.
HÖFUÐ ~ lifsbjargarmáli
þjóðarinnar. En hefðu vinstri
flokkarnir ekki þekkt vitjunar-
tima sinn og hafið vel undirbúna
samvinnu, væri landhelgin enn 12
milur. Og bregðist þeir þvi
trausti, er þjóðin veitti þeim i
siðustu kosningum, — trausti og
kröfu um samvinnu, mun nýr
uppgjafarsamningur verða
gerður.
„Viðreisnin hamast og hefur
allt á hornum sér, telur allt rangt,
er stjórnin gerir, en bendir á
engin önnur úrræði. Hefði hún þó
verið vel að þvi komin að leggja
eitthvað til lausnar þess vanda,
sem vinstri stjórnin tók við, en
„viðreisnin” reynt að fela. En
það er engu stórmannlegra en
samningarnir um landhelgina,
sem Bretar, Þjóðverjar og
Haagdómstóllinn hafa hengt hatt
sinn á. A honum byggja þeir
veiðiþjófnað og ofbeldisaðgerðir
sinar i landhelginni. Hann er þvi
orðinn þjóðinni dýr,
samningurinn sá, auk 12 ára við-
reisnar-mistaka.
En við — þú-Og ég.
Hvar i flokki sem við stöndum
megum við gjarna muna og virða
að það er vinstri stjórn að þakka,
að við höfum ekki enn 4ra milna
landhelgi og erlendan togara-
flota skafandi botn islenzkra
fiskimiða steinsnar frá landi. —
Hver væru lifskjör þin og min,
þjóðarinnar, ef vinstri flokkarnir,
er færðu landhelgina i 12 og 50
milur hefðu ekki myndað rikis-
stjórn?
Útgerðarmaður, kaupmaður,
bóndi, launamaður, hvar i stétt
sem þú stendur, — hver væru kjör
þin, ef vinstri menn hefðu aldrei
komizt til valda i landinu? Hver?
Hugsum málið i einlægni. Strjúk-
um pólitisku glýjuna af augum,
og gerum okkur grein fyrir þeirri
einföldu staðreynd, að hefði
landhelgin ekki á sinum tima
verið færð i 12 milur, væri dauður
sjór kringum landið. En það
dregur enginn fisk úr dauðum sjó.
Hver væri hlutur sjómannsins?
Hlutur okkar allra? — Viðreisn-
arflokkarnir vanræktu landhelg-
ina. En þeir færðu þjóðinni land- 1
helgissamninginn, svivirði-
legasta undirlægjusamning sem
nokkur islenzk rikisstjórn hefur
undirritað. Hann var verk „við-
reisnarstjórnarinnar” sem brast
manndóm til að standa gegn hót-
unum Breta. Af honum og fleiri
verkum hennar súpum við seyðið
nú. En til að leiða athygli þina og
mina frá óhappaverkum sinum,
fara nú forystumenn „viðreisnar-
innar” hamförum gegn rikis-
stjórninni. Ég hlustaði áðan i út-
varpinu á álit Jóhanns og Gylfa á
gengishækkuninni. Og það var
svo sannarlega ósvikin Jó-
hanns Gylfa gagnrýni hlaðin
skætingi i stað raka. Hefði stjórn-
in ekkert gert eða eitthvað annað,
hefði afstaða JóhannsGylfa verið
nákvæmlega hin sama. En reyn-
um að afsaka það og skilja. Þeir
héldu um stjórnartaumana i 12
ár, vildu sjálfsagt gera vel, en
mistókst, og eru haldnir ómældri
gremju. Höfum samúð með þeim,
en fáum þeim ekki aftur i hendur
aðstöðu og vald til að semja um lif
og framtið þjóðarinnar. En um
það dreymir þá. Og að þvi vinna
þeir með þvi að reyna að gera
allt, sem stjórnin gerir tortryggi-
legt. Og tilraunir þeirra til að ala
á barnalegum metnaði og óein-
ingu milli ráðherranna, hafa
stundum verið bæði áberandi og
broslegar. Og þegar klofningur-
inn varð i flokki Frjálslyndra og
vinstri, uxu þeim vonir um
„sprengingu.” Þeir vöruðu sig
ekki á þvi, að þótt óeining væri
um viss mál, voru báðir armar
flokksins einlægir i stjórnarsam-
vinnunni. Ný von óx, er Hannibal
sagði af sér ráðherraembættinu.
Voru svo einfaldir að halda, að
hann væri að fórna glæsilegum
sigri sinum og sóma. Vita þeir
ekki enn, að Hannibal er einlægur
vinstri sinni og allt of hreinskipt-
inn til að vega aftanað félögum
sinum, en metur heilsu sina
meira en embættið, sem hann
hverfur frá, eftir vel unnin störf.
Og hann á áreiðanlega eftir að
vera stjórninni og vinstri sam-
vinnu stvrk stoð áfram, bæði á
þingi og utan.
Þingínenn fengu
ekki skjölin 1961.
í mjög fróðlegri greinargerð til
landhelgisnefndar rekur Finn-
bogi Rútur umræður Alþingis um
málið.
1961. Þar upplýsir hann að þing-
menn hafi EKKI FENGIÐ að sjá
skjöl varðandi málið. En það lýsir
mætavel málsmeðferð viðreisn-
arstjórnarinnar. Og mikið skelf-
ing hefur Bretinn gert sig smáan.
Óuppsegjanlegs málskots til al-
þjóðadómstólsins krafðist hann
fyrir að beita ekki kúgun og of-
beldi, hvorki viðskiptalegri né
hernaðarlegri. — „Stórmann-
lega” gert af stjórþjóð, eins og
vænta mátti.
Einn ALLRA þjóða heims hafði
hann beitt ofbeldi og kúgun i land-
helgismálum, skrifað enn eina
svarta siðu i sögu sina. Og siðan,
sem viðreisnarstjórnin skráði i
sina sögu, er heldur ekki hvit. —
En Alþýðubandalag og Framsókn
stóðu á rétti þjóðarinnar og neit-
uðu að lúta þessum svivirðilega
kúgunarsamningi Bretans. Og
svo munu þeir enn gera. — En
þrátt fyrir allar staðreyndir, sem
dómstólnum i Haag voru að sjálf-
sögðu kunnar, var þvi haldið
fram þar, að samningurinn hefði
ekki verið nauðungarsamningur.
— Það er áreiðanlega þyngsti
dómur, sem viðreisnarstjórnin
hefur hlotið, þvi að hafi samning-
urinn ekki verið þvingunarsamn-
ingur, þá var hann landráða-
samningur. En það hefur enginn
hér borið viðreisnarstj. á brýn.
En vist er, að engin þjóð getur
verið bundin af samningi sem
fenginn er fram með kúgun.
Enda segir i Vinarsamþykktinni
frá 1969, um „Nauðung gagnvart
riki i formi valdbeitingar eða
hótunar um valdbeitingu: Milli-
rikjasamningur er ógildur, ef
stuðlað hefur verið að gerð hans
með valdbeitingu eða hótun um
valdbeitingu i andstöðu við meg-
inreglur þjóðaréttar samkvæmt
sáttmála Sameinuðu þjóðanna,”
segir i greinargerð F.R.V. — þar
af leiðir, að hverju sinni, sem
Bretar eða virðulegir dómarar i
Haag hampa þessum samningi
sem rökum fyrir rétti Breta til að
veiða i islenzkri landhelgi, eru
þeir að brjóta og óvirða Vinar-
samþykktina og „meginreglur
þjóðaréttar, skv. sáttmála Sam-
einuðu þjóðanna.” Bretar mega
svo velja sjálfum sér það nafn, er
þeim hæfir fyrir athæfi sitt alit i
þessu máli.
En þegar þessir háu herrar
veifa samningnum til réttlæting-
ar valdniðslu sinni, eru þeir einn-
ig að syngja ofbeldinu lof og dýrð.
Lýðræðishugsjón þeirra og rétt-
lætiskennd er sannarlega ekki
margra fiska virði.
Oft vitna Bretar
Oft vitna Bretar i alþjóðaiög.
En er ekki alveg ljóst, að tillits-
lausar ofbeldisþjóðir EINAR
geta látið sér detta I hug að setja
lög, er opna þeim auðlindir ann-
arra þjóða. Enda eru slik lög ekki
til. Framferði Breta i landhelgis-
málinu minnir öllu fremur á sið-
ferði nazismans eða lög frum-
skógarins og undirheimalýðs
stórborganna, en er óralangt frá
lögum raunsiðaðra þjóða.
„Þegar býður þjóðarsómi,
þá á Bretland eina sál,”
sagði Einar Ben. Skyldi þá þjóð-
inni finnast það sómi, er tugum
togara er sigað inn i islenzka
landhelgi til að moka upp ókyn-
þroska fiski? Er það þjóðarsómi,
er þau og þjófarnir þverbrjóta al-
þjóða siglingareglur? Er það
þjóðarsómi að reyna að sigla nið-
ur varðskip að skyldustörfum?
Og er það þjóðarsómi, er ekkert
af þessu dugir til að beygja isl.
rikisstjórnina, að hóta að senda
herskip hennar hátignar Breta-
drottningar, til frekari ofbeldis-
aðgerða? Það verður vist ekki
sagt, að Bretarnir séu smáir i sér
eða gentlemennskan rislág eða
ótigin.
Virðist deginum ljósara
Virðist deginum ljósara, að sið-
gæðis- og réttarkennd Breta og
Þjóðverja sé af öðrum og lélegri,
toga spunnin en annarra ná-
grannaþjóða okkar. önnur álykt-
un verður vart dregin af næsta
furðulegu og ábyrgðarlausu
framferði þeirra. — En hvernig
myndu þessar sömu þjóðir svara,
ef Islendingar ætluðu að nýta
auðlindir þeirra? Það þarf ekki
að spyrja.
Landhelgin var færð út til nauð-
synlegrar verndar gegn ofveiði,
og til verndar lifsafkomu þjóðar-
innar allrar. Þetta vita ofbeldis-
seggirnir. — Að sjálfsögðu munar
Breta og Þjóðverja ekkert um að
bæta nokkrum hundruðum sjó-
manna veiðitapið. — En i stað
þess að þakka Islendingum allan
þann óhemju auð, sem þeir hafa
sótt i islenzkan sjó, fyrr og siðar,
telja þeir sjálfsagt, að Islending-
ar haldi sjómönnum þeirra og út-
gerð uppi, og senda þá til rán-
skapar og þjófnaðar inn i land-
helgina. En þangað leituðu þeir
iðulega einnig, meðan landhelgin
var ekki nema 3 milur, og létu sig
litlu skipta, þótt þeir toguðu yfir
veiðarfæri smábátanna. Fannst
liklega og finnst sómi að nýta
auðlindir þeirra, er hafa ekki bol-
magn til að hrinda yfirganginum.
Nú leita Bretar
Nú leita Bretar samninga við
Færeyinga. Og það virðist vera af
sérstakri náð, að Færeyingum er
ætlaður eilitið meiri réttur á sin-
um éigin miðum, en Bretanum.
Og hingað munu þeir væntanlegir
til samninga. Þeir vita ofurvel, að
það er bara timaspursmál, þar til
Framhald á bls. 15.
■