Þjóðviljinn - 09.05.1973, Blaðsíða 7
Mi&vikudagur 9. mai 1973 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7
Norrœni Iðnþróunarsjóðurinn:
Hefur lánað
641 mi
Lánuðu 73,3% af
Hinn 26. aprii s.l. var haldinn i
Reykjavik fundur stjórnar Iön-
þróunarsjóös, en i henni eiga sæti
fulitrúar Noröurlandanna fimm.
Fyrir fundinum lágu m.a. til-
iögur frá framkvæmdastjórn
sjóösins um iánveitingar til iön-
fyrirtækja aö upphæö 73,5 miljón-
ir króna, og voru þær sam-
þykktar. Einnig samþykkti
stjórnin heimild til framkvæmda-
stjórnarinnar til ráöstöfunar á 60
miljónum króna til viöbótar fyrri
heimildum, og heimild til
veitingar styrkja og sérstakra
lánveitinga, aö upphæö 5 miljónir
króna. Þá samþykkti stjórnin aö
veita Iönlánasjóöi lán aö upphæö
50 milj. kr.
Þá voru á fundinum sam-
þykktir ársreikningar sjóösins
fyrir árið 1972, og gengið frá árs-
skýrslu um starfssemi sjóðsins. 1
ársskýrslunni kemur meðal
annars fram, að á árinu 1972 voru
til afgreiðslu 69 lánsumsóknir, að
upphæð 547,4 miljónir króna.
Samþykkt voru lán til 34 fyrir-
tækja á árinu, að upphæð 200
miljónir króna,og 2 lán til opin-
berra sjóða, að upphæð 50,8 milj.
króna. Þá var 20 lánsumsóknum,
að upphæð 158,8 milj. króna,
annaðhvort synjað.visað til
annarra sjóða eða þær dregnar til
baka. Aætluð fjárfesting þeirra 34
fyrirtækja, sem veitt voru lán til
árið 1972, var 362,1 milj. króna.
Hlutdeild Iðnþróunarsjóðs i
fjármögnun þessara fram-
kvæmda nam 200 miljónum
króna, eða 55,2% áætlaðrar fjár-
festingar, og hlutdeild annarra
lánastofnana og eiginfjár 44,8%.
Samtals námu upphaflegar láns-
umsóknir til Iðnþróunarsjóðs
vegna þessara framkvæmda 273
miljónum króna, og voru lánin
þvi 73,3% af umbeðnu lánsfé. Frá
þvi að Iðnþróunarsjóður tók til
starfa á árinu 1970 hafa til ársloka
1972 verið veitt lán, samtals að
upphæð 641,1 miljón króna.
Þegar litið er á lánveitingar til
einstakra greina, hefur mest
verið lánað til vefjar- og fata-
iðnaðar, eða samtals 145,9
miljónir króna, til málmiðnaðar
og skipasmiða 108,7 miljónir
króna. Lán til opinberra sjóða
hafa á þessu timabili numið 174,8
miljónum króna. Af hálfu
Iðnaðarráðuneytisins og Iðn-
þróunarsjóðs var unnið að fram-
kvæmd tillagna, er fylgdu i kjöl-
far úttekta á nokkrum iðngrein-
um á árinu 1971. Var unnið að
framkvæmd þessara mála i sam-
1 j ón kr.
umbeðnu lánsfé
starfi við samtök launþega og
vinnuveitenda. Var þar fyrst og
fremst um að ræða aðgerðir á
sviði hagræðingar- og tækniað-
stoðar, er miðuðu að bættri skipu-
lagningu framleiðslu, fjár-
festinga og aukinni framleiðni.
Nokkur iðnfyrirtæki höfðu þegar,
að eigin frumkvæði, sýnt at-
hyglisverðan árangur i umbótum
á rekstri, með endurskipu-
lagningu og hagræðingaraðgerð-
um. Þá var á árinu hafizt handa
um gerð samstarfssamninga
milli fyrirtækja um hagræðingar-
þjónustu og fleira. Þannig
störfuðu um 15 fyrirtæki i prjóna-
og fataiðnaði saman að fram-
leiðslu og afgreiðslu á pöntun á 40
þús. prjónakápum fyrir banda-
riskan markað, og réðu til sin
hagræðingarráðunaut, til að
skipuleggja samstarfið. Auk þess
gerðu um 10 prjónaverksmiðjur
með sér samstarfssamning um
almenna hagræðingarþjónustu.
voru myndaðir tveir samstarfs-
hópar, samtals 8 fyrirtækja i hús-
gagna- og innréttingaiðnaði, og
unnið að myndun fjögurra starfs-
hópa til viðbótar innan þessara
greina, með samtals 23 fyrirtækj-
um. Unnið var einnig að myndun
samstarfshópa 7 fyrirtækja i sæl-
gætisiðnaði, og jafnframt unnið
að þvi að koma á samstarfs-
hópum i málmiðnaði.
Um nokkurra vikna skeið
starfaði hér, með stuðningi Iðn-
þróunarsjóðs, ráðgjafi á sviði
umbúðamála. Heimsótti hann um
34 iðnfyrirtæki, og veitti leið-
beiningar. Var þar bæði um að
ræða fyrirtæki, sem framleiða
umbúðir, og fyrirtæki, sem nota
umbúðir til pökkunar á fram-
leiðslu sinni. Hafinn var undir-
búningur að athugun á rekstrar-
stöðu og framtiðarhorfum prent-
iðnaðarins, og er athugun þeirri
nýlokið.
Heildarfjárhæð, sem varið var
á árinu 1972, til að styrkja ofan-
greinda hagræðingarstarfsemi og
leiðbeiningaþjónustu nam 3,6
miljónum króna.
Tekjur Iðnþróunarsjóðs á árinu
1971 námu 54,9 milj. króna Út-
gjöld námu 8,3 miljónum króna,
og eru þar með talin framlög
vegna hagræðingaraðgerða o.fl.
að upphæð 3,6 milj. króna. Tekju-
afgangur nam 46,6 miljónum
króna og eigið fé i árslok 1972 67,3
miljónum króna. Innborguð
stofnframlög i árslok 1972 námu
1.062,8 miljónum króna. Skulda-
Framhald á bls. 15.
Norrænir mjólkur
tæknimenn halda
hér ráðstefnu
Dagana 25. til 27. júli n.k.
verður haldin hér I Reykjavík
ráöstefna norrænna mjólkur-
tækniféiaga. Ráöstefnur sllkar
sem þessi eru haidnar þriöja
hvert ár og hafa þær veriö
haldnar á hinum Noröurlöndun-
um til skiptis. Siöasta ráöstefna
var haldin i Sviþjóö sumariö 1970.
Slik ráöstefna hefur aldrei áöur
verið haldin hérlendis.
Mjólkurtæknifélag tslands sér
um allan undirbúning að ráð-
stefnunni og hefur kosið til þess
sérstaka undirbúningsnefnd, en
formaður hennar er Sveinn
Tryggvason framkvæmdastjóri
og ritari Sævar Magnússon
mjólkurverkfræðingur.
Erlendir þátttakendur verða
um 470. Auk þess sækja ráöstefnu
þessa milli 40 og 50 tslendingar.
A ráðstefnunni flytur Thorkil
Kristensen prófessor erindi um
þýðingu og stöðu mjólkur-
iðnaðarins á Norðurlöndum i
framtiðar matvælaframleiðslu
Evrópu.
Megin umræðuefni ráð-
stefnunnar verður menntunar-
þörf mjólkuriðnaðarins. Hefur
fundarefniö verið til umræðu I
fjórum nefndum sérfræðinga
siöustu tvö árin og skila þessar
nefndir álitum sinum á ráð-
stefnunni. Reiknað er með þvi að
skýrslur ráðstefnunnar verði
stefnumarkandi fyrir framtiöar-
skipulag þessara mála.
Hinir erlendu þátttakendur
koma allir með leiguflugvélum
frá Flugfélagi Islands. Eftir ráö-
stefnuna fara flestir hinna
erlendu fulltrúa i ferðalög um
landið, bæði um Suðurland og eins
norðuri Mývatnssveit. Kosta þeir
sjálfir þessar ferðir sinar, svo og
annað, sem dvölinni viðkemur.
Undirbúningsnefndin hefur i
starfi sinu notið mikillar aðstoðar
Ferðaskrifstofu rikisins.
Hverfafundir
Alþýðubandalagsins
í Reykjavík
Fundirnir hefjast kl. 8.30. Næstu fundir verða sem hér
segir:
Dagskrá fundanna er störf og
skipulag Atþýðubandalagsins
i Reykjavik og Þjóðviljinn.
Fulltrúar frá Alþýðubanda-
laginu i Reykjavik og Þjóð-
viljanum konia á alla fundina.
Hverfafundirnir verða haldnir
i risinu að Grettisgötu 3 og sá
háttur hafður á, að fundur
verður i tveimur kjörhverfum
I senn.
Sjómannaskólinn — Austurbæjarskóli. Hverfafundur miövikudaginn 9. mai. kl. 8.30
Rreiðholt — Breiöageröisskólinn. Hverfafundur 14. mai. kl. 8.30
Melaskólinn — Miöbæjarskólinn. Hverfafundur 15. mai. kl. 8.30
Félagar, mætið vel og takið með ykkur stuðningsmenn; átaka er þörf. —
Stjórn Alþýðubandalagsins í Reykjavík.
frá kr.
J I I j i ■ i T i I i
' 1 M ■ I I I 1 I Wká
jr ■
nyiungar
SKODfl
1973
fi ’-T 1 i
■ ii ,U4
TÉKKNESKA
BIFREIÐAUMBOÐIÐ
Á ÍSLANDI H.F.
AUÐBREKKU 44-66 SlMI 42600 KÖPAV0GI
SÖLUll^BOD A AKUREYRI:
SKODAVERKSTÆÐIÐ KALDBAKSG. 11 B SlMI 12520
A