Þjóðviljinn - 09.05.1973, Side 16

Þjóðviljinn - 09.05.1973, Side 16
DJÚÐVIUINN Almennsr upplýfeingar ura læknaþjónustu borgarinnar eru gefnar i simsvara Lækna- félags Reykjavikur, simi 18888. Kvöld- nætur- og helgarvarzla apótekanna i Reykjavik 4.—10. mai verður I Borgarapóteki og Reykjavikurapóteki. Slysavarðstofa Borgarspital- ■ans er opin allan sólarhring- fnn. ■ 'K.völd-, nætur og helgidaga- vakt á heilsuverpijarstöðinni. Simi 21230. Miðvikudagur 9. mai 1973 Líbanon: MIKIL ÁTÖK í GÆR Innrás talin hugsanleg BEIRUT8/5 — í gærkvöld blossuðu bardagar upp að nýju i Líbanon og lýsti stjórnin yfir neyðar- ástandi i öllu landinu. Ekki eru aðilar á eitt sáttir um hve margir hafi fallið i átökunum en fulltrúar Palestinuaraba fullyrða að fleiri hundruð hafi fallið. Yfirvöld i Libanon segja þá fullyrðingu ýkta. Harðir bardagar geisuðu i allan dag i og utan við höfuðborg landsins milli stjórnarherdeilda og sveita Palestinuaraba. Tvær herþotur gerðu miklar árásir á stöövar þjóöfrelsissveita Palest inuaraba við flóttamannabúöir viða i Beirút. Flugu þær amk. 15 sinnum yfir búðirnar, köstuðu sprengjum og eldflaugum og skutuúrfallbyssumá þær. PalesO- inumenn svöruðu fyrir sig með þvi að skjóta eldflaugum og kasta sprengjum að stjórnarhernum. Sýrlandsstjórn lokaði i dag landamærunum milli landanna og fordæmdi aöförina að Palestinumönnum. Stjórnin ákærði yfirvöld i Libanon fyrir aö hafa i hyggju að útrýma sveitum Palestinuaraba I landinu og á sama tima skoruðu palestinskar útvarpsstöövar i Sýrlandi á sveitir Palestinuaraba að leggja til atlögu gegn bækistöðvum Libanonhers. Svíar íhuga útfœrslu STOKKHÓLMI 8/5 — Svenska Dagbladet skýrir frá þvi i dag aö sænska stjórnin hafi uppi ráðagerðir um að færa landhelgina i Eystrasalti út i tólf milur en hún er nú sjö. Sagt er að höfuðástæðan fyrir þessari útfærslu sé mikil aukning fiskveiða Sovét- manna við strendur Sviþjóðar. Við vesturströnd Sviþjóðar hefur landhelgin þegar verið færð út i tólf milur og viðræður standa yfir milli Svia og annarra Eystrasaltslanda um útfærslu landhelginnar við austurströndina að sögn blaðsins. Þá hefur nefnd sem finnska stjórnin skipaði lýst sig samþykka útfærslu finnsku landhelginnar i tólf milur. Amin breytir til NAIROBI 8/5 — Idi Amin forseti Uganda lýsti þvi yfir i gær, að hann muni innan tið- ar gera róttækar breytingar á stjórn sinni. Er það i annað skipti á 3 mánuðum sem hann fram- kvæmir slikar breytingar. 6 af átján ráðherrum stjórnar hans hafa þegar sagt af sér og er búizt við þvi, aö af þeim tólf, sem eftir sitja, fái nokkrir i viðbót að fjúka. Fréttamenn i Damaskus telja að lesa megi úr yfirlýsingu Sýr- landsstjórnar hótun um innrás frá Sýrlandi verði bardögum milli Libanonhers og Palestinuaraba ekki taíarlaust hætt. Segir i yfir- lýsingunni að Sýrlendingar hafi fyllsta rétt til að berjast gegn samsæri þvi sem lagt sé á ráðin um erlendis gegn Libanon og and- spyrnuhreyfingu Palestinu- manna. Skorar stjórnin á iibanönsku þjóðina og andspyrnu- hreyfinguna að standa saman gegn ráðabruggi yfirvalda i Libanon. Þá hét fulltrúi Palestinuaraba i Damaskus á öll Arabalönd að sýna festu gegn til- raunum Libanonstjórnar til að brjóta hersveitir Palestinuaraba i landinu á bak aftur. Forsætisráöherra Libanon, Amin Alhafez, sagöi af sér i morgun eftir langan rikisráðs- fund þar sem ma. var ákveðið aö lýsa yfir neyöarástandi i landinu. Klukkan 18.15 var dagskrá Beirútútvarpsins rofin með til- kynningu Suleiman Franjieh for- seta Libanon þess efnis að hann hefði fyrirskipað stöðvun loft- árása ef skotbardögum yrði hætt fyrir klukkan 19. Hert var i dag á útgöngubanni þvi sem gilt hefur i Beirút og fimm öðrum borgum i Libanon og hafði herinn strangt eftirlit með þvi að það væri haldið. Þá hafa allir fundir sem ,,ógnaö geta öryggi landsins” eins og það er orðað verið bannaðir svo og öll dreifing dreifirita og flugmiða. Kvikmyndahús, leikhús, nætur- klúbbar og samkomustaðir eru allir lokaðir og þeir sem voga sér að opna geta átt á hættu að verða dregnir fyrir herdómstól. Frjálsar fóst- ureyðingar Osló 8/5. — Miðstjórn norska SF flokksins hefur mótmælt tillögum félagsmálaráðuneytisins til breytinga á fóstureyðingalög- gjöfinni. Segir miðstjórnin að til- lögurnar hafi i för með sér að erfiðara verði fyrir konur að fá leyfi til fóstureyðinga. Segir i yfirlýsingu miðstjórnar að stefna flokksins sé sú að konan sjálf eigi að hafa fullan ákvörð- unarrétt um það hvort hún vilji láta eyða fóstri eða ekki og að stórbæta beri sálfræðiiega, læknisfræöilega og félagslega fræðslu þunguðum konum til handa. En að konan eigi sjálf að ákveða hvort hún vilji þiggja slikra fræðslu. ALÞÝÐU BAN DALAGIÐ Ólafur R. Einarsson, menntaskólakennari, flytur næsta erindi á umræðufundi Aiþýðubandalagsins i Reykjavik. Erindi ólafs er hið næstsiðasta af 17 sem flutt verða. Ólafur nefnir viðfangsefni sitt: „Þáttaskil i sögu Isl. verkalýðshreyfingar”. Um- ræöufundurinn hefst kl. 20.30 á fimmtudagskvöld og verður að Grettisgötu 3 eins og fyrri fundir. Viðtalstimi og borgarmálaráðsfundur Viðtalstimi borgarfulltrúa Alþýðubandalagsins fellur niður i dag, og einnig fundur borgarmálaráðs Alþýðubandalagsins sem vera átti i kvöld. Hér eru tvær myndir frá átökunum sem átt hafa sér stað i Libanon aö undanförnu. Sú til vinstri sýnir skriödreka og hcrmenn úr Libanonheren á þeirri til hægri sjást brennandi flóttamannabúðir Palestinu- araba. Watergate: Dean veitt þinghelgi WASHINGTON 8/5 — Bandarísk þingnefnd ákvað í dag að veita John Dean, fyrrverandi ráðgjafa Nixons, takmarkaða þing- helgi ef það reyndist nauð- synlegt til að hann skýri nefndinni frá tengslum Nixons við Watergate- njósnirnar. Takmörkuð þinghelgi felur .þó ekki i sér að ekki sé hægt aö lög- sækja Dean, heldur aö ekki má nota það gegn honum fyrir rétti sem hann kann aö skýra nefnd- inni frá. Þinghelgin veröur að hljóta samþykki réttarins, sem hefur málið til meðferðar, en dómsmálaráðherrann hefur 30 daga frest til að hamla gegn gildistöku hennar. Að sögn blaða hefur Dean sagt rannsakendum málsins að Nixon hafi óskað honum persónulega til hamingju með aö honum hafi tek- izt að dylja vitnéskju forsetans um málið þegar það var til með- ferðar i fyrrahaust. Robert Cushman hershöfðingi sem er næstæðsti yfirmaður bandariska Natóflotans kom til Washington i dag til að gera grein fyrir hlutdeild CIA I innbroti þvi sem gert var hjá sálfræöingi Daniels Ellsbergs. Cushman var yfirmaður leyniþjónustunnar þegar Howard Hunt, sem dæmd- ur hefur verið fyrir innbrotið I Watergate-bygginguna.brauzt inn til sálfræðingsins. Hunt hefur fullyrt að CIA hafi látið sér i té tæki til innbrotsins. Pompidou andvígur toppfundi PARÍS 8/5 — Pompidou Frakklandsforseti hefur lýst sig andvigan fundi þjóð- höfðingja Vestur-Evrópu og Bandarikjanna en þeir Brandt og Nixon lýstu yfir áhuga sin- um á slikum fundi i lok nýaf- staðinna viðræðna þeirra i Washington. Er búizt við þvi að Pompidou geri Nixon ljósa þessa afstöðu sina á fundi þeirra i Reykjavik um næstu mánaðamót. Pompidou hefur ekki visað hugmyndinni algerlega á bug en lýst sig mjög neikvæðan i hennar garð. Þá er hann sagður andvigur þeirri endur- skoður, á Atlanzhafs- samningnum sem Kissinger gerði að tillögu sinni fyrir páska og einnig öllum stofn- analegum tengslum milli NATÓ og EBE. Hafnargarður náttúrunnar Veitir skj ól en skapar mengunarvandamál Hraungaröurinn mikli við eystri bafnargarðinn I Vest- mannaeyjum, sem i rauninni hcfur stórbætt hafnarskilyrðin þar, hefur nú með skjóli sinu skapað nýtt vandamál i höfninni: aukna mengun. Allt holræsakerfi Vestmanna- eyja, bæði leiðslur frá húsum og fiskvinnslustöðvum, liggur til hafnarinnar og rennur þar i sjó- inn. Hingað til hefur höfnin hreinsazt jafnóðum að einhverju leyti vegna ókyrröar á sjónum, sagði Páll Zóphaniasson bæjar- verkfræðingur i viötali við Þjóð- viljann, en eftir að hraunið mynd- aði hinn stóra, náttúrulega skjól- vegg við ytri hafnargarðinn virð- ist ekkert hreyfast i höfninni. Sagði Páll, að brýn nauðsyn yrði aö hyggja að nýjum leiðslum frá bænum og hefði reyndar lengi staðið til vegna hollustuhátta við fiskvinnslustöðvar að leiöa skolp- ið og úrganginn eitthvert annað og þá helzt yfir Eiöið og i sjóínn þar.iSú áætlun þyrfti þó kannski endurskoðunar viö, sagöi hann, og væru rannsóknir i þessu sam- bandi þegar hafnar. Veriö er aö undirbúa dýpkun innsta hluta hafnarinnar og farið að undirbúa fullnaðarhreinsun Vestmannaeyjakaupstaðar sam- kvæmt samþykkt Viölagasjóðs um helgina. Er reiknaö meö, að hreinsun verði komin 'vel I gang uppúr miðjum mánuði, sagöi Páll, og verði lokið fyrir áramót. Vinnan við að hreinsa gjall af göt- unum heldur áfram og er ætlunin Framhald á bls. 15. Perú þjóðnýtir sjávarútveginn Rikisstjórn Perú lýsti þvi yfir i dag að hún hefði ákveðið að þjóðnýta allan sjávarútveg landsins. Hér er um stóran hlut að ræða þvi ársafli Perúmanna undanfarin ár hefur verið um 10 miljónir tonna. Ástæðan fyrir þjóðnýtingunni var sögð sú að mjög hefur dregið úr ansjósuafla Perúmanna að undanförnu og einnig að miklir erfiðleikar hefðu verið i sjávarútvegi og fyrirtækin rekin ineð halla. \

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.