Þjóðviljinn - 15.05.1973, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 15.05.1973, Blaðsíða 2
2 SIDA — ÞJÓÐVILJINN Þrið.iudagur 15. mai 1973 Eitt og annað um utanríkis- mál Sveinn Rúnar Hauksson og Jón Guðni Kristjánsson spyrja utan- rikisráöherra, Einar Agústs- son: Einar Agústsson 1. Hvaö liður viðurkenningu isl. rikisstjórnarinnar, á Bráða- birgöabyltingarstjórninni i lýð- veldinu Suður VietNam, sbr. yfir- lýsingar tveggja ráðherra og for- manns utanrikismálanefndar al- þingis á mótmælafundinum i Háskólabiói 31. desember s.l.? Svar ráðherra: — Þetta mál hef- ur nú ekki verið tekið til meðferð- ar í utanrikismáianefnd nýveriö og ekki ákveöiö með tímasetn- ingu. 2. Eru Ástraliumenn og Nýsjá- lendingar stuöningsmenn okkar i iandhelgismálinu? Svar ráðherra: — Þeir hafa til- lögur, sem ganga i svipaða átt og okkar tillögur, svo ég verð að vona að á hafréttarráðstefnunni verði þeir með i þessari viðtæku fiskveiðilögsögu. 3. Hyggst islenzka rikisstjórnin mótmæla kjarnorkutilraunum Frakka i Kyrrahafi? Ef svo er ekki, væri hún e.t.v. tiileiöanleg til að útvega þeim aðstöðu I okkar landhelgi? Svarráðherra: — Við höfum mót- mælt þessum kjarorkutilraunum og munum ekki leyfa, hvorki þeim né öðrum, afnot af okkar landhelgi tilslikra hluta. Það seg- ir sig nú reyndar sjálft. Eina spurningu til höfðu þeir tvimenningar fram að færa, en þar sem ekki var i verkahring utanrikisráðuneytisins að svara henni, heldur dómsmálaráðu- neytisins, mun hún og svar við henni birtast siðar. — úþ Sœnskir málarar Sefa til Eyja Málarameistarafélagi Reykja- vikurbarstnýlega peningagjöf aö upphæð 10.000,00 sænskar krónur (212.766.- ísl. kr.) frá landsfundi sænskra málara- meistara, þar sem saman voru komnir 200 málarameistarar, en fundur þcssi var haldinn nýlega i Stokkhólmi. Fylgdi gjöfinni ósk um að Málarameistarafélagið afhenti fé þetta til hjálpar Vestmanna- eyingum. Stjórn félagsins hefur afhent það Magnúsi Magnússyni bæjarstjóra Vestmannaeyja. Þetta rausnarlega framlag hefur að sjálfsögðu verið þakkaö en það sýnir ennþá einu sinni þá samúð og vinarhug sem Norður- landaþjóðirnar bera til okkar á erfiðum timum. FRIÐRIK YINNUR FISCHER Friðrik Fischer í siðasta skákþætti birti ég eina af tapskákum Fischers, Hið sama ætla ég að gera i þessum þætti. Þegar slikir skákjöfrar tapa skák þarf eitthvað mikið að koma til. Fyrir nokkru komst ég yfir ein- tak af bókinni ,,The most instructive games of chess ever played” sem mætti líklega kalla á isienzku „Athyglisverðustu skákir sem nokkurn tima hafa veri tefldar”. í bókinni eru 62 skákir sem tefldar hafa verið frá 1873 til 1961. Það fyrsta sem ég gerði þegar ég skoðaði bókina var að athuga hvort þar væru ekki skákir sem Fischer hefði teflt. Þær reyndust vera tvær. Aðra skákina tefldi Fischer við H. Berliner 1960 og vann glæsilega, hina tefldi hann við Friðrik Ólafsson i Portoroz 1958 — og tapaði. Skák þessi er með afbrigðum vel tefld af Friðrik, enda segir höfundur bókarinnar þetta um hana: „Olafssons play is elegant throughout, and this game of his is a jewel in the treasury of modern chess"— það er — hann telur skák þessa gimstein meðal fjársjóða nútima skáklistar. Hér kemur svo skákin. Portoroz 1958. Hvltt: Friðrik Ólafsson Svart: Robert Fischer 1. c4 . 2. Rc3 3. Rf3 4. d4 5. cxd5 6. Bg 7. Bh4 8. e3 Hér einnig mjög gott að leika Hcl. 8.... Rc6 Ævintýraleg leið er 8. ... g5 9. Bg3 Da5 10. Dc2 Re4 11. Hcl Dxa2. 1 þeirri stöðu tei ég hvitan með betra tafl. Rf6 e6 d5 Bb4 exd5 hfi c5 30.... DxD 31. dxD Hf7 32. f5 Hc7 33. Hd6 Þetta ermiklu betra en að leika Bxe6 þvi þá ætti svartur kost á að fórna skiptamun og peðstaða hvits mundi riðlast. UMSJÓN: JÓN G. BRIEM 33. ... Hc5 34. Bxe6 Kf8 35. Bb3 Hcxe5 9. Hcl c4 21. ... De8 36. Hxh6 Hxe3 10. Be2 Be6 22. DxB Re4 37. Hg6 11.0-0 0-0 23. Dd3 RxB 12. Rd2 Be7 24. hxR Hf6 Betra en 37. f6 H8e6 og svartur 13. b3 getur enn varizt. Hvitur hótaði að vinna peð með Þetta er lykilieikur I stöðunni 25. Db3 37.... H8e4 og gefur svörtum færi á skipta- 38. Hxg5 Hg3 munsvinningi. 25. De4 Hc8 39. Hg8 Ke7 40. g5 He2 13.... g5 Ef 25... Dc6 þá 26. d5 41. Bd5 Þetta er nauðsynlegur leikur ef svartur ætlar að vinna skipta- mun. Ef hann léki strax 13. .. Ba3 þá er 14. BxR DxB 15. Hbl Bf5 16. Rxd5 betra á hvitt. 14. Bg3 Ba3 15. Hc2 Rb4 16. bxc4 RxII 17. DxR dxc4 18. Rb5 Þetta er mun betra en að drepa strax peðið á c4 26. Bb3 Dd7 27. Hdl He8 28. f4 Þetta er öflugur leikur sem hótar 29. f5 28.... Dh7 29. De5 df5 30. g4 Hvitur er ekki hræddur við að fara i drottningarkaup þó að hann hafi skiptamun minna. Nú er allt valdað og peðin verða ekki stöðvuð. 41... Kd6 42. BÍ3 Hxa2 43. f6 Ke6 44. He8 Þessi leikur gerir út um skákina. Leiki svartur 44.... Kf7 kemur 45. Bh5 og svartur er mát. Við hvaða leik sem er öðrum kemur 45. f7 og peðið verður að drottningu. Fischer gafst þvi upp. Jón G. Briem Brézjnéf var fagnað í Berlín 18. .. Bb4 Ef svartur hefði nú leikið Be7 kæmi 19. Rc7 Hc8 20. RxB fxR 21. Dg6oghvitur vinnura.m.k. 2peð. 19. Rc7 BxR 20. RxB fxR 21. Bxc4 Þessi leikur hefur liklega komið Fischer á óvart. Ef hann leikur biskupnum núna til a5 þá vinnur hvitur skákina með Dg6 eins og auövelt á að vera að komast að raun um. BERLIN 14/5 1 gær lauk heim- sókn Brézjnéfs til Þýzka alþýðu- veldisins. Móttökur voru allar hinar veglegustu og benda til þess, að austur-þýzk yfirvöld vilji leggja áherzlu á nána samstöðu rikjanna áður en Brézjnéf heim- sækir Brandt kanslara i Bonn seinna i vikunni. t opinberri yfirlýsingu um heimsóknina er lögð áherzla á samstöðu viðmælenda um Þýzka- landsmál og vandamál öryggis og samstarfs i Evrópu. Brézjnéf sæmdi Honecker, leið- toga Sósialiska einingarflokksins i DDR Leninorðu, og fór við það tækifæri mjög lofsamlegum orð- um um alla þá Þjóðverja, sem börðust á sinum tima gegn Hitler. „Velkomin til Grænlands” Ritið „Velkomin til Grænlands” sem gefiö er út á tveimur tungumálum er komið út. Myndin er úr ritinu, en það er prýtt fjölda fallegra mynda.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.