Þjóðviljinn - 15.05.1973, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 15.05.1973, Blaðsíða 13
Þriðjudagur 15. mai 1973 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 13 en ástand Lissu. Andy hringdi i lækni þeirra og lagði Lissu i rúm- ið. 1 gærkvöldi hafði það verið öfugt. Hlutverkaskipti, allt var þetta eðlilegt, hugsaði hann — en hvenær tæki þetta enda? — Konan yðar er haldin mikilli taugaspennu, en það vitið þér trú- lega, sagði læknirinn seinna. — Ég gaf henni róandi lyf, svo að hún gæti sofið. — Hún nær sér þá? — Likamlega er hún mjög hraust. Læknirinn leit rannsak- andi á hann. — Fyrirgefið þótt ég komi með persónulega spurn- ingu, en hafa verið erfiðleikar i hjónabandinu? — Það hefur rikt nokkur spenna að undanförnu, viður- kenndi Andy. — Lissa hefur ekki mikið mót- stöðuafl þessa stundina. Hún hef- ur þörf fyrir einhvern sem hún getur treyst. Lyf eru engin fram- búðarlausn. Munið þetta, herra Paxton. Andy vissi, að allt var undir þvi komið að hann gæti fært henni Drew aftur. Þegar það hefði tek- izt, myndu hin vandamálin ef til vill leysast sjálfkrafa. Reynsla siðustu daga hafði þroskað þau og ef til vill gæti jafnvel eitthvað gott komið út úr hjónabandi þeirra. En lykillinn að öllu saman var enn ófundinn. Hann gat ekki ennþá skilið hver tilgangurinn hafði verið með upp- hringingunni daginn áöur. Hvers vegna höfðu ræningjarnir sagt honum aö leita að skilaboðum sem engin voru? Þegar læknirinn var farinn, leitaði Andy enn einu sinni vand- lega á umtöluðu svæði, vegna þess að hann áleit hugsanlegt að honum hefði sézt yfir eitthvað i myrkrinu. Arangurinn varð hinn sami i dagsbirtunni. Einhverra hluta vegna hafði krafan um lausnargjaldið ekki komizt til skila. 35 — Þetta kemur ekki saman og heim, sagði hann upphátt. En hann vissi að það gerði það nú samt, ef hann gæti fengið dæmið til að ganga upp. Ef köttur leikur sér að mús, kann músin að velta fyrirsér hvers vegna kötturinn sé að þessu, en kötturinn veit það allan timann. Hann var enn að brjóta heilann þegar hann gekk heim að húsinu. A leiðinni að lyftunni gekk hann framhjá bókaherberginu. Her- bergið var autt og yrði það sjálf- sagt áfram. Bruno var ekki enn búinn að taka til i þvi. Andy reisti húsgögnin við og sá þá byssuna fyrir framan einn stólinn. Hann tók hana upp og mundi — sér til ánægju — að skot hafði ekki hlaupið úr henni. Hann fjarlægði patrónuna sem hefði getað verið gölluð. Hann gekk að glugganum sem var opinn. Hann miðaði á miúka moldina i beðinu fvrir neð- an gluggann og hleypti af. Búnaöurinn virtist i lagi, en ekk- ert skot kvað við. Þetta var undarlegt. Hann þrýsti á gikkinn fjórum sinnum enn, svo að reyndi á allar Framleiði SóLó-eldavélar af mörgum stæröum og gerð- um, —einkum liagkvæmar fyrir sveitabæi, sumarbústaði og báta. — Varahlutaþjónusta — Viljum sérstaklega benda á n'ýja gerö einhólfa eldavéla f.vrir smærri báta og litla sumarbústaöi. KLDAVÉLAVERKSTÆÐI IÓIIANNS FR. KRISTJÁNSSONAR H.F. KLEPPSVEGI 62'. — SÍMI33069. patrónurnar. Engin þeirra hljóp af. Andy skoðaði patrónurnar nánar. Hvellhettan virtist alveg ósnert á þeim öllum. Andy rannsakaði byssuna bet- ur. Og nú kom orsökin i ljós. Slag- stiftið hafði verið sorfið til. Ekki mikið, aðeins einn eða tvo milli- metra, en nóg til þess að gera skammbyssuna ónothæfa. Þettg var ekki af sliti. Slagstiftið hafði verið eyðilagt visvitandi, og það hefði verið gert nýlega, eftir skin- inu á málminum að dæma. — Furðulegt að Hub skyldi láta mig hafa ónothæfa byssu, tautaði Andy. — Það kemur ekki saman og heim. Hann haföi notað sömu oröin nokkrum minútum áöur i sam- bandi við aðra ráðgátu, og allt i einu rann upp fyrir honum ljós. Þetta voru ekki tvö aðskilin fyrir- brigði, heldur tveir bútar i sömu gestaþraut. Ef þeir voru lagðir hlið við hlið, kom fyrst skilsmynd á þrautina alla. Hann hafði fengið ónothæfa byssu, ekki til þess að vernda sjálfan sig, heldur til þess að ræn- inginn gæti verið öruggur um sig. Fyrirmælunum hafði ekki verið fleygt yfir vegginn og það hafði aldrei staðið til. Einn af ibúum hússins átti að koma þeim fyrir. Röddin i simanum hafði ekki vit- að, að vitorðsmaður hans hafði verið úr leik, vegna þess að lög- reglan hafði tekið hann úr um- ferð. Skýringin sem hann hafði notað kvöldið áður til að gera Bake að ræningjanum, var enn i sinu gildi. Mistök hans voru aðeins þau, að hann hafði notað hana á rangan mann. Falski vinurinn — hefni- gjarn og sjúkur i fé — var ekki Bake. Það var, það hlaut að vera Hub Wiley. 15. Hann stóð stundarkorn við gluggann og horfði út i garðinn sem var baðaður i sól. Hann hefði eins getaö verið að horfa á beran múrvegg, hann sá ekki neitt. Hann horfði inn á við og rannsak- aði þetta nýja og kynlega lands- lag sem opnaðist fyrir sjónum hans. Myndin var ekki greinileg enn- þá, hornin voru enn óljós og þurftu nánari athugunar við. En kjarninn var þarna. Hub hafði ræntsyni hans. Astæða, tækifæri, skapgerð — hann mundi eftir fantaskap hans við stúlkuna i næturklúbbnum — allt kom heim við Hub. Framkoma Hubs sem hins rólega, dugandi og ópersónu- lega þjóns haföi verið fullkomið dulargervi. Fortið hans sem lög- regluþjóns hafði gert sitt. Þegar Andy hafði reynt að lesa alla samstarfsmenn sina niður i kjöl- inn til að leita að hugsanlegum ránsmanni, hafði hann ósjálfrátt hlaupið yfir Hub. Zitlau var ef- laust á sömu villigötunum. Ein- skær tilviljun — Hub hafði verið tekinn fastur á versta tima fyrir ræningjana — hafði dregið lausn- ina fram i dagsljósið. Og aðeins á þennan hátt fannst skýring á sim- hringingunni. En Andy var ljóst, að hann hafði hreint engar sannanir. Sjálfur var hann sannfærður um sekt Hubs. En gæti hann sannfært aðra? Honum datt fyrst af öllu i hug að kalla á Zitlau, segja hon- um frá grunsemdum sinum og láta hann vinna út frá þeim. En hann stanzaði með höndina á sim- anum. Ef Zitlau tryöi honum (og fyrir þvi var engin trygging), hvaðþá? Zitlau myndi byrja á þvi að yfirheyra Hub. En ef það kæmi i ljós, að Hub lægi undir grun, þá gæti það hæglega valdið dauða Drews. Rökrétt afleiðing væri að hinir ræningjarnir reyndu að losa sig við hið lifandi sönnunargagn. Andy vildi hefnd. En hann vildi fyrst og fremst fá son sinn aftur heilan á húfi. Það var lika annað sem þurfti að hafa hugfast. Ef Hub, fyrrver- andi lögregluþjónn, var einn af ræningjunum, var ef til vill ekki fráleitt að láta sér detta i hug, að Lausn á síðustu krossgátu I = Ö, 2 = R, 3*D, 4 = E, 5 = Y, 6 = Ð, 7 = A, 8 = L, 9 = A, 10 = G, II = N, 12 = Æ, 13 = T, 14 = 1, 15 = 0, 16 = 0, 17 = S, 18 = K, 19 = U, 20 = V, 21 = M, 22 = H, 23 = F, 24 = J, 25=1, 26=0, 27 = P, 28= É, 29 = B, 30 = Ý. Þriðjudagur 15. maí 7.00 Morgunútvarp. Veður- fregnir kl. 7.00, 8,15 og 10.10 Fréttir kl. 7.30, 8,15 (og forustugr. dagbl.) 9.00 og 10.00 Morgunbæn kl. 7,45. Morgunleikfimi kl. 7.50 Morgunstund barnanna kl. 8.45: Edda Scheving heldur áfram að lesa söguna „Drengina mina” eftir Gustaf af Geijerstam (8). Tilkynningar kl. 9.30. Létt lög á milli liða. Við sjóinn kl. 10.25: Ingólfur Stefáns- son ræðir við Hjálmar Vil- hjálmsson fiskifræðing. Morgunpopp. kl. 10.40: Hljómsveitin Slade og A1 Green syngja og leika. Fréttir kl. 11.00. Hljóm- plöturabb (endurt. þáttur Þ.H.). 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Eftir hádcgið. Jón B. Gunnlaugsson leikur létt lög og spjallar við hlustendur 14.30 Siðdegissagan: „Sól dauöans” eftir Pandelis Prcvelakis. Þýðandinn, Sigurður A. Magnússon les (9). 15.00 Miðdegistónleikar: Tékknesk tónlist.Musica de Camera i Prag leikur kammertónlist fyrir flautu, óbó, fiðlu, lágfiðlu, og selló eftir Oldrich Flosman. Ladislav Cenrý og kammer- sveit úr Sinfóniuhljómsveit útvarpsins i Prag leika Concertino-meditazione fyrir lágfiðlu og kammer- sveit eftir Jan Tausinger; Frantisek Vajnar stj. Antonin Novák og Sinfóniu- hljómsveit útvarpsins i Prag leika Sinfóniu concertante fyrir fiölu og hljómsveit eftir Kiri Jar- och; Alois Klima stj. 16.00 Fréttir. 16.15. Veðurfregnir. Til- kynningar. 16.25. Popphornið. 17.10 Tónleikar. 18.00 Eyjapistill. Bænarorð. Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.20 Fréttaspegill. 19.35 Umhverfisinál.Páll Lin- dal borgarlögmaöur talar um skipulagsskyldu lands- • ins alls. 19.50 Barnið og samfélagið. Gyða Ragnarsdóttir talar um börn og ferðalög. 20.00 Lög unga fólksins. Sigurður Garðarsson kynnir. 20.50 Iþróttir. Jón Asgeirsson sér um þáttinn. 21.10 Frá tónleikum i Norræna húsinu 25. febrúar sl. Erkki Rautio og Ralf Gothoni leika Sónötu i F-dúr fyrir selló og pianó op. 6 eftir Richard Strauss. 21.35 „Sigur göfug- mennskunnar”, Ævar R. Kvaran les siðari lestur sinn úr bók eftir Cyril Scott i þýðingu Steinunnar Briem. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir Rannsóknir og fræði. Jón Hnefill Aðalsteinsson fil. lic. ræðir við Grim M. Helga- son forstöðumann hand- ritadeildar Landbókasafns Islands. 22.45. Harmónikulög. André Verchuren og sveit hans leika frönsk lög. 23.00 A hljóðbergi,,Hvi löðrar svo blóðugur brandur þinn”. Charles Brookes les ensk fornkvæöi, en með verður flutt islenzkun Jóns Helgasonar á nokkrum þeirra. 23.40 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. o a .0 o 20.00 Fréttir. 20.25 Veður og auglýsingar. 20.30 Skuggarnir hverfa. Nýr, sovézkur framhaldsmynda- flokkur byggður á sögu eftir Anatoli Ivaroff. 1. þáttur. Rauða Maria. Þýöandi Lena Bergmann. Sagan hefst i Siberiu árið 1916 og rekur feril rússneskrar fjöl- skyldu frá timum byltingar- innar og fram yfir siðari heimsstyrjöldina. Barátta „Rauða hersins” við „Hvit- liða” kemur hér mjög við sögu sem og önnur skipti byltingarmanna við auð- menn og landeigendur. 21.50 Brottför hersins. Um- ræðuþáttur i sjónvarpssal um aðild Islands að NATO og væntanlega endurskoðun eða uppsögn varnasamn- ingsins viö Bandarikja- menn. Umræðum stýrir Magnús Bjarnfreðsson. 22.35 Matjurtarækt II. Siðari hluti fræðslumyndar, sem Sjónvarpið lét nýlega gera i Garðyrkjuskóla rikisins i Hveragerði. Þulur og texta- höfundur er Grétar Unn- steinsson, skólastjóri. Um- sjónarmaður Siguröur Sv. Pálsson. 22.50 Dagskrárlok. ^(VÍc5]13(r> INDVERSKUNDRAVERÖLD Nýkomið: margar gerðir af fallegum útsaumuðum mussum úr indverskri bómull. Batik —efni I sumarkjóla. Nýtt úrval skrautmuna til tækifærisgjafa. Einnig reykelsi og reykelsisker I miklu úrvali. JASMIN Laugavegi 133 (við Hlemmtorg)

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.