Þjóðviljinn - 15.05.1973, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 15.05.1973, Blaðsíða 9
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 15. mai 1973 Þriðjudagur 15. mai 1973 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 9 Eftir Sigurjón Rist, vatna- mælinga- mann Ætli flestir kannist ekki við setningar, sem eru til þess eins ætlaðar, að slóvga fólk i barátt- unni að heilbrigðara og fegurra þjóðlifi, eins og t.d. ,,Það gildir einu hverjir eru kosnir, þeir eru allir eins þegar i ráðherrastólana er komið”. Tryggingaráðherra Magnús Kjartansson hefur nú af- sannað þetta rækilega meö af- stöðu sinni gegn hringasamstöðu bifreiðavátryggingafélaganna til að ná 39% hækkun iðgjalda af ábyrgðartryggingum bifreiða. Hækkunin, ef hún næði fram að ganga, er engin smáræðis verð- bólguvaldur, vatn á myllu þeirra, sem óska að rikisstjórninni gangi sem verst gliman við verðbólgu- drauginn. Stjórnvöldum ber skylda til að standa á móti iðgjaldahækkun- inni, en i þess stað virkja trygg- ingafélögin til raunhæfrar baráttu gegn umferöaslysunum. Umferðaróhöppin eru ferleg fjár munasóun, og oft á tiðum ægiíeg- ur harmleikur. Nú er svo komið að harmleikurinn hefur náð til flestra fjölskyldna i landinu á einn eða annan hátt og hvarvetna vofir háskinn yfir. Gagnger breyting Hér þarf að verða gagnger breyting. Til eru þau slys, sem verða ekki bætt með peningum, hversu miklir sem boðnir væru. Iðgjaldahækkunin ræðst ekki á aðalmeinið, mér er nær að halda að hún auki það. Og utan við alla skyldutryggingu hefur hið ógn- vekjandiástand á vegunum knúið æ fleiri til að kaupa rándýrar kasko-tryggingar á bifreiðar sin- ar. Geigvænleg þróun, og timi er til kominn aö ábyrjir aðilar spyrni við fótum. Vonandi hefur það gerzt nú. Stjórn þjóðar fer eftir siðgæði hennar og þroska, gildir það jafnt hér á landi sem annars staðar. Reynir nú á þroska alþjóðar, hvort takast muni að sækja fram til öryggis. Samstaða Hinn almenni þegn, stjórnvöld - rikis, -bæja og -borgar, lögregla og bifreiðaeftirlit, ökukennarar, tryggingafélög og slysavarnafé- lög hvarvetna þurfa að taka höndum saman til að koma á umferðarmenningu.en láta skeyt- ingarleysiog óvandvirkni i akstri vikja. Ollum er nauðsyn að endurskoða sjálfan sig og fram- komu sina, og sjá hvaða liðstyrk þeir geta lagt málefninu. Við bú- um i þjóðfélagi einstaklings- hyggju, sem gerir stanzlausar kröfur á hendur öðrum, en sjálfs- ábyrgð gleymist æði oft. Viða er pottur brotinn. Viðhorf til umferðarlaga Hinn almenni þegn litur þvi miður ekki á það sem glæp að brjóta umferðarlögin. Fjölmargir telja það jafnvel sniðugt, t.d. að stytta sér leið á hinn furðulegasta hátt. Það kom mörgum á óvart að sumarið 1965, þegar breytt var um umferðarstefnu frá vinstri til hægri, reyndist bezta og óhappa- minnsta sumarið i umferðinni um langt árabil. Astæðan var einfald- lega sú, að þá voru menn vakandi undir stýri og lögöu nokkuð til frá sjálfum sér og sýndu vandvirkni i starfi og frábæra kurteisi. Aróður fyrir umferðarmenningu var þá skýr og ákveðinn og hafði yfir sér þægilegan blæ. Siðan hefur sigið á ógæfuhliðina, og nú er svo komið að óvandvirkni og leti sækir á og dólgslegum þjösnaskap bregður æ oftar fyrir. Drykkjuskapur og montakstur Það er áberandi, hve umferðar- slys eru i rikum mæli bundin við skemmtanalifið. Er þar tveimur megin þáttum um að kenna. Eigi skal hér dæmt hvor má sin meira. Hér á ég viö drykkjuskap- inn og montaksturinn. Það er nokkuð einstaklingsbundið, hvort menn aka löturhægt eða ofsa- hratt, þegar ekið er i áfengis- vimu. Þó er i rauninni ekki siður ráðandi, hvað er i tizku á viðkom- andi stað. I einu héraði geysast menn áfram, en i öðru sisar bila- lestin eins og likfylgd frá félags- heimilinu. Hér i Reykjavik hefur Miklabraut og þó einkum Hring- braut áunnið sér hefð fýrir áfengishraðaakstur, þótt læðzt sé um aðrar götur. Við Hringbraut þykja það vart tiðondi þótt ljósa- staurar Rafmagnsveitu Reykja- viUur fjúki um koll og þar fari i súginn tugir þúsunda og máske nýr eða nýlegur bill að auki. Rösklega er riöið i hlað Það er allviða i tizku að aka með villtum hraöa að og frá þar sem mannfagnaður er, og það svo að fólk hrökklast undan og telur sig eiga fótum fjör að launa. En billinn spúir aur og grjóti eða ýlir á steyptum plönum. Á hverjum stað eru, sem betur fer, til svo staðfastir einstaklingar, að þeir sogast ekki með til slikrar fá- sinnu. Enda ávinningurinn, upp- hefðin, sáralitill núorðið, þ.e.a.s. siðan billinn, sem slikur, er orð- inn velþekkt fyrirbæri bæöi meðal ungra og aldinna. Heyrt hef ég t.d. 5 ára barn segja um öku- manninn i sliku tilfelli: ,,Er það nú bjáni” með áherzlu á bjáni. Bragð er að þá barniö finnur. I þeim sveitarfélögum, þar sem ákveðin og traust menning rikir, komast engir upp með slikar sýn- ingar, þeir merkja skjótt nei- kvæöu áhrifin. Almenningsálitið er sterkasta lögregluliðið. Lögregla Ég tel mig hafa farið um æði mörg þjóðlönd og hvergi séð lög- regluþjóna og lögreglubifreiðir eins áberandi i umferðinni eins og hér á landi. A þvi sviði virðist fátt sparað, jafnvel gæta óhófs. Vega- merking er bæði mikil og góð, þótt veilur megi finna. Vegum er skipt á blindhæðum, en engu að siður má hver ökumaður vita, að i fullu gildi er hin gullna regla, sem segir, að gæta skuli þess, að unnt sé að nema staðar á 1/3 vegarins, sem er auður fram undan. Sá, sem ekur Miklubraut, fær ekki betur séð, en umferðarlög- reglan hafi gefizt upp við að kenna mönnum að virða mismun- andi aksturshraða á tveimur samsiða akreinum. Hægur akstur á að vera á hægri akrein en hinn hraðari á þeirri vinstri. A Miklu- brautinni er þessi regla látin sigla lönd og leið. Þegar beðið er eftir grænu ljósi t.d. við Háaleitisbraut eða Kringlumýrarbraut ber tölu- vert á þvi, að ökumenn vippi sér þvert yfir á næstu akrein á sið- ustu stundu: er þá verið að spá i það, hvor akreinin sé liklegri fyrir hraðan akstur. Vegna pökk- unar á báðum akreinunum eru ak reinaskipti iðulega ekki möguleg fyrr en hersingin er farin af stað, og þá eru jafnvel sjálf gatnamótin notuð til að skipta um akrein, og svo er ekinn riddaragangur milli umferðarljósa, þ.e.a.s. skotizt til hliðar á næstu akrein og svo til baka á akreinina aftur, þannig koll af kolli, en alltaf um leið fram fyrir einn eða fleiri bila, hvort heldur þeir eru til hægri eða vinstri. Sé lögreglubill i bilalest- inni framundan, fer allur vindur úr þessum ökuþórum, þeir kunna auðsjáanlega umferðarreglurnar og láta af riddaraganginum. Gæta verður þess, að þeir sem aka riddaragang telja sig illa hefta af of hægri umferð; þar hafa þeir rétt fyrir sér, þvi að sila- keppir eru á báðum akreinunum. Það sem gera þarf er að venja þá hægfara afvinstriakreininni. Það' mun vart takast nema unnið verði samtimis að eftirfarandi atrið- um: Brýnt verði fyrir fólki að velja akstursleið, og ákveða leið- ina götu fyrir götu áður en lagt er af stað, og ákveða þá einnig hrað- ann i aðalatriðum og þá um leiö hvort hægri eða vinstri akrein verði ekin. Ariðandi er að allir taki tillit til stefnuljósa. 1 þriðja lagi þarf að hækka leyfilegan há- markshraða á megin vegum (ekki i ibúðarhverfum), svo að hámarksákvæði hafi raungildi. Reykjavik er vart farin endi- marka á milli, án þess að sjá ákeyrslu eða koma á ákeyrslu- stað. Stundum eru bilarnir klessukeyrðir eða á hvolfi um há- bjartan dag, en oftar er þó um hliðaskrap eöa aftanákeyrslur að ræða. Tryggingafélögin fá skelli en meiri hlutinn lendir þó liklega á bifreiðaeigendunum sjálfum. Eigi veit ég gjörla um hlutfallið þar á milli. Miklabraut og Réttarholtsvegur Lagt er i koslnaðarsamár vega- framkvæmdir, sem ættu að draga úr umferðaróhöppum, t.d. vega- brúin mikla á mörkum Miklu- brautar og Vesturlandsvegar inn undir Elliðaám, þar sem Reykja- nesbraut/Elliðaárvogi er hleypt undir Miklubraut. En hér kemur ólánið berlega i ljós. Það er sam- bandsleysið á milli almennings og þeirra sem sjá um umferðarmálin. Þarna er dýrt og glæsilegt mann- virki látið standa hálfkarað. Aö- eins nokkur hluti þess er tekinn i notkun. Almenningi er ekki kennt að nota það, eða réttara sagt ekki vaninn á að nota það rétt. Þarna eru umferðarreglur brotnar, jafn- vel snúið við undir brúnni. Al- gengasta villan er þó sú, að þeir sem koma Vesturlandsveg, þ.e.a.s. að austan,og ætla að taka Reykjanesveg spara sér að aka yfir brúna, heldur beygja útaf til hægri áður en að brúnni er komið, þar sem stendur Elliðaárvogur Sundahöfn. Þessi villa leiðir ein- faldlega til þess, að viðkomandi lendir i timatöf og eykur slysa- hættu, þareð hann verður að þvera tvær akreinar Elliðaárvog- ar, áður en hann getur sveigt und- ir brúna. Væri ekki tilvalið að láta unglinga úr skólum halda þarna vörð og leiðbeina með ljúfu hugarfari? Hér er um að ræða mannvirki framtiðarinnar og áriðandi að borin sé virðing fyrir þeim, en ekki alinn upp stór stokkur sem notar þau skakkt. Það ungur nemur gamall tekur. Þetta dýra mannvirki er af um- ferðaryfirvöldum ef til vill ekki talið svo mikils virði.að ástæöa sé til að nota það að ráði, og hvað þá að leggja sig fram um að nota það rétt. Ég segi þetta, sökum þess að i næsta nágrenni við þessa miklu vegabrú, og einmitt i sömu mund og komið var að opnun hennar, var Réttarholtsvegur framlengd- ur til þverunar yfir Miklubraut, og þannig komið upp alvarlegum slysagatnamótum að óþörfu, þvi að skammt er hvort heldur að brúnni eða á umferðarljósin Miklabcaut/Grensásvegur. Hafi bifreiðavágryggingafélögin beðið að taka frá sér þennan kaleik hef- ur verið hljótt um það. Vega- framkvæmdin veldur töfum á Suðurlandsbraut, Miklubraut og Sogavegi, mest munar um það, hve hún dregur úr flutningsaf- köstum Miklubrautar, nóg var þar áður að gert. Slik vinnubrögð skipulags- og framkvæmdavalds, sem þessi.eru staðleg. Auk þess sem þau eru peningasóun, bjóða þau virðingarleysi heim. Væri nú rétt aö athuga vega- mannvirki annars staðar, t.d. hvernig Kársnesbraut i Kópavogi er ambögulega tengd við nýju mannvirkin þar. Astæðulaust er að flytja sig svo langt, heldur lita á gatnamót Réttarholtsvegar og Sogavegar. Það gegnir reyndar furðu, að umferð á Sogavegi skuli hafa biðskyldu gagnvart umferð á Réttarholtsvegi, þar eð brekkan milli Miklubrautar og Sogavegar veldur þvi, að þeir sem aka Soga- veginn sjá ekki lágreistar bifreið- ar, sem koma upp Réttarholts- veginn.fyrr en þær geysast upp á Sogaveginn og þá i aðalbrautar- réttindum, sem fyrr segir. Þann- ig mætti lengi rekja og benda á vegamannvirki, sem yfirvöld þurfa að taka til athugunar út frá öryggissjónarmiði. Ökukennsla og ungmenni A siðari árum hefur það verið áberandi, hve ungir ökumenn hafa valdið mörgum umferðar- óhöppum og alvarlegum slysum; keyrir þar úr hófi fram. Vafalitið hafa ungir ökumenn að öðru jöfnu sjón, athyglisgáfu og viðbragðs- hraða I góðu lagi, svo að þess vegna ættu þeir ekki að valda um- ferðarslysum. Hver einstakiingur lærir strax á barnsaldri að skynja hálkubletti og með þá reynslu og þekkingu sezt hann undir stýri. Sigurjón Rist Að ná leikni i meðferð bils nú- timans er vart nokkrum ofraun að nema, og er ekkert til að státa af. En eitthvað er að. Of mikið sjálfstraust eða hvað? Ráðandi kæruleysi liðandi stundar sljóvg- ar hinn unga ökumann. Aksturs- grobbsögur eldri félaga og kunm ingja ,,.....druslan orkaði ekki meira......” hafa slæm áhrif. Ég tel liklegt að ökukennarar ráði við mekaniska-þáttinn, en e.t.v. er einhver meinbugur á siðgæðis- legri tamningu, ekki skal ég dæma. Fróðlegt væri að sjá skýrslu um frá hvaða kennurum óhappaökumenn koma. Heilagar kýr Fyrir nokkrum árum kynntist ég starfsemi bifreiðatryggingafé- laganna allnáið. Bifreið, sem Jöklarannsóknafélag Islands átti, var stolið úr læstu verkstæöis- porti og nær gereyðilögð. Ég hafði með fjárreiður félagsins að gera. Vátryggingafélög og lögregla höfðu málið til meðferðar. Það undarlega kom i ljós, að slegin var einskonar skjaldborg utan um bilaþjófinn, við honum mátti ekki blaka. Svar hjá vátrygginga- félagi og lögreglu var á sömu lund: Af þessum piltum er ekkert að hafa. Og hann hélt áfram eins og ekkert hafði iskorizt að ausa peningum rikulega i skemmtana- lifi borgarinnar. Heilræði vá- tryggingafélagsins var þetta: ,,Maður er aldrei óhultur fyrir svona peyjum, það er áriðandi að hafa bifreiðarnar i kaskó”. Hugsandi menn hvarvetna á landinu taki höndum saman i raunsærri baráttu móti bifreiða- slysum og bilastuldi. Frá blaðamannafundi með aðalritara Sameinuðu þjóðanna Þetta er ekki auðveld spurning — og svarið er ekki einfalt Kurt Waldheim, aöalrit- ari Sameinuðu þjóöanna, hafði innan við sólarhrings viðdvöl á islandi. Á. þessum tæplega sólarhring kom aðalritarinn víða; hann sat boð forseta islands, dr. Kristjáns Eldjárns, fór á Þingvöll og sat boð forsæt- isráðherra i Valhöll, átti á Kurt Waldheim laugardagsmorguninn við- ræðurvið forsætis- og utan- ríkisráðherra og utanríkis- málanefnd alþingis,og síð- degis á laugardag, rétt áð- ur en aðalritarinn hélt áleiðis til New York, hélt hann fund með frétta- mönnum i ráðherrabú- staðnum. Waldheim virtist ekkert þreytt- ur eftir Norðurlandaferð sina á fundinum með fréttamönnum á laugardaginn, en Island var sið- asti viðkomustaður aðalritarans á ferð hans um Norðurlöndin. Hingað kom hann frá Osló. Aðal- ritarinn var greinilega þjálfaður i að svara spurningum frétta- manna og hann virtist eiga auð- velt með að koma sér hjá þvi að svara óþægilegum spurningum sem að sjálfsögðu snerust einna helzt um landhelgismálið — hvað aðalritarinn segði um afstöðu Breta — hvað hann segði um af- stöðu Islendinga. Það var vand- ratað meðalhófið og engan má móðga, en Kurt Waldheim kann aðferðirnar. Þetta ber þó ekki að skilja svo að aðalritarinn hafi reynt að snúa sig út úr öllum spurningum, flestum svaraði hann greiölega. 1 upphafi blaöamannafundarins greindi hann frá þvi aö hann væri ánægður með aö hafa fengið tæki- færi til að ræða við islenzka ráða- menn. Heimsóknir aðalritarans til aðildarrikjanna styrktu tengsl samtakanna við aðildarlöndin og þar með samtökin sem slik og starf þeirra. Hann kvaðst hafa átt snarpar viðræður við islenzku rikisstjórnina um morguninn. Hefði verið rætt um vandamálin i löndunum fyrir botni Miðjarðar- hafsins, um Indókina, um Kýpur- deiluna, um ástandið i Suður-Af- riku o.fl. Þá hefði verið rætt um fiskveiðivandamál Islendinga. Kvaðst aðalritarinn hafa mikinn skilning á þeim vandamálum. Fiskveiðar eru undirstaða is- lenzks þjóðarbúskapar og skipa öndvegi i lifi þjóðarinnar og ég vona, sagði Waldheim ennfrem- ur, að viðunandi lausn fáist á vandamálinu. Minnti aðalritarinn i þessu sambandi á hafréttarráö- stefnuna i Chile 1974 og undirbún- ingsfundinn i New York i nóvem- ber i haust. Blaðamenn fengu nú að koma að spurningum sinum. Spurt var hvort aðalritarinn væri valda- mikill maður. Aðalritarinn kvaðst ekki geta svarað þessari spurningu bei'nt — aðalatriðið væri hvort Sameinuðu þjóðirnar væru sterkar sem samtök eða ekki. SÞ hafa ekki fram- kvæmdavald, en við getum notað okkar aðferðir til þess að semja við rikisstjórnir. Aðalritarinn getur einkum oröið að liði meö tvennum hætti: I fyrsta lagi með þvi að koma fram opinberlega, með yfirlýsingum um mannúðar- mál eða um pólitisk vandamál. 1 öðru lagi getur aðalritarinn notaö „hljóðlátt diplómati” eða þá beint frumkvæði. Hann verður með þvi sem við köllum á minu máli „Fingerspitzengefilhl” að meta hvora leiðina á að fara. Sem dæmi um beint frumkvæði aðal- ritarans nefndi Waldheim þaö er hann hafði forustu um tillögu- flutning á þingi SÞ um aðgerðir gegn ofbeldisaðgerðum. Um hina aðferðina — „hljóðlátt diplómati” — nefndi Waldheim viöræðu sina við ráðamenn i Bangla Desh, Pakistan og Indlandi um fanga- skipti. En, sagði Waldheim, Sam- einuðu þjóðunum er bannaö aö blanda sér i innri málefni. Þar eru takmörkin. Hann var þessu næst spurður hvort hann teldi að stórveldin reyndu um of aö sniðganga Sam- einuðu þjóðirnar. Þessari spurn- ingu svaraði hann afdráttarlaust játandi. Hann kvaðst þó ekki hafa á móti tvihliða eða þrihliða við- ræðum, en Sameinuðu þjóðirnar gætu bætt við þann árangur sem næðist með slikum viðræðum. A siðustu árum hefur verið sivax - andi tilheniging til samstarfs og það voru Sameinuðu þjóðirnar sem ruddu brautina fyrir bein samskipti stórveldanna. Þá var aðalritarinn spurður um þróunarlöndin og lifskjörin þar. Kvað hann bilið milli fátækra og rikra fara vaxandi i heiminum, en ekki vildi hann fallast á að slikt hefði út af fyrir sig ófriðarhættu i för með sér. Þá var enn spurt um landhelg- ismálið og að þessu sinni hvað hann vildi um það segja ef þjóð vildi ekki leggja mál sin fyrir al- þjóðadómstólinn i Haag. Hann svaraði: Það er ekki unnt að neyða neinn þann til að leggja mál sin fyrir Alþjóðadómstólinn sem ekki hef- ur fullgilt samninginn um dóm- stólinn. Gerðu íslendingar rétt i þvi að færa landhelgina út einhliða? Waldheim: Þetta er ekki auð- veld spurning og svarið er ekki einfalt. Ég skil alveg að fiskveið- ar hafa úrslitaþýðingu i islenzk- um þjóðarbúskap. Hér er tak- markaður landbúnaður og þvi er fiskurinn grundvöllurinn. Fiskur- inn fer minnkandi og i þvi ljósi verður að skoða afstöðu tslend- inga. Við vonum að hafréttarráð- stefnan leggi grundvöllin að við- unandi lausn. Spurt var hvort ekki væri öm- urlegt að horfa upp á misréttið i heiminum, fátækt og hungur, og geta litið gert. Það er vissulega dapurleg til- finning, sagði aðalritarinn. Vest- urlandabúar mega ekki gleyma þvi að 2/3 hlutar ibúa heimsins búa við hungur og fátækt og það er byrði á sálinni að horfa upp á þetta. En við getum ýmislegt gert og heimurinn væri verri i dag ef Saminuðu þjóðanna hefði ekki notið við. Það er meðal annars fyrir tilstyrk þeirra að Afrikurik- in hafa öðlazt sjálfstæði. Enn var spurt um landhelgis- málið. Að þessu sinni er á ferðinni blaðamaður frá brezku dagblaði og spyr: Skilur aðalritarinn af- stöðu Breta til landhelgismáls- ins? Aðalritarinn komst i sýnilegan vanda og svaraöi eilthvað á þá leið að hann vildi ekki blanda sér i brezk málefni eða þessa hlið deilumálsins. Þá var hann spurð- ur hvort hann teldi ekki að niður- staða Alþjóðadómstólsins i fyrra um að Bretar mættu veiða hér við land 170 þús. tonn hefði spillt samningamöguleikum. Ég blanda mér ekki i lögfræði- leg vandamál, sagöi Waldheim. Ég hef heldur ekki forsendur til að meta afstöðu dómsins. Loks var aðalritarinn spurður hversu væri farið hlutverki smá- þjóðanna innan Sameinuðu þjóð- anna með tilliti til hættunnar á þvi að stórveldin yrðu sifellt meira áberandi. Aðalritarinn sagði að hlutverk smáþjóðanna væri þýðingarmik- ið. Þær sköpuðu jafnvægi við stórveldin. Kvaðst hann tala af reynslu þvi hann hefði lengi verið fulltrúi lands sins hjá SÞ.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.