Þjóðviljinn - 15.05.1973, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 15.05.1973, Blaðsíða 6
6 StÐA — ÞJÖÐVILJlNrt Þriðjudagur 15. maí 1973 MÚÐVHHNN MALGAGN SÓSIALISMA, VERKALÝÐSHREYFINGAR OG ÞJÓÐFRELSIS Ctgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans Framkvæmdastjéri: Eiöur Bergmann Ritstjórar: Kjartan ólafsson Svavar Gestsson (áb.) Auglýsingastjóri: Heimir Ingimarsson Ritstjórn, afgreiösla, auglýsingar: Skólav.st. 19. Simi 17500 (5 linur). Askriftarverö kr. 300.00 á mánuöi. Lausasöluverö kr. 18.00. Prentun: Blaöaprent h.f. BRETINN AÐ GEFA SIG Þjóðviljinn hefur jafnan haldið þvi fram i landhelgismálinu að almenningur i Bret- landi væri alls ekki andsnúinn viðhorfum íslendinga og hefði mikill hluti Breta full- an skilning á afstöðu okkar i landhelgis- málinu og þeim þörfum sem liggja til grundvallar við útfærslu landhelgismark- anna. Þjóðviljinn hefur jafnan bent á jafn- framt, að fjandsamleg skrif i brezk blöð og okkur andsnúin viðhorf i Bretlandi væru fyrst og fremst runnin undan rifjum brezka útgerðarauðvaldsins sem reyndi hvað það gæti til þess að tryggja sér áframhaldandi aðstöðu til fiskveiða við Is- land. * Framan af landhelgisdeilunni var það lika svo, að sjónarmið útgerðarauðvalds- ins máttu sin mikils i brezkumblöðum,það var raunar viðburður að sjá önnur við- horf. En þróunin hefur verið okkur hag- stæð og núorðið má það heita daglegur viðburður að brezku blöðin birti eftir les- endur sina eða blaðagreinar sem eru jákvæðar islenzkum málstað. Á föstudag birtist til dæmis i Daily Mirror grein eftir þekktan forustumann i Verkamanna- flokknum, Woodrow Wyatt, sem lýsir þvi yfir að hann standi með íslendingum. Þá má minna á og þakka ágætt framlag Ted Willis lávarðar. Og nýjustu tiðindin sem Þjóðviljinn segir frá i dag er stofnun sam- takanna „Friends of Iceland” — tslands- vinir. Þessi samtök hafa þegar haft sam- band við stúdentafélögin i öllum háskólum Bretlands og hafa mætt þar miklum skiln- ingi. Forustumenn samtakanna — einkum i Birmingham — hafa skrifað blaðagrein- ar og lesendabréf i dagblöðin sem hafa vakið verðskuldaða athygli og eru nú farin að bera mikinn árangur. Þannig kom það á daginn þegar Yorkshire Television i Leeds, sem er aðalsjónvarpsstöðin á fiski- mannasvæðum Bretlands, gerði könnun á viðhorfum manna til landhelgismálsins að helmingur aðspurðra lýsti stuðningi eða skilningi á afstöðu íslendinga. Þessi stað- reynd sýnir að við erum að ná geysilegum árangri. Vissulega er góður málstaður og rétt stefna þýðingarmesta orsök þeirrar breytingar sem nú er að verða vart i Bret- landi — en hinu má ekki gleyma að við eigum þúsundir vina i Bretlandi sem vinna ötullega að þvi að verða okkur að sem beztu liði. Og ekki má heldur gleyma þvi, að íslendingar hafa sjálfir unnið mjög mikið og gott kynningarstarf á okkar mál- stað — einmitt i Bretlandi. Og allt bendir lika til þess að Bretar séu að gefa sig. Þeir gefa hverja tauga- veiklunaryfirlýsinguna eftir aðra um að þeir ætli að senda flotann o.s.frv. En á sama tima berast fegnir um það að brezku sjómennirnir séu að gefast upp á þvi að fiska i umsátri islenzku varðskipanna, og um það berast lika fegnir sem liklega hafa átt að fara hljótt að eitt brezka togaraút- gerðarfyrirtækið sé nú að reyna að selja tvo stóra togara til úthafsveiða, sem eru i smiðum i Póllandi. Er fátt skýrara um uppgjöf Bretanna en einmitt þetta dæmi. Nú þarf islenzka þjóðin að gera sér grein fyrir þvi að með sameinuðu átaki vinnum við deiluna við Breta. Með sam- einuðu átaki landsmanna gefast Bretar smám saman upp, og það er engin ástæða til þess að hrasa að bráðræðissamningum við brezku stjórnina — eins og islenzka stjórnarandstaðanhefur raunar lagt til. Við eigum nú þvert á móti — fullvissir um styrk okkar og samtakamátt — að segja Bretum skýrt og skorinort að við munum aldrei verðlauna þá fyrir ofbeldið og veiði- þjófnaðinn með öðru en meiri hörku, sterkari samstöðu. Það eru svör sem brezka útgerðarauðvaldið skilur — og almenningur i Bretlandi mun hjálpa ofstækismönnunum til þess að komast i skilning um það. Dagens Nyheter um landhelgismálið Munu Svíar styoja okkur? ráöstefnunni og segir: „tslenzka stjórnin hefur fleiri tromp á hend- inni. Engar reglur um fiskveiði i höfunum sem njóta alþjóölegrar viöurkenningar eru til i dag. En margir eru þeirrar skoöunar að á hafréttarráöstefnunni sem halda á næsta ár hljóti 50 milna fisk- veiðimörkin viöurkenningu aö minnsta kosti hvað varðar þróun- arlöndin og önnur lond sem búa viö sérstæöar aðstæður. Eftir öllu aö dæma hlýtur Island aö falla undir seinni flokk — og það hefur ma. veriö gefiö fremur opinskátt i skyn af hálfu Svia. Séö i þessu ljósi er ákvörðun Islendinga um aö færa út landhelgi sina hvorki marklaus né einstæö (nokkur Suöur-Amerikuriki hafa þegar Framhald á bls. 15. Þá hlógu Islendingar Sjónvarpsþáttur í Bretlandi um landhelgismálið: Sænkska blaðið Dagens Nyhet- er fjallaöi i siöustu viku um land- helgisdeiluna I forystugrein. Þar er reynt aö meta stööuna eftir aö samningaviöræöurnar fóru út um þúfur á dögunum. Einnig reynir höfundurinn aö gera sér grein fyrir styrkleika Breta og íslend- inga gagnvart hafréttarráðstefn- unni sem halda á á næsta ári. Greinarhöfundur hefur mál sitt á að vitna i brezka blaöiö The Guardian þar sem segir aö Is- lendingar séu Noröuriandabúa rikastir af góöum dyggöum og er gestrisni þar efst á blaöi. En siö- art segir blaöiö aö ef viö sýnum ekki af okkur heilbrigöa skyn- semi sé listinn yfir dyggöirnar ófullkominn. En „samtfmis” segir i leiöar- anum „stóö brezki utanrikisráð- herrann i ræöustól neöri deildar og haföi uppi mikiar hótanir um hernaöarihlutun i þorskastriöinu viö Islandsstrendur. Hótanirnar báru litinn keim af heilbrigðri skynsemi. Þvert á móti gáfu þær góöa mynd af þeim biturleika sem einkennir samband Nató- bræðraþjóöanna Englands og ts- lands — ekki sizt nú eftir að siö- ustu samnmgaviðræöur enduöu með gagnkvæmum ásökunum um litinn samningsvilja.” Greinarhöfundur rekur siöan skilyrði aöila fyrir samningum og segir aö báöir aöilar viröist nú standa fastar á sinum kröfum en um langt skeiö. „Það er algerlega út i hött” segir greinarhöfundur „aö tala um heilbrigða skynsemi eöa lé- legan samningsvilja. Deilan snýst um hvorugan hlutinn. Það sem máli skiptir er aö Islending- ar hafa lýst þvi yfir skýrt og skor- inort að þeir hyggist tryggja efnahagslega framtið sina.” A eftir fylgir stutt úttekt á mikil- vægi fiskveiða fyrir íslendinga og aö efnahagsgrundvelli okkar sé ógnaö meö ofveiði. „Þetta hefur mas. veriö viöur- kennt af Bretum sjálfum. Þess vegna er meiri ögrun fólgin i hljómmiklum hótunum Alec Douglas Homes.” Hótanir utan- rikisráðherrans skýrir leiðara- höfundur meö ásökunum um aö- geröarleysi frá James Callaghan sem er utanrikisráöherra skuggastjórnar Verkamanna- flokksins. Þá snýr hann sér aö hafréttar- Jónas Arnason alþingismaöur er nú staddur i London, en hann er á leiö til Strassbourg, þar sem hann mun sitja þingmannaráð- stefnu ásamt fleiri islenzkum al- þingismönnum . Blaöamaður Þjóöviljans ræddi viö Jónas i gær. Hann skyröi frá þvi aö i fyrra- dag hefði veriö sendur út þáttur hjá London Weekend Television um landhelgismáliö. Þetta var umræöuþáttur sem tekinn var upp hér á landi aöfaranótt laug- ardagsins i bækistöðvum sjón- varpsins isienzka. 1 þættinum komu fram fjölmargir islending- ar og tveir Bretar. Þeir sem sáu þáttinn i sjónvarpinu á sunnudag voru á einu máli um aö afstaða Islendinga heföi komið mjög ein- dregið i ljós sem einkenndist af hörku og einurö. Stjórnendur þáttarins könnuöu meöal Islend- inganna hvaö þeir heföu aö segja um samninga viö Breta. Kom þaö fram hjá meirihluta islenzku þátttakendanna aö ekkert ætti aö semja viö Bretana nema þeir hypjuöu sig út úr landhelginni. Is- lendingarnir voru spuröirhvort þeir yröu hræddir ef brezki flotinn kæmi til skjalanna. Hópurinn svaraði þessari spurningu meö hlátri einum og vöktu þau við- brögö athygli Bretanna. Meöal þeirra sem fram komu i þættinum voru alþingismennirnir Jónas Arnason, Benedikt Grön- dal, Ellert B. Schram og Jón Skaftason. Þá voru þarna nafn- kunnir islenzkir skipstjórar eins og Auðunn Auðunsson. Þátturinn tókst i alla staði mjög vel. Tók hann um hálfa klukku- stund I útsendingu. Kröfur leiðarahöfundar Suðurnesjatíðinda: Pétur sjóliðsforingi verði látinn víkja! Blaöiö Suöurnesjatiöindi i Keflavik skrifar haröoröan leiöara siöasta föstudag i til- efni greinar Stefáns Jónssonar sem birtist I Þjóöviljanum fyrir skömmu. Krefst leiöarahöfundur þess aö Pétri Sigurössyni sjóliös- foringja veröi vikið úr embætti yfirmanns Landhelg- isgæzlunnar og ýtarleg rann- sókn gerö I málefmum gæzl- unnar. Fer leiöarinn hér á eftir: Landhelgisgæzlan hefur aö undanförnu verið mikið i frétt- um, sem eðlilegt er, og jafn- framt hefur mikið veriö rætt um framkvæmd hennar. Eins og eölilegt er, eru menn ekki á einu máli um hvernig fram- kvæma eigi þessa hluti, en langflestir hafa taliö hafið yfir allan grun, að það sem væri gert, væri gert af fullkomnum heilindum af hálfu ráðamanna gæzlunnar. Þvi kom bréf Stefáns Jónssonar til æösta yfirmanns landhelgisgæzlunn- ar, forsætisráöherra meö öll- um þeim alvarlegu ásökunum, eins og þruma úr heiðskiru lofti. Það hlýtur að vera siöferöi- leg skylda ráðamanna, aö láta rannsókn fara fram á staöhæf- ingum Stefáns, og ef þær eru réttar, þá getur ekki verið stætt á þvi aö forstjóri gæzl- unnar sitji áfram, eftir jafn alvarleg mistök i starfi og full- yrt er um i nefndu bréfi. Þegar verið var að skrifa þetta kom nýjasta tilleggiö i þessu máli, sem virðist renna styrkari stoöum undir skoðan- ir og ásakanir Stefáns, er fundur skipherra landhelgis- gæzlunnar, þar sem þeir kvarta um sömu hluti og Stefán talar um, aö málsvarar landhelgisgæzlunnar tali ekki þeirra máli, og aö skipin séu ekki þannig búin, aö þeim sé gert mögulegt að taka togara. Eftir þetta, bæöi bréfiö og fund skipherranna, verður dómsmálaráðherra aö láta fara fram opinbera rannsókn og jafnframt að vikja for- stjóra landhelgisgæzlunnar úr starfi á meðan á rannsókn stendur.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.