Þjóðviljinn - 15.05.1973, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 15.05.1973, Blaðsíða 15
Þriðjudagur 15. mai 1973 ÞJÓÐVILJINN — SIDA 15 ÍSAL Framhald af 1 Þjóðviljanum hefur borizt árs- skýrsla Islenzka álfélagsins hf. — ISALs — fyrir árið 1972 og er hún á enskri tungu aö venju. Framleiðslugeta ISALs hefði getað mest verið um 50 þúsund tonn af hrááli á árinu. Framleidd voru 45,6 þúsund tonn af fljótandi áli, en 45,5 þúsund tonn af storkn- uðu áli, til jafnra helminga stang- ir og plötur. Arið 1971 var fram- leiðslugetan 44 þúsund tonn, en framleiðslan var þá 41 þúsund tonn af storknuðu hrááli. Arið 1972 tókst að selja 55,4 þús- und tonn (1971: 34 þús.), en raun- verulega útflutt hráál nam 59,2 þúsund tonnum (1971: 16,7 þús.). Birgðasöfnun hefur verið gifur- leg undanfarin misseri af óseldu en þó einkum óafgreiddu áli vegna þrenginga á markaðinum. Þrátt fyrir stóra einokunarhringa i álframleiðslu er álmarkaður auðvaldslandanna skipulagslaus, og koma þvi öðru hverju offram- leiðslukreppur. Við þessa offram- leiðslukreppu hefur ISAL orðið áþreifanlega vart að undanförnu, en svo virðist sem nú sé aðeins tekið að ganga á birgðir aftur. Andvirði seldrar framleiðslu- vöru frá ISAL nam á árinu 1972 2,4 miljörðum króna, 900 miljón- um meira en 1971. Er þá búið að draga frá 2,2% af brúttótekjum af sölu á áli framleiddu i bræðslunni og einnig 1,5% af sölureiknings- verði alls áls sem afgreitt er frá bræðslunni. Fer þetta hvort tveggja beint til „móðurfélags- ins”, ALUSUISSE. 1 árslok 1972 unnu 534 menn hjá álbræðslunni i Straumsvik, hundraði meira en um næstu ára- mót áður. 426 voru verkamenn, en 108 manns i flokki skrifstofufólks. Hafði þeim siðarnefndu fækkað um 9 frá árinu áður. A árinu 1972 tók ISAL 2 miljónir dollara að láni hjá fjármálafyrir- tækinu ALINTER, en árið áður hefði ISAL fengið 16 miljónir hjá sama fyrirtæki. Eru þetta um 1,700 miljónir islenzkra króna, en ALINTER er — eins og ÍSAL — að öllu leyti eign ALUSUISSE og hefur aðsetur i hollenzkri nýlendu i Suður-Ameríku. Á árinu var lokið við þriðja á- fanga bræðslunnar og 120 ker til viðbótar tekin i notkun 27. október 1972. Þar með er hámarksaf- kastageta orðin 77 þúsund tonn hrááls á ári. Kostnaður við þriðja áfanga er talinn hafa numið 20,6 miljónum dollara, einni og hálfri miljón dollara undir kostnaðar- áætlun. Inni i þessum kostnaðar- tölum er 10% álag, en það skatt- gjald gengur beint til ALUSU- ISSE, sem þóknun fyrir þjónustu, tækni og sérhæfða þekkingu við hönnun og byggingu. Nemur það tæpum 200 miljónum króna á þriðja áfanga einum. Hluti af stærri heild Til viðbótar framansögðu um hinar ýmsu tekjur sem ALUSU- ISSE hefur af dótturfyrirtæki sinu ISAL verður að taka það fram, að hráefnin sem unnin eru i Straumsvik munu öll koma frá verksmiðjum i eigu ALUSUISSE, og fyrirtæki á vegum hringsins eru aðalkaupendur á framleiðslu- vörum ISALs. Enda eru 95% af hrááli, sem framleitt er i bræðsl- um hringsins, fullunniö i öðrum verksmiðjum hans. Islendingum er með lögum bannað að eiga hlutabréf i Is- lenzka álfélaginu hf., en i stjórn þess sitja ásamt tveim Svisslend- ingum 5 íslendingar, þeir Halldór H. Jónsson arkitekt, Gunnar J. Friðriksson iðnrekandi og Sigurð- ur Halldórsson verkfræðingur til- nefndir af ALUSUISSE og Ingi R. Helgason lögfræðingur og Kjart- an Jóhannsson verkfræðingur til- nefndir af rikisstjórninni. 12% aröur er illa gengur Þjóðviljanum hafa einnig borizt yfirlit yfir rekstur ALUSUISSE frá sl. ári. Nettðhagnaður móður- félagsins og 72ja dótturfélaga, sem ALUSUISSE á að meira en helmingi, nam 52 miljónum franka, 1,3 miljarði króna. Starfs- menn voru 24 þúsund, en þrir fjórðu starfseminnar fer fram ut- an Svisslands. ALUSUISSE á hlut i 53 öðrum félögum en þeim framangreindu. Arðgreiðslur ALUSUISSE námu 12% á hlutafé, sama og árið áður, en þær höfðu verið i 18% þar á undan. Álbræðslur i auðvaldsheimin- um gengu i fyrra til jafnaðar með 85% afköstum, en hjá ALUSU- ISSE með 76% afköstum, og nam framleiðslan á hrááli hjá hringn- um 362 þús. tonnum. Emanuel Meyer stjórnarfor- maður og aðalframkvæmdastjóri ALUSUISSE sagði i ávarpi á árs- fundi hringsins i vor, að árið 1972 hafi verið sérstakt erfiöleikaár i sögu áframleiðslunnar. Um reksturinn i Straumsvik sagði hann þetta: ,,Við erum ánægðir með bræðsluna okkar á Islandij en hnuggnir yfir tekjum hennar. Hvað snertir hugsanlega stækkun i framtiðinni erum við að hugsa um samlag með islenzku rikis- stjórninni. Bræðslan i Straumsvik veitir fjölda flóttamanna frá Vestmannaeyjum atvinnu. . .”. hj— Akstursstefna Framhald af bls. 4. sérstaklega blindgötur svo sem bæjarstjórn Kópavogs hefur gert til mikillar fyrir- myndar. I framhaldi af þessu ætti að endurskoða, hvort ekki ætti að færa hámarkshraða upp til samræmis við aksturs- venjur alls þorra fólks á venjulegum umferðargötum og þá jafnframt að bæta eftir- lit með þvi að ekki sé farið yfir hámarkshraða. Þakkir eru færðar borgaryf- irvöldum fyrir að nú klæðast gatnagerðarmenn litklæðum við vinnu sina og eru greini- lega sýnilegir ökumönnum þótt i slæmu skyggni og dimmviðri sé, en samþykktir um úrbætur i þessum efnum hafa verið gerðar á fyrri aðal- fundum Reykjavikurdeildar BFO. 1 framhaldi af þessu þyrfti að stuðla að breytingu á fatnaði löggæzlumanna við umferðarstjórn, en þá er oft mjög erfitt að sjá, svart- klædda á miðri akbrautinni við þau störf. Fundurinn skorar á borgar- yfirvöld að stórauka framlag til Umferðarráðs, enda verði að telja þvi fé mjög vel varið, sem þangað er beint. Umferðarráði er og þakkað það átak, sem gert hefur verið til að fá ökumenn til að aka með ökuljósum i slæmu skyggni, en samþykktir um úrbætur i þessum efnum hafa verið gerðar á fyrri aðalfund- um Reykjavikurdeildar BFÖ. Aðalfundur Reykjavikur- deildar Bindindisfélags öku- manna haldinn 29. marz 1973 beinir þeirri áskorun til veit- ingamanna, að þeir framfylgi 10. mgr. 26. gr. umferðarlaga, þar sem segir: „Þegar maður hefur neytt áfengis á opinber- um veitingastað og veitinga- maður eða þjónar hans vita, eða hafa ástæðu til að ætla, að hann muni verða brotlegur við framangreind ákvæði, ber þeim að gera það sem unnt er til að hindra brotið, þar á með- al aö gera lögreglunni við- vart.” Aðalfundur Reykjavikur- deildar BFO haldinn 29. marz 1973 samþykkir að beina þvi til Borgaryfirvalda að nú þegar verði skipuð nefnd til þess að rannsaka, aö hve miklu leyti nagladekk, salt og þungar bif- reiðir eiga þátt i skemmdum gatna borgarinnar og verði BFÖ gefinn kostur á þvi að til- nefna mann i nefnd þessa. Aðalfundur Reykjavikur- deildar BFÖ 1973 vill beina þeim tilmælum til ráðamanna sjónvarps að stóraukin verði öll fræðsla i sjónvarpinu um umferö og umferðarmál til dæmis með þvi að sýna fræðslumyndir um skaðsemi áfengis i sambandi við alla umferð.” Slökkviliðsm. Framhald af bls. 3. 1 stjórn sambandsins voru kosnir eftirtaldir menn. Guð- mundur Haraldsson form. Sigur- jón Kristjánsson varaform. Böðv- ar Amundason gjaldk. Armann Pétursson ritari. Guðmundur Jörundsson f jármálaritari. Hreggviður Guðgeirsson með- stjórnandi Bjarni Eyvindsson meðstjórnandi, Þórhallur Dan Kristjánsson varam. Magnús Guðmundsson varam. Steinar Framhald á bls. 10. 25. minútu, það næsta á 40 minútu og þannig var staðan i leikhléi að IBK hafði skorað 2 mörk. Þriðja markið skoraði svo Steinar á 53. minútu og er það með glæsilegustu mörkum sem gerast. Hann sneri baki að markinu, lyfti boltanum upp og klippti hann svo aftur fyrir sig i blá hornið. Eitt af þessum mörkum sem maður sér einu sinni eða tvisvar á hverju keppnistimabili. Fjórða markið skoraði svo Steinar úr vitaspyrnu á 61. minútu, en Dýri miðvörður FH braut gróflega á Steinari innan vitateigs. Fimmta og siðasta markið skoraði svo Steinar á 87. minútu eftir að ólafur Júliusson hafði skotið að marki en boltinn hrokkið aftur út i teiginn til Steinars sem var ekki lengi að afgreiða hann i netið. Það fer ekkert á milli mála að IBK-liðið hefur sjaldan eða aldrei verið betra en núna og með Steinar i þessu markastuði, Ástráð, Einar og Guðna eins og kletta i vörninni og Grétar Magnússon með allan sinn óskapar dugnað verður IBK-liðið ill sigrandi i sumar, haldist þetta form á liðinu. Að visu var mótspyrnan að þessu sinni ósköp litil en það er sama, IBK-liðið hefur sýnt það i vor að það hefur vart verið sterkara fyrr. FH-liðið virðist svipað skárri liðunum i 2. deild að styrkleika eins og Haukum, Armanni og fleiri liðum. Manni býður i grun að ef liðsmenn gætu svolitið stillt skap sitt og hugsað meira um boltann en manninn þá gæti það leikið sæmilega knatt- spyrnu. 1 þessum leik sýndu margir leikmenn þess hreinan ruddaskap þegar stór tap blasti við og hugsuðu þá alltaf meira um manninn en boltann. Þetta er ljóður á hvaða liði sem er. Innanum i FH-liðinu eru leiknir •einstaklingar sem geta náð langt ef þeir hætta þessari leik- aðferð. Svíar Framhald af bls. 6. fært landhelgi sina út i 200 mil- ur).” Hann bætir þvi við að Natórikin og þá sérstaklega Bandarikin ótt- ist að islenzka stjórnin noti það sem siðasta tromp að reka bandariska herinn úr landi ef ekkert annað dugi til að knésetja Breta. Lokaorð forystugreinarinnar fjalla um stöðuna i innanrikismál um á Islandi. Þar segir að stjórn sú sem nú er við völd hafi unnið siðustu kosningar á þvi að lofa kjósendum 50 milna fiskveiðilög- sögu. „Sviki einhver af þeim þrem flokkum sem aðild éiga að stjórninni þetta kosningaloforö hafi það að öllum likindum i för með sér ekki aðeins fall stjórnar- innar heldur einnig alvarlega kreppu fyrir þann eða þá flokka sem gera sig seka að svikunum.” Bróðir okkar, GUÐJÓN JÓNSSON Lindargötu 62, andaöist 13. maí að heimili sinu. ALFHEIÐUR JÓNA JÓNSDÓTTIR HALLURJÓNSSON V eiðiþ j óf um fjölgar Bæði v-þýzkum og brezkum landhelgisbrjótum hefur fjölgað innan fiskveiðimarkanna frá þvi siðasta talning var gerð af Land- helgisgæzlunni. V-þýzku togararnir halda sig aðallega við Suð-austurland og hefur f jölgað verulega frá siðustu talningu og eru nú um 20. Brezku togararnir eru nær ein- göngu á friðaða svæðinu út af Norð-Austurlandi eða á leiðinni þangað. Þeim hefur einnig fjölg- að frá siðustu talningu og eru nú 46 brezkir togarar innan mark- anna. Svo virðist sem brezkir tog- arar hafi bundizt samtökum um að veiða á friðaða svæðinu út af NA-landi. Er þetta mjög gróft til- tæki og hrein ranyrkja þvi að á svæðinu eru mjög mikilvægar uppeldisstöðvar fisks. Samtals eru þvi 66 landhelgisbrjótar innan markanna. Flestir togaranna hifa strax inn veiðarfærin þegar varð- skipin nálgast þá, og eru þvi ekki allir að veiðum. Þá sá gæzlan i fyrsta skipti rússneskt skip innan markanna. Var það dráttarbáturinn Vladimir, sem lét reka um 15 sjó- milur undan landi við Ingólfs- höfða. —úþ B j arna-menn ekki ákveðnir Eins og kunnugt er hefur B jarni Guðnason lýst nokkurri velþókn- un á tilnefningu fyrrverandi flokksbræðra sinna á Birni Jóns- syni sem ráðherra i stað Hanni- bals Valdimarssonar. Akvörðun um endanleg við- brögð Bjarnaarms SFV verða tekin á fundi stjórnmálanefndar Reykjavikurfélagsins, en ekki hafði verið ákveðið i gær hvenær sá fundur skyldi haldinn. Lagerstaerðir miðað við múrop: Haeð: 210 sm x breidd: 240 sm 210 ' x - 270 sm Adrar stærðir smlðddör eftir beiðni. GLUGGASMIDJAN Siðumúla 12 • ími 38220 Hverfafundir Alþýðubandalagsins í Reykjavík Alþýðubandalagið i Reykja- vik minnir á hverfafundina, sem verið er aö halda fyrir hin ýmsu borgarhverfi. Á dagskrá fundanna er starf og skipulag Alþýðubandalags- ins i Reykjavik og Þjóðviljinn. Fulltrúar frá stjórn Alþýðu- bandalagsins i Reykjavik og frá Þjóðviljanum koma á alla fundina. Fundirnir hefjast allir klukkan 8:30. Næstu fundir eru þessir: Þriðjudagskvöld, 15. mai,i Kaffiteriu Glæsibæjar við Suðurlandsbraut fyrir kjör- hveri'i Langholtsskóla og Árbæjarskóla. Þriðjudagskvöld, 15. mai, að Grettisgötu 3 fyrir kjörhverfi Melaskóla og Miðbæjarskóla. Fyrir kjörhvcrfi Langholtsskóla og Arbæjarskóla, þriðjudagskvöld, 15. mai, I Kaffiteriunni Glæsibæ við Suðurlandsbraut. flf f 1 ■ . i-ii ■ ■■■■■■■■■*■■>/* > ■ ® ® *in I Ht ■ \ * 1. ? * * | Melaskólinn — Miðbæjarskólinn. Hverfafundur 15. mai. kl. 8.30 Félagar, mætið vel og takið með ykkur stuðningsmenn; átaka er þörf. Stjórn Alþýðubandalagsins í Reykjavík.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.