Þjóðviljinn - 24.05.1973, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 24. mal 1973
Valborg Sigurbardóttir skólastjóri
flytur skólaslitaávarp sitt.
Frá skólaslitum Fósturskóla Sumargjafar sl. laugardag
mwm. : IIKp 1 ■ ;\ \;: ■ v II
\ i ■8, ’■ Mfj, •>' l\í
J mm -Xk % \
I tSm ;®§Œ
; Jr wPrnPpw jK' j . m
H| fÉÖsrf' WBshtgSísW " WgM JRk
■ II || | • j
iwaSa^R IhÍIHH JBHI Hji Jftl k, fc( UttJ: MBB ■'S' fif Jl
m N8f Æ
F ósturskólanum
Sumargjöf hœttir rekstri hans og ríkið tekur við
Fósturskóla Sumargjafar var
sagt upp laugardaginn 19. mai, sl.
I Atthagasal llótel Sögu. Braut-
skrábar voru 29 fóstrur. Kr þetta i
sibasta sinn sem Fósturskóli
Sumargjafar brautskráir
nemendur, þar cb skv. lögum
verbur skólinn rikisskóii þegar
næsta hust undir nafninu Fóstur-
skóli tslands.
Fósturskóli Sumargjafar var
stofnaður 1946 og hefur þvi
starfað I 27 ár. Alls hafa braut-
skráðst frá skólanum 341 fóstra.
Viðstaddir skólaslitaathöfnina
voru m.a. menntamálaráðherra,
Magnús Torfi Ólafsson, og frú,
borgarstjórinn i Reykjavík,
Birgir tsl. Gunnarsson, og frú, ^
stjórn Barnavinafélagsins Sum-
argjafar og fóstrur og forstöðu-
konur barnaheimila i Reykjavik
og nágrenni. Auk þess voru við-
staddir eldri nemendur skólans,
brautskráðir fyrir 25 árum, 20 og
10 árum.
Skólastjóri gaf stutt yfirlit yfir
starfsemi skólans, en ræddi aðal-
lega um hin nýju lög um Fóstur-
skóla tslands er ganga i gildi n.k.
haust, og þau fyrirheit, er þau lög
gefa um eflingu fóstrumenntunar
og Fósturskólans. Lagði skóla-
stjóri áherzlu á, að byggja þyrfti
viðeigandi húsnæði yfir skólann
hið bráðasta.
Skólastjóri ræddi hin nánu
samskipti Fósturskólans og
Barnavinafélagsins Sumargjafar
\ x>\ _ ■
V'\ i Y 1
STEINSTEYPA
ÚR BEZTU
FÁANLEGU
SJÁVAREFNUM
B.M.VALLÁf
Símar 32563 85833
slitid
á liðnum árum, og lagði áherzlu
á, að þvi samstarfi væri engan
veginn lokið, þótt Fósturskólinn
yröi rikisskóli. Verklega námið
við Fósturskólann hefði að
langmestu leyti farið fram á
barnaheimilum Sumargjafar, og
myndi gera það i framtiðinni.
Þakkaði skólastjóri formanni og
öllu starfsfólki Barnavina-
félagsins Sumargjafar fyrir frá-
bært samstarf á liðnum árum og
vonaði aö það héldist i framtið-
inni.
Siðan fluttu fulltrúar afmælis-
árganganna ávörp, báru fram
þakklæti og árnaðaróskir til
handa Fósturskólanum og færðu
honum góðar gjafir.
Formaður Barnavinafélagsins
Sumargjafar flutti ávarp, rakti
stuttlega tildrög Fósturskóla
Sumargjafar, og ýmislegt úr sögu
hans,og þakkaði skólastjóranum,
frú Valborgu Sigurðardóttur, sem
veriðhefur skólastjóri skólans frá
upphafi, velunnin störf og ágæta
samvinnu á liðnum árum.
Loks afhenti skólastjóri braut-
skráðum nemendum skirteini sin
og ávarpaði þá sérstaklega. Full-
trúi hinna ungu fóstra ávarpaði
skólastjóra og kennara og afhenti
skólastjóranum blómvönd að
skilnaði.
Hæstu einkunn i bóklegu námi
hlaut Maria Ketilsdóttir,
Halldórsstöðum, i Bárðardal. í
verklegu námi hlutu hæstu
einkunn: Anna Sigurðardóttir,
Halldóra Haraldsdóttir, Akur-
eyri, Halldóra Oddsdóttir, Kópa-
vogi, og Guðrún Jónsdóttir,
Keflavik.
Eftirfarandi stúlkur braut-
skráðust: Alda Helgadóttir,
Garðahreppi, Anna Sigurðar-
dóttir, Reykjavik, Anna
Þórarinsdóttir, Eiðar S.-Múla-
sýsla, Dröfn Olafsdóttir,
Reykjavik, Elsa B. Friðjóns-
dóttir, Dalvik, Emilia Möller,
Reykjavik, Guðbjörg Hákonar-
dóttir, Akranesi, Guðrún Jóns-
dóttir, Keflavik, Halldóra
Haraldsdóttir, Akureyri, Hall -
dóraOddsdóttir, Kópavogi, Helga
Alexandersdóttir, Miklaholts-
hreppi, Snæf., Helga Jónasdóttir,
Reykjavik, Helga Guðjónsdóttir,
Reykjavik, Herdis Pétursdóttir,
Isafirði, Inga Björt Vilhjálms-
dóttir, Reykjavik, Ingibjörg
Böðvarsdóttir, Miðfirði V. Hún.
Ingibjörg Eyþórsdóttir, Hvera-
gerði, Kristbjörg Ingvarsdóttir,
Reykjavik, Kristrún Jónasdóttir,
Reykjavik, Kristin ólafsdóttir,
Arnessýslu, Margrét Guðna-
dóttir, Seitjarnarnesi, Margrét
Hannesdóttir, Hafnarfitði, Maria
Ketilsdóttir, Bárðardal, S. Þing.,
Odda Margrét Júlfusdóttir,
Akureyri, Oddfriður Steindórs-
dóttir, Reykjavik, Selma Frið-
riksdóttir, Súðavik, N. ís., Sigrún
Hjartardóttir, Svarfaðardal,
Sigurjóna Jóhannesdóttir,
Dalvik, Stefania Eygló Aðal-
steinsdóttir, Hafnarfirði.
LJOÐAÞÝÐINGAR
EFHR YNGVA
JÓHANNESSON
Bókaútgáfan Stafafell
hefur gefið út snoturlega
bók, Ljóðaþýðingar eftir
Yngva Jóhannesson,
sem geymir tæp fimm-
tiu ljóð — fer þar mest
fyrir þýzkum, enskum
og frönskum skáldum.
Frumtexti hvers ljóðs er
birtur andspænis þýð-
ingunni.
Yngvi Jóhannesson, sem þýddi
m.a. Fást Goethes, sem út kom i
fyrra á bók, talar i formála m.a.
um mismunandi möguleika á þvi
að þýða ljóð. Sjálfur virðist
hann helzt fylgja þeim erfiða
kosti að reyna að halda ljóðbún-
ingi frumkvæðisins.
Mörg stórmenni ljóðlistar eru
saman komin i þessa bók. Frakk-
arnir Baudelaire og Verlaine,
Þjóðverjarnir Goethe, Schiller,
Rilke og Heine. Bretarnir Shell-
ey, Swinburne — og mörg ágæt
nöfn önnur, þótt minna séu þekkt
— ennfremur Norðurlandamenn,
Indverjar og einn Grikki forn.
FÉLAG mim HUÚMUSTARMANNA
útvegar yður hljóðfœraleikara
og hljómsveitir við hverskonar tœkifœri
Vinsamlegast hringið í 202SS milli kl. 14-17