Þjóðviljinn - 24.05.1973, Blaðsíða 13
Eftir Whit Masterson
breyta i verkstæöi. Þekking Lissu
á verkfærum samsvaraði áhuga
hennar á iþróttum og Drew var að
sjálfsögðu alltof litill til að stunda
sliktjþannig að Andy var einráður
i kjallaranum. Hann fór að
bjástra við byssuna án þess að
óttast truflanir.
betta var ekki erfitt verk og
hann notaði meiri tima en hann
þurfti, vegna þess eins að hann
naut þess. Hann hafði alltaf notið
þess að gera eitthvaö i hönd-
unum, og sjaldan hafði hann haft
eins mikla þörf fyrir það og nú.
Hann hafði haft efni á að kaupa
sér verkfæri og áhöld sem hefðu
dugað honum til aö smiða lysti-
snekkju eða klukku. Hann lóðaði
litinn þrihyrndán málmbút fastan
á sorfna slagstiftið og slipaði
hann niður i rétta stærð.
Árangurinn sýndist fullkominn,
en hann gat ekki veriö öruggur
um að byssan verkaði nema með
þvi að reyna hana. Til þess að
vekja ekki alla i húsinu, lagði
hann byssuna inn i klæðið af
billiardborðinu, fór inn i baðher-
bergið, opnaði skápdyr og skaut
niður i hlaða af baðhandklæðum.
Hann hleypti af og skotiö hljóp úr
byssunni á eðlilegan hátt.
— Ekki aðeins reiðubúinn,
heldur vopnaður lika, sagði hann
upphátt.
Klukkan var næstum ellefu.
Hann dundaði góða stund við að
hreinsa byssuna og fór siðan upp
Salon Gahlin
—- Hún er orðin þaulvön Mali-
orcaferðum og byrjar strax á þvi
að hella sér yfir þá karlmenn sem
eru hvitir á kroppinn, þvi að þeir
brúnu eru venjulega i þann veg-
inn að fara heim.
til að biða eftir Hub. Konjaks-
glasið hans stóð þar sem hann
hafði skilið við það. Hann drakk
smálögg til þess að lykt fyndist af
honum og hellti afganginum útum
gluggann ásamt helmingnum af
þvi sem i flöskunni var. Enginn
gat efazt um það hvernig Andy
43
Paxton hefði varið kvöldinu.
Hub kom til baka um mið-
nættið, og þegar hann sá ljós i
vinnustofunni, leit hann inn til að
segja fra árangurslausri ferð
sinni. Svipur hans var hæfilega
mæðulegur. — Mér þykir það
leitt, herra Paxton. Ég hélt ég
gæti kannski komizt að einhverju
i sambandi við þessa segulbands-
spólu, en það tókst ekki. Enginn
af kunningjum minum gat gefið
mér neina visbendingu.
— Fjandinn sjálfur, sagði Andy
dálitið loðmæltur. — En ég er
feginn að þú skyldir reyna.
— Mér er borgað fyrir það.
— Hvað um drykk? Þú átt hann
skilið.
— Ég er þreyttur. Ég þarf að
koma mér i rúmið.
— Ekki ég, sagði Andy og lyfti
hálftómri flöskunni. — Ég á
ennþá marga kilómetra ófarna.
Hann var hræddur um að hann
hefði talað af sér, en Hub gaf
orðum hans engan gaum. Hann
bauð góða nótt með föðurlegu
umburðarlyndi og hvarf.
Andy beið hálftima ennþá, unz
hann var öruggur um að enginn
nema hann væri vakandi i húsinu.
Varlega og laumulega læddist
hann yfir að bilskúrnum. Bill
Hubs stóð við hliðina á hans eigin
bil, og vélin var ennþá heit.
Mælirinn sýndi 32.351. Þetta
kvöld hafði Hub ekið 32 milur.
Hann gekk aftur inn i vinnu-
stofuna og opnaði kort yfir Los
Angeles. Með sirkli teiknaði hann
hring. Miðdepillinn var heimili
hans; radius var sextán milur.
Einhvers staðar innan þessa
hrings, trúlega i útjaðrinum, var
sonur hans.
Þegar Andy vaknaði næsta
morgun, mundi hann enn hvert
smáatriði á kortinu. Hann lá kyrr
i rúminu og starði upp i loftið og
sá fyrir sér hringinn sem hann
hafði dregið. Sextán milur voru
ekki sérlega há tala en þegar
notuð var fermilan um flatarmál
hrings kom i ljós að hann náði yfir
um það bil 814 fermilur sem var
satt að segja álitlegt svæði. Auk
Los Angeles sjálfrar náði
hringurinn yfir strendurnar,
Fimmtudagur 24. mal 1973 ÞJOÐVILJINN — StÐA 13
hluta af sjónum, snerti útjaðar
Wilmington i suðri og Pasadena i
austri auk San Fernando dalsins
nær alls.
Þarna lá beint við að útiloka
hafið sem hugsanlegan felustað,
— þar fóru um það bil hundrað
fermilur. Enn voru þá eftir 700
fermilur, meira en einn maöur
eða jafnvel hundrað gátu
rannsakað á þeim knappa tima
sem eftir var. Andy þurfti
sannarlega á fleiri visbendingum
að halda.
Fjarlægt hljóð i ryksugu minnti
hann á að það var þriðjudagur.
Hreingerningaliðið var komið að
taka til og það var þegjandi sam-
komulag að yfirgefa svefnher-
bergin snemma þá dagana. Andy
bjó sig undir að draga sig i hlé.
Meðan hann var að raka sig, datt
honum i hug aö eins væri ástatt
um Hub. Hingað til hafði hann
ekki þoraö að leita i herbergi
Hubs af ótta við að þjálfuð augu
Hubs tækju eftir þvi ef eitthvað
hefði verið fært til. En i dag yrði
ræstingafólkinu kennt um. Þetta
var athugandi.
Fyrst reyndi hann að komast aö
þvi hvar Hub var. Bruno sagði
honum i innanhússsimann að Hub
hefði farið út til að baöa sig. —
Hann er nýfarinn, herra Paxton.
Á ég að ná i hann?
— Nei, þetta er ekkert
áriöandi. Ég tala við hann seinna.
— Allt i lagi. Hvenær viljið þér
borða morgunverð?
— Eftir hálftima. Til að forðast
allar truflanir, bætti Andy við: —
Ég ætla að fara i bað fyrst.
Úr svefnherberginu gat hann
séð sundlaugina. Þegar hann leit
út, sá hann Hub hoppa á brettinu.
Sólbrúnn, vöðvastæltur likaminn
var eins og auglýsing fyrir
sóloliu. Andy fylgdi honum með
augunum, þegar hann stakk sér
og synti rólega yfir að hinum
endanum. Hub haföi enga ástæðu
til að flýta sér. Timinn vann fyrir
hann, ekki gegn honum.
Andy flýtti sér til herbergis
Hubs. Sér til sárrar gremju sá
hann að dyrnar voru opnar og
tvær ræstingakonur voru að starfi
fyrir innan. Endilega þurftu þær
aö vera i þessu herbergi. Við það
glataði hann dýrmætum tima.
Andy velti fyrir sér, hvort hann
ætti að biðja þær að færa sig úr
C7
Fimmtudagur 24. mai
7.00 Morgunútvarp. Veður-
fregnir kl. 7.00 8.15 og 10.10.
Fréttir kl. 7,30, 8.15 (og
forustugr. dagbl.), 9.00 og
10.00. Morgunbæn kl. 7.45.
Morgunleikfimi kl. 7.50.
Morgunstund barnanna kl.
8.45: Geir Christensen
heldur áfram sögunni
„Veizlugestum” eftir Kára
Tryggvason (2).
Tilkynningar kl. 9.30. Létt
lög á milli liða. Morgunpopp
kl. 10.25: Paul og Linda
McCartney og hljómsveitin
Fat Mattress syngja og
leika. Fréttir kl. 11.00
Hljómplötusafnið (endurt.
þáttur G.G.)
12.00 Dagskráin. Tónleikar.
Tilkynningar.
12.25 Fréttir og veöurfregnir.
Tilkynningar.
13.00 A frlvaktinni. Margrét
Guðmundsdóttir kynnir
óskalög sjómanna.
14.30 Slðdegissagan: „Sól
dauðans” eftir Pandelis
Prevelakis Þýðandinn,
Sigurður A. Magnússon, les
sögulok (16).
15.00 Miðdegistónleikar:
Gömul tónlist, Kammer-
sveitin Virtuosi di Roma
leikur Sónötu i A-dúr op. 2
nr. 3 eftir Albinoni. Renato
Fasano stj. Leon Goossens
og strengjasveit Phil-
harmoniu i London leika
Konsert nr. 1 i G-dúr fyrir
óbó og strengjasveit eftir
Domenico Scarlatti i út-
færslu eftir Bryan. Walter
SOsskind stj. Ars Viva
hljómsveitin leikur
Konsertsinfóniu fyrir tvær
flautur og hljómsveit eftir
Domenico Cimarosa. Her-
mann Scherchen stj. Archiv
hljómsveitin leikur Sinfóniu
og fúgu i g-moll eftir Franz
Xavier Richter. Wolfgang
Hofmann stj.
16.00 Fréttir.
16.15 Veðurfregnir. Til-
kynningar.
16.25 Popphornið.
17.10 Barnatlmi: Eiríkur
Stefánsson stjórnar. a.
„Fuglarnir, sem flýöu I
haust”. Ljóð og lög, sögur
og sagnir, sem Eirikur
flytur með börnum úr Lang-
holtsskóla. b. Systir Sið-
lokka.Guðrún Guðjónsdóttir
les þýðingu sina á kinversku
ævintýri.
18.00 Eyjapistill. Bænarorð.
Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Tilkynningar.
19.20 Daglegt mál. Helgi J.
Halldórsson cand.mag.
flytur þáttinn.
19.25 Menntastefnur sam-
tiðarinnar. Séra
Guðmundur Sveinsson
skólastjóri flytur siðara
erindi sitt um fræðslumál.
20.05 Gestur I útvarpssal:
Snæbjörg Snæbjarnardóttir
syngur lög eftir Mariu
Bry njólfsdóttur, Jón
Björnsson og Eyþór
Stefánsson. Olafur Vignir
Albertsson leikur á pianó.
20 30 „Dauðinn I skömmtum",
gálgagrin eftir Janusz
Krasinski. Þýðandi:
Þrándur Thoroddsen.
Leikstjóri: Benedikt Arna-
son. Persónur og leikendur:
Olli , Árni Tryggvason.
Kalli , GIsli Halldórsson
Fanginn , Jón Aðils.
Verðir , Karl Guðmundsson
og Flosi Ólafsson.
21.45 „Lestin til Lundar”.
Óskar Halldórsson les úr
nýrri ljóðabók eftir Njörð P.
Njarðvik.
22.00 Fréttir.
22.15 Veðurfregnir. Reykja-
vikurpstill. Páll Heiðar
Jónsson flytur.
22.45 Manstu eftir þessu?
Tónlistarþáttur I umsjá
Guðmundar Jónssonar
pianóleikara.
23.30 Fréttir i stuttu máli.
Dagskrárlok.