Þjóðviljinn - 24.05.1973, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 24.05.1973, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 24. mal 1973 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 15 Hannes Framhald af 5. siöu. hvers samningsaöila fyrir sig. Þaö segir sina sögu, aö varnar- liðið var aðgerðarlaust á timabil- inu 1958-1961 þrátt fyrir ofbeldi brezka flotans þá innan islenzkr- ar landhelgi, árásir á islenzk varðskip og handtöku varðskips- manna. Undirstrikar það enn á ný, að varnarliðið á Islandi taldi sig þá ekki vera hér fyrst og fremst til varnar tslandi, islenzku sjálfstæði og fullveldi, islenzkum hagsmunum. Menn spyrja þvi eðlilega, til hvers gagns er liðið fyrir okkur, ef það vill ekki verja okkur gegn riki, sem hótar og sýnir okkur ofbeldi, heldur aðeins gegn rikjum, sem ekki troða við okkur illsakir og hóta okkur ekki ofbeldi? Sú staðreynd blasir ennfremur við okkur, að þrátt fyrir varnar- samninginn og varðstöðina i Keflavik er allt Austurland óvar- ið, allt Norðurland er óvarið, Vestfirðir og Vesturland eru óvarin og allt Suðurland er óvarið að undanteknum Keflavikurflug- velli. Með öðrum orðum, það er enginn varnaraðstaða á yfirgnæf- andi meirihluta landssvæðis Is- lands. Undirstrikar þessi stað- reynd betur en nokkuð annað, að menn reikna ekki með raunveru- legri árásarhættu á ísland. Þetta er nauðsynlegt að horfast i augu við, þegar sjálfstæðis- og öryggismál íslands eru skoðuð, af þvi að við verðum að gera okkur grein fyrir þvi, að hve miklu leyti islenzk utanrikisstefna og utan- rikisþjónusta geta, á grundvelli vinsamlegrar sambúðar við alla, tryggt sjálfstæði okkar og öryggi, og að hve miklu leyti sjálfstæðis- og öryggisaðstaðan breytist til batnaðar eða til hins verra fyrir okkur með tilkomu erlends hers i landinu. Ef varnarliðið á Kefiavik er ekki hér til varnar sjálfstæði og fullveldi Islands heldur til þess að vera eftirlitsstöð i öryggiskerfi Bandarikjanna og Atlanzhafs- bandalagsins, þá er rétt að horf- ast i augu við þá staðreynd en láta ekki blekkja sig til margvislegra fórna og framlaga á fölskum for- sendum. Hvers eðlis? Eðli varnarstöðvarinnar á Keflavik og uppbygging hennar undirstrikar mjög greinilega, að hún er fyrst og fremst viðvörun- ar- og eftirlitsstöð til öryggis fyrir Bandarikin og Natorikin en ekki vegna bráðrar árásarhættu á Is- land. Þetta sést mjög greinilega, þegar litið er á samsetningu hins Bandariska herliðs á fslandi. Margvislegar opinberar upp- lýsingar liggja fyrir um fjölda varnarliðsmanna og samsetningu Keflavikurliðsins. Þannig átti t.d. Árni Gunnarsson, fréttamaður hljóðvarps, itarlegt viðtal við Pál Asgeirs Tryggvason, deildar- stjóra varnarmáladeildar, um stöðina, þar sem Páll skýrði frá öllum meginatriðum i sambandi við liðið. Jökull Jakobsson byggði útvarpsþátt um stöðina á viðtöl- um við varnarliðsmenn sjálfa og yfirmenn þess, og fram fór ekki alls fyrir löngu kynning á stöðinni i sjónvarpinu. Af öllu þessu liggur opinberlega ljóst fyrir, að i varnarstöðinni i Keflavik eru um það bil 3300 ameriskir hermenn. Meginhluti þeirra, eða 2100, eru i ameriska flotanum. í flughernum eru liðlega 400 manns, sem ráða aðeins 34 flug- vélum, þar af eru 14 orrustuflug- vélar, 9 njósnaflugvéiar, 3 Locket Electra radarflugvélar, 3 Hercules björgunarvélar, 2 Heli- coptervélar og 3 DC-3 flutnings- vélar. Aðeins um 130 manns úr land- gönguliði flotans eru þjálfaðir til vigaferla auk þeirra orrustuflug- manna, sem stjórna 14 Delta Gagger orrustuflugvélum. A hinn bóginn er meginhluti starfseminnar bundinn við eft- irlitsflugið, radarstöðvarnar i Sandgerði og á Hornafirði, könn- unarflugvélarnar og ýmiss konar þjónustustarfsemi, sem hlaðizt hefur upp i kringum þetta lið samkvæmt Parkinsonlögmáli, en loranstöðin er rekin af tslending- um, fyrir reikning varnarliðsins samkvæmt sérstökum samningi póst- og símamálastjórnarinnar þar að lútandi. Það er tiltölulega auðvelt fyrir hvern meðalgreindan mann með lágmarksþekkingu á utan- rikis- og öryggismálum að sjá, að þetta lið er ekki svo mikilvægt fyrir varnir Islands, að það mætti ekki missa sig án þess að öryggi rikisins væri teflt i meiri hættu. 1 raun og veru sýnir samsetning liðsins, staðsetning þess á einum útkjálka landsins og varnarleysi meginþorra landssvæðis íslands, að öryggismáium tslands væri i raun og veru eins vel komið, frá islenzku sjónarmiði séð, þótt fáni Atlanzhafsbandalagsins einn blakti að húni i Keflavikurstöð- inni, en þar væru engir erlendir dátar.** Eins og fram kemur er blaða- fulltrúinn hér þeirrar skoðunar að herinn eigi að fara, hann þjóni engum tilgangi, en hann telur að við eigum að vera áfram i NATO. Siðin fjallaði Hannes um það hvort brottvisun bandariska hersins frá íslandi sýndi óvild i garð Bandarikjanna. Hann sagði: Ekki fjandsamleg afstaða „Einstaka sinnum verður þess vart, að einn og einn maður virð- ist haldá að litið verði á það sem fjandsamlega afstöðu til Banda- rikjanna og NATO, ef við látum herinn fara. Þetta er mikill misskilningur. NATO veit fullvel, að grund- völlur aðildar okkar að bandalag- inu er sá, að hér sé ekki erlendur her á friðartimum. Þessa yfirlýs- ingu gáfu Bandarlkjamenn fyrir hönd bandalagsins við inngöngu okkar i það. Þar að auki höfum við orð William Rogers utan- rikisráðherra Bandarikjanna fyrir þvi, frá þvi að hann kom hingað til tslands I byrjun mai- mánaðar 1972, og gaf þá meðal annars þá yfirlýsingu á frétta- mannafundi, að hann hefði árétt- að við islenzku rikisstjórnina, að það væri grundvallarstefna Bandarikjanna að hafa ekki bandariskan her I þeim rikjum, þar sem viðkomandi rikisstjórnir óskuðu ekki eftir honum. NATO og Bandarikjamenn vita fullvel, að það er yfirlýst stefna allra islenzkra stjórnmálaflokka, að hér skuli ekki vera her á friðartimum, og þeim er vafa- laust kunnugt um stefnu rikis- stjórnarinnar I málinu. Ósk um brottför hersins og herlaust ts- land á friðartímum kemur þvi engum á óvart, sizt af öllu banda- mönnum okkar i Atlanzhafs- bandalaginu, sem vita að þetta er stefna Islands og hefur verið frá upphafi aðildar okkar.’* t lok erindis sins lagði blaða- fulltrúinn áherzlu á þá megin- niðurstöðu ,,að varnarstöðin er hér ekki til varnar islenzku sjálf- stæði og fullveldi, heldur af eigin- gjörnum hagsmunaástæðum ann- arra, þ.e. hér er um að ræða við- vörunar-, eftirlits- og varnarstöð fyrir Bandarikin fyrst og fremst” Nixon Framhald af bls. 16. starfsmönnum Hvita hússins, John Caulfield, sagði öldunga- deildarnefndinni,sem hefur rann- sókn málsins með höndum, að John Dean, þáverandi lögfræði- ráðunautur Nixons, hefði lofað sakborningum i Watergate - málinu náðun ef þeir þegðu og kæmu ekki upp um aðra skugga- lega náunga. En boð um þetta hafi Dean sagt að kæmu frá „æðstu aðilum”. Caulfield kvaðst telja að þetta þýddi ,,að minnsta kosti Ehrlichman”, sem var nánasti ráðunautur Nixons i innanlandsmálum. Ráðstefna Framhald af bls. 11. haldin hér á landi og er ein af mörgum þörfum nýjungum sem íþróttakennarafélag Islands hef- ur tekið upp á undanförnum ár- um, en mikiðog blómlegt lif hefur verið i þvi félagi nú um 2ja ára skeið. Ráðstefnan er öllu áhugafólki um iþróttir opin. Hún hefst eins og áður segir á laugardag og lýk- ur á sunnudagskvöld. Bæjarpóstur Framhald af bls. 7. Ofbeldisinnrás Brezka NATÓ- flotans hefur sýnt okkur enn skýr- ar en áður að NATÓ er ekki stofn- sett til að vernda smáþjóðir gegn yfirgangi stórvelda. Þvert á móti hefur komið glögglega i ljós að bandalagið er ekkert annað en hagsmunasamtök eða frimúrara- regla stórvelda, stofnað i þeim tilgangi einum að auðvelda þeim arðrán og yfirgang gagnvart þjóðum heimsins. En þessir herramenn láta sér ekki nægja að sýna öðrum þjóð- um yfirgang og ofbeldi. Upp- ljóstranirnar i Water- gate-hneykslinu hafa sýnt fram á hvaða merkingu Nixon leggur i ginnheilög slagorð borgarastétt- arinnar eins og lýðræði og frjáls- ar kosningar. Og i kosningunum i vetur I Frakklandi varð fóst- bróðir hans, Pompidou, einnig uppvis að ýmsum miður lýð- ræðislegum aðferðum i kosninga- baráttunni. Báðir hafa þessir menn staðið og standa enn fyrir stórkostlegum aðgerðum sem miða að eyöingu mannlifs og ann- ars llfs á jörðunni og báðir verjá þeir þær með tilvisunum til „öryggis rikisins” (les: aukinn yfirgang og arðrán). Við verðum að mótmæla heim- sókn sprengjumeistaranna af öll- um okkar krafti og i þeim mót- mælum verður að risa hæst kraf- an um úrsögn tslands úr hags- munasamtökum hinnar alþjóð- legu borgarastéttar — NATÓ. Pétur Ofbeldi Framhald af bls. 7. Stúdentaráð A fundi stjórnar Stúdentaráðs Háskóla tslands (SHt) var sam- þykkt að mótmæla harðlega hinni svívirðilegu árás Breta á sjálf- stæði islenzku þjóðarinnar. Vert er að hafa i huga að þessi árás kemur frá einni bandalagsþjóð okkar i NATO og undristrikar þetta enn frekar fánýti þess að tengjast svokölluðu varnarsam- starfi við þjóð, sem notar minni háttar efnahagslega hagsmuni sina sem átyllu þess að ráðast með ofbeldi gegn vopnlausri smá- þjóð. Stjórn SHt undirstrikar þvi fyrri stefnu sina. — Herinn burt — Island úr NATO. Iðnrekendur Stjórn Félags islenzkra iönrek- enda ákvað á fundi i gær, að mælast til þess við félagsmenn sina, að vinnu verði hætt klukkan 16 á morgun, þar sem þvi verður við komið, til aö starfsfólki gefist kostur á að taka þátt i útifundi klukkan 17, til að sýna samhug landsmanna allra i landhelgis- málinu. Stjórn félagsins fagnar þeirri einingu, sem náðst hefur um að standa fast saman gegn aðför þeirri, sem gerð hefur verið, með hervaldi, gegn lögmætum ákvörðunum tslendinga um yfir- ráðarétt yfir eigin auðlindum. Æskulýðssambandið Stjórn Æskulýðssambands tslands samþykkti á fundi sinum þ. 23/5 '73 eftirfarandi ályktun: tslendingar eiga nú i harðri baráttu um yfirráð yfir helztu auðlindum sinum. Með þvi að tryggja sér þessar auðlindir eru þeir að styrkja sjálfstæði landsins og bæta lifs- afkomu þjóðarinnar. Sagan kennir okkur, að baráttan um efnahagslega sjálfsákvörðun er sjaldnast átakalaus, og þvi mátti frá upphafi gera ráð fyrir að gömlu nýlenduveldin létu vopnin tala fyrr eða siðar. Innrás Breta i islenzka land- helgi var þvi fremur spurning um tima en aðferð. tslenzka þjóðin ris öndverð gegn ofbeldi þessu og ver sig með samstöðu i stað vopna. Ljóst er að Bretar framkvæma þessa árás i trausti þess, að Atlanzhafsbandalagið sé til þess stofnað að tryggja stórveldum og auðstéttum yfirráð yfir auðlindum heimsins, og að NATO muni þvi ekkert aðhafast Islend- ingum til hjálpar. Af þessu sést að tslendingum er engin vörn i bandariskum her- stöðvum né heldur veru sinni i NATÓ. Fremur má segja að það hernaðarástand, sem nú rikir á miðunum við strendur landsins, sé gert með vitund NATó, eins og fréttir bera með sér. Þvi krefjumst við þess, að bandariska herstöðin á Miðnes- heiði verði lögð niður og tsland segi sig tafarlaust úr NATO. Einnig áteljum við, að helztu oddvitar árásarstefnu og efna- halslegrar yfirdrottnunar fái hér húsaskjól undir þessum kringum- stæðum. Einvigi Framhald af bls. 11. 400 m. hlaup 100 m. hl. telpna 1000 m. hlaup, og að lokum má nefna 200 m. hlaup pilta, en þar eru 12 kepp- endur skráðir til leiks. Alit bezta frjálsiþróttafólk okk- ar verður meðal keppenda, þann- ig að þarna verður án efa um jafna og skemmtilega keppni að ræða. Keflavikurfundur Framhald af bls. 3. neyðarástand rikir nú i húsnæðis- málum tslendinga sjálfra á Suð- urnesjum og á Stór-Reykjavfkur- svæðinu öllu, þar sem hermenn eru búsettir I hundraðatali. Fundurinn minnir á samþykkt bæjarstjórnar Keflavikur frá 25. jan. s.l„ þar sem skorað er á varnarmáladeild utanrikisráðu- neytisins, að hún hlutist til um að varnarliðið rými húsnæði I Kefla- vlk. A þvi hefur engin framkvæmd orðið ennþá, svo viðunandi sé. Þess vegna er þeirri áskorun beint til rikisstjórnarinnar, að hún nú þegar hefjist handa hvað þetta varðar. PRAG 23/5 — Norski iðnaðar- ráðherrann Ola Sjak Bræk er nú i heimsókn i Tékkóslóvakiu og er það i frásögur fært að hann hafi litið inn i norska fiskbúð i Prag i dag. Fiskur og fiskafurðir eru 45% af útflutningi Norðmanna til Tékkóslóvakiu. Humar: 325 kr. kílóið Verðlagsráð sjávarútvegsins hefur ákveðið eftirfarandi lág- marksverð á ferskum og slitnum humri á humarvertið 1973. 1. flokkur, óbrotinn humarhali, 25gr.ogyfir,hvertkg. kr. 325.00. 2. flokkur, óbrotinn humarhali, 10 gr. að 25 gr og brotinn humar- hali, 10 gr. og yfir, hvert kg .. kr. 156.00. Verðflokkun byggist á gæða- flokkun Fiskmats rikisins. Verðið er miðað við, að seljandi afhendi humarinn á flutningstæki við hlið veiðiskips. Samkomulag varð I Verðlags- ráðinu um verðákvörðun þessa. Hestamenn stela hverjir frá öðrum Hestamenn virðast nú vera farnir að stela hver frá öðrum I rikum mæii, gengur svo langt að stolið hefur verið hálfum hrossaskítshaug! Mjög mikiðhefur verið um inn- brot i hesthús að undanförnu að sögn rannsóknarlögreglunnar. Meðal þess sem stolið hefur verið eru ýmiss konar tól sem notuð eru við hestamennsku. Má þar nefna notaðar skeifur, naglbita, hóf- fjaðrir, hófjárn og meitla. Þá var á einum stað stolið nokkrum böggum af vélbundnu heyi, og á öðrum stað voru beizli sem héngu uppi tekin traustataki. Þá voru múlbönd tekin út úr hrossum i einu húsanna, og Black og Decker setti stolið annars staðar frá. Einnig hefur verið stolið stjörnulyklasetti úr einu hesthúsanna. Biður rannsóknarlögreglan fólk að láta vita ef eitthvað af slikum munum er boðið þvi til kaups. Þá gerðist það við eitt hesthús- ið, að myndarlegum hrossaskits- haug, sem nota átti til túnáburð- ar, hafði verið stolið til hálfs. Eru þvi hrossaskitsþjófar búnir að hazla sér hér völl. — úþ FÉ Konur í Styrktarfélagi vangefinna Fundur verður fimmtudaginn 24. mai kl. 8.30 i Bjarkarási, Stjörnugróf 9. Dagskrá: féiagsmál. Kosið verður i nefndir og rætt um vetrarstarfið. Fjáröflunar- nefndin selur fatnað og annað á ótrúlega lágu verði, frá 10- 400 kr. Stjórnin Ferðafélagsferðir 25/5. Þórsmerkurferð. Sunnudagsferðir 27/5. Kl. 9.30 Krisuvikurberg (fuglaskoöun). Kl. 13 Húshólmi — Mælifell. Verð 500 krónur. Ferðafélag Islands Oidugötu 3, simar 19533 og iuso Móðursystir min INGIBJÖRG GUÐMUNDSDÓTTIR Meðalholti 4, andaðist I Landakotsspitaianum að kvöldi dags 22. mal. Fyrir hönd aðstandenda, Sigriður Arnlaugsdóttir Við þökkum hlýhug og vinsemd við andlát og útför JÓNASAR THORSTENSEN frá Þingvöllum Asta Thorstensen Gunnar Reynir Sveinsson | ÚTBOÐ Tilboð óskast um sölu á 16.500 metrum af stálpípum af ýmsum stærðum og gerðum fyrir Hitaveitu Reykjavíkur. Otboðsgögn eru afhent i skrifstofu vorri. Tilboðin verða opnuð á sama stað miðvikudaginn 13. júni n.k. kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 — Sími 25800

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.