Þjóðviljinn - 24.05.1973, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 24. mal 1973 IÞJÓÐVILJINN — SIÐA 3
Fjölmennur fundur herstöðvaandstœðinga í Keflavík:
EKKI LENGRI FRESTUN-
ósk um uppsögn herstöðva-
samningsins
Herstöðvaandstæðingar á Suðurnesjum efndu til
almenns fundar um herstöðvamálin i Ungmenna-
félagshúsinu i fyrrakvöld. Húsfyllir var á
fundinum, um 250 manns.
Ólafur Ragnar Grimsson,
lektor, var fyrsti framsögu-
maður. Hann lagði einkum
áherzlu á þá spillingu sem stafaði
af dvöl hersins hér á landi, ræddi
um nauðsyn þess að halda vináttu
við Bandaríkin án þess þó hún
væri keypt við undarlegum hætti.
Gunnlaugur Stefánsson,
formaður Æskulýðssambands
Islands, hvatti fundarmenn til
þess að fjölmenna af Suður-
nesjum og taka þátt i mót-
mælunum hér vegna komu þeirra
Nixons og Pomidous. Gunnlaugur
lét i ljós von um að jafnaðarmenn
i landinu væru að komast á þá
skoðun að hér ætti að vera
herlaust land. Karl Sigur-
bergsson bæjarfulltrúi i Keflavík
ræddi um þau húsnæðisvandræði
sem löngun hefðu verið i Kefla-
vik, en nú væri um að ræða hreint
neyðarástand eftir atburðina i
Vestmannaeyjum. Karl hvatti
unga framsóknarmenn á Suður-
nesjum til þess að veita þing-
manni sinum, Jóni Skaftasyni,
pólitiskt aðhald. Þá tók til máls
Stefán Jónsson dagskrárfulltrúi.
Rifjaði hann upp fyrri kynni sin af
Suöurnesjamönnum og kvað
ástæðu til bjartsýni þar sem
fækkandi færi hernámssinnum á
Suðurnesjum. Þá tóku til máls:
Orgel-
tónleikar
Þessa dagana er hér á ferð
tékkóslóvaskur organisti, Bo-
humil Piánský að nafni, og
mun hann halda tónleika i
Hallgrimskirkju i kvöld
klukkan 20.30.
Plánský er fæddur 1932 i
Krnou i Tékkóslóvakiu og nam
orgelleik hjá þekktum tékkó-
slóvönskum organista og
kennara, B. A. Wiedermann.
Hann hefur verið prófdómari i
tónlist og tónlistarfræðum við
Tónlistarháskólann i Prag og i
14 ár organisti við hina þekktu
St. Jakobskirkju i Prag. Hann
hefur haldið fjölda tónleika
heimafyrir og i Austur-Þýzka-
landi og Sovétrikjunum, ýmist
einn eða með öðrum. Hann er
nú tæknilegur ráðunautur við
orgelverksmiðjuna Rieger-
Kloss en þar er orgel Hall-
grimskirkju smiðað.
Aðgangur að tónleikunum er
ókeypis og öllum heimill með-
an húsrúm leyfir.
Stefán Hallsson, Oddbergur
Eiriksson, Elias Jóhannsson (sá
eini ræðumanna er virtist fylgj-
andi hernáminu), Eyþór Þórðar-
son og Finnur Torfi Hjörleifsson.
Stofnuð var nefnd herstöðva-
andstæðinga á Suðurnesjum.
Fundarstjórar voru Sigmar
Ingason og Eyjólfur Eysteinsson.
Fundurinn samþykkti ályktanir
um endurskoðun herstöðvasamn-
ingsins, um yfirgang Breta i land-
helgisdeilunni og húsnæðisvand-
ræði Keflvikinga vegna búsetu
hermanna utan vallarins.
Alyktanir voru á þessa leið:
Almennur fundur herstöðva-
andstæðinga á Suðurnesjum,
haldinn i Keflavik 22. mai 1973, á-
lyktar að skora á rikisstjórnina:
1 fyrsta lagi, að hún fresti ekki
lengur að óska eftir formlegum
viðræðum við Bandariki N-Ame-
riku um endurskoðun varnar-
samningsins og láti þar með
koma til framkvæmda ákvæði
málefnasamnings stjórnarflokk-
anna um endurskoðun eða upp-
sögn samningsins i þvi skyni, að
herinn hverfi brott af Islandi á
kjörtimabilinu.
Vill fundurinn I þessu sambandi
vekja athygli á þvi, að herlaust
land á 1100 ára afmæli Islands-
byggðar væri afmælisgjöfin, sem
þjóðin kysi helzt.
1 öðru lagi ályktar fundurinn:
Vegna siðustu aðgerða Breta i
landhelgisdeilunni, þar sem þeir
beita okkur vopnuðu valdi, vill
fundurinn eindregið hvetja rikis-
stjórnina til að standa fast á
þeirri ákvörðun, að ísland semji
ekki við aðila, sem otar að okkur
byssum. Við gerum ekki nauð-
ungarsamning.
Bendir fundurinn á, að rökrétt
svar við hinu vopnaða ofbeldi sé,
að slita stjórnmálasambandi við
Breta strax, og að Island segi sig
úr Norður-Atlanzhafsbandalag-
inu, þar sem einu þjóðirnar, þ.e.
Bretar og V-Þjóðverjar, sem eigi
hafa viðurkennt i verki rétt okkar
til útfærslu fiskveiðilögsögunnar i
50 sjómilur, eru aðilar að NATO,
og önnur þeirra, Bretar, beitir
okkur nú i annao sinn hervaldi.
Sýnir slikt endurtekið ofbeldi bet-
ur en margt annað hversu fráleitt
það er, að Islendingar leyfi her-
stöðvar og herlið NATO i landi
sinu.
1 þriðja lagi ályktar fundurinn
að skora á rikisstjórnina, að hún
beiti sér fyrir þvi, að varnarliðið
og útlendingar á vegum þess
rými þegar i stað húsnæði, sem
þeir hafa búsetu i utan Keflavik-
urflugvallar, þar sem algjört
Framhald á bls. 15.
Szymon Goldberg
á lokatónleikum
Sinfóníunnar
Finninn Okko Kamu stjórnar
Lokatónleikar Sinfóniuhljóm-
sveitar tslands á þessu starfsári
eru annaö kvöld, 24. mai. Tveir
erlendir tónlistarmenn koma
fram á tónleikunum, einleikarinn
Szymon Goidberg fiðluleikari og
ungur finnskur hljómsveitar-
stjóri, Okko Kamu.
A efnisskránni er fiðlukonsert
Mozarts i D-dúr og Finnlandia
Sibeliusar, en auk þess verk eftir
Beethoven, Sallinen og eitt
islenzkt, Chaconne eftir Pál
tsólfsson.
Szymon Goldberg er mjög
þekktur fiöluleikari, fæddur i
Póllandi 1909, stundaöi nám i
Berlin, fór mjög ungur aö koma
fram á tónleikum og var orðinn
einleikari með Berlinar
Filharmóniuhljómsveitinni 15 ára
gamall. Hann starfaöi i Þýzka-
landi, i Dresden og Berlin fram til
1934, en 1934-40 ferðaðist hann
viða um Evrópu og Asiu til tón-
leikahalds. Goldberg var tekinn
til fanga af Japönum á Java 1942
og var fangi þeirra I 2 1/2 ár
Uppúr 1946-7 ferðaðist hann viða
um heimsálfur til tónleikahalds,
gerðist bandariskur rikisborgari
1953, en býr nú i London.
Sýning á grafíkmyndum
er Jón Engilberts átti
I kvöld kl. 8 verður opnuð
sýning á innlendri og erlendri
grafik i sýningarsal Jóns
Engilberts að Flókagötu 17.
Sýndar verða myndir sem Jón
heitinn Engilberts safnaði
saman á 30-40 árum og eru
margar þeirra eftir heims-
þekkta listamenn. Þarna er
fjöldi mynda eftir Gunnlaug
Scheving gerðar einhvern-
timann fyrir 1930 og "er
það von ekkju Jóns að safn
kaupi þær i einu lagi.
Þarna má sjá margvisleg
stilbrigði i grafikinni og
sumar myndanna eru i dag
mjög verðmætar. Haft var t.d.
samband við hinn kunna
danska listamann Carl
Henning Pedersen og hann
spurður um verðgildi tveggja
mynda sem gerðar eru 1948
(þessar myndir eru reyndar
ekki grafik) og sagði hann, að
ekki mætti láta þær fyrir
minna en 80 þúsund krónur
hvora um sig.
Auk mynda eftir Scheving
eru þarna myndir eftir
Kjarval, Veturliða og Þorstein
Þorsteinsson, en erlendir
höfundar eru 23 talsins.
Þetta er sérstæð sýning,
ilmandi af gömlum kúltúr.
Hún verður opin i 2 vikur frá 2-
10 daglega. sj
I sýningarsalnum, talið frá vinstri: Veturliði Gunnarsson, Tove, ekkja Jóns, Brynja Benediktsdóttir
og Ragnar i Smára.
Frá vinstri Gunnar Guðmundsson, Okko Kamu og Szymon Goldberg.
Okko Kamu er aöeins 27 ára
gamall og hóf einnig feril sinn
sem fiöluleikari og varö 18 ára
leiöandi fiðluleikari i einum
þekktasta kvartett Finnlands
Suhonen kvartettinum. En jafn-
framt fiðlunáminu lagöi hann
stund á hljómsveitarstjórn og
22ja ára var hann oröinn að-
stoðarhljómsveitarstjóri Finnsku I
óperunnar. 1 fyrstu hljóm- j
sveitarkeppni Herberts von
Karajans vann Okko Kamu glæsi-
legan sigur, og eftir það hefur
hann verið mjög eftirsóttur
hljómsveitarstjóri i Evrópu og
Bandarikjunum. Hann er fast-
ráðinn aðalstjórnandi Finnsku
útvarpshljómsveitarinnar.
Á þessu starfsári hefur Sin-
fóniuhljómsveit Islands haldið 16
áskriftartónleika, 3 aukatónleika,
3 fjölskyldutónleika, 1 barnatón-
leika, 2 skólatónleika og leikið
utan Reykjavikur i Garöahreppi,
Minni-Borg, Keflavik, Selfossi,
Arnesi, Hornafirði, Neskaupstað,
Egilsstöðum.
Tónleika för út á land
Hljómsveitin mun fara 1. júni i
tónleikaför og leikur i Búðardal 1.
1 júni kl. 21.00, Hvammstanga 2.
júli kl. 14, Blönduósi 2. júni kl.
21.00, Húsavik 3. júni kl. 16.00 og á
Akureyri 3. júni kl. 21.00.
Stjórnandi verður Páll P.
Pálsson.
A starfsárinu 1973-74 eru fyrir-
hugaðir hjá Sinfóniuhljóm-
sveitinni 16 áskriftartónleikar,
þeir fyrstu 4. október og siöan
annan hvern fimmtudag, eins og
veriö hefur. Aðalhljómsveitar-
stjóri veröur Karsten Andersen,
sem mun stjórn 8 tónleikum, en
aðrir hljómsveitarstjórar ma.:
Jean Pierre Jaquillat, Róbert A.
Ottósson, Vladimir Askenasý,
Jussi Jalas, Páll P. Pálsson og
Bohdan Wodiczko.
Auk áskriftartónleika mun
hljómsveitin halda 4 fjölskyldu-
tónleika og einnig skólatónleika
og i ráði er að halda óperutón-
leika og aukatónleika þar sem
koma munu fram ungir islenzkir
einleikarar og einsöngvarar.