Þjóðviljinn - 24.05.1973, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 24.05.1973, Blaðsíða 2
2.SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 24. maí 1973 Hvað má taka mikið af laununum? Magnús Jóhannsson spyr: Ilvcrsu stóran hluta af launum er leyfilegt að taka upp I opinber gjöld, sem eru fallin f gjald- dagaj af einstakling, af fyrir- vinnu fjölskyldu? Gjaldheimtustjóri, Guðmund- ur Vignir, svaraði þvi til, að eins 5g fyrirframgreiðslan væri álögð ímgjöldum ársins skipt niður i fimm jafna hluta, og má taka það sem þarf af laununum til að ná þeim greiðslum. Með eftirstöðvarnar fyrri árs útgjalda giltu hins vegar þær reglur, að eftir að búið væri að taka gjöld liðins árs af launun- um, mætti taka 2/5 hluta launa af kaupi fyrirvinnu fjölskyldu en 2/3 hluta launa einstaklings. —úþ r" " " """"n Áskriftarsimi Þjóðviljans er 18081. íslenzkir iðnnemar í heimsókn til Austur-Þýzkalands: Kynntu sér verkmennt Nýlega fóru 6 islenzkir iðnnem- ar I opinbera heimsókn til A- Þýzkalands fyrir milligöngu Þýzk-islenzka félagsins, til að kynna sér verkmenntun og iðn- nám þar f landi. t þessum hópi var Tryggvi Þór Aðalsteinsson fyrrum formaður Iðnnemasam- bandsins, og ræddum við stutt- lega við hann eftir heimkomuna og inntum hann frétta úr þessari ferð. — Fyrir islenzka iðnnema var þessi ferð að sjálfsögðu afar lær- dómsrik, þegar borin er saman verkmenntun á Islandi og i A-Þýzkalandi. Það sem maður tekur fyrst eftir er hvað vel skipu- lögð öll verkmenntun er i landinu. Hér á landi teljast iðngreinar eitt- hvað um 60,en i A-Þýzkalandi eru 300 starfsgreinar, sem kenndar eru, og er byrjað strax i barna- skóla að undirbúa nemendur und- ir verkmenntun og svo er haldið áfram i gegnum allt skólakerfið. Við fengum mjög gott yfirlit um hvernig þeir byggja sitt verk- menntunarkerfi upp með heim- sóknum i skóla og samtölum við menn,og ég verð að segja að uppbyggingin er til mikillar fyrir- myndar, sagði Tryggvi. Þar i landi er verkmenntun í háveg- um höfð,en hér á landi er iðnnám oft þrautarlending hjá mönnum. Mikill er sá munur. Við vorum einkum á tveim stöðum meðan á heimsókninni stóð, i Berlin og Erfurt. A báðum þessum stöðum kynntum við okkur bæði verkmenntun og eins öryggi á vinnustöðum og almannatryggingakerfið sem að lslenzku iðnnemarnir, sem fóru til A-Þýzkalands. F.v. Þorbjörn Guðmundsson, Erling Sigurðsson, Kristján Ragnarsson, Sævar Guðbjörnsson, Danfel Engilbertsson og Tryggvi Þór Aðalsteinsson. okkar dómi er mjög fullkomið og má geta þess f þvi sambandi að A-Þjóðverjar verja sem svarar 13% af heildarútgjöldum sinum tii almannatrygginga. Þá er á hverjum vinnustað einn maður sem hefur eftirlit með öllu öryggi á vinnustað, og er hann sér- menntaður til þessa starfa. Iðnnám hliðstætt þvi sem við þekkjum er ekki til þarna,en það tekur ungan mann 2-3 ár að hljóta svipuð réttindi og iðnsveinn hefur á Islandi. Nemendur i slikum greinum eru yfirleitt mun yngri en hér á landi eða 16 til 17 ára,og þeir eru allan timann i skóla, fara sumsé ekki á hinn almenna vinnumarkað eins og islenzkir iðnnemar. Þá hafa þeir náms- styrk sem nemur 80 til 120 mörk- um á mánuði. Það er von min, sagði Tryggvi að lokum, að með þessari ferð okkar sex-menninganna skapist nánari tengsl milli islenzkra iðn- nema og hliðstæðra nemenda i A- Þýzkalandi þvi að við getum mik- ið af slikum tengslum lært. A næstunni fara tveir islenzkir iðn- nemar á þing danskra kollega sinna, og er það nýmæli. Oll svona samskipti eru okkur mjög til gagns, sagði Tryggvi. Þeir félagar höfðu islenzkan túlk allan timann sem þeir dvöldu i A-Þýzkalandi, Fylki Þórisson, og voru allar móttökur til mikill- ar fyrirmyndar. —S.dór. RÁÐSTEFNA um launajöfnuð — jafnréttí ALÞÝÐU B AN DALAGIÐ í REYKJAVÍK: Adda Bára Sigfúsdóttir, aðstoðarmaður ráðherra: Tekjujöfnun — Tryggingar Dagana25. og26. mai (föstudag og laugar- dag) efnir Alþýðubandalagið i Reykjavik til ráðstefnu um efnið LAUNAJÖFNUÐUR — JAFNRÉTTI. Ráðstefnan verður haldin i Þinghól i Kópavogi og hefst kl. 20:15 á föstudag. Flutt verða 13 stutt erindi. Einnig fara fram umræður og frummælendur svara fyrirspurnum. Ráðstefnan er opin öllum stuðningsmönn- um Alþýðubandalagsins. Fundarstjóri verður Sigurjón Pétursson, borgarráðsmaður. Frummælendur og heiti erinda eru sem hér greinir: Guðmundur J. Guðmundsson, varaformaður Dagsbrúnar: Er ófaglærður maður afskiptur i launum? Gunnar Guttormsson, hagræðingar- ráðunautur: Atvinnulýðræði: Orðaleikur eða raunhæft markmið Guðjón Jónsson, formaður Félags járniðnaðar- manna: Öryggi og aðbúnaður á vinnustöðum Haraldur % Steinþórsson, framkvæmda- 0^ 1 stjóri BSRB: Launakerfi opinberra starfsmanna Hjalti Kristgeirsson, hagfræðingur: Jöfnuður og baráttan fyrir sósialisma Jón Snorri Þorleifsson, formaður Trésmiðafélags Reykjavikur: Kostir og gallar ákvæðisvinnu Tekjujöfnun — Skattar Ólafur Jónsson, framkvæmda- stjóri Alþýðu- bandalagsins: Svava Vilborg Jakobsdóttir. Harðardóttir, :J| a,Þingsimaöur: % blaðamaður: ■L '***# mS Wm JP' sBNf Æ Njóta konur 8§r fa * M jafnréttis úti W Jafnlaunaráö * $ i atvinnulifinu? Þórey Jónsdóttir, verkakona: Aðstaða kvenna I fisk- iðnaðinum Þröstur Ólafsson, hagfræðingur: Samneyzla — Jöfnuður

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.