Þjóðviljinn - 24.05.1973, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 24.05.1973, Blaðsíða 8
8 stÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 24. maí 1973 CREEN Gamlir fánar verklýðsfélaga „Eftir öllum Commercial Road stóðu þúsundir kvenna sem komu til að sjá menn sina og syni ganga framhjá i sigur- göngu. Sólin virtist bjartari og músikin áhrifameiri og fánarn- ir fleiri en nokkru sinni fyrr.” Þetta er úr samtimalýsingu á sigurgöngu hafnarverkamanna þann 15. september 1889 er þeir höfðu fengið viðurkenningu á samtökum sinum. og sex pens á klukkutímann. Lýsingin er tilfærð i ágætri bók sem John Gorman hefur lekiö saman og nefnist „Skin þú, fáni” („Banner Bright”),og er þetta myndskreytt saga fána brezkra verklýðsfélaga, Má af þessum myndum rekja merka áfanga i verklýðssögu. Það var einmitt árið 1889 að George Tutill gerðist aðalteikn- ari verklýðsfélaganna, en fána- gerðhans er enn við lýði. Stili sá sem hann mótaði var siðan ráð- andi i næstum þvi heila öld. Ýmislegt blandaðist saman i þessum elztu fánum. Þar komu við sögu merki iðnfélaganna og svo hugmyndir elztu „vinafé- laga” verkamanna, þar sem kristindómur og útópiskur sósialismi Owens og fleiri blandaðist saman. En eftir 1910 gerast áletranir á fánunum her- skárri — eða eins og stendur á einum fána frá 1913 — „Frelsun verklýðsstéttarinnar er i hönd- um verkamanna sjálfra.” MYNDIRNAR: 1. Þessi fáni verkamanna i Ken- sal Green sýnir verkafólk á gangi umhverfis Maistöng al- þýðunnar. Þar segir meðal ann- ars: „Málstaður verkafólks er von heimsins.” 2. Keir Hardie, Marx og Lenín prýddu fána námuverkamanna i Durham. 3. Fyrir háifri öld setur Al- menna verkamannasamhandið þessa lýsingu á átökum verk- fallsmanna og verkfallsbrjóta á fána sinn. 5 4. Bibllan kom oft við sögu á hinum eldri fánum verklýðsfé- laga. Skraddarafélagið i Belfast setti á fána sinn mynd af Adam og Evu á leið út úr Paradís — þeir hafa sjálfsagt viljaö láta að þvi liggja, aö meö þcssum at- buröi hefjist starf klæöskcra. 5. Námuverkamenn i Wombwell i Yorkshire bera fána sinn 113 ára gamlan og hafa saumaö á hann svartar rendur vegna þess aö námu þeirra hefur verið lok- iö. Verkamaðurinn á fánanum er á leiöinni til sósialismans. MYNDIR ÚR NÝLEGU RITI m ■a:wN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.