Þjóðviljinn - 05.06.1973, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 05.06.1973, Blaðsíða 1
UÚBVIUINN Þriðiudagurinn 5. júni 1973 — 38. árg. —127. tbl. ÞAÐ BORGAR SIG AÐ VERZLA Í KRON k ' á OPIÐ ÓLL KVÖLD TIL KL. 7, NEMA LAUGARDAGA TIL KL. 2. SUNNUDAGA MILLI KL. 1 OG 3 SlMI 40102 Norskir sjálfboðaliðar á íslandsmið? Hver ók í sjoinn Ummœli Finns Gustavsens á fundi Alþýðu- bandalagsins vekja mikla athygli Það vakti mikla athygli, þegar Finn Gustavsen, for- maður Sósíalíska alþýðu- flokksins í Noregi lýsti því yfir á fundi sem Alþýðu- bandalagið efndi til i Reykjavík á sunnudag, að hann teldi að Norðmenn ættu að senda islendingum skip og áhöfn til styrktar landhelgisgæzlu okkar, og að slíkt væri jafnvel hugs- anlegt að gera á grundvelli sjá Ifboða liðastarfs, ef norsk stjórnvöld sinntu ekki málinu. Norska fréttastofan NTB hefur i tilefni af ummælum Finns Gustavsen snúiö sér til formanns samtakanna Aksjon Kyst Norge i Noregi, en þau berjast fyrir út- færslu norsku landhelginnar. Formaöur þeirra Svein Johansen sagöi, aö slikt heföi enn ekki veriö til umræöu á þeim vettvangi. tslenzka rikisútvarpiö leitaöi i gær álits hjá Ölafi Jéhannessyni, forsætisráöherra á ummælum Gustavsens og taldi hann, aö slikt gæti vel komiö til athugunar, en tók fram aö norsk hjálparskip yröu hvaö sem ööru liöi aö vera undir stjórn islenzku landhelgis- gæzlunnar. Sjá á 3. siöu frásögn af fundi Al- þýöubandalagsins, þar sem Finn Gustavsen setti fram hugmynd sina um norska aöstoö viö tsland. Skipasmiðir i norska bœnum Harstad Vilja ekki afgreiða brezkt Natoherskip Finn Gustavsen. Grœnlendingar i heimsókn t gær kom hingaö til Reykja- vikur 8 manna bæjarstjórn Ang- masalik i Grænlandi. Gestirnir munu skoöa borgina og ýmis fyrirtæki. Hópurinn mun færa Rauða krossinum gjöf i Vest- mannaeyjasöfnun. Hópurinn heldur héðan á laugardag. OSLO 4/6. — I frétt frá NTB segir að brezku herskipi frá fastaflota Nato hafi verið neitað um aðstoð af hálfu dráttarb'áta Kaar- bös skipasmíðastöðvar- innarí Harstad. Ástæðan er umsvif brezkra herskipa innan íslenzkrar fiskveiði- lögsögu. Verkamenn við viðgeröarstöö fyrirtækisins hafa meö stuöningi stjórnar þess neitaö aö gera við eða með öörum hætti aöstoöa brezk skip meðan brezk herskip eru viö strendur tslands, segir ennfremur, i fréttinni. Fjögur skip frá flota Nato hafa gist Harstad undanfarna daga og hafa um 1000 sjóliðar og liös- foringjar sett svip sinn á bæinn. Skipin eru frá Hollandi, Portúgal, Bandarikjunum og Stóra-Bret- landi. Siðari fregnir herma, aö stjórn fyrirtækisins hafi ekki beinlinis lýst sig fylgjandi afgreiðslubanni á brezk skip, en borið viö önnum að þvi er ofangreint herskip varðar. Um leið hefur það spurzt að skipasmiöir i Harstad hafi leitað eftir stuðningi starfsbræöra sinna i öðrum norskum skipa- smiðastöðvum til svipaðra aðgerða. Togarinn Júni I Hafnarfjarðarhöfn O • • T ' /• oji Juniinn kom 3. júní Þriöji togari Hafnfiröinga, sem ber nafnið Júni, kom til landsins á sunnudaginn, sjómannadaginn 3ja júni. Júni er systurskip Bjarna Benediktssonar, smiöaö- ur á Spáni,940 rúmlestir. Júni fór frá Spáni 23. mai og kom við i Noregi þar sem hann tók 10600 fiskikassa, fyrir Bæjar- útgerðir Hafnarf jarðar og Reykjavikur. Meðalganghraði á heimsiglingunni reyndist 14,6 sjó- milur meö 80% nýtingu vélarafls. Lengd kjalar Júni er 68,7 metr- ar og mesta breidd 11,6 metrar. Lestarstærð er 745 rúmmetrar. 1 togaranum eru tvær tegundir aðalvéla.hver 1410 HK. Skrúfa er sviftiskrúfa með fjarstýringu frá vélarhúsi og stjórnklefa i vélar- rúmi. Framhald á bls. 15. I Skipstjórinn Halldór Halldórsson. á Akureyri? Um kl. 5.30 á sunnudags- morguninn varö vaktmaöur um borö i skipi i Akureyrarhöfn var viö aö bil var ekiö fram á bryggju þar og i sjóinn. Vaktmaöurinn hljóp strax til og geröi lög- reglunni viövart en er hann fór upp bryggjuna sá hann mann svamla i sjónum viö bilhliðina. Þegar lögreglan kom á staöinn var maöurinn horfinn og hefur ekkert til hans spurzt. Fariö var heim til eigenda bifreiðarinnar og var hann sofandi heima i rúmi, og ekki þesslegur aö hafa veriö I sjó- baði. Lögreglan kallaöi þegar til froskmenn sem leituöu I sjónum þar sem bifreiöin fór niður en fundu ekkert sem benti til þess aö fleira fólk en ökumaöurinn heföi veriö I bilnum. ökumaöurinn var ekki fundinn seint i gærdag. S.dór. Afleiðingar gossins i Eyjum: Kvilli hrjáir lömb Vegna hættu á flúoreitrun hcfur sauöfé i Rangarvalla- sýslu, einkum þó I Landeyjum og undir Eyjafjöllum, verið haldiö inni á gjöf mun lcngur en viö eölilegar aöstæöur. Þessi innistaöa fjárins veldur þvi aö kvilli nokkur sem kallaöur er „innistööu skjögur” hefur komiö upp i unglömbum bænda i Land- eyjum og viöar þar eystra. Þessi kvilli lýsir sér i þvi, að liðamót lambanna stirðna og ef ekki er strax brugöið við er mjög erfitt að lækna þetta. En það er til við þessu sérstakt lyf sem nefnist SELEN og ef það er gefiö i tima bjargast lömbin. t Karl Kortsson dýralæknir á Hellu sagði okkur aö á hans umráðasvæði væri sér kunnugt um 160 tilfelli af þessum kvilla i unglömbum i vor. Karl sagði þennan sjúk- dóm alkunnan hér á landi ef halda þyrfti ám og lömbum á gjöf langt fram á vor. Þá er þessi kvilli einnig nokkuö út- breiddur viöa erlendis aö þvi er Karl sagöi og hefur verið rætt um hann á alþjóöa- þingum dýralækna, siöast i Hannover 1964. Karl sagöi að vegna flúor- eitrunarhættu heföu bændur verið hvattir til að halda fé sinu lengur á gjöf nú en venju- lega og hefðu sýni veriö tekin af beitilöndum reglulega með stuttu millibili i allt vor. Heföu bændum verið seld leiðbeiningarbréf um meðferð fjárins meöan beitilönd væru talin hættuleg eða viösjárverö. Trúlega minnkar nú eitrunarhættan vegna þess hve gos er orðiö litiö i Eyjum og öskufall þar af leiðandi litið sem ekkert oröiö. —S.dór Koma varðskip frá Austur- Evrópu? Hannes Jónsson, blaöafull- trúi rikisstjórnarinnar, skýrði frá þvi á fundi meö erlendum fréttamönnum i gær, að Is- lendingum stæöi nú til boða aö fá leigð frá ótilgreindu Austur- Evrópuriki tvö skip til land- helgisgæzlustarfa. Þessar upplýsingar komu fram, er Hannes svaraði fyrirspurn frá erlendu fréttamönnunum um tilraunir Islendinga til að fá leigö varðskip. Hannes tók fram, aö ekkert heföi veriö ákveöiö um, hvort skipin yröu tekin á leigu, en sagði, aö athugun stæöi nú yfir á þvi, hvort þau hentuðu við islenzkar aöstæöur, eöa hvort hægt væri að breyta þeim á viöeigandi hátt. Blaðafulltrúinn tók fram, aö annað skipiö væri mögulegt að fá hingað eftir 3 - 4 mánuöi, en hitt eftir 6 mánuði. Skipin eru litið eitt minni en Ægir, en 2 hnútum hraðskreiðari. Hannes gat þess, að niður- stöður þeirrar athugunar, sem hafin er á skipunum,ættuaö liggja fyrir fijótlega, en hvaö sem gerðist i leigumálum breytti það undir engum kringumstæðum ákvöröuninni um smiði nýs varðskips.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.