Þjóðviljinn - 05.06.1973, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 05.06.1973, Blaðsíða 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 5. júni 1973. Norræni búsýsluháskólinn Innritun stúdenta 1973. Umsóknarfrestur til 15. júni. 1. NÆRINGARFRÆÐIDEILD. Kennsla fer fram i Háskólanum i Oslo, Blindern. Námstiminn er 2 1/2 ár. Meðal námsefnis eru þessi fög: efnafræði, lifefnafræði, lif- eðlisfræði og næringarfræði. Umsækjendur skulu uppfylla innritunar- skilmála Háskólans i Oslo, auk þess skulu þeir hafa lært eðlisfræði og stærðfræði, samvarandi þvi, sem kennt er i þeim greinum i stærðfræði - eða náttúrufræði- deildum menntaskóla. Kennarapróf i hússtjórnarfögum veitir forgangsrétt til innritunar i deildina. Umsóknareyðublöð fást i Húsmæðrakenn- araskóla íslands, Háuhlið 9, Reykjavik. 2. TEXTÍLDEILD. Calmers Tekniska Högskola i Gautaborg innritar hausfið 1973 stúdenta, sem lokið hafa prófi úr stærðfræðideildum mennta- skóla, i nám i textilfræði. Námstiminn er 2 1/2 ár. Forgangsréttur er veittur umsækj- endum, sem hafa kennarapróf i handiða- eða hússtjórnarfögum. Umsóknareyðublöð fást i Húsmæðrakenn- araskóla íslands, Háuhlið 9. Reykjavik. X Útboð-Sorphreinsun Hafnarfjarðarbær óskar eftir tilboðum i sorphreinsun i bænum. úrboðsgögn eru afhent i skrifstofu bæjarverkfræðings, Strandgötu 6, gegn 5000 króna skilatrygg- ingu. Tilboð verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 19. júni kl. 11,00 að viðstödd- um bjóðendum. Bæjarverkfræðingur Gagnfræðaskólarnir í Kópavogi Þeir nemendur, sem eiga að sækja um 1. og 2. bekk gagnfræðaskólanna i Kópavogi næsta vetur, og hafa ekki þegar innritað sig, verða að gera það miðvikudaginn 6. júni og fimmtudaginn 7. júni. Innritunar- timi i Vighólaskóla er kl. 9—12 og 14—16 og i Þinghólsskóla kl. 10—11 báða dagana. Fræðsluskrifstofan. Framleiði SÓLÓ-eldavélar af mörgum stærflum og gerö- um. — einkum liagkvæmar fyrir sveitahæi, sumarbústaöi og báta. — Varahlutaþjónusta — Viljum sérstaklega benda á nyja gerð cinhólfa eldavéla fvrir smærri báta og litla sumarbústaði. ELDAVKLAVERKSTÆÐI ídlIANNS FR. KRISTJÁNSSONAR H.F. KLEPPSVEGI 62. — SÍMI33069. Skákmót í ^^Perlu suðursins 99 Þegar sól hækkar á lofti og dag- inn fer að lengja minnkar áhugi tslendinga á skák. A sumrin eru yfirleitt ekki haldin skákmót, og mönnum finnst erfitt að sitja inni yfir skák þegar sólin skin. En ekki eru allar þjóðir eins hvað þetta snertir. Á Kúbu tefla menn hvort sem sólin skin eða ekki. Ef þeir gerðu það ekki væru þeir ekki eins góðir og raun ber vitni. Sólin skin vist nokkuö glatt þar. Fyrir skömmu lauk þar 10. minningarskákmótinu um Capa- blanca. Hann var Kúbumaður og varð heimsmeistari i skák árið 1921. Þá sigraði hann Lasker i einvígi sem haldið var á Kúbu. Hann hélt titlinum til ársins 1927 þegar hann tapaði fyrir Alékin i einvigi. Siðan Capablanca var upp á sitt bezta hafa ekki aðrir Kúbumenn talizt i fremstu töð skákmanna. Skákmótið var haldið i ,,perlu suðursins” eins og staðurinn er kallaður þar. Á landabréfi myndi staðurinn kallast Cienfuegos. 1 upphafi tóku Donner og Uhl- 16. Boudy 7,5 17. Barreras 7 18.—20.Pinal Paoli Lebredo 6 21. Levy 5,5 v. 22. Diaz 5 Árangur Kusmins veröur aö teljast ágætur og þá árangur S. Garcia. Þeir eru báðir alþjóðlegir meistarar, en með þessum árangri náðu þeir fyrri hluta stór- meistaraárangurs. Savon tókst ekki að sýna sitt bezta, en árangur Spassovs er góður. Mesta athygli vakti þó árangur G. Garcia. Hann er að- eins 19 ára og var ekki einu sinni kominn á stigaskrá alþjóða- skáksambandsins fyrir þetta mót. Til allrar óhamingju fyrir hann er hann heldur of gamall til þess að mega tefla um heims- meistaratitil unglinga. Ásamt G. Garcia náði Farago einnig hálfum alþjóðlegum meistaratitli. Smyslov 16. Hael Bf6 17.e5 dxe 18. Rc5 0-0 19. f5 gxf 20. RxB DxR 21. Dxh5 Re7 22. He4 Rg6 23. HxR Kg7 24. Bxf5 getiö Hér koma svo aö lokum úrslit i UMSJÓN: JÓN G. BRIEM mann forystuna. Uhlmann tefldi nú i 8. sinn i svona móti. Eftir 10 umferðir var staðan þessi: L-2.Donner og Uhlmann 8 v. 3.-4.Smyslov og Kusmin 7,5 v. Þá gaf Donner eftir, og Uhl- mann tók forystuna einn. Um tima virtist sem hann mundi sigra i mótinu án mikilla erfið- leika. Þá kom afturkippurinn. Hann tapaði fyrir Lebredo, og siðan var hann kominn meö hart- nær unnið tafl gegn Paoli, en tap- aði. Sú skák var nokkuð undarleg. Paoli var búinn að tapa peði og var með mun verri stöðu. Þá var tekið til viö að kvikmynda kepp- endur fyrir sjónvarpið. Sjónvarpsmennirnir notuðu sterka ljóskastara, og Paoli gat ekki teflt þegar ljósið skein i aug- un á honum. Hann stöðvaði skák- klukkuna þá i nokkrar sekúndur, en það má keppandi ekki gera. Uhlmann varð svo æstur vegna þessa atburðar að hann gat ekki hugsað skýrt. Hann lék einum leik, tapaði manni og siðan skák- inni. Úrslitaskákin var tefld i 19. um- ferð. Smyslov hafði þá hvitt gegn Uhlmann, sem tefldi eins og venjulega Franska vörn. Smyslov var með heldur betri stöðu þegar Uhlmann lék illa af sér og varð þá fátt um varnir hjá honum. Sigur Smyslovs var verðskuld- aður. Hann er kominn á sextugs- aldur, og i þessu skákmóti geröi hann jafntefli viö flesta sterkustu keppendurna, svo að hann væri ekki þreyttur þegar hann þurfti að vinna þá lakari. Uhlmann stóð sig einnig mjög vel. Hann fékk verðlaun fyrir að vinna flestar skákir i mótinu. Hann vann 13 af 21. Úrslitin I mótinu urðu þessi: 1. Smyslov 16,5 v. 2. Uhlmann 15,5 3.—4. Kusmin S. Garcia 15 5. Donner 14 6.—7. Savon Spassov 13,5 8.—9. G. Garcia Rodriguez 12,5 10. Farago 12 11. Marovic 11,5 12. Damjanovic 10 13,—14. Cobo Peev 9 15. de Greiff 8,5 Hér kemur svo ein skemmtileg skák frá mótinu: HVÍTT: KUSMIN SVART: ItODRIGUEZ Sikileyjarvörn. 1. e4 2. Rf3 3. d4 4. Rxd 5. Rc3 6. Bc4 7. Rb3 8. o-o 9. Be3 10. f4 11. Bd3 12. Df3 13. Dh3 14. Khl 15. Bgl c5 d6 cxd Rf6 Rc6 Db6 e6 Be7 Dc7 a6 b5 Bb7 h5 Rg4 8® tveimur sterkum skákmótum sem er nýlokið: Las Palmas: 16 þátttakendur. 1.—2. Stein Petrosjan 9,5 v. 3.—6. Hort Andersson Panno Ribli 9 v. 7. -8. Calvo Kavalek 8,5 v. Ljubljana: 18 þátttakendur. 1. Portisch 12,5 2.—4. Gligoric Quinteros Smeijkal 11 v. 5. Csom 10,5 v. 6.-7. Parma Suetin 9,5 8, —11. Ivkov Planinic M Matanovic Rasuvajev 9 v. Jón G. Briem HAPPDRÆTTI MYNDLISTA- OG HANDÍÐASKOLA ISLANDS 1. júni 1973. Eftirtalin númer hlutu vinning: 1557 — 1558 — 511 — 1825 — 1877 — 1986 — 178 — 1878 — 742 — 1757 — 1491 — 1822 — 1832 — 1848 — 1387 — 1571 — 611 — 1759—1100—1007—407 — 1689 — 1128 — 1684. Læknaritari óskast að St. Jósepsspitala, Landakoti. Upplýsingar hjá starfsmannahaldi milli kl. 15 og 17. FÉLAG \Mim HLJÖMLISTMIMAIA #útvegar yður hljóðfaraleikara og hljómsveitir við hverskonar tœkifœri Vinsamliigast hringið i é50é!SS inilli kl. 14-17

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.