Þjóðviljinn - 05.06.1973, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 05.06.1973, Blaðsíða 5
Þriöjudagur 5. júni 1973. ÞJÓDVILJINN — StÐA 5 Dagur sjómanna Um 15000 manns komu í Nauthólsvík Þrir sjómenn voru heiðraðir, Halldór Jónsson (lengst til vinstri), SigUrður Erlendsson, en hann var úti á sjó og tók kona hans viö merkjunumi sigmundur Guðbjartsson var einnig heiöraöur og er hann hægra megin. wimmwm <3 A LiíJiljil i Wí sL Fyrsti landhelgisbátur tslendinga var staösettur fyrir framan styttu Hannesar Hafstein og var blómsveigur lagöur aö styttunni. Samgönguáœtlun Norðurlands: í ár eru 192 miljónir til ráðstöfunar Blaöinu hafa borizt gögn um samgönguáætlun Noröurlands, en hún er framkvæmd af áætlana- deild Framkvæmdastofnunar rikisins i samráöi viö opinbera aöila, Fjórðungssamband Norö- lendinga og heimamenn I hverri byggö. Undirbúningur er nú kominn á lokastig, segir i skýrslunni, en enn hefur ekki veriö ákveðiö hve langt áætlunartimabilið á að vera eða árlegt framkvæmdamagn. Þótt heildaráætlun liggi ekki fyrir má ekki dragast að ákveöa árs- áfanga 1973 og eru lagðar fram tillögur um þann áfanga. Fé til samgönguáætlunar Norðurlands 1973 er alls 192 miljónir króna. Af þessu fé er áætlaö að verja 24 miljónum króna til flugmála og 18 miljónum til hafna, en hitt fari til vega- framkvæmda. Flýtt verður sérstaklega að byggja brú á Dalsá og brú á Laxá hjá Syðra Hálsi. Vegarkafli „Klömbur — Mývatnsvegur” á Hvammavegi i Skjálfandabyggð myndi fela i sér mikla styttingu vetrarleiöarinnar og hagkvæmari vöruflutningaleið allt árið en þær leiðir sem nú er völ á. 1 sambandi við flugmálafram- kvæmdir má nefna gerð nýrra flugbrauta á Sauðárkróki og Blönduósi og endurbætur flug- brauta á ólafsfirði og Þórshöfn. Gert er ráð fyrir að hraða lagningu flugbrautar við Sauðár- krók þannig að hún verði nothæf ekki siðar en árið 1974. Hin nýja flugbraut á Blönduósi verður á Hjaltabakkamelum, mjög nálægt Blönduósi, en verður þó i samræmi viö framtiðarskipu- lag bæjarins. Áætluð lengd hennar er 800 metrar með mögu- leikum til frekari lengingar siðar i a.m.k. 1200 metra. Gert er ráö fyrir að uppbygging flugvallar á ólafsfirði hafi algjöran forgang á næsta ári, en verkið mun verða fjárfrekara en reiknað var með i byrjun. Kostnaður getur orðið um 5 miljónir króna. Fjárfrekasta hafnarfram- kvæmdin verður 100 metra stálþil Framhald á bls. 15. Dagur sjómanna var haldinn hafíðlegur um allt land í fyrradag og um 15000 manns komu til að fylgjast með fjölbreyttri dagskrá í Nauthólsvíkinni. Veður var gott og siglingabyr á Foss- voginum var eins og bezt verður á kosið. Skemmtunin í Nauthóls- vík hófst kl. 14.00 á ræðum þeirra Lúðviks Jósepssonar ráðherra, Björns Guðjóns- sonar útgerðarmanns úr Vestmannaeyjum og Guð- jóns Ármanns Sveinssonar, skólastjóra Stýrimanna- skólans í Vestmannaeyj- um. Meðan á ræðuhöldum stóð var kappsigling á voginum og sigruðu þeir bræður Rúnar og Steinn Steinsen. Þeir sigldu á bát sem heitir Fireball. 1 kappróörinum sem kom strax á eftir sigruðu i kvennasveit starfsstúlkur frá frystihúsinu Is- birninum og i karlasveit sigruðu steinaldarmenn frá Vestmanna- eyjum en hún er skipuð mönnum er allir vinna i landi. Sjómenn af mb Val RE tóku þátt i kappróðr- inum og höfnuöu i 2. sæti, voru 4/10 úr sekúndu á eftir steinaldar- mönnum. 2 unglingasveitir kepptu einnig, önnur frá Mennta- skólanum i Reykjavik og hin frá Siglingaklúbbnum Siglunesi úr Reykjavik, sem bar sigur úr být- um. Þá var keppt i stakkastundi og björgunarsundi og sigraði Þor- steinn Geirharðsson i þeim báð- um. 1 öðru sæti varð Óli Valur Sigurðsson, stýrimaður á einu varðskipanna. Bátaleiga Kópavogsbæjar starfaði á sjómannadaginn með góðum ár- angri eins og sjá má. Þessi var heppinn að björgunarbáturinn var á næstu grösum og Ijósmyndarinn gladdist yfir „krassandi myndaverk- cfni”. Þessi hundur á þessum starfsmanni Sigluness 1 Kópavogi lif sitt að launa. Hann var á þvælingi i Fossvoginum hálsbandslaus og Kópavogs- lögreglan sem hefur verið iðin undanfarið við hundadráp var á hæluni hundsins er hann var þrifinn um borð i hraðbátinn og sett á hann háls- band. Greyið var nú samt hálfaumur og sjóveikur en hann lét sig hafa það og gladdist lifgjöfinni. Vonandi er hann nú kominn til sinna eig- enda. Koddaslagurinn vakti geysi- mikla kátinu að venju enda at- gangur þar hinn mesti. Landhelgisgæzlan var einnig með góða og vandaða dagskrá. Hin nýja þyrla gæzlunnar lenti á sjónum, hifði mann uppúr björg- unarbát og dró annan úr sjó. Þri r sjómenn voru heiðraðir að þessu sinni, þeir Halldór Jónsson, loftskm. á Lagarfossi, Sigurður Erlendsson, háseti á hafrann- sóknarskipinu Bjarna Sæmunds- syni, og Sigmundur Guðbjarts- son, vélstjóri. (G.S.P.).

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.