Þjóðviljinn - 05.06.1973, Blaðsíða 13
Þriðjudagur 5. júni 1973. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 13
JON CLEARY:
Sendi-
fulltrúinn
og hjá Malone og öllum öörum i
heiminum. En i dag gegndi ööru
máli, i dag var Leeds stirður og
áhyggjufullur á svip. En hann
ætlaði ekki aö gera Malone aö
neinum trúnaöarmanni, aöeins
skýra honum frá staðreyndum:
— Astralski sendifulltrúinn i
London, er John Quentin, eins og
þú veizt. Eöa hann gengur undir
þvi nafni núna. Áður hét hann
John Corliss. Undir þvi nafni átti
hann heima hér i Sydney fyrir
striöiö og vann hjá vatnsveitunni.
Hann giftist þýzkri flóttastúlku aö
nafni Freda Wiseman og þau áttu
heima i Coogee. Hann myrti hana
hinn 8. desember 1941 og siðan
hvarf hann. Um það leyti sem
morðið var framiö, voru blöðin
full af frásögnum af Pearl Har-
bour og það varð ekkert úr
fréttinni. Corliss gufaði einfald-
lega upp, og okkur tókst aldrei aö
finna hann. Hann leit á Flannery,
sem horfði á hann með illgirnis-
svip á bildóttu andlitinu. — Ekki
fyrr en nú.
Malone beið þess að Flannery
segði eitthvað, en forsætis-
ráðherrann þagði. Hann leit á
Leeds. — Hvernig höfðuð þið upp
á honum? Ég á við, hvernig
komuzt þið að þvi, að Quentin og
Corliss eru einn og sami maður?
Leeds leit á Flannery. Milli
rosknu mannanna tveggja var
einhver hugblær sem stóð i
sambandi við herbergið sem
mennirnir þrir sátu i. Malone
var ekki ónæmur fyrir
andrúmslofti, glæpir hertu
menn, hvort sem þeir stunduðu
þá eða reyndu aö koma i veg fyrir
þá, en þeir juku lfka næmi manna
fyrir ýmsu i umhverfinu. Og eitt
þeirra var andrúmsloftið: glæpa-
maðurinn eða lögregluþjónninn
sem var ónæmur fyrir þvi, átti
ekki visa velgengni i starfi.
Malone vissi sjálfur, að hann væri
ekki þarna staddur, ef lögreglu-
stjórinn hefði álitiö hann van-
hæfan.
Hann leit i kringum sig i her-
berginu meðan mennirnir tveir
háðu hið þögla einvigi. Þetta var
stór skrifstofa og alls staðar var
þefur af stjórnmálum og loftið
milli forsætisráðherrans og lög-
reglustjór. var lika gegnsýrt af
þeim. Samt hafði Leeds aldrei
verið pólitiskur lögreglumaður,
spilling var i hans augum verri
glæpur en morð. Malone hafði eitt
sinn heyrt hann segja við
nemendur sina i lögreglu-
Salon Gahlin
— Hvort heldur þú að skipti
meira máli, arfleifð eða um-
hverfi?
— Það fer nú mikið eftir þvi,
hve stór arfurinn er.
skólanum, að morö væri sjaldnast
framið með köldu blóði; spilling
ævinlega. Malone leit aftur á
Flannery sem leit á spillingu sem
nauðsyn i stjórnmálalifinu.
Gamli maðurinn daglaði fingri i
möppu sem lá á skrifborði hans.
— Það er allt þarna, undirforingi.
Skjalfest og ótvirætt. Það skiptir
ekki máli, hver kom okkur af
stað; aðalatriðið er að ábendingin
var rétt. Það gerðist fyrir missiri
og siðan hefur maður verið að
vinna að þessu fyrir mig.
— Einhver úr aðalstöövunum?
Malone leit á Leeds, en það var
Flannery sem svaraði.
— Ekki úr aðalstöðvum lög-
reglunnar. Or aðalstöðvum
flokksins. Einn af starfsmönnum
okkar. Hann hafði gaman af þvi,
sagði að það væri skemmtileg til-
breyting frá þvi að reyna að gizka
á fyrirætlanir kjósenda. Hann hló
öðrum hóstandi hlátri, en nú var
engu likara en Leeds hefði
sárnað.
Malone hikaði og honum fannst
þetta allt saman ótrúlegt. Svo lét
hann sig hafa það að spyrja, þótt
hann gæti átt á hættu að verða
sendur út i yztu myrkur eins og
stundum kom fyrir of hnýsna
leynilögreglumenn. Þeir voru
þjálfaðir i að spyrja spurningar,
en að visu ekki af æðsta manni
fylkisins.
— Hvers vegna var málið ekki
afhent morðdeildinni hjá okkur,
þegar þér fenguð ábendinguna I
upphafi, herra forsætisráðherra?
Leeds leit á Malone, og augna-
ráðið var i senn aðvarandi og
þakklátt. Hann hafði bersýnilega
sjálfur spurt sömu spurningar án
árangurs. En Flannery hafði alla
sina ævi vikið sér undan
spurningum, sem hann taldi sér
ekki skylt að svara.
— Við vildum vera vissir i
okkar sök, undirforingi. Ég hef
náð þessum árangri. — Hann
bandaði út i herbergið i kringum
sig, heimili stjórnmálamannsins.
Einhvers staðar i Sydney átti
hann konu og uppkomin börn, en
fjölskylda stjórnmálamanns i
Nýja Súður-Wales átti ekki að
vera i sviðsljósinu. — Ég hef náð
þessum árangri með þvi aö
hýggja á einni grundvallarreglu
— rægðu aldrei neinn nema þú
sért öruggur um staðreyndir.
Hann glotti.og glottið var hreint
ekki hlýlegt lengur, það var eins
og hann væri að maula bein
hundrað fallinna fjandmanna. —
London er annar af tveimur
mikilvægustu stoðum fyrir utan-
rikisþjónustu Astraliu. Það er
ekki hægt að ákæra sendifull-
trúann, sendiherra lands okkar
þar; það er ekki hægt að ásaka
hann fyrir að hafa myrt konu
sina, nema vera hundrað prósent
öruggur um allar staðreyndir.
— Og þessi...Malone vafðist
tunga um tönn; hann gat gert sér
i hugarlund hvernig hann væri
þessi fristunda-Maigret flokksins.
— Þessi stjórnmálastarfsmaður
er öruggur um allar staðreyndir?
Flannery hóstaði enn; kimni
hans lét i eyrum eins og lungna-
krabbi. — 1 tuttugu ár hefur
honum aldrei skjátlazt I
kosningaspá, ekki einu sinni um
aukakosningar. Bogni fingurinn
klóraði aftur i möppúna. — Hann
segist leggja lif sitt að veöi.
Malone gat ekki á sér setið: —
Mér virðist hann leggja lif annars
að veði, herra forsætisráðherra.
Augnalokin sigu lengra niður
fyrir augun; Malone sá fyrir sér
hvernig gamli haukurinn hjó i
hold hans, tætti sundur brjóstið til
að lita á hjartað i Malone, athuga
hvort á þvi væri stjórnmála-
stimpill sem gæti reynzt hættu-
legur. Svo lyftust augnalokin
aftur og hann leit á Leeds. — Ég
hélt þú hefðir sagt, að hann væri
bezti maðurinn þinn, Jack.
— Hann er bezti maðurinn I
þetta verk. Leeds sat enn i stól
sinum eins og á nálum.
— Hann er aðeins undirforingi.
Ég hefði haldið að þetta útheimti
að minnsta kosti yfirforingja,
jafnvel deildarstjóra.
— Þú fórst fram á leynd. Það
vottaði fyrir festu i hrjúfri rödd
Leeds, dálitið endurskin bjarm-
aði i augum Flannerys. — Það
gæti verið erfitt að fóðra viku eða
tiu daga fjarveru yfirmanns úr
glæpadeildinni. Einhver færi
örugglega að spyrja spurninea.
— Þessi undirforingi spyr
spurninga.
Malone fannst sem hann væri
húsgagn I herberginu: hluti af
húsgögnum Flannerys, búsáhald
sem átti að nota. Hann fann reiö-
ina ólga i sér, en hann hafði taum-
hald á henni.
— Ef Malone undirforingi hef-
ur virzt efablandinn gagnvart —
Leeds vaföist lika tunga um tönn
— starfsmanni þlnum, þá eru það
aðeins eðlileg viðbrögö. Atvinnu-
maðurinn vantreystir alltaf leik-
manninum. Ég hef heyrt þig
segja þetta sjálfan, á þingi.
— Þessi starfsmaður minn er
enginn leikmaður.
— Hann er áhugaleynilög-
reglumaður. Hann er ekki einu
sinni einkaspæjari. En hvaö sem
þvi líður, þá er ég viss um að Mal-
one undirforingi fellst á það að
loknum lestri skýrslunnar að
maðurinn hefur unnið vel. Leeds
leit á Malone. — Ég er búinn að
lesa hana. Þar er allt sem til þarf
fyrir handtöku.
— Og dómsúrskurð, sagði
Flannery.
— Við hugsum aldrei svo langt,
sagði Leeds og sýndi sjálfstæði
sitt. — Við tökum hann fastan
samkvæmt handtökuheimildinni
sem gefin hefur veriö út á nafnið
Corliss. Saksóknari rikisins sér
um hitt.
Flannery leit aftur á Malone,
var enn að róta i innyflum hans.
— Þaö veröur aö halda þessu
leyndu. Ekki orð við nokkurn
mann, ekki einu sinni eiginkon-
una.
— Ég er ókvæntur, forsætis-
ráðherra.
— Lánsami maður. En vitnið
ekki 1 mig. Ég er verndari Sam-
taka eiginkvenna. Hann hóstaði
og aftur birtist hlýlega brosið.
Flannery hafði tekið þá ákvörðun
aö treysta honum; hann fór að
leggja holdið á aftur, bút fyrir
bút. — Hvernig getum við fóðrað
þetta i deildinni þinni, Jack?
— Hann getur sótt um leyfi.
Leeds sneri sér að Malone. —
Hafðu það einkamál til að útskýra
flýtinn. Láttu ömmu þina vera að
deyja eð eitthvað slikt.
— Ég hef ekki notað það bragð
siðan i barnaskóla.
— Þú verður að fara lengri
leiðina. Fljúgðu til Perth og taktu
vél þaðan til Darwin. t Darwin
geturðu náð i flugvél til London.
Ef einhver fréttamaöur sæi þig
fara i Lundúnaflugvélina hér I
Sydney, þá færu þeir að snuðra
eins og óðir menn. En að fara til
Perth — tja, þar gæti hún amma
þin verið að deyja.
— Malone var enn dálitið ringl-
aður, en gat ekki stillt sig um að
bera fram enn eina spurningu: —
En af hverju öll þessi leynd, ráð-
herra?
Leeds leit aftur á Flannery:
Spurning handa þér, svaraðu
henni. Flannery haföi ekkert á
móti þvi: — Vegna þess að ef unnt
er vildi ég gjarnan að Quentin
yrði kominn aftur hingað til Sydn-
ey áður en handtaka hans er til-
kynnt. Mig langar til að veita
sjálfum mér þá ánægju að
hringja i tiltekinn mann og segja
honum það sjálfur. Sem snöggv-
ast umturnaði illgirnin á honum
andlitinu. Malone starði á hann
og hugsaði með sér: gamli þrjót-
ur, þú er sjálfur morðingi. — Ég
hef beðið lengi eftir þessu.
Leeds greip fram i með festu,
eins og hann væri að reyna aö
Lausn á siðustu
krossgátu
l = s, 2 = J, 3 = 0,4 = M, 5 = A,6 = N,
7 = D, 8 = G, 9 = U, 10 = R, 11 = Þ,
12 = E, 13 = Y, 14 = K, 15 = A, 16= L,
17 = T, 18 = 1, 19 = P, 20 = 0, 21 = Æ,
22 = F, 23 = Ð, 24 = Ú, 25 = 0, 26 = V,
27 = H, 28 = B, 29 = 1, 30 = Y.
Þ RIÐJUDAGUR
7.00 Morgunútvarp Veður-
fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10.
Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og for-
ustugr. dagbl.), 9.00 og
10.00. Morgunbæn kl. 7.45.
Morgunleikfimi kl. 7.50.
Morgunstund barnanna kl.
8.45: Helga Hjörvar endar
lestur sögunnar „Þaö er fill
undir rúminu minu” eftir
Jörn Birkeholm i þýðingu
Úlfs Hjörvar (4). Til-
kynningar kl. 9.30. Létt lög á
milli liða. Viö sjóinn kl.
10.25: Erla Salómonsdóttir
lyfjafræðingur talar um
geymslu á slitnum humri
(endurt. þáttur). Morgun-
poppkl. 10.40: Hljómsveitin
Colosseum leikur og syngur
og Dawn syngur. Fréttir kl.
11.00 Hljóm plöturabb
(endurt. þáttur Þ.H.)
12.00 Dagskráin. Tónleikar.
Tilkynningar.
12.25 Fréttir og veöurfregnir.
Tilkynningar.
13.00 Eftir hádegiö Jón B.
Gunnlaugsson leikur létt lög
og spjallar viö hlustendur.
14.30 Siödegissagan: „Páfinn
situr enn i Róm” eftir Jón
Óskar Höfundur les (7).
15.00 Miödegistónleikar: Tón-
list eftir Schumann Geza
Anda leikur á pianó
Sinfóniskar etýður op. 13.
Irmgard Seefried syngur
nokkur lög. Erik Werba
leikur á pianó. Lamar
Crowson og Pro Arte kvar-
tettinn leika Pianókvintett I
Es-dúr op. 47.
16.00 Fréttir
16.15 Veðurfregnir. Til-
kynningar.
16.25 Popphorniö.
17.10 Tónleikar
18.00 Eyjapistill, Bænarorö,
Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Tilkynningar.
19.20 Avarp forseta tslands á
alþjóöa umhverfisverndar-
deginum.
19.25 Fréttaspegill
19.35 Umhverfismál Magnús
Torfi Ölafsson mennta-
málaráðherra talar.
19.50 Barniö og samfélagiö
Pálina Jónsdóttir talar við
Gyðu Sigvaldadóttur fóstru
um dálæti barna á bundnu
máli (Aður útv. 30. jan. s.l.).
20.00 Lög unga fólksins Ragn-
heiður Drifa Steinþórsdóttir
kynnir.
20.50 tþróttir Jón Asgeirsson
sér um þáttinn.
21.10 Dönsk tónlist Konung-
lega danska hljómsveitin
leikur lög úr „Alfhól” op.
100 eftir Friedrich Kuhlau,
Johann Hye-Knudsen
stjórnar.
21.45 „Pernille”, smásaga eft-
ir Herman Bang Edda
Scheving les. Ingibjörg
Jónsdóttir þýddi.
22.00 Fréttir
22.15 Veðurfregnir Rannsókn-
ir og fræöi Jón Hnefill Aöal-
steinsson fil.lic. ræöir við
Gisla Gestsson safnvörð.
22.45 Harmónikulög Raymond
Siozade leikur ásamt sveit
sinni.
23.00 A hljóöbergi Enska leik-
konan Celia Johnson les
„Time Passes” úr bókinni
„To the „Lighthouse” eftir
Virginiu Woolf.
23.35 Fréttir i stuttu máli.
Dagskrárlok.
Þ RIÐJUDAGUR
20.00 Fréttir
20.25 Veður og auglýsingar
20.30 Skuggarnir hverfa
Sovézk framhaldsmynd. 4.
þáttur. Mariuklettur
Þýðandi Lena Bergmann.
Zakhar búsformaður hefur
boðiö til brúðkaupsveizlu.
Frol hefur skipulagt
brúðarrán að undirlagi
Ustins og Serafinu. Hann
nemur Stestjku á bortt,
þegar veizlan stendur sem
hæst, og flytur hana heim til
sin. Serafina og Ustin eiga i
miklu striði við son sinn,
sem hrifst af hugmyndum
byltingarmanna og hlýðir
fööur sinum i engu. Útvarp
er sett upp i þorpinu, og
Natalja, dóttír Filips, gefur
útvarpsvirkjanum hýrt
auga.
21.45 Orlof og útihátlö
Umræðuþáttur, sem dr.
Kjartan Jóhannsson stýrir.
Rætt verður um tvö
málefni, sem nú eru á döf-
inni, nýtt orlofskerfi, sem
gekk i gildi 1. mai siöast-
liðinn, og „Vor i dal”, þ.e.
útihátið i Þjórsárdai um
hvitasunnuhelgina, sem
Ungmennafélag tslands og
tvö aðildarfélög þess sjá
um.
22.25 tþróttir Umsjónarmaður
Ömar Ragnarsson.
Dagskrárlok óákveöin.
Höfum ávallt fyrirliggjandi allar stærðir skraut-
hringja á hjólbarða, bæði alhvíta og hvíta meS
svartri rönd.
Sendum gegn póstkröfu hvert á land sem er.
GÚMMÍVINNUSTOFAN H.F.
Skipholti 35 — Reykjavík — Sími 30688