Þjóðviljinn - 05.06.1973, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 05.06.1973, Blaðsíða 10
10 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 5. júnl 1973. Vals-menn misnotuðu beztu marktækifærin Ilirgir Einarsson (10) og Helgi Benediktsson (7) I baráttu viö ólaf Ólafsson miövörð KR og Arna Steinsson (liggjandi) (Ljósm. Gunnar Steinn). CC-keppnin í golfi Jóhann sigraöi bæði með og án forgjafar En sigruðu KR samt 2:0 í skemmti- legum leik Sjaldan hefur maöur séð lið fara eins illa með til- valin marktækifæri og Vals-liðið gegn KR á sunnudagskvöldið. Einkum var þaö i fyrri hálfleik sem Vals-menn misnotuðu góð færi. Það hefði ekki verið nein heppni þótt staðan hefði verið 3:0 eftir fyrstu 15 mínútur leiksins. Her- mann Gunnarsson var þá tvivegis búinn að standa fyrir markinu miðju á stuttu færi, en lét verja hjá sér, og Helgi Ben. komst einn innfyrir KR-vörnina, en hitti ekki markið. Tví- vegis í síðari hálfleik átti Hermannopin færi, en mis- tókst hrapalega. Hann hefði einhvern timann ekki þurft betri færi en þessi til að skora. KR-ingarnir áttu mjög góð marktækifæri í síðari hálfleik og voru bæði klaufskir og óheppnir að jafna ekki þegar staðan var 1:0, og þeir skoruðu meira að segja mark sem dæmt var af einhverra hluta vegna, en úr stúkunni séð var ekkert ólöglegt við þetta mark. Vals-menn sóttu mjög stift fyrstu 30 minútur leiksins. Þeir áttu á fyrstu minútunum mörg góð skot bæði af stuttu og löngu Framhald á bls. 15. Á laugardaginn lauk CC- keppni hjá Golfklúbbi Reykjavíkur en það er opin 72ja holu keppni með og án forgjafar. Ungur golf- leikari Jóhann Ö. Guð- mundsson sigraði þarna bæði með og án forgjafar og mun það aldrei hafa verið leikið áður í þessu móti sem er eitt elrta golf- mót sem haldið er hér á landi. Jóhann vann keppnina með forgjöf nokkuð auðveldlega, en hann þurfti að heyja mikla ogtvísýna keppni vrð Einar Guðnason til að tryggja sér sigur án forgjafar. Jóhann fór 36 holur I keppninni meö forgjöf á 144 höggum, en annar varö Ólafur Bjarki á 151 höggi, en hann var jafn Atla Ara- syni eftir 36 holur. 1 úrslitakeppni sigraöi svo Ólafur á fyrstu braut. 1 keppninni með forgjöf vakti ungur piltur Hannes Eyvindsson mikla athygli, en hann keppti sem gestur og fór 36 holurnar á 147 höggum. t keppninni án forgjafar komst enginn nálægt þeim Jóhanni og Einari. Þegar þeir hófu keppnina á siðustu 18 holunum hafði Jóhann 3ja högga forskot. Eftir 9 holur haföi Einar unniö þau upp, og þegar 3 holur voru eftir hafði Einar 2ja högga forskot. En á 17. holu tapaði hann þeim niður, og þeir voru þvi jafnir þegar kom aö slðustu holunni, og þeir fóru hana báðir á 4 höggum og voru þvi jafnir með 314 högg að loknum 72 holum. Þeir hófu þvi úrslitakeppni, og enn voru þeir jafnir eftir 1. 2. og 3. holu, en á 4. holunni náði svo Jóhann að sigra og sigraði þvi bæði með og án forgjafar, og er það afrek sem ekki hefur verið leikið áður. í 3ja sæti varð Loftur ólafsson á 323höggum, 4. varð Jóhann Bene- Jóhann ó. Guömundsson. diktsson á 325 höggum og 5. Óskar Sæmundsson á 330 höggum. 1 allt tóku 60 manns þátt i keppninni sem fór fram sl. fimmtudag, föstudag og laugar- dag. Einar Guönason. Golf — Golf — Golf 5 af 6 hafa veriö valdir í landsliöið Eins og óður hefur veriö sagt frá f Þjóðviljanum tekur islenzka iandsiiöið i golfi þátt i Evrópukeppninni sem fram fer á Algarve-golfvellinum i Portúgal 28. júnf tii I. júli n.k. Landsliðið verður skipað 6 mönnum og nú þegar hafa 5 verið valdir, en það eru: Loftur Ólafsson NK Einar Gunnarsson GR Björgvin Þorsteinsson GA Óttar Yngvason GR Þorbjörn Kjærbo GK Golfsambandiö mun vera i nokkrum vandræðum með að velja 6. manninn, enda keppnistímabilið hér nýhafið. Þcir sem koma hclzt til greina i 6. sætiö eru Gunnlaugur Kagnarsson, Óskar Sæmunds- son, Jóhann Benediktsson, Júiius R. Júliusson og Jóhann Ó. Guðmundsson. Þá þarf einnig aö velja 2 varamenn ef cinhver þeirra sem valdir hafa veriö i liðið getur ekki farið þegar þar að kemur. Akvörðun um val 6. manns hlýtur þó aö veröa tekin alveg á næstunni, enda styttist óöum þar til liðið fer utan og eins með landsliðsæfingar i huga.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.