Þjóðviljinn - 17.06.1973, Page 3
Suimudagur 17. júni 1973. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3
Hálfnað er verk
þá hafið er
Rikisstjórnin hefur nú tilkynnt
bandariskum stjórnvöldum þá
ákvörðun sina aö hafin verði
endurskoðun á varnarsamningn-
um svokallaða frá 1951, og fasta-
ráði Atlanzhafsbandalagsins
hefur verið sent afrit af þeirri til-
kynningu. Þar með er komið að
þvi að hafin sé framkvæmd á einu
veigamesta atriöi stjórnarsátt-
málans, fyrirheitinu um brottför
hersins. Öþarft ætti að vera að
minna á að þetta fyrirheit var ein
af helztu forsendum stjórnarsam-
starfsins; án þesshefði núverandi
rikisstjórn aldrei verið mynduö:
Það er sameiginleg skuldbinding
stjórnarflokkanna allra að standa
einhuga saman um framkvæmd
þeirrar ákvörðunar að bandariski
herinn sem hér hefur dvalizt i
meira en tvo áratugi hverfi á
brott á kjörtimabilinu.
Astæða er til að rifja upp orða-
lag þeirrar stefnumörkunar sem
stjórnarflokkarnir allir skuld-
bundu sig til þess að framkvæma,
vegna þess að sumir stjórnarand-
stæðingar hafa lagt stund á að
hártoga hana og túlka á hinn fjar-
stæðukenndasta hátt. Sameigin-
leg stefna stjórnarflokkanna er
þessi:
,, Varnarsa ni ningur inn við
Bandarikin skal tekinn til endur-
skobunar eða uppsagnar I þvi
skyni, að varnarliðið hverfi frá
tsiandi i áföngum. Skal að þvi
stefnt, að brottför liðsins eigi sér
stað á kjörtimabilinu”.
Þessi ákvæði eru einkar skýr.
Það er sameiginleg ákvöröun
stjórnarflokkanna að bandariski
herinn hverfi af landi brott I
áföngum og skal stefnt að þvi að
þeim brottflutningi verði lokiö
ekki siöar en fyrri hluta árs 1975.
Til þess að ná þvi marki verða
fyrst teknar upp viðræður við
Bandarikjastjórn um fyrirkomu-
lag þessa brottflutnings, og að
óreyndu er engin ástæða til þess
að ætla að þær viðræður þurfi að
verða árangurslausar. Bandarisk
stjórnvöld hafa sjálf verið að
leggja niður herstöðvar viða um
lönd á undanförnum árum; meðal
almennings i Bandarikjunum og
á Bandarikjaþingi er vaxandi
andstaða gegn herstöðva-
stefnunni, studd pólitiskum, efna-
hagslegum og herfræðilegum
rökum, og vitað er að innan sjálfs
hermálaráðuneytis Banda-
rikjanna hafa i allmörg ár verið
uppi hugmyndir um það að leggja
herstöðina i Keflavik niður. Að
sjálfsögðu myndu Islendingar
kjósa að herinn hyrfi á brott i
góðu samkomulagi við bandarisk
stjórnarvöld, og á það verður lát-
ið reyna á næstu sex mánuöum
hvort slik niðurstaða fæst. Fari
hins vegar svo að slikt samkomu-
lag náist ekki, hafa stjórnar-
flokkarnir sameiginlega ákveðið
að samningunum frá 1951 verði
sagt upp; þeir falla þá úr gildi á
einu ári og herinn verður að vera
á brott innan þess tima.
Auövitað sker alþingi úr um
þessi mál eins og allar aðrar
ákvarðanir rikisstjórnarinnar.
Málefnasamningurinn frá 14da
júli 1971 er hins vegar bindandi
skuldbinding stjórnarflokkanna
allra um að nota þingmeirihluta
sinn til þess aö framkvæma þá
stefnu sem i samningnum felst,
þar á meðal ákvæöið um brottför
hersins. Það er tilefnislaus ósk-
hyggja stjórnarandstæðinga aö
einhverjir þingmenn stjórnar-
flokkanna bregðist þeim skuld-
bindingum sinum.
Einu tengslin
Um það var gert samkomulag
þegar stjórnin var mynduð að
landhelgismálið skyldi ganga
fyrir; formlegar samningaviö
ræður um brottför hersins skyldu
ekki hefjast fyrr en eftir að búiö
væri að stækka landhelgina i 50
milur. Annir vegna landhelgis-
málsins hafa m.a. valdið þvi aö
dregizt hefur lengur en æskilegt
hefði verið að hefjast handa um
framkvæmd á samkomulaginu
um brottför hersins. Atvikin hafa
siðan hagað þvi svo aö formleg
tilkynning um endurskoðun her-
námssamningsins var send
skömmu eftir að Bretar hófu
hernaðarinnrás sina og ofbeldis-
verk innan islenzkrar lögsögu.
Þessi tilviljun hefur leitt til þess
að ýmsir fréttaskýrendur,
einkanlega erlendir blaðamenn,
hafa tengt þessi tvö mál saman og
halda þvi nú fram að hernáms-
málið sé notað af islenzkum
stjórnvöldum sem hótun vegna
hernaðarinnrásar Breta;
tsiendingar boði að herstöðin á
Miðnesheiði verði lögö niður ef
Bretar láti ekki af ofbeldisverk-
um sinum.
Hér er um algera rangtúlkun aö
ræða. Ákvörðunin um að endur-
skoðun hernámssamningsins
skyldi hafin i júni var tekin innan
rikisstjórnarinnar alllöngu áður
en til hernaðarinnrásar Breta
kom, og þvi er ekkert samhengi
milli þeirra atburða. Hér er um
tvö aðskilin mál að ræöa, og um
þau kemur enginn kaupskapur til
greina. Islendingar falla ekki
frá ákvörðun sinni um brottför
hersins gegn þvi að Bretar og
Vestur-Þjóðverjar viðurkenni
fiskveiðilögsöguna, né heldur
verður fallið frá stækkun land-
helginnar gegn þvi aö Banda-
ríkjarnenn fjarlægi dáta sina af
Miðnesheiði. Einu tengslin milli
þessara mála eru þau, að bæöi
eru framkvæmd á þeim ásetningi
stjórnarflokkanna að efla sjálf-
stæði þjóðarinnar, stjórnarfars-
legt og efnahagslegt.
Hitt er svo annað mál að
tslendingar hafa að undanförnu
kynnzt þvi i verki hvers virði
„vernd” sú er sem bandariski
herinn þykist veita. Dátarnir á
Miðnesheiði eru hvorki látnir
hreyfa legg né lið þótt Islendingar
séu beittir hernaðarofbeldi, full-
veldi þjóöarinnar skert og
traðkað á islenzkum lögum. Þess
i stað er flugstjórnarmiðstöðin á
Keflavikurvelli notuö til þess aö
leiðbeina brezku njósnaflugvél-
unum sem dag hvern snuðra yfir
fiskimiðum okkar. Engum manni
meö heilbrigða dómgreind ætti
lengur að dyljast að bandariski
herinn á tslandi tekur nú þátt i aö
vernda sérréttindi stórvelda gegn
baráttu smáþjóðar fyrir lifshags-
munum sinum.
//Að ekki kæmi ti
mála. .
Þegar framkvæmd hefst á
samkomulagi stjórnarflokkanna
um brottför hersins má vænta
mikilla vanstillingarviðbragða
hjá þeim mönnum sem gerzt hafa
handgengnir hinu erlenda liði,
einkanlega ritstjórum Morgun-
blaðsins og fremstu liðsoddum
Sjálfstæðisflokksins. Allt frá þvi
að núverandi rikisstjórn var
mynduð hefur ákvæðið u'm brott
för hersins verið eins og fleinn i
holdi þeirra; tilfinningalif þeirra
hefur reynzt bundnara banda-
riskum valdsmönnum og NATÖ
en eðlilegum islenzkum viðhorf-
um. Eitt þeirra sjónarmiða sem
klifað hefur verið á er sú kenning
að ekki megi veikja Atlanzhafs-
bandalagið, þegar framundan séu
viðræður milli hernaðarkerfa
risaveldanna um öryggismál
Evrópu, gagnkvæma fækkun
herafla og valdajafnvægi.
Naumast verður hugarheimur
Eftir
Magnús
Kjartansson
Fyrirheitið um
brottför hersins
er forsenda
stjórnarsam-
starfsins, og
frá þvi verður
ekki hvikað
þeirra manna talinn rismikill
sem lita á þjóð sina sem peö I
valdskák hinna kjarnorkuvæddu
bergrisa, og kom greinilega i ljós
hvert slik hugsun leiðir þegar
Benedikt Gröndal, varaformaður
Alþýðuflokksins, tók sér fyrir
hendurað réttlæta innrás Rússa i
Tékkóslóvakiu með þeim rökum
aö hún stuðlaði að valdajafnvægi.
Hitt er svo annaö mál að þvi fer
fjarri að ákvörðunin um brottför
hersins brjóti i bága við þær
skuldbindingar sem á okkur voru
lagðar með aðildinni að Atlanz-
hafsbandalaginu. Þeir þrir ráö-
herrar sem fóru til Banda-
rikjanna snemma árs 1949 til þess
að kanna forsendurnar fyrir aðild
tsiands að bandalaginu komu
aftur meö yfirlýsingu sem utan-
rikisráðherra Bandarikjanna,
Dean Acheson, hafði birt þeim
fyrir hönd aðildarrikjanna.
Bjarni heitinn Benediktsson flutti
hana á þingi 29da marz 1949 og
var hún á þessa leið:
,,1) Að ef til ófriöar kæmi
mundu bandalagsþjóöirnar óska
svipaðrar aðstöðu á Islandi og
var i siðasta striði, og aö þaö
mundi algjörlega vera á valdi
lslands sjálfs, hvenær sú aöstaða
yröi látin I té.
2) Að allir aðrir samningsaöilar
heföu fullan skilning á sérstöðu
tslands.
3) Aö viðurkennt væri, að
Island hefði engan her og ætlaði
ekki að stofna her.
4) Aö ekki kæmi til mála, aö
erlendur her eöa herstöövar yröu
á tslandi á friöartimum.”
1 samræmi við þetta var þvi
haldið fram i umræðunum á þingi
að aðildin að Atlanzhafsbanda-
laginu væri sérstök trygging fyrir
þvi aö tsland yröi aldrei hersetiö
á friöartimum, hvorki af aöildar-
rikjum bandalagsins né rikjum
utan þess. Herseta átti aðeins að
vera hugsanleg ,,ef til ófriðar
kæmi” og þá samkvæmt einhliöa
ákvörðun Islendinga sjáifra.
Þessum forsendum hefur aldrei
verið breytt, hvorki af hálfu
Atlanzhafsbandalagsins né is-
lenzkra stjórnarvalda. Hernámiö
1951 var rökstutt með þvi að bráö
hætta væri á þvi að striðið i Kóreu
breyttist I heimsstyrjöld; það
væri „ill nauðsyn” og þvi yrði af-
létt um leiö og friðvænlegra yröi.
Ég spurði Bjarna heitinn Bene-
diktsson margsinnis að þvi á
þingi hvort þetta grundvallar-
sjónarmið hans væri ekki óbreytt,
að aflétta skyldi hernáminu
þegar Islendingar sjálfir teldu
þaö timabært, og hann kvað ævin-
lega já við. Það er ekki fyrr en
með arftökum hans að það er
talið til hugsjóna að tslendingar
skuli hernumdir um aldur og ævi
og þær landráðakenningar birtast
Morgunblaðinu að bandariski
herinn eigi að halda stöðvum sin-
um meö ofbeldi ef aiþingi ákveði
brottför hans.
Aö afsanna í verki
önnur og enn frumstæðari
áróðursaðferð er sú kenning að
Island sé mjög mikilvægt frá
hernaöarlegu sjónarmiði séð, hér
megi ekki skapast „tómarúm”
eins og það er orðað — þá muni
Rússar á svipsundu koma og fylla
það. Engir hafa afsannað þessa
kenningu rækilegar i verki en
bandarisk yfirvöld með fram-
kvæmd hernámsins sjálfs.
Fyrstu árin eftir hernámið voru
uppi hugmyndir um það að gera
Island að mjög öflugu bandarisku
vighreiðri. Auk stööva þeirra sem
komið var upp þegar i stað á öll
um landshornum voru geröar á-
ætlanir um mikinn hernaðarflug
völl á Rangárvöllum, fullkomna
herskipahöfn við suðurströndina
lægi fyrir kjarnorkukafbáta,
sprengt inn i fjöll við Hvalfjörð,
og gerður var formlegur
samningur um herskipahöfn i
Njarövikum. Þannig átti að gera
tsland að meiriháttar árásarher-
stöð, útvarðstöð á Norðuratlanz
hafssvæðinu öllu. En Bandarikja
menn og erindrekar þeirra voru
ekki einir um hituna á þessum ár
um frekar en nú. Andstaðan gegn
hernáminu var öflug og fór si-
vaxandi. Fyrir kosningar 1956 var
svo komið að þingmenn Fram-
sóknarflokksins og Alþýðu-
flokksins samþykktu ásamt þing-
mönnum Alþýðubandalagsins
ályktunartillögu þess efnis að
herinn skyldi hverfa af landi
brott, og þessir þrir flokkar
mynduðu siðan rikisstjórn sem
hét þvi að framkvæma tillöguna,
Við það fyrirheit var að visu ekki
staðið, en engu að siður urðu
þessir atburðir til þess að banda-
riskir valdamenn töldu stjórn-
málaástandið hérlendis of
ótryggt fyrir sig. Þeir brugöu á
það ráð aö falla frá öllum hinum
stórfelldu herstöðvaáformum
hérlendis en koma i staðinn upp
kjarnorkuherstöðvum á Græn-
landi. Þetta urðu einhver örlaga-
rikustu umskipti i nútimasögu
Islendinga þótt of fáir hafi veitt
þeim verðuga athygli.
Eftir þetta tóku Bandarikja-
menn sjálfir að draga úr
hernaöarumsvifum á tslandi.
Nokkrum árum siðar kölluðu þeir
sjálfir heim (þrátt fyrir mótmæli
viðreisnarstjórnarinnar) þær
deildir úr landher og flugher sem
hér höföu verið „til varnar”. Siðan
lögðu þeir niður herstöövar sinar
á norðausturlandi og á Vestfjörð-
um og héldu áfram að takmarka
umsvif sin á Miðnesheiði. Þótt á
Keflavikurflugvelli séu nú yfir
þrjár þúsundir Bandarikja-
manna, eru i þeim hópi aðeins
rúmlega 100 menn, sérþjálfaðir i
vopnaburði, og 14 orustuflug-
vélar. Þetta er öll „verndin”.
Fátt sýnir betur að bandariskir
ráðamenn taka öllum öðrum
minna mark á þeim áróöri hinna
litilsigldu i andanum að Rússar
hafi hug á að fylla upp i
„hernaöarlegt tómarúm” á
Islandi.
Island er nú einvörðungu notað
sem njósnastöö; héðan er fylgzt
með ferðum sovézkra kafbáta,
skipa og flugvéla á Noröur-
Atlanzhafi. Þessar njósnir eru aö
sjálfsögöu gagnkvæmar, en þær
trufla á engan hátt tiihugalif risa-
veldanna beggja um þessar
mundir. Þegar tekizt hafa þær
ástir samlyndra hjóna sem að er
stefnt þyrfti engum að koma á
óvart þótt lagt yröi til að Banda-
rikjamenn og Sovétmenn fengju
sameiginieg afnot af Miðnes-
heiði! Það eru ekki ýkja mörg ár
siðan sovézk könnunarvél fékk að
athafna sig vikum saman á
Keflavikurflugvelli i boði banda-
risku herstjórnarinnar.
Átumein
Þróun siðustu ára hefur breytt
öllum röksemdum kalda striðsins
fyrir herstöð á lslandi i fáránlegt
skop. Eftir stendur sú staöreynd
að herstöðin er nú sem fyrr and-
stæð þjóðlegum hagsmunum
okkar, skerðing á fullveldi okkar
og sjálfstæöri utanríkisstefnu.
Hún var upphaflega liöur i sókn
bandariskra valdamanna til
heimsyfirráða; hún er nú hugsuð
sem skiptimynt i samningum
risaveldanna um áhrifasvæði.
Islendingar hafa aldrei átt neina
eðlilega samieið meö heims-
valdastefnu Bandarikjanna:
okkur hlýtur eins og öðrum smá-
þjóðum að hrjósa hugur við þeirri
sundurhlutun hnattarins i valda-
svæði sem nú er stefnt að á
kostnað smáþjóðannaj sem vopn-
laus friðarþjóð hljótum við fyrst
og fremst að eiga samleið með
þeim afskiptu rikjum sem sækja
rétt sinn i greipar hinna voldugu
— þeim rikjum sem á sjálfsagðan
hátt og óbeðin hafa gerzt sam-
herjar okkar i landhelgismálinu.
Af öllurú' þessum ástæðum
hljótum við að einbeita okkur að
þvi verkefni sem nú er hafið,
endurskoðun hernáms-
samningsins i þvi skyni að herinn
hverfi af landi brott á kjörtima-
bilinu. En við skulum jafnframt
muna eftir öðru. Hernámið hefur
alla tið verið átumein i þjóðfélagi
okkar. A timabili kalda striðsins
sundraði það þjóðinni i andstæðar
fylkingar, tortryggnar og heiftar-
fullar, dró úr samheldni lands-
manna og getu okkar til átaka.
Þótt veruleg breyting hafi orðið,
eitrar hernámið enn hugarfar
manna, tvistrar og lamar. Hér
verður ekki eðlilegt, heilbrigt
andrúmsloft fyrr en herinn er
farinn og Islendingar búa einir og
frjálsir i landi sinu. Einnig af
þessari ástæðu er þjóðinni það
knýjandi nauðsyn að fullkomna
það verk sem nú er hafið.