Þjóðviljinn - 17.06.1973, Qupperneq 7
Sunnudagur 17. júni 1973. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7
Siguröur Blöndal
fá hugmynd um árlega viökomu.
Miklu flóknara mál er fyrir fiski-
fræöinga að ákvaröa stærð fisk-
stofna og árlega viökomu. Þetta
hefir þeim þó tekizt meö
rannsóknum á löngum tima. Út
frá þeirri vitneskju, sem þeir
hafa aflað sér, gefa þeir upp, hve
mikið megi veiða, án þess aö
stofninn rýrni.
1 jurtarikinu getur veriö dálitið
erfitt að ákvarða, hvað teljast
skuli höfuðstóll, þegar um er að
ræða jurtir, einærar eða f jölærar,
þar sem sá hlutinn, er ofanjarðar
grær, fellur til jarðar að hausti.
Ég ræði þennan vanda ekki
frekar að sinni, en kem að honum
siðar.
Grundvöllur aö skóga-
búskap
Norður- og Miö-Evrópu
Þegar um tré er að ræða, er
auðvelt að segja, hver höfuð-
stóllinn er. Hann er mælanlegur
og vextirnir lika, hinn árlegi
viðarvöxtur: einn árhringur
þvers, einn ársproti langs. Viða
um lönd hafa menn mælt þessar
stærðir trjáa og skóga og dregið
af þeirri vitneskju nauðsynlegar
ályktanir.
Skógabúskapur Norður- og Mið-
Evrópu er bezta dæmi, sem ég
þekki um skynsamlega nýtingu
lifandi auðlinda. Kjarni þessa
erindis er að skýra ofurlitið frá
honum. Frásögn min miðast við
Norðurlönd, einkanlega Noreg,
sem ég þekki bezt til.
t þessum löndum hefir sú
skoðun hlotið staðfestingu i lög-
gjöf, að skógurinn sé ævarandi
eign þjóðarinnar, en ekki einnar
kynslóðar. Fyrir þvi leyfist ein-
staklingum ekki að höggva
Þcssi loftmynd.sem er tekin sumarið 1955, sýnir útjaðarinn á Hallormsstaöaskógi við Hafursá. Hinn
gifurlegi munur á gróðri utan og innan girðingarinnar er gerður að umtalsefni i greininni. Óviöa á landi
hér cr munurinn á friðuðu og ófriðuðu landi jafn skýr. (Ljósm. Ágúst Böðvarsson)
Skynsamleg
nýting lifandi auölinda
Sibersku lerki plantað i Mjóanesi I iandi sem fyrrum var vaxið birki-
skógi, en er nú svipaö á sig komið og landiö utan girðingarinnar á 1.
mynd. Með friöun landsins og þessari plöntun er endurreisn gróður-
landsins hafin. Lerki hefur svipuð áhrif á undirgróður og birki. (Ljósm.
greinarhöfundur)
Eftir SIGURÐ BLÖNDAL,
skógarvörð, Hallormsstað
Útvarpserindi
flutt í þættinum
„Umhverfismál"
þann 5.
marz s.l.
Skýrgreiningar
Skýrgreinum fyrst hugtökin,
sem notuð eru i fyrirsögn þessa
erindis.
Með hugtakinu „lifandi auð-
lindir” er átt við plöntu- og dýra-
riki, sem lifir og vex og mennirnir
nýta sér til framfæris.
Með hugtakinu „skynsamleg
nýting” er átt við það, að þessi
gæði, hin lifandi auðlind, varð-
veitist um alla framtið og skili
hverju sinni sem mestum vöxtum
af þeim höfuðstóli, sem um er að
ræða.
Fyrsta boðorð skynsamlegrar
nýtingar er sú gamla bú-
hyggindaregla að lifa aðeins á
vöxtunum, en láta höfuðstólinn
óskertan.
Forsenda þess að geta hlýtt
þessu boðorði er þekking á þvi,
hvað höfuðstóllinn er stór og hve
mikla vexti hann gefur. Þetta er
ákaflega mismunandi i lifrikinu,
hvort sem litið er til jurta- eða
dýrarikis.
Þegar rætt er um höfuðstól i lif-
rikinu, er auövitað sitthvað á
reiki. 1 dýrarikinu er ákvörðun
hans oft nokkuð einföld, þar sem
við höfum ákveöna stofnstærð.
Tökum t.d. islenzka hreindýra-
stofninn, sem er mjög einfalt
dæmi. Árlega er reynt að telja
hann. Með þvi að bera saman
talningu frá ári til árs er hægt að
skóginn að vild, þótt þeir „eigi”
hann i orði kveðnu. 1 Noregi er þó
hvorki meira né minna en 70% af
flatarmáli skóglendis i „eigu”
einstaklinga, þar á meðal ýmis
beztu skóglendi lansins. Er þetfa
sennilega hæsta hlutfall einka-
eignar á skóglendum i heimi.
Ströngu opinberu eftirliti hefir
verið komið á i þessum löndum til
þess að tryggja skynsamlega
nýtingu skógarins. Þetta er fag-
legt eftirlit og dómi þess veröur
ekki áfrýjað. Samhliða er
kappsamlega unnið að fræðslu á
þvi, hvernig hin skynsamlega
nýting fari fram. Haldið er uppi
mörgum skógræktarskólum, sem
ýmist eru reknir af riki eða fylkj-
um, svo að dæmiö sé enn
Noregur. Landssamband skóg-
ræktarfélaga gengst fyrir við-
tæku námskeiðahaldi og útgáfu-
starfsemi. öll þessi starfsemi
hefir leitt til þess, aö fagleg
þekking skógareigenda stendur á
mjög háu stigi almennt. Vegna
hennar, reynist hið opinbera
aðhald einstaklingnum sársauka
laust.
Stöldrum nú við og athugum
þann grundvöll, sem hið opinbera
skógaeftirlit starfar á.
Fyrst er þar til að taka, að
nákvæm úttekt hefir farið fram á
öllum skógi landsins. Sú úttekt
hefst á gerð skógakorta, þar sem
eftirfarandi atriði eru kortlögð:
1. Flatarmál skóganna i heild
og flatarmál einstakra trjá-
tegunda innan þeirra.
2. Flatarmál einstakra gróður-
hverfa. Skógurinn er greindur
sundur i mismunandi gróður-
hverfi. Hvert þeirra einkennist af
tiltekinni tegundaskiptingu allt
frá mosum og skófum upp i tré af
ýmsum tegundum. Kappkostað
er að varðveita þessi gróður-
hverfi sem likast þvi, er náttúran
sjálf hefir látið þau þróast.
Þannig getum við talaö hér um
hagnýta vistfræði.
3. Mælt er viðarmagn skógarins
alls og einstakra trjátegunda.
4. Mældur er árlegur viðar-
vöxtur skógarins alls og ein-
stakra trjátegunda.
5. Rannsakaður er aldur
skógarins og trjánum skipað i
nokkra aldursflokka.
Hér er lokið fyrsta þætti, sem er
úttekt á þvi ástandi, sem er.
Næsti þáttur er rannsókn á þvi,
sem gæti verið, ef skilyrði
náttúrunnar væru nýtt eins vel og
kostur er. Sú rannsókn felur fyrst
og fremst i sér eftirfarandi þætti:
1. Hve mikill getur viðarvöxtur
hinna ýmsu trjátegunda verið i
hinum ýmsu gróðurhverfum og i
ýmsum landshlutum i mis-
munandi hæð yfir sjávarmáli.
2. Á hvern hátt er hagkvæmast
að endurnýja skóginn.
3. Hvernig á að grisja hann, svo
að hann gefi hámarksuppskeru,
þ.e. viðarvöxt, sem mældur er i
rúmmetrum á hektara.
4. Hvað er skynsamlegt að láta
skóginn i hinum ýmsu gróður-
hverfum og landshlutum verða
gamlan. Þetta fer raunar mjög
eftir þvi, hvaða efnahagslegt
markmið ræktun skógarins hefir
verið sett. Sjónarmið einkafjár-
magnsins miðast þannig við að fá
sem hæsta vexti af þvi fjármagni,
sem i ræktunina er lagt. önnur
sjónarmið geta rikt, t.d. fram-
leiðsla viðar með sérstaka eigin-
leika, sem þjóðfélagið þarfnast,
en tekur lengri tima og gefur ekki
hámarksarð.
Rannsóknir taka
langan tíma
Rannsókn þessara þátta er ekki
hrist fram úr erminni i einu vet-
fangi. Hún hófst i Noregi snemma
á þessari öld og stendur enn af
meiri krafti en nokkru sinni. En
rannsóknastofnun skóg-
ræktarinnar hóf svo snemma sem
fært var að birta lausnir sinar á
hinum ýmsu vandamálum, sem
leysa þurfti og nefnd voru
hér að framan. Niðurstöður
rannsóknanna fá svo auðvitað
stöðugt breiðari grundvöll, eftir
þvi sem aukinnar vitneskju er
aflað
Skógræktarstjórnin, sem er
deild i landbúnaöarráöuneytinu,
gefur út þær reglur, sem skóga-
eftirlitið fær i hendur til þess að
framfylgja skynsamlegri nýtingu
skógarins. Ég legg áherzlu á, að
þær eru grundvallaðar á nið.ur-
stöðum rannsóknastofnunarinn-
ar. Ég legg ennfremur áherzlu á,
að öll vinna rannsóknastofnunar-
innar miðast við það að öðlast
þekkingu á þvi vistkerfi, sem
skógurinn er, og finna leiðir til
þess að hjálpa náttúrunni til þess
að skila sem mestum vöxtum, án
þess lögmál hennar séu rofin;
frh. á næstu siðu.