Þjóðviljinn - 17.06.1973, Qupperneq 8

Þjóðviljinn - 17.06.1973, Qupperneq 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN . Sunnudagur 17. júnl 1973. tryggja var.öveizlu hinnar lifandi auðlindar um aldur og ævi; skapa skilyröi til hámarksuppskeru. Ennfremur er unnið markvisst að þvi að rækta á ný skóg á þeim svæðum, þar sem hann hefir eyðzt fyrir rányrkju umliðinna alda. Þar er m.a. reynt að flytja inn nýjar tegundir af fjörrum löndum eða öðrum landshlutum; tegundir, sem geta fallið inn i vistkerfið á hverjum stað. Faglegt eftirlit er samt ekki einhlitt til þess að hafa stjórn á skynsamlegri nýtingu skógarins. Efnahagslegum skipulagsað- gerðum þarf lika að beita. Tvenns konar aðgerðir eru þýðingarmestar i þvi efni: I fyrsta lagi eru gerðar áætlanir til langs tima um endurreisn skóganna, ræktun og skógar- höggið; svonefndar rekstrar- áætlanir. Þessar áætlanir eru byggðar á þeirri úttekt á ástandinu fyrir hvern einstakan skóg, sem ég nefndi áðan, og fjalla siðan um það, hvernig hann skuli færður i það horf, sem gefur hámarksuppskeru. Þar er stefnt að þvi, að skipan aldursflokka verði slik, að skógurinn skili ár- lega jafnri hámarksuppskeru i teningsmetrum viðar. 1 skóglausum héruðum greiðir rikið 75% alls stofnkostnaðar við nýrækt skógarins, en i svonefnd- um skógafylkjum, sem i Noregi eru Austurland, Suðurland og Þrændalög, 30% stofnkostnaðar við nýrækt. f öðru lagi er af ölium felldum við, sem seldur er, greitt afurða- gjald, er nemur frá 6-12% af vergu söluverðmæti. Skógaeftir- litsmaðurinn i hverju héraði tekur við þessu fé og varðveitir það á sérstökum reikningi hvers skógareiganda, sem fær það sið- an endurgreitt til fjárfestingar og hagræðingar i ræktun sinni, og vélvæðingu og vegagerð i sam- bandi við hana, ennfremur til þess að láta gera rekstrar- áætlanir, eins og ég lýsti áöan. Til þess að þetta fé sé sem fyrstnotað i þágu skógarins, fær skógar- eigandinn enga vexti af þvi, meðan það er i vörzlu eftirlitsins. Þegar féð hefir verið notað, tekur eftirlitsmaðurinn út fram- kvæmdirnar. A það að tryggja skynsamlega nýtingu þessarar lögskipuðu f járfestingar. Og tryggja, að þvi sé ekki sóað i beinan rekstur. Hér er með stjórnmálalegri ákvörðun sett trygging fyrir þvi, að þessi lifandi auðlind sé stöðugt endurnýjuð. Dæmið yfirfært á íslenzk beitilönd Ef við reynum að yfirfæra þetta dæmi af skógabúskap Norður- landa til Islands, væri kannski eðlilegt að hugsa til sams konar ræktunar hér. Skógar voru öldum saman sterk stoð við bak islenzka bóndans, en ég ætla ekki að rekja þá sögu hér, hún er efni i langt er- indi ein sér. fslenzku birkiskóg- arnir, þótt lágvaxnir og kræklótt- ir væru, urðu fyrir slikri rán- yrkju, að þeir voru nær þurrkaðir út af yfirborði landsins, en þöktu fjórðung þess fyrir landnám. En þaö er meiri freisting að yfirfæra dæmið á islenzkan út- haga, sem ekki tókst að eyða i sama mæli og skógunum, þótt hér hafi orðið meiri jarðvegseyðing en i nokkru landi Noröur-Evrópu. Othagi á Islandi er i dag nýttur fyrst og fremst til beitar sauöfjár og hrossa. Nýting hans til beitar nautgripa fer hraðminnkandi, svo sem engin furða er. Úthaginn er lifandi auölind, sem við eigum stærsta á þurrlendi. Ég tek strax fram, að ég ræði hér um gróöurlendi, sem ekki nýtur tilbúins áburðar. Og teðsla búfjár á landið er svo óveruleg, að hún skiptir ekki máli. Ákvörðun á höfuðstóli graslendis Fyrst kem ég að þeim vanda, sem ég nefndi áður i þessu spjalli, hvernig ákvarða á höfuðstól gras- lendis, þar sem hinn nýtanlegi hluti fellur til jarðar á hverju hausti. Með graslendi á ég hér bæöi við heilgrös og hálfgrös. Höfuðstóll þess felst i tvennu: 1 fyrsta lagi þeim tegunda- fjölda og tegundasamsetningu jurta, sem náttúran getur búið vaxtarskilyrði á hverjum stað. 1 öðru lagi stærð þess rótarkerf- is, sem hver einstök jurt getur geymt i gróðurmoldinni. SAMVINNUMENN! Verzlið við eigin samtök — það tryggir yður sannvirði. Kaupfélag Svalbarðseyrar Treystum samvinnustarf Kaupfélag Norður-Þingeyinga Kópaskeri. SAMVINNUMENN! Verzlið við eigin samtök. — Það tryggir yður sannvirði. Kaupfélag Dýrfirðinga Þingeyri. Samvinnumenn! Verzlið víð eigin samtök. Það tryggir yður sannvirði. Pöntunarfélag Eskfirðinga Eskiíirði. Það er hagur fólksins að verzla í eigin búðum Kaupfélag Patreksfjarðar Patreksíirði. Eftir 30 ár verður hægt að taka svipaða mynd þessari af lerkinu, sem er nýplantað á 2. mynd. Hér sjást Baldur Jónsson starfsmaður skóg- ræktarinnar á Hallormsstað, (t.v.), og Haukur Ragnarsson, tilrauna- stjóri á Mógilsá, (t.h.), mæla hæð á 30 ára gömlum lerkitrjám á Ilallormsstað. (Ljóm. greinarhöfundur) Eftir þessu tvennu: tegunda- fjölda með tegundasamsetningu og stærð rótarkerfis fer svo upp- skeran — þ.e. vextirnir af höfuð- stólnum. Ef við viljum stelna að skyn- samlegri nýtingu gróður- lendis til beitar, en úttekt á nú- verandi ástandi þess fyrsta skref- ið. Slik úttekt fer fram með kort- lagningu á gróðurkendinu: í fyrsta lagi flatarmáli þess. I öðru lagi tegundasamsetn- ingu. , Ennfremur felst úttektin i upp- skerumælingum hinna ýmsu gróðurlenda og rannsóknum á næringargildi gróðursins. Gerð gróðurkorta fer nú fram og er langt komin á afréttum, en skammt i byggðum landsins. Uppskerumælingar og næringar- gildisrannsóknir eru gerðar ár- lega á fjöldamörgum stöðum á landinu. A þessum grundvelli má þegarsegja fyrir um beitarþol út- haga viða um land, eins og ástand hans er nú, með talsverðri ná- kvæmni. Næst er þá að rannsaka, hve stór höfuðstóll graslendisins get- ur verið til þess að gefa hámarks- vexti. Rannsókn á þeim þætti er naumast hafin, nema að þvi er varðar notkun tilbúins áburðar á úthaga. En með þvi erum við komin út úr hinu náttúrlega vist- kerfi. Ég ræði slika aðgerð ekki á þessum vettvangi. Grundvöllur rannsókna á há- marksuppskeru gróðurlendis i náttúrlegu vistkerfi er ósnortið land, þ.e. land, þar sem engin beit hefir átt sér stað svo lengi, að tegundafjöldi, tegundasamsetn- ing og rótarkerfi sé allt af þeim stærðum, sem jarðvegur, hiti og raki bjóða á hverjum stað. Það er þetta tvennt, sem beit búfjár hefir áhrif á: tegunda- fjölda með tegundasamsetningu jurtanna i gróðurhverfinu og stærð rótarkerfisins. Beitin telst hófleg, ef hvort tveggja helzt óbreytt. Til þess að svo megi verða, er reynsla ann- arra þjóða, sem stundað hafa beitarrannsóknir, að helmingur beztu beitarplantnanna sé ósnert- ur i lok vaxtartimans og meira af þeim, sem lélegri teljast. Ef tegundum fækkar og rótar^ kerfi einstakra jurta rýrnar, gengur á höfuðstólinn, ofbeit á sér stað. Lifkerfi náttúrunnar ris ekki undir byrðinni, sem á þaö er lagt. Þetta er einkenni allrar rán; yrkju: lifkerfið verður einfaldara og hver einstaklingur rýrnar. Þegar rányrkja beitilanda verður óhófleg, eins og gerzt hefur á Is- landi á umliönum öldum, leiðir hún til algerrar eyðingar gróður- lendanna. Rótarkerfi hinna fáu tegunda, sem eftir lifðu, var orðið svo veikburða, að það megnaði ekki lengur að binda jarðveginn fyrir ágangi vatns og vinda. Það vill svo til, að ég bý á þeim bletti Islands, sem hvað lengst hefir notið friðunar fyrir beit. Sú friðun hefir verið veruleg i nær 70 ár og alger hin siðustu. Munurinn á þessu landi og beitilandinu utan girðingar er ekkert minna en stórkostlegur. Aðeins örfáar teg- undir hálfgrasa halda velli á beitilandinu og uppskeran er orð- in svo rýr, að sem beitiland er það sáralitils virði lengur. A friðland- inu vex nú fjöldi jurta allt frá skófum og mosum til heilgrasa og blómjurta og yfir drottnar birki- skógurinn, sem með árlegu lauf- falli ber vænan áburðarskammt á landið og hindrar sinumyndun. Slikt land þyrfti að vera hægt að taka til beitarrannsókna. Það gefur margfalda uppskeru á við hið rányrkta. En hve mikla beit þolir það, án þess uppskera þess rýrni? Það er órannsakað mál. Svona erum við skammt á veg komnir i atvinnuvegi, sem þús- undir manna hafa framfæri sitt af. Efling beitarrannsókna er eitt af hinum miklu verkefnum i islenzk- um landbúnaði, sem leggja þarf I mikið fé og mannafla. Og á grundvelli þeirra þarf svo að koma á beitarskipulagningu og leiðbeiningaþjónustu fyrir bænd- ur um beitarmál. Ályktanir um nýtingu beitilanda Ef dregið er saman það, sem ég hef hér rætt um hagnýtingu óræktaðs gróðurlendis til beitar búfjár á Islandi er kjarninn þessi: Kortlagning gróðurlenda er komin nokkuð langt á veg og við getum á erundvelli eróðurknrta og uppskerumælinga sajt nokkuð til um, hve mikið álag löndin þola I núverandi ástandi. Ókönnuð er hins vegar full afkastageta þeirra og mesta skynsamleg nýting hennar. Þá er aðeins eftir að yfirfæra siðasta þáttinn úr dæminu um skógabúskapinn á islenzk beiti- lönd: Nauðsyn efnahagslegrar skipulagningar til stuðnings beitarskipulagi. Framkvæmd ættölu, hvernig á að stjórna fjár- festingu I búskapnum og veitingu rekstrarlána, svo að eitt rekist ekki á annars horn. En þá er maður kominn inn á vettvang stjórnmála — og ,,þá er betra að þegj’ um en segj’ um”, nema þetta: Fagleg þekking og faglegur vilji er ekki einhlitur i þessu efni fremur en ýmsum fleirum. Stjór'nmálalegan vilja þarf til þess að hinn faglegi breytist i veruleika. )

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.