Þjóðviljinn - 17.06.1973, Síða 9
Sunnudagur 17. júni 1973. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9
íslenzk tunga í Vesturheimi
Eftirfarandi hugleiðing um
áhuga á islenzkum efnum og is-
lenzkri tungu meðal Vestur-Is-
lendinga og afkomenda þeirra
birtist fyrir skömmu sem leiðari i
blaðinu Lögberg-Heimskringla:
Þeir eru margir i þessari
heimsálfu og reyndar viðar um
hinn enskumælandi heim, sem
ekkert geta bjargað sér i islenzkri
tungu en búa þö yfir fjörugri for-
vitni um allt sem kemur Islandi
við, og hinni sérkennilegu menn-
ingarþjóð, sem landið byggir.
t þeirra hópi er fjöldi hérlendra
manna af islenzku ætterni, sem
nú eru miðaldra eða yngri, og
aðrir sem hafa orðið fyrir islenzk-
um áhrifum af nánum kynnum
við Islendinga eða sambúð við
ektamaka af islenzkum uppruna.
Lögberg-Heimskringla fer inn á
mörg heimili, þar sem aðeins for-
eldrarnir eða foreidrar foreldr-
anna eru læsir á islenzku, en i
þessum fjölskyldum er yngra
fólk, sem frá blautu barnsbeini
hefur verið algjörlega enskumæl-
andi.
A fáum siðastliðnum árum hef-
ur þróazt áhugi meðal þessara
ungmenna á að leita sér fróðleiks
um Island og islenzk efni. Oft er
spurningum þeirra beint að Lög-
berg-Heimskringlu, og það hefur
komið fyrir að hringt hefur verið
á skrifstofuna til að biðjast skýr-
ingar á ýmsu sem birzt hefur á
ensku siðunni, eða jafnvel á is-
lenzkum orðum, þvi af og til
freistast þetta unga fólk til að
seilast út fyrir enska lesmálið og
hnýsast i islenzkuna eftir megni.
Ein islenzk kona skrifaði blað-
inu að sér þætti vænt um ensku
siðuna vegna mannsins sins, sem
er af skozkum ættum. Hún sagði
að hann læsi siðuna gaumgæfi-
lega, og findist það auka skilning
sinn á hinni dularfullu smáþjóð,
sem kona hans rekur ættir sinar
til.
Sumir hafa lika haft orð á þvi
að enskar þýðingar á islenzku rit-
máli hafi aukið skilning þeirra á
vestur-islenzkri menningu á þvi
Nýtt orgel
í Háteigs-
kirkju
Háteigskirkja i Reykjavik
hefur fengið nýtt og vandað orgel,
en fram til þessa hefur
söfnuðurinn orðið að notast við
orgel af ófullnægjandi stærð.
Hið nýja orgel er smiðað af
Berliner Orgelbauwerkstatt
GmbH, Karl Schuke próf. i
Vestur-Berlin. Tveir sér-
fræðingar frá fyrirtækinu hafa
unnið að uppsetningu þess að
undanförnu, og lauk þvi verki nú i
vikunni.
Orgelið er ekki af þeirri stærð,
sem kirkjunni er endanlega
ætlað. Fjárhagsleg geta varð að
ráða. Verð þess uppsetts er um
2.5 milj. kr. og verður það aö
verulegu leyti greitt af Kven-
félagi Háteigssóknar. Framtiðar-
orgelið er mun stærra, en það
gefur enn meiri möguleika til
flutnings stærri orgelverka.
Verulegir fjárhagserfiðleikar
há kirkjunni og safnaðarstarfinu.
Kirkjan sjálf er i rauninni ekki
fullbyggð. t hana vantar klukkur,
ljósahjálma, skirnarfont o.fl.
Lóðin og allt umhverfi hennar er
ófrágengið, fyrirhugað félags-
heimili óbyggt o.s.frv. Á næstunni
mun verða leitað til safnaðarins
um framlög til ofangreindra
framkvæmda, sem þegar eru
búnar að dragast allt of lengi.
Hið nýja orgel verður tekið i
notkun við guðsþjónustur nú um
hvitasunnuna. Þess er vænzt, að
sem flestir safnaðarmeðlimir
verði þátttakendur i messu-
gjörðunum og vigslu hins nýja
hljóðfæris.
Auglýsið í
Þjóðviljanum
timabili sem hún var ramm-is-
lenzk. Þvi verður ekki neitað að
siðasta tug nitjándu aldar og
fyrsta hluta hinnar tuttugustu
stóð gullöld islenzkra bókmennta
i Vesturheimi. Þessi skáldverk
bera svip þjóðarbrotsins vestan-
hafs. Þau eru vestur-islenzkt af-
kvæmi hinna gömlu islenzku
menningarerfða. En þeirra fær
enginn notið sem ekki er fær um
að lesa og skilja islenzka tungu.
Nú, á áttunda tug aldarinnar,
hafa ungmenni, sem alin voru
upp á ensku vaknað svo til með-
vitundar um menningararf sinn,
að þau eru farin að þýða islenzkar
smásögur á ensku.
Eflaust er þessi áhugi ung-
menna á islenzkri tungu og is-
lenzkum bókmenntum mest að
þakka islenzku deildinni við
Manitoba-háskóla. En það heföi
talizt kraftaverk fyrir aðeins fá-
um árum að mögulegt væri að
gera unga Vestur-lslendinga á
tvitugsaldri svo trausta i islenzkri
tungu að þeim væri fært að þýða
Islenzkar bókmenntir á ensku.
Ekkert er þessu blaði skyldara,
en að skara eins vel og unnt er i
þessum glæðum, sem nú loga svo
skært meðal islenzkra stúdenta á
Manitoba-háskólanum að þegar
þeir stofna félag sin á milli, finna
þeir þvi nafn i Eddukvæðum. A
þessum fjöruga áhuga ungra
menntamanna byggist framtið is-
lenzkra menningarerfða Vestan-
hafs.
Lögberg-Heimskringla verður
fyrst og fremst blað eldra fólks-
ins, sem hefur haldið svo traustri
tryggð við móðurmálið að það er
enn tamt tungu þeirra og hugsun.
En það á lika að vera blað æsk-
unnar, sem af heilbrigðri forvitni
kannar mál feöranna, og við náin
kynni finnur hjá sér hvöt til að
gera aðra aðnjótandi þeirra and-
legu fjársjóða sem það hefur að
geyma.
Einnig eru mörg viðhorf is-
lenzkra vandamála, svo sem
landhelgismálið og gosið i Vest-
mannaeyjum, sem ekkert hérlent
rit ætti að vera færara um að
koma fyrir sjónir enskumælandi
lesenda en hið eina islenzka blaö i
Vesturheimi. —C.G.
Þessi vörubifreið með 212 (DIN) hestafla vél, þrem
drifhásingum með læstu mismunadrif,
fimmtán tonna burðarþoli, kostar aðeins kr. 2,760.000
að fullu tilbúin til notkunar, með stálpalli, hliðar-og
endasturtum, sé pöntun gerð fyrir30. júni n.k. 10%
verðhækkun eftir 30. júní.
Ennfremur fáanleg með grjótpalli eða
á grind í mörgum mismunandi gerðum.
TEKKNESKA
BIFREIÐAUMBOÐIÐ
Á ÍSLANDI H.F.
AUÐBREKKU 44-46 SÍMI 42600
KÓPAVOGI