Þjóðviljinn - 17.06.1973, Blaðsíða 12
n SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 17. júni 1973.
Friðun á íslandi
Þetta kort sýnir þau svæði og staði, sem þegar hafa veriö friðuð að fullu og skiptingu i þjóðgarða, frið-
lönd, náttúruvætti og fólkvanga.
Kyrirhuguð friöun á næstunni. Kortið er niiðað við marz 1973, en siðan hcfur bæði Hornstrandasvæöið og
llólinunes við Kskiljörð verið friðlýst.
Eyþór
Framhald af bls. 11.
ur góðu heilli verið ákveðið að
stækka til muna og tryggja þar
með friðlýsingu ýmsra merkra
staða i nágrenni Reykjavikur.
Ýmsir aðilar sjá um fram-
kvæmd hinna mörgu mismunandi
þátta náttúruverndarmála hér á
landi, i samræmi við þar að lút-
andi lög, sem sum hver eru orðin
gömul að stofni, en hafa verið
endurskoðuð og þeim breytt ann-
að slagið. En þó lög séu nauðsyn,
þá veltur mikiö á framkvæmd
þeirra, og þar hefur oft tekizt verr
en skyldi og eflaust vegna skorts
á fé og mannafla. Afstaða al-
mennings, almenningsálitið, er
ekki siður mikilvægt og reyndar
forsenda þess, að hægt sé að
framkvæma lög. Fólk verður að
skilja ákveðin, einföld atriði i
samhengi náttúrunnar til að gera
sér grein fyrir nauðsyn náttúru
verndar, og þá er björninn unn-
inn. Náttúrugæöi má ekki nytja
öraren eðlileg endurnýjun þeirra
segir til um. Maöurinn er ekki
herra náttúrunnar, hann er hluti
af henni. Gerist hann of fyrir-
ferðarmikillog ryðjiöðrum þátt-
um náttúrunnar til hliöar, raskast
jafnvægi hennar, og það kemur
honum sjálfum i koll fyrr eða
siðar, þannig að náttúran, það
umhverfi, sem maðurinn lifir og
hrærist i, gengur smám saman úr
sér og gerir honum lifið erfiðara
og erfiðara, þrátt fyrir nýjustu
tækni, sem iðulega raskar enn
frekar jafnvægi náttúrunnar,
þegar til lengdar lætur, þó að hún
virðist til bóta i bili. Náttúru-
verndarsjónarmið verður að hafa
i huga i hvivetna, jafnt i starfi
sem leik. Það hefur sannazt
áþreifanlega viða um lönd undan-
farin ár. Land verður að nytja
meö gát, feröamaöur verður að
umgangast landið prúðmannlega.
Einar
Framhald af 5. siöu.
leg, þótt þau séu eins merkt á
kortinu. t rauninni sker ég Esju-
svæðið þarmeð af, en hefði átt að
skipta þvi niður i samræmi við
hitt.
Ég hef áður tekið fram, að þessi
niöurstaða min eða tillaga er
fyrst og fremst dæmi um vinnu-
aðferð, en ef svona vinna væri
unnin i alvöru til að byggja fram-
kvæmdir og raunverulega
nýtingarskiptingu landsins á,
mundi hún að sjálfsögðu aldrei
vera unnin af einum manni,
heldur byggjast á samvinnu
margra manna, sérhæfðra hver á
sinu sviði. En með þvi að nota þær
upplýsingar, sem ég hef getað
fengið, hef ég þarna reynt að
draga ályktanir i mjög grófum
dráttum. — vh
Sölumiðstöö bifreiða
Framboö — Eftirspurn
Siinatimi kl. 20—22.
Simi 22707
SENDIBÍLASTÖDM HF
BlLSTJÓRARNIR AÐSTOÐA'
Náttúruvernd og friðun er ofar-
lega á baugi um þessar mundir og
sannarlega ekki að ófyrirsynju,
þvi ef við spyrnum ekki við fótum
nú, fólkið sem býr i þessu landi,
er ekki að vita, hve lengi við — og
aðrir — fá notið fagurs og sér-
stæðs náttúrufars landsins og
hvort okkur tekst að varðveita
eitthvað af hinni ósnortnu, villtu
náttúru fyrir ókomnar kynslóðir.
bað er þvi flestum fagnaöarefni
þegar fagrir staðir eru friöaðir
eða heil svæöi auglýst friðlönd,
eins og Hornstrandir og Jökul-
firöir nýlega. Ýmsir munu raunar
hafa vonað, að þetta landssvæði
yrði gert að þjóðgarði likt og
bingvellirog Skaftafell, en það er
ekki hægt, þvi megniö af þessu
svæði er i einkaeign og skilyrði
þess að landssvæði sé gert að
þjóðgarði erað það sé i eigu rikis-
ins.
Þegar staðir eða svæði eru frið-
uð er það gert i tviþættum til-
gangi, annarsvegar til að varð-
veita sérstæða og fagra náttúru
eða einstaka merka hluti I náttúr-
unni, hinsvegar til að tryggja
fólki aðgang að útivist i fögru um-
hverfi, koma i veg fyrir lokun
landssvæöa eða að þau séu tekin
undir sumarbústaði eða annað
slikt i einkaeign.
Talsvert hefur verið friðað á
þennan hátt hér á íslandi siðustu
ár eða áratug og i undirbúningi er
að friða fjölda staða til viðbótar.
Þessi friöuðu svæði eru nefnd
þjóðgarðar, fólkvangar, friðlönd
eða náttúruvætti eftir eðli þeirra.
Þingvellir voru fyrsti þjóðgarð-
urinn og friðaðir samkvæmt sér-
stökum lögum 1928, en náttúru-
verndarlög voru ekki sett fyrr en
1956. Samkvæmt þeim var Skafta
fell gert að þjóðgarði 1967 og siö-
an hafa nokkur sveitarfélög fylgt
eftir og friðað fagra staði sem
fólkvanga. A Norðfirði er þannig
fólkvangur úti á nesinu milli
Norfjarðar og Mjóafjarðar og nú
hefur Hólmanesið, milli Éski-
fjarðar og Reyðarfjarðar verið
gert aö fólkvangi. Mörg sveitar-
félög á Reykjanesskaga, þ.ám.
Reykjavik vinna saman aö þvi að
gera Bláfjallasvæðið að fólkvangi
og rætt hefur verið hjá náttúru-
verndarráði, aö mynda stóran
fólkvang á Reykjanesskaga, sem
nái i framhaldi af Heiðmerkur-
girðingunni þvert yfir Reykjanes-
ið suður á Krisuvikurbjarg.
Aðrir staðir, sem þegar eru
friðaðir eru Hvannalindir, Laka-
gigasvæðið, Hveravellir, þ.e.
hverasvæðið sjálft, hluti Rauð-
hólanna og einstök fjöll eins og
Eldborg i Bláfjöllum og Grábrók i
Norðurárdal. Þá hafa Svarfdæl-
ingar lýst stóran hluta af óshólm-
um Svarfaðardalsár friðland og
voru það landeigendur sjálfir,
sem áttu frumkvæðið. Annars er
það einkaeign landsins, sem
venjulega gerir erfiðast fyrir um
friðun, þar sem eigendur hafa
kannski aðrar hugmyndir um
nýtingu þess en æskilegar þykja
frá náttúruverndarsjónarmiði.
Þá stangast á mismunandi hags-
munasjónarmið, stundarhags-
munir þess, sem vill fá út úr land-
inu það sem hægt er á stuttum
tima og hinna, sem vilja varð-
veita það ókomnum kynslóðum
lika.
En hagsmunaátök þurfa reynd-
ar ekki alltaf að vera til ills.
Þannig gerðist það t.d. austur i
Lóni, að tveir landeigendur deildu
hart um staka klettaborg fagra á
aurum Jökulsár og var þessi
staður þrætuepli um mörg ár. En
deilunni lyktaði með þvi, að þeir
komu sér saman um að gefa nátt-
úruverndarráði borgina, sem
heitir Dima eöa Stóra Dima, og
verður hún nú friðlýst.
Auk þess tviþætta tilgangs frið-
unar, sem áður er nefndur, kem-
ur fyrir að staðir eru friðaðir i
visindalegum tilgangi og eru þá
jafnframt algerlega lokaðir fyrir
umferð annarra en viðkomandi
visindamanna. Slik friðun hefur
hérlendis átt sér stað i Surtsey og
i Eldey.
A næstu árum er þess að vænta
að margir staðir eða svæði bætist
i hóp þeirra, sem þegar eru frið-
lýst og hefur friðun sumra reynd-
ar þegar verið auglýst, eins og
Hornstranda, Bláfjalla og fleiri,
en friðlýsing margra fleiri er i
undirbúningi hjá náttúruverndar-
ráði.
Þannig verður á næstunni lýst
yfir friöun Gróttu við Seltjarnar-
nes, Rauðhólasvæðisins alls og
meirihluta Jökulsárgljúfra, þ.e.
vesturhlutans með Hljóðaklettum
og Hólmatungum, en ekki liggur
fyrir samþykki landeigenda aust-
an megin, þar sem Forvöðin eru.
Aðrir staðir, sem náttúru-
verndarmenn hafa áhuga á að
friðlýsa og vænta má að alvara
verði úr á næstu árum eru
Ingólfshöfði, Skútustaðagigar i
Mývatnssveit, Eldborg i Hnappa-
dalssýslu, Vatnsfjörður i Barða-
stradnarsýslu eða hluti hans,
Búðahraun á Snæfellsnesi, Land-
mannalaugar, Hengifoss og
Hengifossárgljúfur i Fljótsdal,
Papey og Teigarhorn i Berufirði.
Þá hefur mjög oft og kannski
lengst af öllu verið rætt um
Helgafell i Vestmannaeyjum,
hvað sem nú verður, þegar nátt-
úruöflin sjálf hafa tekið ráðin i
sinar hendur.
—vh
Hið vinsæla Hallveig-
arstaðakaffi verður
17. júni.
Fjáröflunarnefndin biður kon-
ur i Bandalagi kvenna aðgefa
kökur og koma þeim að Hall-
veigarstöðum fyrir hádegi 17.
júni.
Frá Vatnsfirði i Barðastrandasýslu. Hluti hans verður væntanlega frið-
aður.
Eldhorg i Hnappadalssýslu.