Þjóðviljinn - 17.06.1973, Page 14

Þjóðviljinn - 17.06.1973, Page 14
14 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 17. júnl 1973. Baldvin Einarsson Jón Sigurðsson Stephan G. Stephansson Þorsteinn Erlingsson llaiidór I.axness „RÁS TÍMANNA Á þessum þjóðhátiðar- degi, þegar íslenzka lýð- veldið er 29 ára gamalþeru sjálfstæðismál okkar enn í brennidepli sem löngum fyrr. Erlend herskip frá einu af stórveldum Atlanzhafs- bandalagsins ösla um mið- in við fslandsstrendur og varna okkur réttar til ó- skoraðra yfirráða yfir fiskimiðum, þeirri efna- hagslegu auðlind, sem is- land á bezta. Hér er sjálfstæði okkarað verja. Og einmitt nú fara í hönd þeirtímar, þegar úrslit ráð- ast í því máli, sem nær all- an lýðveldistímann hefur varpað dökkum skuggum á sjálfstæði íslenzku þjóðar- innar, — herstöðvamálið er að komast á úrslitastig. Vinnist sigur í náinni framtíð i þessum tveimur höfuðmálum mun reisn ís- lands vaxa að mun og bjart verða framundan. En hér má enginn liggja á liði, sérhver íslendingur á ærnum skyldum að gegna við fortíð og framtíð lands og þjóðar, en það er hér og nú sem sú skylda kallar. Það hefur fyrr verið barizt á Islandi og stundum syrt í álinn, en í dag byggjum við á sigrum genginna kyn- slóða, sigrum sem ekki voru auðunnir, en náðust aðeins með því að kosta öllu til og setja reisn og framtíðarheill íslenzkrar þjóðar ofar persónulegum stundarhagsmunum. i tilefni af þessum 17. júnídegi birtir Þjóðviljinn hér nokkrar svipmyndir liðins tíma frá 19. öld og fyrri hluta hinnar 20. Þorsteinn frá Hamri valdi að beiðni Þjóðviljans. Það eru ekki landkostir og blið- viðri og gull og silfur og eðalstein- ar, sem gerir þjóðirnar farsælar og voldugar og rikar, heldur það hugarfar eða sá andi, sem býr i þjóðinni. Baldvin Einarsson. Alþing ogalþýða Þó þar væru engir nema hinir svokölluðu höfðingjar, þóþeir töl- uðu þar um ekkert annað en að- ferð þá, sem þeir ættu að hafa til að gera gagn sjálfra sín sem mest, þó þeim þætti ekkert sitt gagn annað en sjúga merg og blóð úr alþýðu og auka i öllu veldi sitt bæði andlegt og likamlegt, — þá væri samt vist, að alþing kæmi allri alþýðu viðog hverjum einum hennar, þegar að er gáð, og það væri bein skylda hvers, sem gæti, að taka svari alþýðunnar og framfylgja rétti hennar með al- efli, en hitt sýndi hina mestu ráö- leysi og doðaskap að láta kúga sig aðgerðalausan og leggja sig i bönd með rangindum, þó höfð- ingjarnir væru svo skammsýnir, að þeir vildu gera það... En þegar tslendingar hafa sjálfir látið full- trúa sina á alþingi segja hátiölega með upplyftum höndum, að þeir vilji vera þrælar og ekki frjálsir menn, þá játa ég, að aiþing komi þeim ekki við, en fyrri ekki. Jón Sigurðsson. Ný félagsr. 1842. Fjölnismenn um alþingi „Nú hafa tslendingar fengið al- þingi aftur”, segja menn. Rétt er það. Þeir eiga aö þinga um það i Reykjavik, svo enginn heyri, 19 jaröeigendur úr landinu og 1 hús- eigandi úr Reykjavik og 6 kon- ungkjörnir menn og Bardenfleth kammerherra, sem ekki kann is- lenzku, og Melsteð kammerráð, sem kann dönsku, hver ráð leggja eigi stjórnarráðunum i Kaup- mannahöfn um landstjórn út á ts- landi, og vér tslendingar eigum að kalla þingið alþingi. Af þvifulltrúar tslendinga eiga ekki að ráða lögum og lofum, heldur aðeins vera ráðgjafar eins og fulltrúar Dana, af þvi leiðir, segja nefndarmenn, að lögun al- þingis á að likjast sem mest full- trúaþingum Dana. Vér segjum: af þvi tslendingar eru þegnar Danakonungs eins og Danir, af þvi leiðir ekki, að tslendingar ættu að tala dönsku eins og Danir, og af þvítslendingar eru dýr eins oghestarnir, af þvileiðir ekki, að tslendingar ættu að bita gras eins og hestarnir, og af þvi fulltrúar tslendinga eiga að vera ráðgjafar eins og fulltrúar Dana, af þvíleið- ir ekki, að fulltrúar tslendinga eigi að vera jarðeigendur eins og fulltrúar Dana, og af þvi leiðir ekki, að þeir, sem kjósa fulltrúa tslendinga, þurfi að vera jarðeig- endur eins og þeir, sem kjósa full- trúa Dana, og af þvíleiðir ekkert, sem þingsköpin snertir. Ritað 1844, Brynjólfur Pétursson, Fjölnir VII. Stjórnarbyltingin 1848 Stjórnarbyltingin i Frakklandi kom eins og þjófur að nóttu, og þá var búinn friðurinn og næðið. Allt meginland Norðurálfunnar fór þá i loga og vaknaði af svefni sinum, ef það var ei vakið áður. Þjóðirn- ar fóru að hugsa um sjálfar sig og lif sitt.... Fátæklingarnir biða og dvelja lengi með þolinmæði, svo þeim er enginn gaumur gefinn, nema ef það skyldi vera að hrækja á þá; en einhverntima verður þessi þol- inmæði lika að vera á enda, og þá risa þeir upp sem óðir menn, enda eru þeir þá lika voðalegir, þvi ekkert dýr er ógurlegra en mað- urinn, þegar hann er rekinn að heljarþröminni, — og hvað mun fremur knýja menn til örvinglun- ar og æðis en hungur og sultur? Norðurfari (Gisli Brynjúlfsson og Jón Thoroddsen) 1848. Skagfirðingar afhrópa amtmann Lifi þjóðfrelsiö! Lifi félagsskapur og samtök! Drepist kúgunarvaidiö! 1849. Úr Þjóðfundarsöng Bólu-Hjálmars Legg við, faðir, li'knareyra, leið oss einhvern hjálparstig En viljirðu ekki orð min heyra, eilif náðin guðdómlig, skal mitt hróp af heitum dreyra himininn rjúfa kringum þig. Úr ávarpi Þingvalla- fundar uin stjórnskipan íslands til Þjóðfundar 1851 — gegn innlimunar- frumvarpi Trampe kon- ungsfulltrúa 1. Að stjórnarathöfn landsins i löggjöf, dómsvaldi og fram- kvæmdarvaldi komi sem mest i hendur þjóðar vorrar.... að al- þingi fái fullt löggjafarvald með konunginum, fullt vald til að á- kveða tekjur og útgjöld og skatta... að allir dómar séu dæmdir i landinu sjálfu... að kon- ungur vor láti framkvæmdar- valdið hér á landi eiga aðsetur i landinu sjálfu... 2. Að i málefnum þeim, sem kynnu að verða sameiginleg fyrir þjóð vora við Dani eða menn i öðrum hlutum konungs vors, verði þess gætt, að vér i af- greiðslu þeirra mála höfum full- komið jafnrétti við þá. 3. Að fjárhagur lands vors verði aðskilinn við fjárhag ann- arra hluta rikisins... 4. Að verzlun landsins verði fullkomlega frjáls. 5. ...Að þér, þjóðfundarmenn, leggið stund á, að með grundvall- arlögum veröi tryggt prentfrelsi, fundafrelsi og önnur þvilik mikil- væg og almenn réttindi... Lok Þ jóðfundar 1851 Konungsfulltrúi: Til að baka landi þessu fleiri óþarfaútgjöld en orðið er, finn ég alls ekki ástæðu, og mun ég þvi, samkvæmt þeim myndugleika, sem vor allramild- asti konúngur hefur gefið mér til þess, og sem ég hef lagt fyrir fundinn, nú þegar enda fund þennan. — Og lýsi ég þá yfir i nafni konúngs-----— Jón Sigurðsson: Má ég biðja mér hljóðs, til að forsvara að- gjörðir nefndarinnar og þfngsins? Forseti (Páll Melsteð): Nei. Konungsfulltrúi: — — — að fundinum er slitið. JónSigurðsson: Þá mótmæli ég þessari aðferð. Konungsfulltrúi (um leið og hann og forseti gengu burt úr sæt- um sinum): Ég vona, að þing- menn hafi heyrt, að ég hef slitið fundinum i nafni konungs. Jón Sigurðsson: Og ég mótmæli I nafni konungs og þjóöarinnar þessari aðferð, og ég áskil þing- inu rétt til að klaga til konungs vors yfir lögleysu þeirri, sem hér er höfð i frammi. Þá risu upp þingmenn, og sögðu flestir i einu hljóði: Vér mótmælum allir! Siðasta fundargerð á Þjóbf. 1851. Fyrir minni Jóns Sigurðssonar Það reis upp sú manndáð i þjóðinni um þig, sem þóttist of rik til að snikja; oss hnykti þá við, er hún vopnaði sig og varð ekki keypt til að svikja. Og þvi er það ástfólgnust hátiðin hér, er hundraðasta’ afmælið skin yfir þér og flokknum, sem vildi ekki vikja. Það brann þeim úr augum, svo okkur varð heitt hjá öfunum feigum og hárum; þeir sögðu’ oss af fundinum fimtiu og eitt og fóru með orðin með tárum. Og fornaldartign yfir foringjann brá, og fagurt var tsland og vonirnar þá, og blessað það nafn, sem við bárum. Þorsteinn Erlingsson, 17. júni 1911. Hafnarveizlur og rithöfundarígur Veizlur voru haldnar fyrir Jóni i hvert sinn sem hann kom af þingi, og ég ort kvæði til hans þvi nær i hvert sinn, og þóttu ætiö falleg... Jóni þótti vænt um þessar veizlur og hylli tslendinga i Höfn, sem von var, þvi einhverja hvöt eða uppörvan og vinahót þarf maður ætið til að halda fjöri og geta verkað, en hér á tslandi var Jóni aldrei gert neitt til virðing- ar (nema einu sinni, held ég, og mjög seint; þá peðraði séra Matt- hias úr sér einhverju kvæði, þvi hann vildi alstaðar vera; reyndi og til að komast inn á Jón... ) Þessar veizlur voru oftast nær haldnar á „Skydebanen” og voru fjörugar og skemmtilegar; i veizlunni 1859 eftir borð og söng faðmaði Halldór Melsted mig og sagði: „Mikið andskoti ertu gott skáld, Gröndal!” t einni af veizl- unum urðum við allir svo fullir að enginn mundi eftir að fylgja Jóni heim, svo hann fór einn, og þá meiddi hann sig á höfðinu svo hann hleypti engum inn til sin i hálfan mánuð. Benedikt Gröndal, Dægradvöl. Þjóöhátið og ný stjórnarskrá 1874 Þjóðhátiðina héldum við eftir þvi sem föng voru til. Flestir stofnuðu til samsætis á skotfé- lagshúsinu (Skydebanen); þar var Jón Sigurðsson, þvi ekki hafði honum verið boðið heim til Is- lands til þjóðhátiðarinnar þar, og mun það verða tslendingum til ævarandi mirinkunar, því að i rauninni var þjóðhátiðin Jóns Sigurðssonar verk., Dægradvöl. Benedikt Gröndai ,,Han har ikke fortjent noget” Þjóðhátiðarsumarið kom, og uppi varð fótur og fit til að taka á móti kónginum. Sigurður Guð- mundsson (málari) var feginn til að segja fyrir um skreytingu i kóngstjaldi og aðra viðhöfn á Þingvöllum, enda varð ekki fram hjá honum geingið vegna þekk- ingar hans á staðnum og listfengi. Hann tók þetta að sér, þó að heilsa hans héngi i bláþræði. Ekki fékk hann öllu ráðið, sem hann hefði helzt kosið, en vel féllu handaverk hans konungi i geð. Hafði Kristján IX spurt Hilmar Finsen landshöfðingja, „hvort ekki mætti gera neitt fyrir þennan mann (gefa honum orðu eða medaliu), þá er sagt, að Finsen hafi sagt: „Han har ikke fortjent noget”. Þáttur Sigurðar málara. Framför landsins Málara-auminginn er að deyja — úr bjúg og tæringu. Ég sat (i Daviðshúsinu) yfir honum i gær- kvöldi, og gjörði „skeifur”, þegar ég gekk út. Hann lá i hundafletinu I einum bólgustokk, iskaldur und- ir tuskum og aleinn — og ban- SVIPMYNDIR FRÁ HINNI FYRRI ÖLD OG ÞESSARI Sunnudagur 17. júni 1973. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 15 Einar Olgeirsson Sigurður Nordal Kristinn E. Andrésson vænn, alltaf að tala um, að ekkert gangi með framför landsins. Matthias Jochumsson i bréfi 4. sept. 1874. Landhelgi og vernd Það er særandi sjón fyrir fá- tæka fiskimenn, sem að öllu leyti eiga lifsframfæri sitt og sinna undir þvi komið, að einhver fisk- afli fáist, og sjá aðra menn sér miklu sterkari að öllum útbúnaði og veiðiáhöldum, yfirgangsmenn frá öðrum löndum, koma hópum saman á gufuskipum til að láta greipar sópa allan lifandi fisk, smáan og stóran. tsafold 3. júnt 1896. Hvar, hvenær og hvernig endar þetta botnvörpungaböl okkar Faxaflóabúanna? tltlitið er alltaf að verða svartara og svartara. Nú hafa menn, ofan á allt annað, misstþá einu von, er þeir lifðu við i vetur, sem sé: að Heimdallur (danska varðskipið) mundi eitt- rf hvað rétta hlut þeirra. Botn- / vörpungar voru búnir að fiska i landhelgi tæpan mánuð áður en varðengillinn!! kom. Þeir fiskuðu þar daginn sem hann kom, alveg óáreittir, og þeir fiskuðu þar dag- ana sem hann lá i Reykjavik og spilaði „fyrir fólkið”. — Dásam- leg er hin danska vernd! . Jón Gunnarsson, Keflavík ‘ 1897. (Blaðagrein). Úr Hér á landi Standi fyrr i einum eldi allur barmur þessa lands en það lúti annars veldi eða kúgun harðstjórans; fyrr skal hyrr um rjáfrin rjúka og rofin hrynja i tóptirnar, brend til ösku fjöllin fjúka og flæða yfir rústirnar. Fornólfur 1907. Sósialismus Það þykist ég sjá i hendi minni, að verkamannasamtökum og blaði verkamanna, eða alþýðu- manna, getur þvi aðeins orðið lifs auðið og framgangs, að þau snúi sér með fullri djörfung og heils hugar að þeirri stefnu, sem heim- urinn kallar sósialismusog er nú aðalathvarf verkamanna og litil- magna hins svokallaða menntaða heims. Þorsteinn Erlfngsson, Aiþýðublaðið 1907. ísland fullvalda riki 1918 Rás timanna Feginn varð ég fréttunum að heiman, sjálfræðissigri Islands, trúði á hann, en bjóst ekki viö að lifa þau tiðindi sjálfur, fremur en verkast vildi. Vonir minar eru sjaldnast mjög veiðibráðar, þó ég þykist vita, að þær séu nú það, sem verða vill, hvernig svo sem allt sýnist réttast. Ég bjóst sizt við betri samning né gleggri.... Annars hygg ég, að það hafi verið rás timanna, rétt og gripin af tslandi nú, sem réði þessum úr- slitum, fremur en konungur eða Jón ráðherra.... Þú veizt aðstöðu Norðurlanda nú, að sunnan, aust- an og norðan, siðan Rússland og Finnland og Kúrland leystust upp. Aðeins opið yfir tsland enn vestur og norður. Sambjörg alira Norðurlanda helzt tilhugsandi. Misstist tsland út úr i eitthvert stórveldið, stæðu þau i herfjötr- um, auk hins stóra halla, sem norræn menning biði andlega við aö missa tsland út i óvinveiti. Stephan G. Stephansson i bréfi til Jóns frá Sleðbrjót 1. ágúst 1918. Á pappirnum tsland var (1918) orðið frjálst og fullvalda riki á pappirnum; en það á enn nokkuð langt i land með að verða það i raun og sannleika og þannig, að fullveldi vort og sjálfstæði geti álitizt fulltryggt. Til þessa þarf fyrst og fremst að verða einhver meiri festa i land- stjórninni en nú er... Svo ber oss auðvitað skylda til að gæta lands vors bæði inn á við og út á við, inn á við gagnvart leppum þeim, er jafnan virðast þess albúnir, ef þeir sjá sér nokkurn hag i þvi, að selja útlendingum landið og gæði þess; en út á við gagnvart yfir- gangsseggjum þeim og lögbrjót- um, er vaða uppi i landhelgi. Agúst Bjarnason, Vaka 1927. Kerfið 1923—24 Vér erum mótaðir af þjóöskipu- lagi, þar sem kerfið er blindar hendingar, framkvæmdirnar óvitafálm og forsjónin fáfræði og heimska. Hvar sem vér rennum augunum, sitja þessar vanheilögu höfuðdyggðir að völdum. Þegar vér Ihugum tilhögun hlutanna i þjóðfélagi voru, þá finst oss, að vér eigum heima meðal vitfirr- inga, og vér örvæntum um sálu- hjálp þessa óskemtilega félags- skapar.------Bóndinn, sem yrk- ir jörðina, og sjómaður, sem hættir lifi sinu út á hafið, strita baki brotnu og deyja fáfróðir og snauðir, af þvi að óþarfir starfs- menn og milliliðir hirða arðinn af vinnu þeirra og synja þeim um mentun.------Rithöfundur fær i mesta lagi nokkur hundruð krón- ur fyrir að semja góða bók, sem fræðir og skemtir þúsundum manna. A sama tima græðir ómentaður húsabraskari tugi þúsunda á að féfletta aðra. Og það er kallað að „komast áfram”. Að „komast áfram” er aö koma svo ár sinni fyrir borð, að maður græði á þvi að lifa á öðrum. Ég hefi aldrei heyrt neinn segja, að „óbreyttur verkamaður” hafi „komist áfram”. -----Mannfé- laginu má likja við voldugt vit lausrahæli, þar sem vitfirring- arnir rogast með sömu sandpok- ana i eilifri hringrás milli kjallara og þaklofts. Brjáluðustu vitfirringarnir taka sér þau sér- réttindi að sitja á lotnum herðum hinna og lemja þá áfram með bareflum. Og þaðan öskra þeir hnakkakertir hver i kapp við ann- an: Blessað sé framtak einstak- lingsins! Lengi lifi hin frjálsa samkeppni! Húrr-a! Þórbergur Þórðarson, Bréf til Láru XXXI. Únglingsleg vaxtar- vitund Náin kynni min af straumum i Islensku þjóðlifi birta mér skýra forboða risavaxinnar framtiðar- menntngar og skal ég nefna hér þessa: Hetjuskap Islenzkra tog- arafiskimanna, ræktun landsins, virkjun fossanna, samvinnustefn- una, ljóð Einars Benediktssonar, grundvallarlinurnar i heimspeki Helga Péturss, myndlist Einars Jónssonar, hið yfirpersónulega i fjallamyndum Asgrims Jónsson- ar, hinar dulrænu baksýnir i raunsæismy ndum Kjarvals, hetjuandinn i meðferð Jóns Leifs á islenskum tónhugtökum. — Fyrir utan þessi einstöku dæmi vegur ekki hvað sist i spá minni um glæsta framtiðarmenntngu staðreynd sú, hve únglingsleg vaxtarvitund rikir með þjóðinni yfirleitt. Á lttilmótlegustu stöðum verður vart knýjandi viðleitni til andlegs vaxtar. Meðal þeirrar kynslóðar sem nú er að vaxa rikir hvergi hin pestnæma, sauðfróma nægjusemi stöðnunarinnar; alt er i þenslu; kröfurnar stefna til dýpra sálræns veruleiks, rikari lifsfylltngar. t hverju úngu is- lensku brjósti rikir yndislegur grunur þess að mikið sé i vænd- um. Ilalldór Kiljan Laxness, Alþýðubókin 1930. Alþingishátiðini 1930 Það væri ekki til mikils mælzt af islenzkri alþýðu, þó hún einu sinni á 1000 árum Iosnaði fullkom- lega við byrði sina eitt ár i senn. Ætti þetta aö vera hátiöarár fyrir alþýðuna, þá yröi að haga svo til að allur gróði yfirstéttarinnar væri tekinn til að bæta hag allrar alþýðu. Ætti að minnast þessa af- mælis á einhvern hátt, sem alþýðu væri kær og siðuöum mönnum samboðin, þá ætti nú að mynda á tslandi mikinn og vold- ugan sjóð til almannatrygginga (elli-, sjúkra-, slysa- og almanna- trygginga). Þá væri sýnd ofurlitil viðleitni til að græða eitthvað af þeim undum, sem 1000 ára kúgun hefur veitt. Einar Olgeirsson, Rctlur 1929. Skáldkonungur íslands á Alþingishátið Fyrir alþingishátiðina 1930 hafði Einar Benediktsson tekið þátt i samkeppni um kvæðaflokk til fiutnings við þetta mikla tæki færi. Honum voru af dómnefnd- inni veitt fyrstu verölaun, jafn- hliða öðru skáldi, sem þótti hafa ort sönghæfari flokk... Einar kom til Þingvalla fyrsta dag há- tiðarinnar. Þá um kvöldið urðu margir vottar að sjón, sem sum- um þeirra liður seint úr minni. Einar var ekki boðinn i veizlu þá, sem alþingi hélt á sjötta hundrað manns i Valhöll, heldur reikaði einmana um völluna, meðan veizlugestir streymdu fram hjá honum, og fór innan stundar til Reykjavikur. Ekki þótti heldur hlýöa að sæma hann einum hinna litlu minnispeninga um hátiöina, sem þessa daga rigndi yfir rétt- láta og rangláta. En áður en sam- komunni var slitið, á þriðja degi, var hinn fjarverandi „skáldkon- ungur lslands” hylltur með snjallri ræðu og húrrahrópum að sjálfu Lögbergi! Sigurður Nordal: Einar Benediktsson. Þegar fram kom krafa um stofnun lýðveldis, vegna þingrofs, 1931 Lifi lýðveldið. Niður með ihald- ið og konunginn! Mannfjöldinn við alþingis- húsið 21. apríl 1931. Kreppa, fasismi, Spánarstrið Fyrr eða siðar, yfir öfgar, villur og torfærur, hljótum við að koma aftur að manninum. Inni i hugum okkar, innibyrgð i fangelsi aldar- innar, brennur óskin um mannúð og frelsi. t dag er svart til lofts um alla Vesturálfu, en aldrei hef- ur geislaskin sólarinnar verið þráö af jafn brennandi hjörtum. Menn hrópa á frelsi, mannúð, réttlæti. t dag er af milljónum manna tekið undir hróp skálds- ins: Gefið loft, gefiö lifsanda loft! Kristinn E. Andrésson 1938. Svona er langt siðan i vor Löng, draugaleg haustnótt með dynjandi rigningu. Svona er langt siðan i vor, þeg- ar ég ætlaði vestur til hennar fóstru minnar. Ég veit, að þið trú- ið ekki, hve fegin hún hefði orðið að sjá mig aftur eftir allan þenn- an langa tima. Hún hefði klappað mér á vangann og sagt: „Barnið mitt! Farðu nú ekki i burtu aft- ur”. Svona fegin hefði hún orðið að sjá mig, og samt fór ég aldrei. — Og nú er sumarið á förum og senn kominn vetur á ný. Ég gekk eftir Austurstræti og hugsaði dálitið um lifið. Skyldi Tyrkinn fara i striðið? Skyidi vera nóg að hafa aðeins þrjá dáta i Grindavik? Skyldi ég nokkurn tima verða hamingjusamur i þessum heimi? Það var kyrrt og hljótt. Ég sá tvo menn undir áhrifum vins. Mér er ekki eins illa viö fulla menn og þeim Halldóri Kiljan og séra Arna Sigurðssyni. Ég hef meira að segja haldið fram þeirri kenningu, að allir menn eigi alltaf að vera fullir, lika Kiljan og séra Arni, þeir mættu jafnvel slá hvor annan um 25 aura, ef ástæður leyfðu. Steinn Steinarr, lládegisblaðið, sept. 1940. islandsklukkan Það er erfitt aö trúa þvi að nokkursá maður sem heyrði litlu klukkuna i Þlngvallakirkju hringja 17. júni 1944 geti hugsað sér að afhendi sjálfstæði landsins aftur nú, tæpum tveim árum eftir að við höfum fullheimt það á ný. Jafnótrúlegt virðist að þjóðin geti nú, á öðru ári lýðveldisins, skipað sér i flokka um þetta mál, ann- arsvegar þeir sem vilja vera fslendingar, hinsvegar þeir sem vilja afhenda landið. Ég get ekki skilið að sá maöur vilji heita islendfngur sem vill gera tsland að hernaðarstöð útlends rikis. Iialldór Kiljan Laxness 1946. Eiður vor Vér stöndum, hver einasti einn, um tsland hinn skylduga vörð; af hjarta vér leggjum nú hönd á heilaga jörð og sverjum að sameinast bezt þess sál, þegar hættan er mest, hver einasti einn. Gegn kalsi um framandi kvöð skal kynstofninn, sjálfum sér trúr, i landhelgi risa við loft sem lifandi múr. Og heldur en hopa um spönn, vér herðum á fórn vorri og önn, hver einasti einn. Þótt særi oss silfur og gull, þótt sæki að oss vá eöa grand, vér neitum að sættast á svik og selja vort land. Á fulltingi frelsisins enn vér festum vort traust eins og menn, hver einasti einn. Jóhannes úr Kötlum, nóv. 1945. ÞORSTEINN FRÁ HAMRI VALDI

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.