Þjóðviljinn - 17.06.1973, Page 25

Þjóðviljinn - 17.06.1973, Page 25
Sunnudagur 17. júnl 1973. ÞJÓÐVILJINN — SIDA 25 JON CLEARY: Sendi- fulltrúinn BRIDGE Astrallumaður? Eruð þér fulltrúi á ráðstefnunni? Otundan sér sá Malone að Jamaica hafði dokað við fyrir ut- an dyrnar og leit nú um öxl. Hafði hann verið að vara Malone við þessari konu? Og þá hvers vegna? Malone leit niður á kon- una, smávaxna, fallega, álika hættulega að sjá og litið lamb. — Að vissu leyti. Hann hafði aldrei verið laginn við að horfa á konur og þykjast horfa eitthvert annað; hann horfði beint á þessa konu með skólastúlkuandlitið. Hún var svo sakleysisleg að sjá að kjóllinn sýndist næstum ósið- legur, svo aðskorinn sem hann var. Ao dais búningurinn sýndi ekkert af likama hennar nema vott af fótlegg, en samt sýndi hann meira en nokkur annar kjóll sem Malone hafðiséð þetta kvöld. — Égheiti Malone. Gleður mig að kynnast yður. — Gleður mig að kynnast yður — þessa kveðju hef ég ekki heyrt fyrr. Hún er mjög vingjarnleg. Ég er Madama Cholon. Malone rétti fram lausu höndina. Eftir andartaks hik brosti madama Cholon og lagði höndina i lófa hans; hún var eins og lítill fugls- vængur, og hann þrýsti hana með hrjúfum en mildum fingrum. — Þér eruö mjög alúðlegur maður. Þeir erusjaldséðirvið svona mót- tökur. — Eg er nýgræðingur. Ég læri fljótlega að verða eins og hinir. Viljið þér fá yður eitthvað að borða? Meðan blaðamennirnir horfðu forvitnir á eftir þeim gengu þau út úr herberginu og út á yfir- byggðar svalir sem vissu að stórum garði. 1 trjánum héngu græn ljósker, og gestir liðu um i annarlegri birtunni eins og fljótandi lik. Handan við garðinn var London eins og dauf speglun i þungum skýjum, þögul eins og fjarlægt eldgos. — Þessi gata var einu sinni kölluð Milljónungavegur. Madama Cholon benti á risastór húsin bakvið þau, siðan á skraut- hýsin á báða vegu. Hún hélt á litlum vinþrúguklasa milli langra fingra með löngum nöglum. 11 — Siðan fluttu sendiráðin hingað. Nú til dags eru það rikis- stjórnir sem eiga peninga. Malone tók eftir hvössum andúðarhreimnum i mjúkri rödd- inni; þessi skólastelpa gat verið illgjörn. — En þér eruð auðvitað stjórnarmaður, er það ekki? — Ekkert af peningunum kemst alla leið til min. — Ég hef heyrt að þaö sé litil spilling i áströlsku rikisstjórn- inni. Þar sem ég þekki til, er maður álitinn tortryggilegur, ef hann er ekki spilltur. Malone var með munninn full- an af krabbakjöti og salati og sagði ekki neitt. Hann var glor- soltinn, en reyndi samt að láta líta svo út að hann væri ekki að rifa i sig matinn. — Mér þykir gaman að sjá karlmann borða. Madama Colon beit nosturslega i vinber eins og það væri mangóaldin. — Karl- menn eru ævinlega heiðarlegri i sambandi við nautnir sinar, finnst yður það ekki? Malone kyngdi og hreinsaði munninn. — Mér hafði aldrei dottið það i hug. Eru þeir þannig á heimaslóðum yðar? Hvaðan eruð þér annars? — Langt að austan, sagði madama Colon, og Malone var litlu nær. Hann leit i áttina að dyrunum til að athuga, hvort bandarikjamaðurinn væri enn að fylgjast með þeim, en Jamaica var horfinn. — Að austan getur náð yfir mikið svæði. — Já, er það ekki? sagði madama Colon og brosti. Hún át annað vinber, skyrpti steinunum i lófann með dálitiö óhefluðu bændafasi sem stundum kom upp á yfirborðiö hjá henni. Hún haföi séð þennan hávaxna dálitið klaufalega mann koma með ástralska sendifulltrúanum, og hún var að velta fyrir sér, hvort hann yrði honum samferða aftur heim i Belgrave Square að sam- kvæminu loknu. Pallain, Pham Chinh of Truong Tho vildu hafa sem fæst vitni að morðinu á Quentin. — Spiliö þér fjárhættuspil, herra Malone? Malone leit undrandi á hana: hann átti dálitið erfitt með að átta sig á þessari konu. Allar stúlkur sem hann haföi þekkt, höfðu verið blátt áfram og hrein- skilnar, harðsviruðum pipar- sveini að skapi; hann vissi hvar hann hafði þær. — Það kemur fyrir að ég veðja á hross, einu sinni eða tvisvar á ári. Það var sveitamennska að veðja á hross, eins og teningsspil eða klúns. — Nei, ég átti við rúllettu eða bakkarat. — Það er hvort tveggja ólög- legt á heimaslóðum minum. Þetta ætlaði að verða erfiöara enhúnhafði haldið. Það var engu likara en hópur trúboÖEL sæti að völdum i Astraliu. — Geriö þér aldrei neitt ólöglegt? — Ekki ef ég kemst hjá þvi, sagði hann og vissi að þetta léti i eyrum eins og sjálfumgleði. Hann beið eftir þvi,að hún segði það við hann, en hún var kurteisari en Leeds hafði verið. — Og hvaða fjárhættuspilari kemst svo sem á toppinn? — Sum okkar gera það, sagði hún, og bros hennar var laumu- legt. — Þér ættuð einhvern tima að freista gæfunnar. — Ekki i bakkarat. Hann sá fyrir sér fyrirsagnirnar i Speglin- umi Sydney: Lögga matar krók- inn i bakkarat. Hann myndi þá ekki kemba hærurnar i starfinu. — Ég hitti einu sinni Astraliu- mann sem sagði að þið væruð miklir fjárhættuspilarar og gæfuð litið fyrir lögin. Hann sagði að þjóðhetja ykkar væri eins konar útlagi - Ed Kelly? — Ned Kelly. Hann leit á madömu Cholon yfir hlaðinn gaff- al og undraðist áhuga hennar á fjárhættuspili. Ef hún hefði verið kinversk hefði það verið auðskild- ara, en hún leit ekki út fyrir að vera það,— Hann var eins konar stigamaður. —- Og eruð þér ekki stigamað- ur? Malone hristi höfuðið með fullan munninn. — Hvað eruð þér, herra Malone? Eruð þér starfs- maður hjá herra Quentin? Malone sneri andlitinu undan birtunni meðan hann skotraði til hennar augunum útundan sér. i Var hver einasti gestur i sendiráði yfirheyrður á sama hátt og hann? Eða var Quentin svona mikilvægur maður að allir á hans snærum urðu mikilvægir lika? Malone var ekki sérlega hrifinn. — Segjum aö ég sé á hans vegum. . — Of mikið á hans vegum til að • fá frikvöld? Þessi maður var eng- inn asni. Ef hann var öryggis- vörður, eins konar lifvörður Quentins, kærði hún sig ekki um að hann væri nærstaddur þegar tilraunin yrði gerð til að ráða Quentin af dögum.Hún vissi ekki hve frakkar konur voru i þessu landi kuldalegra karlmanna, en hún varð að hætta á það. Hún brosti með þeim þokka sem hún hafði þjálfað með sér i tuttugu ára starfi. — Mig langar til að spila, herra Malone. Það er klúbbur i Mayfair, en konur mega ekki koma þangað herralausar. Hann er afskaplega enskur. Malone setti diskinn frá sér á handriðið og tók upp kampavins- glasið sitt. Þetta var miljón- ungavegur og hann var áðskota- dýr, betlari með galtóma banka- bók. — Þér ættuö að reyna — Þér ættuð að reyna við einhvern annan, madarha Cholon. Ég er ekki af Mayfair-taginu. Þeir myndu senda mann með min laun að einum spilakassanum. G jöf Monks Eftirfarandi gjöf sem kom upp á alþjóðamóti mun vist reynast mörgum ervið úrlausnar. I þriggja sveita keppni Belga, Hollendinga og sveitar kvik- myndaleikarans Omars Sharifs kom þessi gjöf fyrir sem belgiski meistarinn Charles Monk kom auga á að i fólst athyglisverö iraut ef lokasögnin veröur fimm lauf. Norður: S. H. K10532 T. AK54 L. KD83 Austur: S. D2 H. 84 T. G9862 L. G652 Suður: S. K8753 H. 96 T. D3 L. A1094 Sagnir: Norður gefur. Norður- Suður á hættunni. Vestur Norður Austur Suður 2 T. pass 2 G. 3 S. 4 H. pass 5 L. „Rómverska” opnunin tveir tiglar segir frá þvi að Norður eigi þrjá liti og tveggja granda svarið er kröfusögn. Þriggja spaða yfir- boð Vesturs gerir Suðri kleift að álykta að Norður sé blankur i spaða og muni þvi eiga fjögur lauf. Vestur lét út tigultiuna sem Suður tók á drottninguna og lét út hjarta. Vestur tók á ásinn og lét aftur út tigul, sem tekinn var á kónginn i blindum. Sagnhafi tók þvi næst á hjartakónginn og lét enn út hjarta sem hann trompaði með laufafjarka. (Austur hafði kastað af sér tigli). Hvernig á Suður aö spila þegar hér er komið til þess að vinna fimm laufa sögn sina gegn beztu vörn? Svar: Suður trompar spaða með laufaþristi, fer siðan aftur inn heima á laufaás, trompar spaða öðru sinni með laufadrottn- ingu, tekur á tigulásinn ( kastar spaða i hann), troinpar fjórða og siðasta tigul blinds, með laufani- unni (Austur kastar af sér siöasta tigli sinum) og trompar sða a i þriðja sinn með laufakóngnum i þessari stöðu: H.105 L.K S.AG10 7777 L.G65 S.K8 L.10 Austur verður að kasta laufi undir kónginn, en þegar sagnhafi lætur þvinæst hjarta frá blindum, getur Austur ekki komið i veg fyrir að Suður fái slag á laufati- una. ATH.: Þegar Suður hefur trompað hjarta I fimmta slag, má hann ekki taka á laufakónginn. Menn gætu ætlað að honum væri unnt að fá ellefu slagi með þvi að spila á þessa leið: Tekið á laufakóng, tigulás, tigull trompar með laufatiu, spaði trompaður með laufaþristi og staðan veður þessi: H.105 L.D8 S.AG10 H.D----------T.G L.G62 S.K87 L.A Sagnhafi lætur út hjartafimmu úr blindum, Austur kastar af sér tigulgosanum og Suður tekur á trompásinn, lægur siðan út spaða, sem Vestur tekur, en siðasta hjartanu er kastað úr blindum. íln Austur verður að trompa og láta út i gaffalinn D 8 i laufi... Rétt er það, en Austur getur tryggt sér tvo slagi i lokin: Þegar sagnhafi lætur út hjarta frá blind- um i tiunda slagnum, á Vestur ekki að kasta af sér tigulgosan- um, heldur á hann að láta tromp undir ásinn hjá Suðri. Þegar Vestur kemst inn á spaðann i ell- efta slagnum, er Austur ekki lengur neyddur til að trompa (hann getur nú kastað af sér tig- ulgosanum). Yfirtrompun spaða i næsta slag tryggir að spilið tap- ast. Meistarapróf rwr • 1 ICCIS Camillo Pabis Ticci spilaði þessa gjöf árið 1963 og meðspilari hans var Alberto Perroux, fyrir- liði hinnar frægu itölsku meist- arasveitar „The Blue Team”. Leiöin sem hann valdi til að vinna þessa hálfslemmu, réð úrslitum um að hann var valinn i itölsku sveitina sem unnið hefur nær undantekningarlaust heims- meistaratitilinn siðan 1957. Norður: S. A10762 H. KG93 T. 7 L. KG6 Vestur: S. 3 H. 10 T. KD864 L. AD10954 Suður: S. 985 H. AD87654 T. A32 L. Sagnir: Norður gefur. Norður- Suður á hættunni Vestur Norður Austur Suður 1 S. pass 3 H. 4 L. 4 G. pass 5 H. pass 6 H. dobl pass pass redobl pass pass Vestur lét út spaðaþrist. Hvern- ig fór Pabis Ticci að þvi að vinna þessa hálfslemmu i hjarta gegn beztu vörn? Athugasemdir um sagnirnar Eftir aö Norður hefur opnað sagnirnar, eru spil Suðurs of slerk, einkum vegna skiptingar- innar, til þess aö hann stökkvi ekki i öðrum lit, en það er krafa um að sögð verði a.m.k. leiksögn („game”). Vesturs getur kall- doblað eftir þriggja hjarta sögn Suðurs, eða sagt þrjú grönd (til þess að láta vita af þvi að hann eigi a.m.k. fimm spil i báðum lág- litunum). Hann valdi hins vegar þann kost að segja f jögur lauf, til þess að halda langlit sinum i tigli leyndum. En eftir þriggja hjarta stökksögn Suðurs var Norður staðráöinn i að fara i hálfslemmu, ef andstæðingarnir reyndust ekki eiga tvo ása. Svar Suðurs við fjögurra granda spurnarsögninni staðfesti að svo væri ekki. GLENS Við byrjun sumarleyfatimans leyfuni við okkur að birta þessa ágætu teikningu eftir Palle Lautrop. Hún gæti eins vel heitið: enginn veit hvaö átt hefur fyrr en misst hefur. SAMVINNUMENN! Verzlið við yðar eigin samtök. — Það tryggir yður sannvirði. Kaupfélag Langnesinga Þórshöfn. Vestur: S. AG10964 H. ADG7 T. 107 L. 7 Austur: S. KDG4 H. 2 H. G1095 L. 8732

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.