Þjóðviljinn - 19.06.1973, Síða 3

Þjóðviljinn - 19.06.1973, Síða 3
Þrift.judagur 19. júni 1973. Þ.IÓDVILJINN — StÐA 3 BSRB F ulltrúaþing hófst í gær Frá fundi Norræna blaöamannasambandsins að Ifótel Loftleiöum i gær (Ljósm. A.K.) Norrœna blaðamannasambandið rœðir hér: Réttindi blaðamanna og aðstæður blaðanna Höfundaréttur og réttur fastráðinna blaðamanna til vinnslu efnis fyrir aðra fjölmiðla en þá sem þeir vinna við, eru meðal um- ræðuefna á fundi Norræna blaðamannasambandsins, sem hófst í Reykjavík í gær. í hófi Blaðamannafélags íslands í tilefni 75 ára af- mælis blaðamennsku á íslandi afhenti formaður sambandsins, Jan M. Fahlström, B.í. 100 þús. krónur að gjöf frá hinum Norðurlandafélögunum, sem nota skal til náms- styrkja skv. ákvörðun stjórnar Blaðamanna- félagsins. Um 25 fulltrúar blaðamanna- félaga fimm Norðurlanda (Færeyingar eru ekki i sam- bandinu) sitja fundinn, sem haldinn er að Hótel Loftleiðum og stendur þrjá daga. Eftir setningu og kosningu fundarstarfsmanna i gærmorgun fluttu fulltrúar aðildarfélaganna skýrslur og Harald Erikson frá Noregi opnaði umræður um höfundarétt fh. lög- fræðinefndar sambandsins. önnur framsögue r i ndi fundarins eru „Réttur blaða- manna til að vinna við aðra fjöl- miðla en þar sem þeir eru ráðnir”, sem Alf Nordhus frá Noregi flytur. Vagn Fleischer Michaelsson ræðir framtiðarstarf Norræna blaðamannasam - bandsins, J.A. Juuti frá Finnlandi starfsemi Alþjóða blaðamanna- sambandsins og fulltrúar allra sambandanna flytja stutt fram- söguerindi um aðstæður blaða og annarra fjölmiðla á Norðurlönd- um. Umræður veröa um öll þessi efni og að lokum valin stjórn fyrir 1974-75. — vh Þing Bandalags starfs- manna rikis og bæja var sett klukkan 10 f.h. í gær i Súlnasal Hótel Sögu. Þetta er 29. þing samtakanna og mun þaö sitja fram á mið- vikudag. Síðasta fulltrúa- þing var háð 1970, en sam- kvæmt lögum sambandsins ber að halda fulltrúaþing á þriggja ára fresti. Kristján Thorlacius, formaður B.S.R.B. setti þingið i gærmorgun en þingiö sitja 168 fulltrúar hinna ýmsu aðildarfélaga sambands- ins. Aö þingsetningu lokinni ávörp- uðu gestir þingheim, en gestir þingsins voru Baldur Öskarsson, fullrúi Alþýðusambandsins, Ingólfur Stefánsson, fulltrúi Far- manna og fiskimannasambands- ins, og Sæmundur Friðriksson, fulltrúi Stéttarsambands bænda. Þingforsetar voru kjörnir þeir Sigfinnur Sigurðsson frá Félagi opinberra starfsmanna á Suður- landi Haukur Helgason frá Sam- bandi islenzkra barnakennara og Sverrir Júliusson frá Starfs- mannafélagi rikisstofnana. Þingritarar voru kjörin þau Kristin Þorláksdóttir frá Starfs- mannafélagi Reykjavikurborgar og Hermann Guðbrandsson frá Sjúkrasamlagi Reykjavikur-, en þau tvö hafa áður gegnt ritara- störfum á þingi B.S.R.B. með stakri prýði. Að loknu hádegishléi flutti Kristján Thorlacius, formaður bandalagsins skýrslu stjórnar. Kjörtimabil núverandi stjórnar er útrunnið, en hún hefur setið i þrjú ár, eða frá þvi siðasta full- trúaþing var háð; árið 1970. Einar Ólafsson, gjaldkeri bandalagsins, lagði siðan fram reikninga, en þá tóku við umræð- ur um drög að tillögum frá stjórn- inni og almennar umræður um starf bandalagsins og mál, sem þingfulltrúar vildu koma á fram- færi. Þinginu er fram haldið i dag. Fram til hádegis munu nefndir sitja að störfum, en siðar i dag verða álitsgerðir nefndanna teknar til umræðu. ¥7* ' • ' • r jonr nýir skuttogarar Undanfarið hafa fjórir nýir jap- anskir skuttogarar bætzt i flota Sambandsfrystihúsanna. Eru það Ljósafell, sem gert er út frá Fá- skrúðsfirði, Brettingur, sem gerður er út frá Vopnafirði, Drangey, sem gerð er út frá Sauðárkróki og leggur að hálfu upp hjá Fiskiðju Sauðárkróks og loks Hvalbakur, sem að hálfu mun leggja upp hjá Hraðfrysti- húsi Stöðvarfjarðar og Hrað- frystihúsi Breiðdælinga. Auk þess eru a.m.k. fjórir skuttogarar til viðbótar væntanlegir til Sam- bandsfrystihúsa siðar á árinu. Útskrift á kandidötum Afhending prófskirteina til kandidata fer fram viö athöfn i hátiðasal Háskólans miðviku- daginn 20. júni kl. 17. Háskólarektor, dr. Magnús Már Lárusson, ávarpar kandi- data, en deildarforsetar afhenda prófskirteini. Nýlega rann út umsóknar- frestur um embætti saksóknara rikisins Um embættið hafa sótt: Halldór Þorbjörnsson, saka- dómari, Hallvarður Einvarðsson, aðalfulltrúi saksóknara og settur saksóknari, og Þórður Björnsson, yfirsakadómari. r Byggingamannaf. Arvakur Almennur félagsfundur i Bygg- ingamannafélaginu Árvakur Húsavik, 25. 5. 1973., fordæmir harðlega innrás Breta i islenzka landhelgi og árás þeirra á vopn- laust smáriki, sem Island. Fundurinn lýsir yfir fyllsta stuðningi við ályktun útifundar A.S.l. og telur enga samninga koma til greina við Breta meðan brezk herskip og fiskiskip eru innan islenzkrar fiskveiðiland- helgi. Sumarferö Alþýðubandalagsins á Jónsmessu Að við Hreðavatn: „Fellin öll skógi vaxin og hríslur á hverri snös99 Þannig lýsir Þorvaldur Thoroddsen aðaláningarstað suniarferðar Alþýðubandalagsins Frá Botnsá að Ilvitá. Brot út leiöarlýsingu Þorvalds Thorodd sen. í Jónsmessuferð Alþýðu- bandalagsins verða stað- kunnugir og fróðir leiðsögu- menn i hverjum bil, en þar fyrir er ekki ónýtt að hafaþann manninn með i förinni, sem hvað gjörkunnugastur hefur verið Islandi, Þorvald Thoroddsen jarðfræðing,— Okkur datt sem sagt i hug að slá upp i Islandslýsingu hans og taka upp nokkur brot, sem varða leið okkar á sunnu- daginn kemur. Þorvaldur segir: „Einkennileg og til- komumikil útsjón er yfir Hvalfjörð innanverðan. Þar eru þverhnipt hamrafiöll á báða bóga, en fjörðurinn skerast eins og mjór hyldýpis- áll inn i landið. Frá Saurbæ er farinn Ferstikluháls (183 m.) yfir i Svinadal. I þeim dal eru þrjú vötn hvert upp af öðru, efst Draghálsvatn (eða Geita- bergsvatn), svo Þórisstaða- vatn (eða Glammastaðavatn) og neðst Eyrarvatn. Rennur á á milli og svo niður i Leirár- voga, og heitir hún Laxá. Sléttar engjar eru á milli, en fagrar hliðar á báða vegu. Dalurinn er yndisfagur, eins og skáldið lýsir honum: I fögrum dal, sem fjalla skýla hliðar. (J. Thor.) Þjóðvegurinn liggur úr Svinadal yfir Draga (243 m.) yfir i Skorradal. Dalurinn er mjög fagur og hliðar skógi vaxnar beggja megin v.ið vatnið, en til vesturs gnæfa Skessuhornin (1014-1037 m.) við himin. Fyrir utan vatnið, neðst i Skorradal, er berghaft. Fyrir neðan berghaftið eru stórar melöldur, um 30 m. á hæð, sem sópazt hafa niður fyrir, er skriðjökullinn gekk út dalinn á isöldinni.Ar og lækir bera ljósleita liparithnullunga niður i láglendið, svo eyrarnar með vatninu eru hvitleitar og gulgráar. Hestháls (22m) er lángur hryggur, söðulbakaður að framan. Gengur hann út að norðan verðu við Skorra-dals- vatn. Þaðan sést langt yfir undirlendi Borgarfjarðar, við- lend graslendi og mýrarfláka. Þessi héruð eru nokkur hluti af hinu mikla Faxaflóaundir- lendi, sem er nærri 1000 Magnús Kjartansson ávarpar ferðalanga i einni af fyrri sumarferöum Alþýðubanda- lagsins. t sumar mun Magnús einnig taka þátt i fcrðinni, og hyggst hann ávarpa sam- ferðamenn sina i Grábrókar- hrauni. ferkm. að stærð Upp úr mýrarflákunum standa lág blágrýtisholt og ásar isnúnir, og gengur stefna isrákanna viðast frá dölum til hafs. Hvitá er mjög vatnsmikil, þvi i hana falla ýmsar stórár, og er Norðurá þeirra mest. Minnst breidd Hvitár fyrir neðan Grimsá kvað vera við Hvitarvelli. Á Hvitarvöllum voru snemma miklar kaup- stefnur, og mátti heita. að Hvitárvellir væru á söguöld hinn helzti verzlunarstaður við Faxaflóa. Hafskip gengu þá upp að Hvitárvöllum og 'upp i Grimsárós.____ v þau voru sett upp i smá ármynni, i siki og vaðla. Var þá viða höfð uppsát kaupskipum i ár eða i lækjarósa eða i sik^ segir Egilssaga’ . Hér haia verið tindir til nokkrir molar úr Borgar- fjaröariýsingu Þorvaldar Thoroddsens, á þeirri sömu leið og Jónsmessuförin mun liggja um á sunnudaginn kemur. En um aðaláfanga- stað ferðarnnar, Grábrókar- hraun, segir Þorvaldur að lokum: „Hinn 22. júni fór ég upp að Hreðavatni. Norðurá fellur þar i þröngum gljúfrum og brýzt i gegnum berghaft það, sem takmarkar Norður- árdalinn að framan. Fyrir ofan það eru sléttar eyrar i dalnum. Landslag á Hreða- vatni er ljómandi fagurt: Fellin öll skógi vaxin og hrislur á hverri snös”. Jónsmessuferð Alþýðu- bandalagsins er ekki aðeins skemmtiferð, heldur fræðslu- ferð um leið um nátturu lands okkar og sögu. Skráning i ferðina er á skrifstofu Alþýðu- bandalagsins, Grettisgötu 3 eða i simum 18081 og 19835.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.