Þjóðviljinn - 19.06.1973, Side 4

Þjóðviljinn - 19.06.1973, Side 4
4 StÐA — ÞJÓDVILJINN Þriftjudagur 19. júni 197:1. Forsetinn leggur blómsveig aö fótstalli styttu Jóns Sigurössonar. Öskar ölason yfirlögregluþjónn i Reykjavik, sagði að hátiðar- höldin i höfuðstaðnum hefðu tekizt með ágætum. Strax um morguninn var mikill mannfjöldi við hátiðarhöldin á Austurvelli að horfa á fyrirmenn þjóðarinnar, en þar lögðu þeir blómsveig að fótastalli styttu Jóns Sigurðssonar, og forsætis- ráðherra flutti ræðu. Klukkan 2 eftir hádegi var farið i skrúðgöngur frá nokkrum stöðum i borginni og mættust þær á Lækjartorgi, þar sem dagskrá hófst klukkan 3. Var þarna samankominn mikill mannfjöldi, og sagði öskar það meiri mann- fjölda en hann hefði áður séð saman kominn á þessum stað. Dagskráin var samfelld þar neðra fram eftir deginum og til kvölds og litið los á fólki. Veðrið gerði og sitt til þess að fólki dvaldist á Torginu. Um kvöldið var dansað á 5 stöðum i borginni. Mestur mann- fjöldinn safnaðist saman við Melaskólann, en annars var nokkuð jöfn aðsókn að þeim stöðum sem dansað var á. Dansað var til miðnættis. Eftir að dansi lauk fór megin- þorri fólks til sins heima. Nokkrir unglingar drolluðu þó úti við fram eftir nóttu, einkum á miðbæjar- svæðinu. Var þó allt með kyrrum kjörum og flestir farnir inn um hálf þrjú aðfaranót mánudagsins. — Það var laust pláss i Tugthúsinu alla nóttina, sagði Óskar. Verður það að teljast gott dæmi um hve vel til tókst með hátiðarhöldin. — Við getum nokkuð af þessu lært, sagði Óskar ennfremur. Umferðin við dansstaðina var nokkuð þung, og tökum við það til athugunar fyrir næsta ár, og reynum að leysa það vandamál, ef sami háttur verður hafður á um skemmtanahald þá og nú var. Þess má geta, að Arbæingar höfðu sérlega dagskrá allan daginn og sérlegt dansiball. Tókst þar allt með ágætum eins og við var að búast. —úþ Skátar báru fána fyrir skrúögöngum. Skrúögangan niöur Laugaveg. Myndirnar á slöunni tók Ari Kárason. Y elheppnuð þjóðhátíð um l and allt Valgerður Dan leikkona flutti ávarp fjallkonunnar. Ólafur Kristjánsson stjórnaöi blæstri og leik Lúðrasveitar vcrkalýðsins á Austurvclli Úr þjóðhátiðarrœðu forsœtisráðherra „Þjóðarmetnaður á að lyfta mönnum upp úr lágkúrunni99 Vegna þrengsla i blaðinu reyndist ekki unnt að birta þjóöhátiöarræöu forsætisráö- lierra, Ólafs Jóhannessonar, i heild, en hér fer á eftir kafli úr ræðunni: Þó að tslendingar beri sér ekki orðið ættjarðarást jafn oft i munn og áður fyrr, hvorki i ljóðum né lausu máli, vona ég, að tilfinningar manna til föðurlandsins séu ekki siður heitar nú en þá. Og vissulega er ekki minna um vert að sýna ættjarðarást §ina i verki en i orði. Verkin eru oftast nær skýrasti vitnisburðurinn. En jafnvist er hitt, að hylling lands og þjóðar á auð- vitað ekki að vera neitt feimnismál, og allra sizt á þjóðhátiðardegi. Þjóðhátið er eðlilegur vettvangur til túlk- unar á viðhorfum manna til fósturjarðarinnár og sam- þegnanna. Þjóðhátiðardagur á ekki bara að vera venjulegur fridagur, haldinn i hálfgerðu tilgangsleysi. Þjóðhátið á að vera hátið i bókstaflegum skilningi, ekki bara samkoma, þarsem menn koma saman til að gera sér glaðan dag og slappa af. Þjóðhátið á ekki að vera nein venjuleg skemmtun, e.t.v. með alls konar ærslum og apakattalátum eftir lélegum erlendum fyrir- myndum. Ilvað sem allri hlédrægni liður og hvað sem er um mikil- læti á ytra borði, sem oft er af minnimáttarkennd sprottið, eða þá af innri fátækt, þá ætti enginn tslendingur að vera Forsætisráðherra ólafur Jóhannesson, flytur ávarp til þjóöarinnar af Austurvelli. feiminn við það að bera fram þá játningu til Fjallkonunnar á þjóðhátiðardegi, að hann miklist af þvi að vera sonur Islands. Sannur þjóðhátiðar- dagur, eins og 17. júni á að vera, á að efla þjóðarmetnað, — ekki þjóðarhroka, sem öllum er ætið til vanza. Hann á að hjálpa til að lyfta mönnum upp úr lágkúrunni, sem stundumsetursvipsinn á þjóð- lifið. Hann á að kæfa þær raddir, sem reyna — oftast nær óbeint — að lækka það sem islenzkt er. A þetta finnst mér ástæða til að minna einmítt á þessum 17. júni. Þessi 17. júni er haldinn við óvenjulegar aðstæður. Tvö stórveldi, sem við erum i bandalagi við, hafa sýnt okkur ofriki, virt að vettugi islenzk lög og farið ránshendi um is- lenzk fiskimið, þær náttúru- auðlindir, sem eru lifrygging Islendinga i framtiðinni. Og önnur þessara stórþjóða hefur gripið til þeirra ofbeldisað- gerða að senda herskip inn i islenzka fiskveiðilögsögu til að vernda veiðiþjófana. Slik vopnabeiting gegn vopnlausri smáþjóð ætti að heyra til liðinni tið. En gömlum for- Framhald á bls, 15.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.