Þjóðviljinn - 19.06.1973, Síða 9
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 19. júni 1973.
QKYR/NQAR
" AÐALVEaUR. r/L OC.
F/z'A //USA<//K oa
AKUKEYfU
-----pja/jusruv£rc.ns. /nmau
SUL/TAR. Oc V/£> /JpGRAM-
/JASUE/T/P
.... RAS JARM/rA/JS 7
"'PR//JS/P.'
—— P'AS AFFAL/.S FA'A BKJAg-
FÉLAG/ oc. pJó/lUSTU-
M/ÐSTÖO /' REYKIAHL/O
OC /Lg/CKT A UKÍMS-
SröÐUM TíL HÓLASAJJbS,
þAR SEF7 þerrp Affall,
SLM £R AUÐUGT fíF UPP-
LEYSTUM NÍTRAT oc
FOSFATSfí M& ÖIJPUNI,
/JÝT/ST T/L UPPOKiCOSLU
‘ ® SPOR&RAUT E£>A SMF-
BRAUT FRJA þJáMUSTOM/O -
sróe> TREYKJfí//L/F>, r/c
SK/PAcöA/auejzfíLFFA.
x—x—x rocBRflur EE>fí SÝ/F -
BRAUr T/L /SRU/J-SRAUTA
í HL/£)UP] HLf-PARFJALLS.
Uppdráttur Magnúsar af skipulagi vift Mývatn
SKIPULAGNING
MÝVATNSSVÆÐISINS
Enginn græðir á að ekkert sé gert, en uppbygging
með sameiginlegu átaki gæti orðið öllum aðilum
til góðs, segir Magnús G. Björnsson arkitekt,
sem vill að áætlun sin sé tekin sem módel og
Mývetningar taki afstöðu til hennar.
Magnús G. Björnsson arkitekt
útskrifaðist i fyrravor frá skipu-
lagsdeild Arkitektaháskólans i
Osló, og prófverkefni. hans var
þróunaráætlun fyrir Mývatns-
sveit. Að henni vann hann svotil
óslitið í þrjú ár og sem vænta má
er verkefnið fullunnið allmikið að
vöxtum, um 450 siður auk upp-
drátta.
Verkið skiptist i þrjá hluta og
sagði Magnús að sá fyrsti fjallaði
um nýtingu jarðhita á svæðinu.
Annar hlutinn væri i þrem þáttum
og tæki til áhrifa uppbyggingar
við Mývatn á Norðurlandssvæðið
i heild með tilliti til Norðurlands-
áætlunar; athugun væri gerð á
hverskonar tilboð yrði að byggja
upp fyrir mismunandi tegundir
ferðamennsku og siðan hvers-
konar ferðamannaþjónustu við
gætum frá náttúruverndar- og
hagkvæmnissjónarmiðum byggt
upp á Islandi útfrá hans sjónar-
miði, siðan hvernig mætti byggja
þetta upp við Mývatn. Þá eru
tekin fyrir i þessum hiuta ýmis
n^ttúruverndaratriði með tilliti
tíl fólks og byggðar, veðurfars-
skilgreining á svæðinu og gerð
hagkvæmniathugun á þeim
þáttum, sem hann hefur tekið til
meðferðar fyrr i áætluninni, bæði
á einstökum liðum i uppbyggingu
kringum jarðirnar og á bæjar-
stæði.
Þriðji þátturinn byggist fyrst
og fremst á fræðilegri kenningu
um skipulag almennt, félagslegt
og hlutlægt, og siðari hlutinn er
beiting þessarar kenningar við
aðstæður á Mývatni með tilliti til
fyrri þátta verksins.
Of yfirgripsmikið yrði aö segja
frá áætluninni allri i einu blaða-
viðtali og höfum við þvi kosið að
biðja Magnús að gera aðallega
grein fyrir einum þætti hennar,
skipulaginu sjálfu kringum og við
Mývatn, ekki sizt þar sem tillögur
hans um nýtingu jarðhitans hafa
áður birzt allýtarlega á prenti
(Timinn, 27. mai sl.).-
— Fyrst af öllu, Magnús. Ertu
kannski ættaður úr Mývatns-
sveitinni eða hvað kemur til að þú
velur einrnitt hana?
— Nei, ég er héðan úr bænum,
en var reyndar mikið i sveit i S-
Þingeyjarsýslu og þekki þetta
landssvæðí vel. En það má segja,
að ég hafi verið lengi með jarð-
hitann i maganum og ég hef alltaf
haft áhuga á að vinna áætlanir i
sambandi við hann. Þegar ég
valdi þetta svæði fyrir norðan
framyfir einhver svæði t.d. á
Suðurlandi var það ekki sizt
byggðajafnvægið, sem ég hafði i
huga.
Við upphaf slikrar áætlunar
verður ávallt að hafa i huga, að
eigin tvö svæði verða nýtt alger-
lega á sama hátt, ekki heldur þótt
bæði hafi jarðhita. Forsendur
verða alltaf breytilegar, eins og
t.d. efnasamsetning jarðhita-
vatnsins, staðhættir, heildar hita-
og þrýstifall o.s.frv. Skipulagið er
unnið með tilliti til lifkerfisins,
náttúruverndar á svæðinu, veðr-
áttu og kostnaðar og eftir að hafa
borið saman mismunandi mögu-
leika á þróun byggðakjarna, þ.e.
þeirri uppbyggingu, sem yrði
kringum nýtingu jarðhitans, varð
Reykjahlið fyrir valinu.
Til að geta þróað kjarnann og
tryggt uppbyggingu á þessum
stað, en um leið verndað Mý-
vatnssvæðið að öðru leyti, beini
ég umferðinni frá Akureyri á
Húsavikurveginn, þannig að öll
aðalumferðin ti! Húsavikur,
Akureyrar og til Austurlands
yrði þá norðanvert við vatnið.
— Þú gerir jafnframt ráð fyrir
áframhaldandi byggð á jörðunum
kringum vatnið, er það ekki?
— Ég geri ráð fyrir algerri
friðun á einstaka stöðum, en með
þeirri undantekningu þó, að þeir
bæir sem fyrir eru geti nýtzt á
sama hátt og nú er og náttúr-
verndarráð mundi fallast á.
Með tilliti til náttúruverndar
gerði ég mat á þvi hvað bæri að
verja og á hvern hátt, en það
gerði ég einungis vegna þess, að
ekkert slikt mat hefur verið
framkvæmt áður. Hins vegar lít
ég svo á, að slikt mat sé i rauninni
verkefni náttúruverndarráðs eða
náttúruverndarráðs og heima-
manna sameiginlega. En á þessu
mati mínu byggði ég svo svæða-
nýtingaráætlunina. Hana ber að
sjálfsögðu að skoða sem módel
eins og reyndar áætlunina alla.
— Á hverju byggir þú þá þitt
náttúruverndarmat?
— T.d. á varpstöðum, þ.e. þar
sem ég veit að eru varpstöðvar.
Lika þar sem ég veit að eru
merkar jarðfræðilegar minjar
eða aðrar náttúruminjar, eins og
t.d. Dimmuborgir, gervigigarnir
og fl. Eins á lifkerfi vatnsins. Það
þarf að verja vatnið og má undir
engum kringumstæðum hleypa i
það affalli, hvorki frá bæjar-
kjarnanum né frá ylrækt, sem ég
geri ráð fyrir þarna, þvi þetta af-
fall er fullt af nitrötum og fos-
fötum, sem mundi gjörbreyta lif-
kerfinu i vatninu. Þessi efni fara
ekki úr vatninu aftur, heldur
safnast þar fyrir, svo segja má að
allur sori, hversu litill sem hann
er, jafnvel sá sem nú er, skili sér
aftur i einhverri mynd. Hins
vegar eru vatnaskipti i Mývatni
mjög ör og ég skal ekki segja
hvað það hjálpar mikið með
önnur efni, en það bjargar engu i
sambandi við nitröt og fosföt.
Afturámóti má nýta þessi efni á
hagkvæman hátt til upp-
byggingar en ekki eyðileggingar
og það finnst mér eiga að gera.
Það er hægt með þvi að taka af-
fallið bæði frá bæjarkjarnanum
og ylræktinni og beita þvi uppá
Hólasandssvæðið, þar sem að
sögn Björns Jóhannssonar, i
„Islenzkum jarðvegi”, vantar
bæði vatn, nitröt og fosföt til upp-
græðslu einmittt þau efni sem við
höfum þarna. Einnig mætti nota
þetta til uppgræðslu á foksvæð-
unum i nágrenninu.
Rauði þráðurinn gegnum alla
áætlunina er nýting jarðhitans,
þ.e. sem hagkvæmust nýting á
þann hátt að spilliefni frá einum
lið verði notuð fyrir aðra vinnslu
og ekkert berist eftirlitslaust út i
nátturuna. Notkun affalls til upp-
græðslu er einn þátturinn i þvi.
— Hvaða nýtingu jarðhitans
gerir þú ráð fyrir auk ylræktar-
innar?
— Fyrst og fremst til raforku-
framleiðslu, einnig til upphitunar
bæjarkjarnans og til upphitunar
ferskvatns til fiskeldis. Enn-
fremur brennisteinsframleiðslu
og til hliðar við hana framleiðslu
á koltvisýringi, sem notaður væri
til áburðar við ylræktina á svæð-
inu. Þá er i áætluninni gert ráð
fyrir möguleikum á nýtingu
hveraleirsins til framleiðslu
hleðslusteina og gólfflisa.
—- Þú minntist áðan á ferða-
mannaþjónustu. Hvernig fellur
hún inn i skipulagið samkvæmt
þinum tillögum?
— Eg geri ráð fyrir allmikilli
uppbyggingu ferðamanna-
reksturs á Mývatnssvæðinu. Ég
veit að margir eru mjög á móti
þvi, sérstaklega náttúruverndar-
menn,og eru hræddir um að ekki
verði hægt að hafa hemil á slikri
þróun. En ég geri þetta reyndar
með tiliitil til náttúruverndar, þvi
ég vildi fá aðra hagsmuni inná
svæðið en hreint efnahagslega
með tilliti til iðnaðar, hagsmuni,
sem byggðust á að varðveita
náttúruna. Auðvitað yrði þetta
jafnframt að vissu leyti búbót.
Ég held nefnilega að með þvi að
hafa of fáa á svæðinu, þ.e. ein-
hverja slika uppbyggingu, en
heldur of litla, sé meiri skaöi
skeður en ef hún er höfð nógu stór
Þriðjudagur 19. júni 1973. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 9
Rætt viö Magnús G.
Björnsson arkitekt, sem
hefur gert
þróunaráætlun
fyrir Mývatnssveit
Magnús G. Björnsson
til að-hægt sé að koma við lög-
vernd ogjvirkilega fylgjast meö
náttúrua svæðisins. Það kallar
aftur á töluverðan fólksfjölda og
töluverð umsvif.
— Hvar gerirðu aðallega ráð
fyrir móttöku ferðamannanna?
— Ég leitaðist einkum við að
finna út, hvernig byggja mætti
upp svona ferðamennskurekstur
með sem minnstu áhættufé,
þannig að gæðin dreifðust og
bændur, sem etv. yrðu útundan
við uppbygginguna kringum jarð
hitann, fengju þá tekjur af
þessari þjónustu. Annars ættuþeir
ekki að þurfa að vera útundan viö
jarðhitanýtinguna, þvi það ætti að
vera mögulegt að framkvæma
hana á samvinnugrundvelli. En
ég hugsa mér, að það væri hægt
að dreifa tekjum af ferða-
mennsku um svæðið þannig að
bændur fengju að byggja útilegu-
kofa eða skála. Auðvitað yrði að
vera undir nokkuð ströngu eftir-
liti hvernig það yrði framkvæmt
og þar mundi náttúruverndarráð
að sjálfsögðu koma til sögunnar.
I þessu sambandi þarf að gera
sér grein fyrir þvi, hvers konar
ferðamenn við viljum næla i,
hvort við erum á eftir túristum,
sem fara gegnum svæöið á einum
degi meðan þeir skoða það og
siðan burt, eða hvort við viljum fá
ferðamenn, sem dveljast rólegir
á svæðinu, koma ekki i stórum
hópum og fæla fuglinn burt,
heldur eru þarna til náttúruskoð-
unar, sér til heilsubótar eða
annars sliks, — við höfum jú
möguleika á sliku með jarð-
hitanum. Viljum við fólk, sem
kemur þarna með fjölskyldur
ýmiskonar náttúruiðkana? Þá
væri hægt að hugsa sér að lengja
þetta yfir á veturna lika.
Við athugun á veðurfari kemur
i ljós, að úrkoman kemur mest
sem snjór fyrstu vetrarmánuðina,
og yfirleitt er mikiö sólfar og
stiliur á svæðinu, þannig að hægt
ætti að vera að byggja upp ferða-
mannarekstur á vetrum, byggðan
á skiðamennsku og jafnvel á
veiðum gegnum is, eins og kom
fram i viðtali við hótelstjórann
þarna um daginn. Þá mætti nýta
leiksvæði frá sumarleikjum til
skautaiðkana og annars sliks á
vetrum.
Eigi á annað borð að fara út i
ferðamannarekstur held ég aö
fyrst og fremst þurfi að byggja
upp móttökustöðvar, þar sem
þeir eru um kyrrt, en ekki alltaf
að vera að þveita þeim um landið.
Kringum svona móttökustöðvar
þurfa að vera alls kyns tækifæri
til tómstunda- og iþróttaiðkana,
leiksvæði, bátaútleiga, hestaút-
leiga o.s.frv.
— Gerirðu aðeins ráð fyrir
kofum eða skálum, en ekki
hótelum?
— Það eru þarna tvö litil hótel
fyrir og ég geri ráð fyrir að þau
séu i þessum kjarna og jafnframt
að það geti komið til hótelbygging
siðar i þessari þróunaráætlun, og
þá jafnvel i sambandi við flug-
völlinn i Aðaldal. A þann hátt
væri kominn upp þjónustukjarni
með nokkuð alhliða þjónustu.
Ég gerði félagslegar athuganir
á þvi, hvernig mætti byggja upp
þjónustu i bæjarkjarnanum,
þannig að hún kæmi jafnframt að
sem mestum notum fyrir sveit-
ina. Með byggingu bæjgrkjarna
við Mývatn held ég nefnilega að
megi bæði tryggja búsetu i upp-
sveitum Suður-Þingeyjarsýslu og
eins geti það orðið til að örva vöxt
á Húsavik. Við Mývatn yrði fram-
leidd eingöngu frumframleiðsla^
en ekki farið út i úrvinnslu, en hún
gæti aftur orðið á Húsavik.
— Þú virðist gera ráð fyrir góöu
samkomulagi milli ibúa bæjar-
kjarnans og sveitarinnar, en oft
hefur virzt sem slikt væri ekki
fyrir hendi nú með þeim kjarna
sem þegar er þarna, jafnvel, að
þarna væru nú þegar viss félags-
leg vandamál.
— Ég veit að það eru spennur
þarna i sveitinni, en ég er
hræddur um að hefði þessi kisil-
gúrverksmiðja ekki komið til
hefði orðið útflutningur á ungu
fólki af þessu svæði. Þetta er eina
sýslan á landinu, að frátöldum
náttúrlega innflutningssýslunum
hér á Suðvesturlandi, sem ekki
sýnir útflutning á fólki. öllum
málum fylgja einhverjir plúsar
og einhverjir minusar og þessi
kisilgúrverksmiðja hefur ýmsa
minusa, sem ég reyni að bæta úr i
þessu verkefni minu. Ég reyni að
plúsa minusana og nýta affallið
og geri ráð fyrir mun fjöl-
breyttari atvinnuvegum, þvi ég
held að einhæfur atvinnurekstur
sé yfirleitt mjög óþénugur i
félagslegu tilliti. Bæði fjölbreytni
i atvinnu og þar með fjölbreyti-
legt fólk hefur sitt aö segja til að
fólk þrifist.
— Tekurðu eitthvert tillit til
þróunar i búskap?
Ég bendi á, að það eru ýmsar
sveiflur á lofti varðandi hann.
Búskapur getur orðið hættulegur
umhverfinu við Mývatn, þvi hann
þroskast i þá átt að stöðugt er
notað meira af tilbúnum áburði
sem lendir i vatnakerfinu. Þetta
eru einmitt fosföt og nítröt, sem
alls ekki mega lenda i þessu
vatnakerfi. En ég held að þróun
búskapar yrði örari i uppsveitum
S-Þingeyjasýslu sem heildar við
að fá þennan aukamarkað við
Mývatn. Hinsvegar má ekki
reikna með neinni aukningu á
landbúnaði niður við vatnið i Mý-
vatnssveit. En i minni áætlun er
gert ráð fyrir, að bændurnir
kringum vatnið taki þátt i upp-
bygingunni, fjárfesti i henni og
taki gróðann.
Ég vil taka fram að lokum að
áætlun min er ekkert endanlegt
módel, heldur byggð upp sem
einskonar kerfi, þar sem hægt er
að kippa hlutum út og setja aðra
inn i. Grundvallaratriðiö er aö
nýta jarðhitann þannig að heildar
þrýsti- og hitafallið og efni, sem
gætu verið skaðleg lífrikinu, veröi
notuð við jákvæða uppbyggingu.
— Þú hefur náttúrlega stuðzt
talsvert við rannsóknir annarra á
ýmsum þáttum i sambandi við
þetta verkefni.
— Já, að sjálfsögðu. Ég hef
notið ráðgjafar mjög margra og
eins lesið mjög mikið, enda vitna
ég i ótal rit og ráðgjafa. I þvi
sambandi mætti kannski nefna,
að ég lánaði þetta verk Bjarka
Zóphanlassyni, einum þeirra sem
vann skipulagið á Þingvöllum.
Hann fékk leyfi mitt til að fá að
nýta það i þeim tilgangi, en ég
bað aftur um að getið yrði
heimilda, sem ég furða mig á, að
hann hefur ekki gert, þvi ég get
ekki betur séð en að verkefnið
hafi verið notað sem heimild. Það
er ýmislegt likt með þvi hvernig
tekiö er á verkefnunum, enda er
ýmislegt likt með þessum
svæðum.
— Geturðu átt von á, að þessi
þróunaráætlun þin verði notuð i
framtiðinni eða lögð til grund-
vallar við skipulagningu?
— Þetta hefur verið selt Fram-
kvæmdastofnuninni, Skipulagi
rikisins, Orkustofnun, náttúru-
verndarráði og sveitarstjórn Mý-
vatnssveitar, þ.e. ég fékk greitt
hjá þessum aðilum fyrir verk-
efniö, þvi þetta lengdi minn
skólatima töluvert auk þess sem
ég hafði gifurlegan kostnað i
sambandi við verkið. Verkið var
keypt i þeim tilgangi að eitthvert
framhald yröi á þvi.
Módelið verður þvi allavega
nýtt sem forverkefni og mögu-
leiki, en náttúrlega verður reynt
að fá endanlega stefnumörkun á
þvi, hvað gert verður þarna með
samþykki og vilja Mývetninga,
auk náttúruverndarráðs og
stjórnvalda. Það sem þarf að
gera er aö koma þessu fyrir fólkið
á svæðinu, svo það geti tekið af-
stöðu. Enginn græðir á þvi að
ekkert verði gert, það gæti þvert
á móti orðið öllum til skaða. Hins
vegar gæti uppbygging með sam-
eiginlegu átaki orðið öllum að-
ilum á þessu svæði til góðs.
—vh
Hverfjall við Mývatn
Sameigin-
legur
fundur
Sameiginlegur fundur hreppsnefnda
Breiðdalshrepps, Stöðvarhrepps,
Búðahrepps og Fáskrúðsf jarðar-
hrepps, haldinn á Stöðvarfirði föstu-
daginn 8. júni 1973 i tilefni af fram-
kvæmd vegaáætlunar á Suðurfjarða-
vegi sumarið 1973, samþykkti eftirfar-
andi áskorun til samgöngumálaráð-
herra og ráðamanna Vegagerðar
rikisins:
Fundurinn skorar á ofangreinda
aðila að sjá um að framkvæmdum á
Suðurfjarðavegi verði hagað i sam-
ræmi við Samgönguáætlun Austur-
lands 1971—1975, þ.e.a.s., að vegakafl-
ar milli Þernuness og Kolmúla i Reyö-
arfirði, milli Landa og Merkigils i
Stöðvarfirði, og milli Snæhvamms og
Þverhamars i Breiðadalshreppi verði
uppbyggðir og yfirkeyrðir á 'þessu
sumri.
Ennfremur vill fundurinn vekja at-
hygli ofangreindra aöila á nauðsyn
þess, að kostnaðaráætlun fyrrgreindra
verkefna verði endurskoðuð og fjár-
veitingar til þeirra samræmdar nú-
gildandi verðlagi.
Fundurinn vill rökstyðja kröfur sin-
ar með eftirfarandi atriðum:
1. Ofangreindir vegkaflar eru á áætlun
þessa árs.
2. tbúar svæðisins eiga ekki um aöra
leið að velja en Suðurfjaröaveg á
vetrum til samgöngumiðstöövar
Austurlands þ.e. Egilsstaða.
3. Suðurfjarðavegur er annar af tveim
vegaköflum á Austurlandi, sem
svarar jákvætt kröfunni um 10% af-
kastavexti á arðsemisútreikning-
um.
4. Búðahreppur, Fáskrúðsfjarðar-
hreppur og Stöðvarhreppur eru eitt
læknishérað.
5. Meðan ástandið er jafn slæmt og
raun ber vitni um i heilbrigðismál-
um á Suðurfjörðum þurfa allir ibúar
svæðisins að sækja læknishjálp til
Egilsstaða, Eskifjarðar eða Nes-
kaupstaðar.
1 framhaldi af ofangreindum kröf-
um, sem að áliti heimamanna eru
mjög sanngjarnar, vilja hreppsnefnd-
irnar vekja athygli á þvi, að siðan
Vegaáætlun var samin, hafa allar að-
stæður i atvinnumálum Breiðdals-
hrepps og Stöðvarhrepps gjörbreytzt.
Eins og kunnugt er, hafa þessir
hreppar hafið sameiginlegan rekstur
og útgerð skuttogara, og hefur það i
för meö sér mikinn akstur milli staða
með afla. Að vetrarlagi má segja, að
vegarkaflinn Óseyri-Tóftá, verði ófær i
fyrstu snjóum, og getur það orsakað,
aö afli togarans verði ekki nýttur
nema með óhæfilegum tilkostnaði og
töfum frá veiðum. Það eru þvi vin-
samleg tilmæli fundarins, að Vega-
gerð rikisins verði með lántöku gert
kleift að bæta þessum vegkafla inn á
áætlun þessa árs.
Fundurinn vill benda á, að þessi
framkvæmd er sérlega nauðsynleg til
eflingar atvinnulifs á svæðinu, og að sá
vaxtakostnaður, sem veröa á ofan-
greindri framkvæmd verði hún geymd
til næsta árs. Fundurinn leggur rika
áherzlu á, að ákvarðanir sem teknar
verða i málum þessum, verði teknar i
fullu samráði við sveitarstjórnir
hreppanna.
Borgirnar
að kafna
WASHINGTON 16/6. — Yfirvöld I
Bandarikjunum liafa samykkt harðar
aðgerðir i verndun umhverfisins og
gætu þær minnkað notkun einkabíla á
New York svæðinu um helming á
næsta áratug.
Aætlanir fyrir aðrar stórborgir, eins
og t.d. Los Angeles, eiga þó eftir
frekari meðhöndlun, og hafa yfirvöld
borga fengið frest til að snurfusa þær
betur svo þær uppfylli strangar kröfur
alrikisstjórnarinnar um umhverfis-
vernd.
Alrikisumhverfisráðið í Washington
visaði á bug áætlunum um hreinsun
andrúmsloftsins i mörgum borgum.
Samkvæmt samþykkt fulltrúadeildar
þingsins verða yfirvöld borga i 23
rikjum að skila áætlunum um hreinsun
andrúmsloftsins nú i vor.