Þjóðviljinn - 19.06.1973, Page 11

Þjóðviljinn - 19.06.1973, Page 11
Þriðjudagur 19. júni 1973. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 11 10 sinnum var boltinn i neti Breiðabliksmanna Hvaö kom fyrir Blikana áAkranesi? Töpuðu fyrir heimamönnum með 9 marka mun! „Svona nokkuð gerist einu sinni á áratug i hverju landi” sagði Rikarður Jónsson eftir leik Breiðabiiks og Akurnesinga sem endaði með sigri siðarnefndu 10-1- Leikur Kópavogsmanna bauð aldrei upp á annað en stórt tap. Kæruleysi og algjört áhugaleysi einkenndi leik liðsins frá upphafs- minútu til loka, sóknarmönnum mistókst i opnum færum, miðju- mcnn unnu ilia, vörn var hrein- lega ekki til, og varamarkvörður liðsins lék þarna fyrsta leik sinn i tslandsmótinu. Það hlýtur að vera erfiður biti fyrir Svein Skúlason, markvörð Breiðabliks i þessum leik, að þurfa að sækja boltann 10 sinnum i netið i fyrsta leik sinum. Leikurinn einkenndist annars af þvi að allt heppnaðist hjá Akur- nesingum, ekkert hjá Breiða- bliksmönnum. Hver myndi trúa þvi, að 1. deildarlið léti skora hjá sér 10 mörk og tapa með niu marka mun, en vera þó ekki mikið lakara lið en andstæðingarnir? Þetta gerðist i leik Breiðabliks og ÍA, sem á köflum var hreint og beint hlægilegur. Úrslit eins og þau, sem loka- tölur leiksins segja tilum, benda til að eitthvað hafi verið i meira lagi skrýtiö, og annað hvort liðið átt stórleik, eða hitt afspyrnu- lélegan, en svo var þó ekki. Skagamenn sóttu að visu meira, en Breiðablik átti sin upphlaup og átti kannski ekki siður tilvalin tækifæri en Skagamenn. Munurinn var aðeins sá að heimamenn gátu fullnýtt sin tækifæri, en þar var ef til vill einnig um að kenna ákaflega svifaseinni vörn Breiðabliks, þar eð flest mörkin komu eftir að leik- menn Akraness höfðu fengið boltann óvaldaðir og haft nægan tima til að athafna sig. Langt er siðan annar eins varnarleikur hefur sézt i 1. deildinni eins og sá er Kópavogsmenn buðu upp á i þessum leik, og hlutverk mark- varðarins er ekki öfundsvert er hann stendur einn á móti 4-6 sóknarmönnum sem fá að at- hafna sig að vild i vitaeig and- stæöinganna. A fyrstu minútunum var leikurinn þófkenndur og fór að mestu fram á miðjunni, en á 11. min, skoraði Teitur eftir mistök markvarðar. Eftir það skiptust liðin á að sækja, og komst Matthias tvisvar einn inn fyrir, en Sveinn varði i bæði skiptin mjög fallega. Hinum megin var Þór i opnu færi en skaut framhjá. A 30. min. skoraði Teitur eftir að skot Matthiasar hafði verið varið. A 36. min. skoraði Matthias eftir að Teitur hafði leikið upp kantinn og gefið fyrir. Siðasta mark hálfleiksins kom svo á 41. min. og skoraði Hörður þá eftir fyrirgjöf Teits. A siðustu minútunum komst Matthias enn tvisvar einn fyrir, enSveinn bjargaöi i bæði skiptin. Breiðablik átti opið færi á siðustu min., en Karl Steingrimsson skallaði framhjá. Mörkin i siðari hálfleik urðu svona: 9. min. Hörður skorar eftir fyrirgjöf frá Karli. 11. min. Þór Hreiðarsson leikur á nokkra varnarmenn Akur- nesinga og skorar 5-1. 16. min. Teitur skorar með skalla eftir fyrirgjöf Andrésar, 6- 1. 25. min. Teitur skorar er Sveinn markvörður missir boltann yfir sig. 26. min. Matthias brýzt i gegn og skorar 8-1. 27. min. Teitur skorar úr þvögu. 33. min. Teitur skorar siðasta mark leiksins og sitt 6. mark. Liðin Hjá Skagamönnum var Matthias beztur og áreiðanlega einn bezti framlinumaður okkar og hefur sjaldan verið betri en einmitt nú. Hvað eftir annað komst hann innfyrir svifaseina vörnina, enónákvæmniog e.t.v. kæruleysi kom i veg fyrir að hann skoraði. Teitur skoraöi 6 mörk og átti þátt i 2 öðrum, enda virtist sem enginn gætti hans og gat hann þvi gert það sem hann vildi. Hörður var góður á miðjunni og skoraði tvö mörk. Andrés, sem kom inná fyrir Jóhannes Guðjónsson, skilaði tengiliðsstöðunni ágætlega. Vörnin var léleg og heppin að fá ekki á sig fleiri mörk. Hjá Breiðabliki gætti mikils áhugaleysis, og virtist litill vilji til að vinna leikinn vera fyrir hendi. Barátta flestra leikmanna var nákvæmlega ekki nein, og þvi fór sem fór. Einu mennirnir sem unnt er aö hrósa eru Einar Þórhallsson og Þór Hreiðarsson en þeir börðust eins og þrekið frekast leyfði. Framlinan var ef til vill ekki svo léleg nema uppi við markiö, þar tókst henni að klúðra hverju færinu á eftir öðru. Um vörn liðsins er það að segja að hún gerði hver mistökin á fætur öðrum, og virtist enginn varnarmanna vita hvað hann væri að gera og hvaða manns ætti Framhald á bls. 15. Vormót Kópavogs Vormót Kópavogs var haldið laugardaginn 2. júní á Fifuhvammsvellinum í Kópavogi. úrslit urðu sem hér segir: Karlar: 100 m hlaup. Trausti Sveinbjörnsson Karl W. Fredrikssen Helgi Hauksson 11.4 sek. 11.5 sek. 11,9 sek. Gestur. Sigurður Kristjánsson 1R 11,6 sek. Langstökk. Karl W. Fredrikssen Helgi Hauksson 5,94 m 5,64 m Kúluvarp. Guðm. Jóhannsson Asbjörn Sveinsson Trausti Sveinbjörnsson 12.36 m 10,84 m 9,99 m Kringlukast. Guðm. Jóhannsson Asbjörn Sveinsson Helgi Hauksson 42,74 m 40,00 m 32,08 m Gestir. Hreinn Halldórsson HSS Stefán Jóhannsson A. 45,88 m 32,96 m Spjótkast Asbjörn Sveinsson Karl W. Fredrikssen 55,68 m 45,18 m Gestur. Stefán Hallgrimsson KR 48,90 m Stangarstökk Guðm. Jóhannsson Karl W. Fredrikssen 4,00 m 3,20 m Gestir. Stefán Hallgrimsson KR 3,40 m Sigurður Kristjánsson IR 3,20 m Sleggjukast. Guðm. Jóhannsson Asbjörn Sveinsson Karl W. Fredrikssen Helgi Hauksson 36,16 m 27,28 m 26,78 m 25,62 m. Gestur. Hreinn Halldórss. HSS 33,46 m Konur. 100 m hlaup. Kristin Björnsdóttir Björg Kristjánsdóttir 13,5 sek. 14,3 sek. Langstökk. Björg Kristjánsdóttir Kristin Björnsdóttir 4,40 m 4,24 m Kúluvarp. Gunnþórunn Geirsd. 9,73 m Kristin Björnsdóttir 8,98 m Hafdis Ingimarsdóttir 8,05 m Spjótkasti og kringlukasti kvenna var frestað. Sundmót í Laugardal 17. júní 17. júní var haldið sund- mót í Laugardalslauginni. Vilborg Júliusdóttir setti íslandsmet i 400 metra skriðsundi, synti á 4.52,9 min, en gamla metið átti Lísa Ronson Pétursdóttir Æ, 4.54,0. Úrslit urðu þessi: 400 metra skriðsund kvenna 1. Vilborg Júliusdóttir Æ, 4.52,9 min. 2. Bára ólafsdóttir A 5.04,3 min. 3. Vilborg Sverrisdóttir SH 5.19,4 100 metra skriðsund karla: 1. Sigurður Ólafsson Æ. 58,6 sek. 2. Axel Alfreðsson Æ. 59,7 sek. 3. Friðrik Guðmundss. KR 59,7 sek. Framhald á bls. 15. 17. júní-mótið 3 nýstúdentar kepptu á Þjóðhátiðarmótinu, þeir Friðrik Þór, Borgþór og Agúst. — Frá mótinu verður sagt nánar á morgun.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.