Þjóðviljinn - 19.06.1973, Page 15
Þriðjudagur 19. júni 1973. ÞJÓDVILJINN — SÍÐA15
Nútima tónlistarhátíðin
og þing ISCM hefst í dag
Hvað kom
Framhald af bls. 11.
að gæta. Ekki bætti úr skák að
óreyndur markvöröur var á bak
við það sem kallaðist vörn i
þessum leik, og þrátt fyrir marga
góða hluti hans má kenna honum
um 4-5 mörk.
Nokkrar ástæður liggja til þessa
1) Ahugaleysi leikmanna sem
var óskiljanlegt, þar eð baráttan
hefur ávallt verið skæðasta vopn
liðsins.
2) Blautur grasvöllurinn reyndist
liðinu ákaflega erfiður, enda
enginn grasvöllur i Kópavogi sem
hægt er að leika á.
3) Nýr markvörður sem ekki stóð
sig sem skyldi. Skuldinni verður
þó ekki skellt á hann eingöngu.
Leti og viljaleysi Blikanna bitnaði
á honum einum.og hlutverk hans
var þvi ekki öfundsvert. Það
verður að kallast gott af honum
að nenna að hanga i markinu
allan leikinn og gjalda þannig
fyrir tillitsleysi meðspilara
sinna.
4) Þekking varnarmanhanna á
hlutverki sinu i leiknum var ekki
fyrir hendi, og þurftu þeir þvi að
finna sér ýmislegt til dundurs
meðan á leiknum stóð.
A köflum fannst mannj, að
aðeins þyrfti að skjóta á mark
Breiðabliks, þá væri boltinn i
netinu, enda verður bvi vart
neitað að 'Skagamenn höfðu
heppnina með sér i leiknum. Með
sömu heppni Blikanna hefði
leikurinn endað 10-7. Þetta var
leikur hinna opnu varna, og
mörkin hefðu þvi getaö orðið enn
fleiri.
Sundmót
Framhald af bls. 11.
100 metra bringusund kvenna:
1. Guðrún Pálsdóttir Æ,
1.24.4 mín.
2. Helga Gunnarsdóttir Æ.
1.27,2 min.
3. Hildur Kristjánsdóttir Æ.
1.30,7 min.
100 metra bringusund karla:
1. Guðmundur ólafsson SH
1.15,6 min.
2. Elias Guðmundsson KR
1.17.4 min.
3. Flosi Sigurðarson Æ
1.17,9 min.
50 metra skriðsund telpna, f. 1959
og siðar:
1. Þórunn Alfreðsd. Æ. 33,0 sek.
2. ólöf Guðmundsd. Á. 38,7 sek.
3. Regina ólafsd. KR 42,6 sek.
50 metra skriösund sveina, f. 1959
og siðar:
1. Hermann Alfreðss. Æ. 30,0 sek.
2. Brynjólfur Björnss. Á. 31,0 sek.
3. ívar Friðriksson Æ, 33,0 sek.
Úr ræðu
Framhald af 4. siðu.
réttindaþjóðum gengur illa að
aðlaga sig nýjum timum og
breyttri veröld. Við
Islendingar göngum þvi um
þessar mundir i gegnum eld-
raun. Það veltur á miklu, að
við stöndum saman sem einn
maður og látum ekki kúgunar-
andann hrósa sigri. Við höfum
viljað sýna sanngirni. Við
erum reiðubúnir til bráða-
birgðasamkomulags um til-
tekinn umþóttunartima, auð-
vitað að fullnægðum
ákveðnum skilyrðum. Og það
er og verður ófrávikjanlegt
skilyrði fyrir viðræöum, að hið
volduga bandalagsriki láti af
hernaöarlegri ihlutun á
islenzku yfirráðasvæði og kalli
herskip sin heim af tslands-
miðum. Engum er það skömm
að gera sættir með sæmd. Hér
skal engu um það spáð, hver
framvindan verður á
næstunni. En hér sem endra-
nær eru það leikslokin, sem
mestu máli skipta.
Erlendir menn, sumir
hverjir, kalla þetta þorska-
strið i hálfgerðum hæðnis- og
litilsvirðingartón. En fyrir
okkur er þetta sjálfstæðisstrið
— landvarnarbarátta.
Og á þessari hátiðarstundu
senda allir tslendingar kæra
kveðju til okkar landvarnar-
manna — skipshafna varð-
skipanna — og þakka þeim
frábær störf.
Bæjarpóstur
Framhald af bls. 2.
mjóstræti hans að hraðbrautum
og gangstéttirnar að bilastæðum.
I þessu máli mænir vonin ekki til
þinghússins við grænan Austur-
völl,sem skáldiðyrkirum, heldur
til borgarstjórnar-salarins viö
Skúlatún.
BJÖRN S. Stefánsson,
Vesturvallagötu 5
Sýning opnuð
Framhald af bls. 1
sem væru stærri, voldugri og fjöl-
mennari og væri það kannski ein
af ástæðunum til að Tékkar kysu
að hafa samskipti við sem flesta
og ekki sizt smærri þjóðir eins og
okkur tslendinga.
Tékkóslóvaska sýningin mun
standa til 1. júli. Sýningin er ekki
mjög stór, en þykir mjög hug-
vitsamlega sett upp og sannar, að
möguleikar eru á öðru en bása-
kerfinu, sem hingað til hefur
tiðkazt á sýningum i Laugardals-
höllinni.
Við opnunina og á meðan gestir
gengu i höllina lék ein þekktasta
lúðrasveit Tékkóslóvakiu utan
dyra, Lúðrasveit Hradcany-
kastala. Sveitin lék einnig við
Bernhöftstorfuna milli barna- og
fullorðinsskemmtana á Lækjar-
torgi 17. júni og hélt tónleika i
Háskólabiói i gærkvöld til ágóða
fyrir Vestmannaeyinga. —vh
Heimdallur
Framhald af bls. 1.
Geirs, Þorvaldur Garðar
Kristjánsson.
Þaö markvert gerðist á þessum
fundi, að Þorvaldur Garðar réðst
harkalega á Geir fyrir ummæli
hans i útvarpi og sjónvarpi vegna
Evertonmálsins, sem hann kvað
Geir hafa gefið án samráðs við
nokkurn mann. Ummæli Geirs
kvað Þorvaldur mundu kosta
Sjálfstæðisflokkinn atkvæðatap i
sjávarplássum.
Samheldnin og samstaðan, sem
skýrt var frá að væri orðin eftir
landsfund flokksins i vor, þykir
mörgum kynleg orðin. —úþ
Heiðraður
Jóhann J.E. Kúld
Það er ekki oft, sem menn fá
sérstök verölaun frá öðrum lönd-
um fyrir skrif sfn hér i Þjóð-
viljanum.
Þetta gerðist samt nú á dögun-
um, þegar Jóhann Kúld fékk sér-
staka viðurkenningu senda frá
Noregi fyrir grein hér i blaðinu,
scm birtist fyrir nokkrum
mánuðum.
Jóhann skrifaði siðast liðið
haust i þætti sinum Fiskimál
grein um nýjustu uppfinningu
Raufossverksmiðjanna i Noregi,
— saltfiskþurrkunarvél, sem
verksmiðjurnar hafa gert úr
garði.
Forráðamenn norsku verk-
smiðjanna munu hafa fengið
grein Jóhanns i hendur, og verið
svo ánægðir með þessa kynningu
á uppfinningu sinni, aö þeir töldu
ástæðu til að veita Jóhanni sér-
staka viðurkenningu, sem honum
hefur nú borizt i hendur.
Umboðsaöili norsku verk-
smiðjanna hér á landi er
Innflutningsdeild sjávarafurða
SIS. Gylfi Sigurjónsson frá Inn-
flutningsdeildinni afhenti Jóhanni
heiöursgjöfina, sem eru erma-
hnappar úr gulli með fangamarki
verksmiðjanna og norsku rikis-
kórónunni. Gylfi tók fram, að
mjög fátitt væri, að verk-
smiðjurnar veittu mönnum sér-
staka viðurkenningu og alls ekki
nema veruleg ástæða þætti til.
Alþjóöatónlistarhátiðin, sem
haldin er i tengslum við þing
Alþjóðasamtaka um nútima tón-
list, sem hefst hér i Reykjavik I
dag, var opnuð i gærkvöld með
móttöku og flutningi islenzkrar
tónlistar i Myndlistarhúsinu á
Miklatúni.
Alls eru komnir hingaö um 100
manns frá útlöndum i sambandi
viö tónlistarhátiðina og þingiö,
svo sem tónskáld, flytjendur,
gagnrýnendur og fulltrúar
erlendra útvarpsstöðva.
Tónleikarnir við opnunina i
Myndlistarhúsinu i gærkvöld
voru aðallega miðaöir við að gefa
erlendu þátttakendunum kost á
að kynnast sýnishornum af
islenzkri nútimatónlist og voru
flutt verk eftir Jónas Tómasson,
Hafliða Hallgrimsson og Jón
Leifs. Kvartett skipaður Jóni H.
Sigurbjörnssyni, Gunnari Egil-
son, Þóri Þórissyni og Stefáni
Stephensen flutti kvartett eftir
Jónas Tómasson, Halldór
Haraldsson pianóleikari lék
Fimm þætti fyrir pianó eftir Haf-
liða og Skólakór Hamrahliðar-
skólans söng Requiem Jóns Leifs
undir stjórn Þorgerðar Ingólfs-
dóttur.
Fundarhöld þings ISCM hefjast
i dag og fara fram að Hótel Loft-
leiðum.og höfðu 16 aðildarfélög
sent fulltrúa til þingsins i gær, en
etv. er von á fleirum.
Fyrstu opinberu tónleikarnir á
tónlistarhátiðinni eru kl. 5 sd. i
dag i Norræna húsinu og flytur þá
Norski blásarakvintettinn verk
eftir norsku tónskáldin Arne
Nordheim, Finn Mortensen,
Antonio Bibalo og Sigurd Berge,
Finnann Erkki Salmenhaara og
Sviann Karl-Erik Welin.
tslenzkir tónlistarmenn sjá um
kvöldtónleika dagsins einnig i
Myndlistarhúsinu, og flytja verk
tónskálda frá ýmsum löndum.
Grikkjans Vasilis Tenidis,
Tékkans Mareks Kopelent,
Yaakov Gilboa frá tsrael, Bart
Schurink frá Hollandi, Homer
Lambrecht frá Bandarikjunum,
Maurice Benhamou frá Frakk-
landi, Chung Gil Kim frá Kóreu,
Hidenori Tokunaga frá Japan og
Olov A. Thommesen frá Noregi.
Elektrónisk tónlist og önnur
nútimatónlist á segulböndum
eftir tónskáld viðsvegar að úr
heiminum verður flutt i Mynd-
listarhúsinu á morgun kl. 5-7 sd.,
miðvikudag, föstudag og laugar-
dag kl. 2-4 sd.,og annað kvöld
verða tónleikar Lyric Arts Trio i
Myndlistarhúsinu kl. 8 sd. Flytur
trióið verk eftir tónskáld frá
Kanada, Argentinu Sviþjóð,
Belgiu og Japan og eftir einn
tslending, Atla Heimi Sveinsson,
Um listHelga
Bergmanns
Helgi Bergmann hefur haft
málverkasýningu nú fyrir
nokkru. I sambandi við þessa
sýningu þykir mér það undarlegt,
að enginn skuli hafa skrifað um
þessar myndir. Svo marga list-
fræðinga eigum við þó. Það er
minnsta kosti að sjá svo þegar
peningar eru i boði.
Að minum dómi var þetta gull-
falleg sýning. Þar þurfti maður
ekki að spyrja hvernig myndin
ætti að snúa eða hvernig hún ætti
að vera. Þetta voru meiripartur-
inn náttúrumyndir. Þar var ekki
kastað höndunum til neins. Þær
voru unnar af mestu prýði.
Ég er undrandi að úthlutunar-
nefnd listamannalauna skuli
aldrei hafa munað eftir Helga á
veturna þegar úthlutað er. Helgi
er fátækur og heilsuveill og ætti
eins skilið að fá styrk eins og
sumir sem hljóta styrk. Helgi
Bergmann er einn okkar beztu
natúrallistamanna siðan Kjarval
fór frá. Menn vilja ekki láta hann
njóta sannmælis af þvi að hann er
sannur og fátækur. Það er skylt
fagurfræðingunum að skýra al-
menningi list Helga og gefa fólki
skilning á i hverju er mest list.
Það er oft erfitt að skapa nýjan
heim fyrir sofandi fólk. j.a.
Bizzarreries fyrir flautu, pianó,
sópran og segulbönd, sérstaklega
samið fyrir trióið.
Auk tónleikanna i kvöld verður
islenzkt framlag til hátiðarinnar
á fimmtudagskvöld, tónleikar
Sinfóniuhljómsveitar tslands i
Háskólabiói með einleikaranum
Werner Taube cellóleikara frá
Bandalag háskólamanna
(BHM) var stofnað árið 1958, og
hefur öflun samningsréttar frá
upphafi verið helzta baráttumál
þess, en sem kunnugt er hefur
Bandalag starfsmanna rikis og
bæja farið með fyrirsvar allra
rikisstarfsmanna hvað varðar
samningsgerö. BSRB hefur þvi
einnig farið með samningsgerð
fyrir háskólamenn i opinberri
þjónustu, þótt þeir væru ekki
v,ngur aðilar að þvi.
t april s.l voru samþykkt ný lög
um kjarasamninga opinberra
starfsmanna, og segir þar, að
heildarsamtök starfsmanna
rikisins, sem fjármálaráðherra
hefur veitt viðurkenningu, fari
með fyrirsvar rikisstarfsmanna
um gerð aðalkjarasamninga.
Hinn 25. mái s.l. afhenti fjár-
málaráðherra formanni BHM
formlega viðurkenningu sem
samningsaðila skv. fyrrnefndum
lögum. Bandalag háskólamanna
mun þvi annast gerð aðalkjara-
samnings fyrir háskólamenn i
opinberri þjónustu i næstu samn-
ingum.
Félagsmenn BHM eru nú um
2000,þar af eru 7—800 rikisstarfs-
menn.
t stjórn bandalagsins eru:
Markús A. Einarsson, veðurfræð-
ingur, formaður, Heimir Þor-
Þýzkalandi. Nánar verður sagt
frá dagskrá tónlistarhátiöarinnar
jafnóðum næstu daga, en rétt er
að geta þess, að aðgöngumiðar
eru sendir i tslenzkri tónverka-
miðstöð, Laufásvegi 40,og við inn-
ganginn hvert sinn, nema að
elektrónisku tónleikunum; þar er
aðgangur ókeypis. —vh
leifsson, menntaskólakennari,
varaformaður, Hrafn Bragason,
lögfræðingur, gjaldkeri, Hilmar
Ölafsson, arkitekt, ritari, Bjarki
Magnússon, læknir, meðstjórn-
andi.
1 varastjórn eru: Sr. Grimur
Grimsson, Eva Júliusdóttir sál
fræðingur, Stefán Hermannsson,
verkfræðingur.
Framkvæmdastjóri Bandalags
háskólamanna er Guðriður
Þorsteinsdóttir, lögfræðingur.
(Frá Kandalagi háskólanianna )
Shll>AUl(.(R« KlhlSINS
M/S BALDUR
fer til Stykkishólms,
Flateyrar og Brjáns-
lækjar n.k. fimmtu-
dag. Vörumóttaka á
miðvikudag og til
hádegis á fimmtudag.
Rikisskip
WOTEL LOFR™
óskar að ráða
starfsfólk
í gestamóttöku
1. ágúst og 1. september.
Upplýsingar gefur móttökustjóri miðvikudag
og fimmtudag n.k. kl. 14-16 (ekki i sima).
ISCM
TONLEIKAR
Þriðjudaginn 19. júni kl. 17 Norski
blásarakvintettinn.
Fimmtudaginn 21. júni kl. 17 Harpans
Kraft frá Sviþjóð.
Laugardaginn 23. júni kl. 22 Jazz-kvöld
Aðgöngumiðasala við innganginn
NORRÆNA
HÚSIÐ
Bandalag háskdamanna mun
annast gerð kjarasamninga