Þjóðviljinn - 26.06.1973, Blaðsíða 2
2 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 26. júni 1973.
TIL SÖLU:
KÓPAVOGUR: 300 ferm. iðnaðarhúsnæði, fokhelt, með
tvöföldu verksmiðjugleri, góð aðkeyrsla.
Hús i smiðum: Einbýlishús og raðhús i Grindavlk.
Einbýlishús i Mosfellssveit.
Höfum kaupendur aö húsum og íbúðum í Reykjavík.
Sigurður Benediktsson múraram.
Haraldur Magnússon viðskiptafr.
Kvöldsimi 42618.
Á hagstæðu verði
Stereosett, stereoplötuspilar, transistor-
viðtæki margar gerðir, ódýrir hátalarar
25—60 wött.
Eigum ennþá átta bylgju tækin með tal-
stöðvabylgjunum á gömlu verði.
5 gerðir stereotækja i bila ásamt hátöl-
urum.
Mikið úrval af kasettum og átta rása
spólum.
SENDUM GEGN PÓSTKRÖFU UM
LANI) ALLT.
F. Björnsson,
Bergþórugötu 2.— Simi 22889.
Opið 9—18. Laugardaga 9—12.
4?
Urvals hjólbaröar
Flestar gerbir ávallt
fyrirliggjandi
Fljótog góö þjónusta
KAUPFELAG
ÞINGEYINGA 4^
HÚSAVÍK
Höfum ávallt fyrirliggjandi allar stærðir skraut-
hringja á hjólbarða, bæði alhvíta og hvíta með
svartri rönd.
Sendum gegn pósikrötu hvert á land sem er.
GÚM1VIÍVINNUSTOFAN H.F.
Skipholti 35 — Reykjavík — SímÍ 30688
Sjötugur i dag
Sigurður Arrmson
var formaður verkalýðsfélags
Hveragerðis i tvo áratugi, setið á
fjölmörgum þingum A.S.f., sótt
ráðstefnur, mót og samninga-
fundi á vegum verkalýðssamtak-
anna, fleiri en tölu verði hér á
komið. 1 stjórn Fulltrúaráðs
verkalýðsfélaganna átti hann
sæti um langt árabil, i stjórn Lif-
eyrissjóðs verkamanna á Suður-
landi svo eitthvað sé upptalið af
þeim margvislegu trúnaðarstörf
um, sem verkafólkið hefur falið
honum að gegna. Og Sigurður
hefur sannarlega reynzt trausts-
ins verður. 1 störfum sinum hefur
hann sýnt viljaþrek, og fórnfýsi
svo sem bezt verður á kosið og
hvergi vikizt undan vandanum,
eða hliðrað sér hjá að leggja iið
sitt málstað verkalýðshreyfing-
arinnar til framdráttar.
Sigurður er maður hæglátur,
rólegur og prúöur i framgöngu og
svo stefnufastur um þau málefni,
sem sannfæring hans segir rétt
vera, að þar verður erfitt að
hvika honum til. 1 hörðum skóla
reynslunnar hefur trú hans og
baráttuvilji fyrir málstað erfiðis-
fólksins i þjóðfélaginu mótazt i
stálvilja baráttumannsins, sem
enginn mútar né villir sýn frá
settu marki á braut réttlætis og-
sannjjjarnra krafa á hendur
þeim vinnuveitendum, sem um
veldissprotann halda hverju sinni
i samskiptum við verkafólk á sjó
og landi.
Kvæntur er Sigurður Onnu
Guðjónsdóttur frá Brekkum i
Hvolhreppi, traustri og mikil-
hæfri mannkostakonu. Þau eiga
tvö uppkomin börn, sem bæði eru
gift og búsett i Hveragerði.
A þessum timamótum i lifi Sig-
urðar Arnasonar færi ég honum
þakkir og árnaðaróskir. bað er
ekkert afmælisskjall, heldur ein-
læg meining min, er ég færi hon-
um þakkir fyrir margra ára á-
nægjulegt samstarf, sem i hverju
tilviki markaðist af einlægni
hans, drengskap og góðvilja til
málefna verkafólksins, er við var
að fást hverju sinni.
Ég óska Sigurði heilsu og ham
ingju til leiðarloka.
Björgvin Sigurösson.
íslendingar i Vestur-Berlin:
BREZKI FLOTINN
VERNDAR AUÐ-
V ALDSH AGSMUNI
Hveragerði
A Kambabrún er útsýn fögur á
sólrikum sumardögum yfir við-
áttumikið sléttlendi Suðurlands
með tilkomumikinn fjallahring-
inn sem umgjörð sléttunnar og
svipmiklar Vestmannaeyjar út
við sjóndeilarhring. Þarna viö
rætur Hellisheiðar, þegar komiö
er niður úr Kömbum er heilsu-
linda- og listamannabærinn
Hveragerði, þar sem ólgar i iðr-
um jaröar og hvita gufustróka
leggur i loft upp. Veöurglöggir
menn telja aö gufur hveranna i
Hveragerði séu öruggur mæli-
kvaröi á veðurfar: Rjúki mikið úr
hverunum er votviðra von, rjúki
litið sé þurrkur i nánd og óhætt að
breiða hey á sumardögum.
I þessu litla vinalega þorpi viö
rætur heiðarinnar, i litlu húsi,
umluktu hlýlegum gróöri að
Hverahlið 12, býr verkalýðsfor-
inginn Siguröur Arnason, sem i
dag fyllir sjöunda áratug ævi
sinnar.
Sigurður Arnason er fæddur að
Þuriðarstöðum i Eiðaþinghá i
Suður-Múlasýslu 26. júni 1903.
Hann stundaði nám i Eiðaskóla,
en gerðist siðan bóndi i Heiðarseli
á árunum 1932—1947, en stundaði
jöfnum höndum smiðar, enda
hagleiksmaður til allra verka.
Arið 1947 flyzt Sigurður til Suð-
urlands og haslar sér nýjan
starfsvöll. Sigurður hefur alla ævi
verið mikill félagsmálamaður. A
æskustöövunum eystra gegndi
hann ýmsum trúnaðarstörfum.
Hann var hreppsnefndarmaður i
Tunguhreppi um nokkur ár, var
auk þess formaður fræðslunefnd-
ar og Ungmennafélags. Þegar til
Suðurlands kom lét hann fljótt til
sin taka á félagsmálasviðinu
jafnt á sviði iþrótta og æskulýðs-
mála, sem á þjóðmálasviöinu.
Kunnastur er Sigurður fyrir af-
skipti sin af málefnum verkalýðs-
hreyfingarinnar. Hefur hann um
áratugi verið þar I fremstu vig-
linu i héraði sinu. Virtur forustu-
maður, tillögugóður, ákveðinn og
raunsær um ákvörðun mála.
Sigurður hefur gegnt fjölmörg-
um trúnaðarstörfum innan
verkalýðshreyfingarinnar. Hann
Ráðherra verður
með í förinni
PARtS 23.6. Georges Pompidou
Frakklandsforseti kom til
Parisar i nótt eftir tveggja daga
fund með YVilly Brandt forsætis-
ráöherra Vestur-Þýzkalands.
t sjónvarpsviðtali sagði
Pompidou að rikin væru enn þá
ósammála um það hvcrnig sam-
skiptum Bandarikjanna og
Evrópurikja verði hagað i fram-
tiðinni.
Talið er að vestur-þýzka stjórn-
in sé fyígjandi bandarisku hug-
myndinni um sameiginlegan fund
æðstu manna Bandaríkjanna og
Vestur-Evrópurikja, en Frakkar
kjósi heldur að haldnir verði
margir tvihliða fundir Bandarikj-
anna og einstakra Evrópurikja.
íslendingar i Vestur-Berlin
hafa gert eftirfarandi ályktun á
almennum fundi sinum vegna
flotaihlutunar brezka NATÖ-
flotans:
1. Við fordæmum harðlega til-
raunir brezku rikisstjórnarinnar
til að þvinga Islendinga til undan-
sláttar i landhelgismálinu, með
þvi að senda brezk herskip á ts-
landsmið. Heath-stjórnin lætur i
það skína, að hún vilji vernda lif
brezkra sjómanna gagnvart
þeirri hættu sem þeim stafi af is-
lenzkum varðskipum. Hinsvegar
er brezka sjóhernum raunveru-
lega ætlaö að vernda hagsmuni
hins brezka útgeröarauðvalds og
ólöglegar veiðar brezkra togara.
Við skorum á rikisstjórn tslands
aö hvika hvergi i þessu lifsnauð-
synjamáli islenzku þjóðarinnar.
2. Við teljum rétt, að tslending-
ar neiti Bretum um hverskonar
fyrirgreiðslu, sem komið gæti
þeim að notum i þessu máli, svo
sem að banna allt flug brezkra
herflugvéla i islenzkri lofthelgi.
Við höfnum þvi algerlega, að
viðurkenning 50-milna fiskveiði-
lögsögunnar sé gerð að milli-
rikjamáli, sem leyst skuli innan
vébanda Norður-Atlanzhafs-
bandalagsins (NATO), og for-
dæmum allar tillögur um að Is-
land selji bandariska NATO-
hernum aðstöðu á Miðnesheiði,
gegn slikri viðurkenningu brezku
og þýzku NATO-rfkjanna.
3. Við bendum islenzkum al-
menningi á þann lævislega lygaá-
róður, sem sifellt er hamrað á, i
brezkum og þýzkum fjölmiðlum:
— Að hlutverk brezku herskip-
anna sé „einungis að vernda lif
brezkra sjómanna.”
— Að einhliða útfærsla fisk-
veiðilögsögunnar sé skýlaust brot
á alþjóðalögum og striði gegn
„úrskurði” Haag-dómstólsins.
— Að verndun fiskistofnanna
sé aukaatriði og varla hægt að
ætla tslendingum slikt m.a. með
tilliti til sildarofveiði áöur fyrr.
— Að tsland bjóði NATO að-
stöðu á íslandi gegn formlegri
viðurkenningu NATO-rikja á 50
milna fiskveiðilögsögunni.
— Að útfærsla fiskveiðilögsög-
unnar og allar aðgerðir tslend-
inga siðan, séu verk alheims-
kommúnismans i gervi Lúðviks
Jósepssonar, auk fámennrar
kliku vinstri öfgamanna.
Andersen & Lauth hf.
Júni — Júli — Ágúst verða verzlanir okkar opnar sem hér segir:
Mánudaga — fimmtudaga kl. 9 — 6.
Föstudaga kl. 9—7, iGlæsibæ kl.9 —8.
Lokað laugardaga.
Andersen & Lauth hf.,
Vesturgötu 17, Laugavegi 39,
Glæsibæ.