Þjóðviljinn - 26.06.1973, Side 6

Þjóðviljinn - 26.06.1973, Side 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 26. júni 1973. DMVIUINN MALGAGN SÓSIALISMA, VERKALÝÐSHREYFINGAR OG ÞJÓÐFRELSIS Útgefandi: Útgáfufglag Þjóöviljans Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann Ritstjórar: Kjartan Ólafsson Svavar Gestsson (áb.) Augiýsingastjóri: Heimir Ingimarsson Ritstjórn, afgreiösla, auglýsingar: Skólav.st. 19. Simi 17500 (5 linur). Askriftarverö Jcr. 300.00 á mánuöi Lausasöiuverö kr. 18.00. Prentun: Blaöaprent h.f. „TRÚIÐ ALDREI MORGUNBLAÐINU” „Fjallið tók jóðsótt — fæddist litil mús” má segja um ofsafengin skrif Morgun- blaðsins nú um helgina, þar sem þvi er logið upp, að Þjóðviljinn hafi snúizt gegn kröfunni um rétt íslendinga til fiskimið- anna yfir landgrunninu og telji nú ,,ekkert hald i þvi að flæma úthafsfiskveiðiflotann frá ströndum einstakra rikja”. Þessar falsanir endurtekur Morgun- blaðið á hverri siðunni eftir aðra og lætur róginn ganga i hverri málsgrein i heilli forystugrein. Eins og rækilega er gerð grein fyrir á forsiðu Þjóðviljans er sú grein, sem Morgunblaðið vitnar til, orðrétt endur- prentun úr timaritinu ÆGI, sem Fiskifé- lag íslands gefur út, en ritstjóri þess og ábyrgðarmaður er Már Elisson, fiski- málastjóri. Ekki er þess getið i ÆGI, hvaðan greinin er þangað komin, og verð- ur þvi að ætla, að Morgunblaðið telji Má Elisson og Fiskifélagið horfið frá kröf- unni um rétt íslendinga til fiskimiða land- grunnsins a.m.k. ekki siður en Þjóðvilj- ann. Það eina sem Morgunblaðið getur hengt hatt sinn á gagnvart Þjóðviljanum i þessu máli er, að vegna mistaka i prent- smiðju Blaðaprents h.f. féll niður inn- gangur, þar sem Þjóðviljinn tók fram að grein þessi væri úr timaritinu ÆGI, og i henni væri að finna, auk fjölmargra og fróðlegra og tölulegra upplýsinga, ýmis þau sjónarmið, sem við ættum ekki hvað sizt i höggi við á alþjóðavettvangi. Vottorð um þetta frá verkstjóra Blaða- prents er birt á forsiðu Þjóðviljans i dag. En hér hafa menn skýrt dæmi um vinnubrögð Morgunblaðsins. Á þvi er hamrað æ ofan i æ, að greinin úr ÆGI hafi verið „ritstjórnargrein” i Þjóðviljanum og túlki skoðanir Þjóðviljans og Alþýðu- bandalagsins, enda þótt engum, sem greinina les, hvorki Morgunblaðsmönnum né öðrum.geti i raun dottið slikt i hug. En það er Göbbelsaðferðin gamla, sem enn er ráðamönnum Morgunblaðsins svo töm, — að hafa þvi hærra, þeim mun lengra sem vitandi vits er vikið frá stað- reyndum og réttu máli. ,,Trúið aldrei Morgunblaðinu”, var eitt sinn sagt. Sú aðvörun er enn i fullu gildi, eins og hér hefur sannazt svo áþreifan- lega. Menn verða a.m.k. að kynna sér málin áður. MÁLAMIÐLUN UM HERNAMIÐ ER OHUGSANDI í hinni geysifjölmennu og vel heppnuðu Jónsmessuferð Alþýðubandalagsins i Reykjavik nú um siðustu helgi, flutti Magnús Kjartansson ráðherra ræðu og sagði m.a.: ,,Allt veldur þetta þvi að baráttan gegn hernáminu er algert úrslitaatriði i is- lenzkum stjórnmálum. Ég hef sagt það áður og segi það enn að fyrirheitið um brottför hersins var forsenda þess að nú- verandi stjórn var mynduð, og framtið hennar er undir þvi komin að við það fyrirheit verði staðið undanbragðalaust. Ég segi þetta ekki sem neina hótun, heldur er ég að benda á óumflýjanlega stað- reynd. Jafnvel þótt einhverjir kynnu að hugsa sér að hægt væri að gera „mála- miðlun” um hernámið eins og við verðum að gera málamiðlun um fjölmörg atriði i samsteypustjórn þriggja flokka, leiddi slikt aðeins til þess að grundvöllur stjórn- arsamstarfsins brysti. Það er ekki unnt til frambúðar að framkvæma þjóðlega og fé- lagslega vinstristefnu i hersetnu landi, i skugga hins bandariska herveldis. For- senda þess að við getum haldið áfram þeirri sókn sem hófst með vinstrisigrinum mikla i kosningunum 1971 er að við aflétt- um hernáminu og tryggjum þannig óskor- að sjálfstæði og athafnafrelsi á öllum svið- um þjóðlifsins, að við endurvekjum þann heilbrigða þjóðlega metnað sem er fjör- egg okkar. Án þess munu allar aðrar at- hafnir okkar verða unnar fyrir gig”. Þetta voru orð Magnúsar Kjartanssonar ráðherra, og um næstu áramót öðlast ís- lendingar ótviræðan rétt til einhliða upp- sagnar herstöðvasamningsins, en þá eru 6 mánuðir liðnir frá kröfu islenzku rikis- stjórnarinnar um endurskoðun, sem nú hefur verið borin fram. Og látum nú ekki skutinn eftir liggja. Ásgeir Svanbergsson, oddviti: Byggðastefnan verður að tengjast pólitískri hagsmunabaráttu Þann 20. júní s.l var haldinn i Reykjanesi viö Isafjaröardjúp al- mennur bændafundur. Var fund- urinn haldinn aö tilhlutun svo- nefndrar Inn-Djúpsnefndar, sem á s.l. vetri var skipur af landbún- aöarráöherra til aö vinna aö áætl- anagerö varöandi uppbyggingu landbúnaöar viö innanvert tsa- fjarðardjúp. A þessum bændafundi voru margar ræöur fluttar, og meöal ræðumanna var Asgeir Svan- bergsson, bóndi og oddviti i Þúf- um i Reykjafjarðarhreppi. Þjóöviljinn birtir hér kafla úr ræöu Asgeirs: Mér sýnist vafasamt, aö nokkur dreifbýlisvandi sé til. Þarna er um það að ræða, að hluti af hinni almennu kreppu þjóðfélagsskip- unar okkar er sértekinn og búið til úr honum sérstakt hugtak, slag- orö, — dreifbýlisvandinn —. Mér virðist hann aðeins vera óaðskilj- anlegur hluti af heildarvanda þjóöfélags, sem er sneisafullt af mótsetningum og sjálfu sér sundurþykkt. Það er auðvalds- þjóðfélagsins. Vandamál dreif- býlisins má ekki skilja frá þjóðfé- lagsþróuninni i heild, það leiðir til misskilnings og baráttu við vind- myllur. — Nú er samfærsla byggðar og verkaskipting úr af fyrir sig ó- sköp eðlilegur hlutur, og þar af leiðandi myndun þéttbýlis og strjálbýlis. En I stjórnlausu þjóð- félagi getur ávöxtur þróunarinn- ar orðið óskapnaður, og jafnvel getur afturför á vissum sviðum orðið afleiðing og förunautur þró- unar, sem enginn hefur hemil á. — 1 þjóðfélagi okkar eru mest ráöandi lögmál, sem við höfum ekki hemil á, lögmál fjármagns- ins, blind og tilviljunarkennd. Það leitar á staði og i atv.greinar, sem tryggja sem skjótasta ávöxt- un, mesta gróöa, hraðasta veltu, stærsta markaðinn. — Af þessu vex munur strjálbýlis og þéttbýl- is stöðugt. Samþjöppun fram- leiðslu og fjármagns eykst, borg- in stækkar, en úti i dreifbýlinu, myndast vanþróuð svæöi og sums staðar eyðist byggðin. Það skap- ast vitahringur, sem erfitt er að komast út úr og sem eykur á ó- jöfnuðinn. — I þjóðfélagi okkar fer fram grimmileg og miskunnarlaus samkeppni. Það er samkeppni um fjármagniö, um aöstööuna, bezta vinnukraftinn. 1 þessari samkeppni fer dreifbýliö halloka. Vanþróuðu svæðin verða ennþá vanþróaðri. — Bændurnir og dreifbýiisfólk- ið bera á herðum sér banka, verzlunarsamsteypur, innflytj- endur, milliliði og marga aðra, sem soga til sin drjúgan ágóða- hlut frá dreifbýlinu i formi vaxta, álagningar umboðslauna og alls konar þjónustulauna. Kunnugt er, að bændur eiga oft drjúgan hlut tekna sinna standandi inni i verzl- unum árið um kring. A meðan er fjármagn þeirra i annarra höndum og ekki iðjulaust. — Við sjáum þvi, að verulegur hluti afrakst- ursins af vinnu okkar lendir til gróðamyndunarog fjárfestingar i þéttbýlinu. Hann fer i annarra hendur. Asgeir Svanbergsson. — Við vitum öll, aö bændur fá tiltölulega lágt verö fyrir ýmsar framleiðsluvörur sinar, svo sem ull og gærur. Hörð samkeppni rikir um það að fá þessi hráefni til vinnslu og úr þeim eru framleidd rándýrar lúxusvörur. Hagnaður- inn af þessari grein landbúnaðar- framleiðslu er nefnilega tekinn á siöustu stigum framleiöslunnar og vitað er að hann er verulegur. — Þetta er ekki eins ljóst varð- andi aðrar vörur t.d. kjöt og mjólkurvörur, vegna þess að raunverulegar aðstæður við með- ferð þeirra og sölu eru faldar und- ir geipiháum niðurgreiðslum og afurðalánum. — Jafnframtsamkeppninni um fjármagnið fer fram samkeppni innan hverrar stéttar, og einnig innan bændastéttarinnar. Sá hluti hennar sem býr við betri land- kosti og nýtur nálægðar markaða, heldur velli. En þeir er byggja lakari héruðin og búa við kostn- aðarsama aöstöðu og miklar vegalengdir, hljóta skarðan hlut. Þetta kemur fram við núverandi verðlagsgrundvöll landb.afurða, sem er byggður upp á meðaltöl- um af td. flutningum og tilkostn- aði. Þetta verður einnig sýnilegt viö skil á svokölluðu grundvallar- verði til bænda hér i Djúpi aö minnsta kosti, þar sem nýlega kom fram, aö grundvallarverö náöist ekki á kjöti hjá Kaupfélagi Isfirðinga og ekki er enn komið fullt mjólkurverð hjá Mjólkur- samlagi tsfirðinga. Þar er um verulegar fjárhæöir að tefla, sem við höfum ekki efni á að tapa. — Nú hafa bændur i öðrum landshlutum aö verulegu leyti tekið viö að framleiða fyrir mark- aðhéri sýsiunni. Þeir hafa m.ö.o. orðið ofan á um stundarsakir i samkeppninni um þennan mark- að. Flytja hingaö kjöt, mjólk og grænmeti. — Flutningsaöilar og milliliöir utan héraðs græða svo á þessu. Þessir örfáu drættir i þjóðfé- lagsmynd, sem að okkur snýr og ég hef drepið hér á eiga að sýna hvernig framvinda samfélags okkar eykur með ýmsum hætti á byggðaröskunina og hvernig þessa byggðaröskun er óaðskilj- anlegur þáttur þessarar fram- vindu, hún er einn f hinum dökku dráttum þess skipulags sem vill láta stjórnast einvörðungu af hagkvæmniskröfum fjármagns- ins. Og þess vegna er enginn sér- stakur og einangraður dreifbýlis- vandi til. Og þvi verður það svo, að við núverandi þjóðfélagsaðstæður verður erfitt að vinna að svo- kölluðum byggðamálum. Sama hvort er vinstri eöa hægri stjórn, meðan þær stefna ekki út fyrir rikjandi skipulag. Auðvitað er hægt að hamla þarna nokkuð á móti og bæta eitthvað úr skák. En raunveruleg og árangursrik stefna i byggðamálum getur ekki fólgizt I neinu öðru en þvi, aö náð sé undirtökum á efnahagslifi og atvinnulifi og höfð sé afgerandi i- hlutun um tilflutning og ráðstöfun fjármagns.— — Sá tónn kveöur hvarvetna við, að fjármagn skorti, þegar farið er fram á fé til aðgerða, sem eiga að styrkja lifsþrótt lands- byggöarinnar. Ég veit fyrir vist, að þetta þekkiö þiö allir. En eru þá engir peningar til? Jú,þeir eru til. En þeir fara i súginn og til ó- nýtis i þjóðfélagi sem er i sjálfu sér verömætaeyðandi. Þeir fara i óhófsneyzlu og óarðbæra fjárfest- ingu. Þess vegna skortir fjár- magn. — Ég vil leyfa mér að draga þá ályktun, að byggöastefna hljóti að vera óaðskiljanleg frá almennri pólitiskri hagsmunabaráttu. Það sé þar, sem úrslitin ráðast. Og einlægast væri að ráðast ekki gegn byggðaröskuninni eða öðr- um slikum fyrirbærum einum sér, heldur berjast fyrir þvi að af- nema þá samfélagshætti, sem geta þau af sér.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.