Þjóðviljinn - 26.06.1973, Qupperneq 13
ÞriOjudagur 26. júni 1973.ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 13
JON CLEARY:
Sendi-
fulltrúinn
Hann þreifaði á skrámunni á
kjálkanum. Hann hafði tekið af
sér plásturinn; hann vissi af
reynslu að sár hans gréru fljótt.
Hann taldi vist að likamlega gæti
hann staðið af sér allar þrautir,
sem kynnu að mæta honum næstu
dagana; það voru tilfinningarnar
sem hann hafði áhyggjur af. — Ég
lifi þetta af. Er herra Quentin
farinn?
— Ég lét færa honum morgun-
verð i rúmið. Við sofnuðum seint i
gærkvöldi. Hún sýndist gömul i
morgunbirtunni; miðaldra að
minnsta kosti. Hún hafði burstað
á sér hárið og málað varirnar, en
annað hafði hún ekki gert fyrir
andlitið á sér; morgunsólin, sem
endurspeglaðist á hvitum garð-
veggjunum, var miskunnarlaus
við hana og sýndi hrukkur sem
höfðu verið ósýnilegar kvöldið
áður. Hún brosti og brosið var
dapurlegt og gerði hana enn elli-
legri. — Oftast sofum við vel bæði
tvö.
— Mér þykir það leitt, frú
Quentin. Ég á við, þetta — Hann
bandaði hendinni i tilgangsleysi,
en hún skildi hann. Irinn i honum
hafði ævinlega getað komið fyrir
sig orði, en siðan hann kom i þetta
hús var hann að verða ótalandi
eða þvi sem næst. En handapat
var alheimsmál harmleiksins;
aðeins leikarar og leikskáld
brúkuðu orð i ógæfunni.
— Þér verið að vinna yðar verk.
Hún dreypti á kaffinu og starði út
i fjarskann. Hve langt vissi hann
ekki; ef til vill til fyrstu funda
þeirra Quentins? — Hann er
góður maður, skal ég segja yður.
Ekki aðeins i starfi — þar er hann
frábær — heldur einnig sem
persóna.
— Sagði hann yður hvers vegna
hann drap — fyrri konu sina?
Hún brosti aftur, en þurrlega að
þessu sinni. — Eiginkona þarf
ekki að vitna gegn manni sinum,
herra Malone.
—- Fyrirgefið. Það var ekki til-
gangur minn.
— Ég veit það. Fáið yður appel-
sinusafa. Hún smurði þunna
brauðsneið. — Haldið þér að þeir
reyni* aftur að drepa manninn
minn?
— Hverjir? 0, þeir. Ég veit það
ekki. Hann leit i kringum sig og
garðurinn var svo snyrtilegur að
17
hann liktist helzt leikmynd. Smá-
tré uxu i pottum sem virtust hafa
verið keyptir sama morguninn,
vafningsviðurinn á veggnum
hefði getað verið festur upp fyrir
klukkustundu. Allt virtist óraun-
verulegt eins og i gömlu kvik-
myndunum sem sýndar voru i
sjónvarpi; hann leit upp i himin-
inn til að ganga úr skugga um að
hann væri ekki málaður strigi.
Hann leit aftur á Sheilu Quentin,
þennan skugga af fagurri og
hamingjusamri konu sem hann
minntist frá deginum á undan:
hún virtist lika óraunveruleg. —
Ég er eins og fiskur á þurru landi
hérna. Ég verð þeirri stund
fegnastur þegar ég verð kominn
upp i flugvélina á leið heim.
— Með manninn minn? Þér
eruð ekki sérlega háttvis?
— Ég var að segja yður það —
ég er eins og fiskur á þurru landi.
Hún starði á hann langa stund
og brosti loks og tók með þvi
broddinn úr siöustu athugasemd
sinni. — Fyrirgefið, herra
Malone. En nú ætla ég að vera ó-
háttvis. Ætlið þér með manninum
minum á ráðstefnuna i dag?
— Það er ætlunin.
— Þá ættuð þér að fara i önnur
föt. Eigið þér dökk föt?
— Aðeins þessi. Og sportjakka.
Ég bjóst ekki við að verða lengi.
— Þér verðið alltof áberandi
svona klæddur innan um röndóttu
buxurnar og svörtu jakkana. Þér
ættuð að fá lánuð föt hjá mann-
inum minum.
— Ég fer ekki i röndóttar buxur,
sagði hann festulega, en svo
brosti hann. — Stundum nær kall
skyldunnar ekki til min. Ég verð
heyrnarlaus.
Hún brosti á móti. — Mér fellur
vel við yður, herra Malone. Af
hverju þurfti endilega að senda
yður til að taka manninn minn
fastan?
— Ég hef sjálfur spurt um það
sama hvað eftir annað. Hann
varð alvarlegur á svip.
— Af hverju?
Hann sinnti ekki spurningunni.
— Ég ætla að fara og kaupa mér
dökk föt. Mig vantar þau hvort
sem er.
— Það er óþarfi. Þér getiö notaö
föt af manninum minum. Það
brakaði i ristaða brauðinu uppi i
henni. Rödd hennar var orðin
þurr og hrjúf. — Hann hefur ekki
þörf fyrir þau öllu lengur. Hvaöa
lit nota þeir i fangelsunum núna,
herra Malone?
— Ekki þetta, sagði hann,
hallaði sér yfir borðið og greip um
hönd hennar um leiö og hún
drúpti höfði og fór að gráta hljóð-
lega.
Hún sat álút næstum heila
minútu og hann hallaði sér i átt til
hennar, altekinn samúð. Þá leit
hún upp, tók vasaklút úr slopp-
vasa sinum og þurrkaði sér um
augun. Flennibirtan frá hvitum
veggjunum varð þvi meiri sem
sólin steig hærra á loft; hún tók
upp sólgleraugu og setti þau á sig.
Þau voru tvöföld vörn; hún dró
sig i hlé bak við þau. — Kona
stjórnmálamanns þarf að vera
viö öllu búin. Vonbrigði,
skammir, hjartnæmar bænir sem
óhjákvæmilegt er aö synja. Nei,
ég á auövitaö ekki viö eigin-
konuna persðnulega. En sérhver
eiginkona stjórnmálamanns sem
kallazt getur þvi nafni, þjáist yfir
öllu þvi sem angrar eiginmann
hennar. Og það útheimtir þjálfun.
Hún beit á vörina. — En við þessu
er engin vörn. Hvernig eru augun
i m é r ?
— Sólgleraugun hylja þau.
Enginn tekur eftir neinu.
— Jósef gerir þaö. Hann tekur
eftir öllu. Ég ætla að lappa upp á
þau áöur en hann kemur meö
bautann og eggið handa yður.
Hún stóð upp, dokaði við andar-
tak og hélt um stólbakið.
Hrfeyfingar hennar voru gæddar
eðlilegum yndisþokka og jafnvel
geðshræringin megnaði ekki að
gera þær ankanalegar. Honum
flaug i hug, hvort þetta væri
þjálfun eöa eitthvaö meðfætt.
Hvernig liafði hún veriö, þegar
Quentin hafði hitt hana fyrst? —
Þér eruð góöur maður, er ekki
svo?
Hann yppti öxlum, vandræöa-
legur á svip. — Ég veit það ekki.
Það er ekki hægt aö mæla eigin
hjartagæzku — það geta aðeins
mannvinir sem vilja skatta-
ivilnun.
Hún lyfti brúnum. — Þér komiö
alltaf á óvart.
— Ég kem sjálfum mér á óvart
lika. Það tekur á taugarnar. Hann
leit upp til hennar. — Ef til vill er
ég góður i mér, eða ég er bara
með sektarkennd. Spyrjið mig
ekki, frú Quentin. Ég rembist eins
og rjúpa viö staur að fá ekki of
mikla samúð með yður og manni
yðar.
Hún starði á hann langa stund;
hann sá sjálfan sig speglast i sól-
gleraugunum, litinn og rýran. Þá
kinkaði hún kolli og hann hvarf úr
dökku speglunum. — Þér hafiö
rétt fyrir yður, herra Malone. Þvi
miður fyrir mörg okkar er samúö
þáttur i mannlegu eðli. Einkum ef
eðlið er raungott og heiðarlegt.
Siðan sneri hún sér við og gekk
inn i húsiö og Malone sat eftir og
velti fyrir sér hvort hún hefði
verið að tala um hann, einhvern
annan eða engan sérstakan. Hann
hafði heyrt sársaukastunur
hennar, og af einhverjum
leyndum ástæðum hafði sársauki
vaknað með honum lika. Lögga
með of mikið imyndunarafl; hann
bauð vandræðunum heim.
Þá kom Lisa, svöl og fögur i
grábrúnni hördragt, og settist viö
borðið. — Ég er búin að borða, en
frú Quentin hélt að þér þæðuð
félagsskap. Hún er enn i uppnámi
eftir kvöldið i gær, er ekki svo?
Hann kinkaði kolli, en i þvi kom
Jósef og hann slapp við að svara.
— Bautinn og eggið yðar, herra
minn, sagði brytinn og það lét i
eyrum eins og hann væri að bera
fram höfuö Jóhannesar skirara.
— Biðjið kokkinn afsökunar
fyrir mina hönd, sagði Malone og
matarlystin var allt i einu horfin,
— en ég hef séö mig um hönd. Ég
held ég fái mér bara ristað brauð
og aldinmauk. Er ég erfiður,
Jósef?
— Nei, herra minn. Aðeins
skynsamur, ef mér leyfist að
segja svo. Óskið þér nokkurs
frekar?
Lisa fylgdist með oröaskiptum
mannanna tveggja og hún kimdi.
Hún hafði gaman að horfa á karl-
menn eigast við, en það var
skemmtun sem alltof fár konur
kunnu að meta. Hún hefði vel
getað hugsað sér að sjá þennan
næstum klunnalega Astrala rugla
hinn fullkomna Jósef I riminu, en
hún hefði ekki þoraö að veðja á
hann.Jósef hafði of lengi verið
ókrýndur konungur i þessu
heimilishaldi.
— Ég þarf að fara og kaupa mér
föt, dökk föt. Ég er vanur að geta
keypt stærðir beint af herðatrénu.
Hvaða verzlun mynduð þér vilja
benda mér á, Jósef?
— Frúin hefur beðið mig um að
leggja fram föt af sendiherranum
handa yður —
Malone hristi höfuöið og mundi
hvernig honum hafði liðið i nátt-
fötum Quentins nóttina áður. Með
sama áframhaldi yrði hann
kominn i skyrtu Quentins. Enn
einu sinni bölvaði hann
imyndunarafli sinu; það var eins
og veira i heilanum. — Nei, ég
ætlaði að kaupa mér föt hvort
Þriðjudagur
7.00 Morgunútvarp. Veður-
fregnir kl. 7.30, 8.15 og 10.10
Fréttir kl. 7.30 8,15 (og
forustugr. dagbl.) 9.00 og
10.10. Morgunbæn kl. 7.45.
Morgunleikfimi kl. 7.50.
Morgunstund barnanna kl.
8.45: Armann Kr. Einarsson
les ævintýri úr bók sinni
„Gullroðnum skýjum” (2)
Tilkynningar kl. 9.30. Létt
lög á milli liða. Við sjóinnkl.
10.25: Sturlaugur Daðason,
efnaverkfræðingur talar um
þýðingu vinnsluleifa fyrir
fiskverkunarstöðvar.
Morgunpoppkl. 10.40: Allan
Clarke syngur. Fréttir kl.
11.00 Hljóniplöturabb
(endurt. þáttur G.G.)
12.00 Dagskráin. Tónleikar.
Tilkynningar.
12.25 Fréttir og veðurfregnir.
Tilkynningar.
13.00 Eftir hádegiö. Jón B.
Gunnlaugsson leikur létt lög
og spjallar við hlustendur
14.00 Prestastefna sett i Akur-
eyrarkirkju.Biskup tslands
herra Sigurbjörn Einars-
son, flytur ávarp og yfirlits-
skýrslu um störf og hag
þjóðkirkjunnar á synodus-
árinu.
15.15 Miödegistónleikar: Earl
. Wild og „Symphony of the
Air”- hljómsveitin leika
Konsert fyrir pianó og
hljómsveit i F-dúr eftir Gian
20.00 Kréttir.
20.25 Vcður og auglýsingar.
20.30 Skuggarnir hverfa.
Sovézk framhaldsmynd7.
þáttur. Sögulok. Zakhar
Bolsjokov. Þýðandi Lena
Bergmann.Efni 6. þáttar:
Sumarið hefur verið þurrt
og heylitið og erfitt með
fóður. Skepnurnar falla úr
hor. Frol færir samyrkju-
búinu hey sitt og fleiri fylgja
fordæmi hans. Þetta ergir
Ustin mikið. Smirnoff,
blaðamaður, er orðinn viss i
grun sinum að Ustin og
banamaöur Fjodors sé einn
og sami maðurinn. Ustin
Carlo Menotti, Jorge Mester
stjórnar. Leontyne Price
syngur amerisk trúarljóð.
16.00 Fréttir.
16.15 Veðurfregnir. Til-
kynningar.
16.25 Popphorniö-
17.10 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Tilkynningar.
19.20 Fréttaspegill-
19.35 Umhverfismál.Þorvald-
ur Kristinsson þýðir og flyt-
ur siöara erindi William B.
Nagels prófessors.
19.50 Lög unga fólksins-Sig-
urður Tómas Garðarsson
kynnir.
20.50 tþróttir. Jón Asgeirsson
sér um þáttinn.
21.10 Tónleikar. Evelyn
Croclut leikur Fimm im-
promptu fyrir pianó eftir
Gabriel Fauré.
21.30 Skúmaskot.Hrafn Gunn-
laugsson stjórnar þætti á
liöandi stund.
22.00 Fréttir.
22.15 Veðurfregnir. Eyjapistill.
22.30 Ilarmonikulög. Lill-
Magnus og hljómsveit hans
leika.
22.50 Á hljóöbergi.Basil Rath-
bone les „The Pit and the
Pendulum” eftir Edgar All-
an Poe.
23.25 Fréttir i stuttu máli.
Dagskrárlok.
ljóstrar upp um sig við
Smirnoff. Frol flytur að
heiman og tekur upp sam-
búð við Klavdiu.
21.45 Utanríkismál tslands I
dag. Umræðuþáttur. For-
vigismenn allra stjórn:
málaflokka taka þátt i
þessum umræðum, meðal
þeirra utanrikisráðherra.
Stjórnandi Eiður Guðnason.
22.25 tþróttir.M.a. landsleikur
Brasiliumanna og
Vestur-Þjóðverja i knatt-
spyrnu. (Evrovision —
Þýzka sjónvarpið)
Umsjónarmaöur Ömar
Ragnarsson. Dagskrárlok.
ÉS
INDVERSKUNDRAVERÖLD
Nýkomiö: margar gcröir af fallegum ttbU
útsaumuöum mussum úr indverskri
bómull. Batik —efni I sumarkjóla. Nýtt L3 ■ J 1
úrval skrautmuna til tækifærisgjafa.
Einnig reiykelsi og reykelsisker I miklu
úrvaB. Mff
JASMtN VJ* JX
Laugavegi 133 (viö Hlemmtorg)
öbmiíwhiíímr
FÉLAG ÍSLE\ZKIíA HL.IOiVlLISTAIiMAWA
#útvegar yður hljóðfœraleikara
og hljómsveitir við hverskonar tækifœri
Yinsamlcgast hringið i ^0255 inilli kl. 14-17