Þjóðviljinn - 08.07.1973, Síða 2

Þjóðviljinn - 08.07.1973, Síða 2
2 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunuudagur 8. júlí 1973. Rr .Ilansakuggur frá lokum 15. aldar” Nú eru liðin 1100 ár frá upphafi byggðar norrœnna manna. hér Fyrir 550 árum áttu þeir i hörðum deilum um fiskveiðar og verzlun við Island Þessi barátta kom hart niður á Islendingum árin 1423 og 24 Enskir útgerðarmenn í stríði á íslandi Nú er skammt í 1100 ára afmæli íslandsbyggðar. Reyndar er ekki vitað um afmælisdaginn, meira að segja ekki afmælisárið með vissu. Það var einhvern tima í kringum 870, að norrænir menn settust hér að. 1974 er því jafngott afmælisár og hvað annað. Það, sem efst er á baugi hjá íslendingum á þessum afmælistímum, er fisk- veiðideilan við Breta. Deilur um f iskveiðar Breta við ísland eru þó síður en svo nýjar af nálinni. Bretar heí ja hér fiskveið- ar skömmu eftir 1400, liklega árið 1412. Árið 1423 logaði hér allt í deilum milli enskra fiskimanna og kaupmanna annars vegar og íslendinga og umboðs- stjórnar Danakonungs hins vegar. Englendingar gerðu herhlaup á islendinga og rændu og rupluðu víða um land. Árið 1423 voru 550 ár liðin frá upphafi búsetu norrænna manna á islandi eða helmingur þess tíma, sem islendingar ætla að halda upp á innan tíðar. Það er vissulega merkilegt íhugunaref ni, að við skulum enn vera að kljást við brezka útgerðarmenn, og sýnir að við ættum að minnast ýmissa annarra atburða í sögu okkar en þess eins er víkingurinn Ingólfur Arnarson flúði frá Noregi vegna vígaferla. Fiskur verður útflutningsvara Islendingar hafa veitt fisk frá fyrstu tið. Heimildir sýna okkur, að hér hefur verið gnægð fisks. Is- land er jafnvel kallað veiðistöð og það er haft eftir gömlum vikinga- höfðingjum, að ekki vildu þeir flytja í þá veiðistöð á gamals aldri. Framan af var fiskur þó ekki útflutningsvara. Islendingar fluttu fyrst og fremst út landbúnaðarafurðir. Reyndar hefursá útflutningur verið smár i sniðum og varningurinn ekki verið eftirsóttur erlendis, a.m.k. ekki þegar kemur fram á 13. öld. Þvi að þá telja tslendingar nauðsynlegt, að tryggja að 6 skip komi til landsins árlega, og setja ákvæði um siglingar i sáttmála sinn við konung. En um miðja 14. öld verður nokkur breyting á þessu. Sagt er, að um 1340 flytjist ágætasti varningur i skreið og lýsi til Björgvinjar, frá tslandi, en áður hafi ekkert slikt þaðan komið. Hansasambandið og Björgvin Hansasambandið var samband verzlunarborga á norðurströnd Þýzkalands. Mjög var misjafnt, hversu náið þetta samband var, og stundum börðust borgirnar innbyrðis um markaði og verzlunaraðstöðu. Hansasambandið náði mjög hagstæðri aðstöðu á Norður- löndum og tók virkan þátt i pólitikinni þar, eins og titt er um erlend verzlunarauðfélög enn i dag viða um heim. Konungar Norðurlanda reyndu oft að efla innlenda borgarastétt, en áttu undirhögg Hansamanna að sækja i þeirri baráttu. Noregur var t.d. algjörlega háður Hansasambandinu, þvi að sambandið hafði einokunar- aðstöðu við dreifingu norskra útflutningsvara (skreið, grávara o.fl.), auk þess voru þeir einir um hituna i kornútflutningi frá kornræktarsvæðunum við sunnanvert Eystrasalt, og Norð- menn þurftu að flytja inn korn. Verzlunarsvæði Hansasam- bandsins náði frá London austur til Rússlands, frá Finnmörku og langt suður i Þýzkaland. í byrjun 15. aldar höfðu borg- arar Lubeck náð skreiðar- verzluninni i Björgvin undir sig, og komið málum þannig fyrir, að flytja varð alla skreið úr norska rikinu þangað. Þeir sáu svo um frekari dreifingu og græddu drjúgum á þessu fyrirkomulagi. Aðrar borgir i Hansasamband- inu, Hamborg og fleiri borgir vestan Jótlandsskaga, voru ekki ýkja hrifnar af þessu fyrirkomu- íagi, en fengu ekki að gert að sinni. Á 14. öld fer öll islenzk skreið i um hendur Lýbikumanna á Hansakontórnum i Björgvin, piparsveinanna svokölluðu. Liklega hefur hér ekki verið um mjög mikið magn að ræða, og verðið sem íslendingar fengu fyrir fiskinn var fremur lágt. Hansakontórinn i Björgvin virðist hafa getað fengið meir en nóg af skreið i Noregi. Englendingar koma til íslands Ein bezta heimild um atburði þá, sem urðu á tslandi i upphafi 15. aldar er Nýi annáll. Annállinn er ritaður af manni, er uppi var á þessum tima, liklega klerki, sem hefur verið nátengdur Skálholts- stað. Viða er þó höfundur býsna fáorður. En þó má með aðstoð annarra heimilda fá fram þokkalega mynd af þvi, sem hér gerðist á fyrri hluta 15. aldar. Björn Þorsteinsson, hefur manna mest ritað um þessa atburði af þekkingu og viti. Doktorsritgerð hans, Enska öldin i sögu tslendinga, fjallar um þá. Við árið 1412 setur höfundur Nýja annáls þessa frásögn: „Kom skipið af Englandi austur fyrir Dyrhólaey, var róið til þeirra og voru fiskimenn út af Englandi. Þetta sama haust urðu 5 menn af enskum fráskila sfnum kompánum og gengu i land austur við Horn úr báti og létust vilja kaupa sér mat og sögðust hafa soltið i bátnum mörg dægur. Voru þcssir 5 enskir menn hér á landi um veturinn” Þetta er i fyrsta sinn, sem enskra fiskimanna er getið við Island. En það býr eitthvað undir frásögninni. Það er eins og höfundurinn vilji ekki trúa þvi, að hér sé um venjulega skipbrots- menn að ræða. Þeir létust vilja kaupa sér mat og sögðust hafa soltið. Næsta ár kann Nýi annáll, enn að segja frá þessum skipbrots- mönnum: „kom kaupskip af Englandi til islands. Hét sá Ríkharður, er fyrir þvi var..Keyptu margir varning að honum niðri við Sund- in, var á þvi litt tekið af mörgum vitrum mönnum. Sigldi hann burt aftur litlu síðar. Sigldu i burt með honum þeir 5 enskir menn, er hér höfðu verið áður um vetur- inn.” Það er engu likara en hér sé um einhvers konar rannsóknarleið- angur enskra kaupmanna að ræða. E.t.v. hafa skipsbrots- mennirnir 5 alls ekki verið skipsbrotsmenn, heldur hafi þeir átt að kynna sér hér allar aðstæður til verzlunar. Viöbrögö Danakonungs og islendinga öllum erlendum aðilum var af konungsvaldsins hálfu strang- lega bannað að verzla i rikinu. Konungur var um þessar mundir sá frægi maður Eirikur af Pommern, og rikti hann yfir Danmörku, Noregi og Sviþjóð, en Sviar voru löngum ótryggir i þessu konungssambandi. Island fylgdi sem hluti norska rikisins. Danakonungur hafði siður en svo bolmagn til að sinna skreiðar- kaupum á Islandi, nema þvi aðeins að Hansamenn i Björgvin styddu hann i þvi. En Hansa- kontórinn i Björgvin virðist ekki hafa haft neinn sérstakan áhuga á tslandi um þessar mundir. Þrátt fyrir þetta, sveið konung að vita Englendinga græða hér á fiskveiðum og verzlun. Hann sendi fulltrúa sinn til Englands 1415 og varð árangur þeirrar ferðar sá, að Englandskonungur bannaði allar siglingar Eng- lendinga til fiskveiða og annars við eyjar Eriks konungs um eins árs skeið, nema samkvæmt fornri venju. Brezkir útgerðarmenn sjálfum sér líkir Uppvaxandi brezk borgarastétt beitti pólitiskum áhrifamætti sin- um þá, eins og endranær, i neðri málstofu enska þingsins. Einn mesti vaxtarbroddur stéttarinnar var um þessar mundir i fiskveiðibæunum á austurströnd- inni, og konungur lét sér mjög annt um uppgang þeirra. Nú mótmælti neðri málstofan kröftuglega og sendi kóngi bænaskrá: „Nú hafa vissir útlendingar af hálfu landanna Noregs og Danmerkur snúið sér til þjóðhöfðingja vors, herra konungsins til þess að hann banni og burtreki alla þessa, sem koma og veiða fisk við strendur nefnds islands eður á öðrum stöðum á þessum slóðum, og ef þessi hlutur verður bannaður, veldur það miklu tjóni og fordjörfun, bæði sögðum herra kónginum og öllum veraldlegum og andlegum herrum og borgum og bæjum og öllu samfélagi ríkisins, að þvi er snertir fæðu, sem slíkt fiskmeti er þeim til viðurlifis.” (Þýðing Björns Þorsteinssonar) Ekki hefur tónninn breytzt mikið á hálfri sjöttu öld. Bannið hefur litil eða engin áhrif haft, þvi að danska konungsvaldið gat alls ekki framfylgt þvi. Að minnsta kosti eru hér fjölmörg ensk fiskiskip snemma vors árið 1419. Nýi annáll segir, að á skirdag, 13. april, hafi brotið hér ensk skip, eigi færri en hálfur þriðji tugur, i hrið sem kom á litlu fyrir dagmál og hélzt eigi allt til hádegis. Ekki hafa öll ensk skip hér við land farizt i þessari hrið, svo að fjöld- inn hefur verið allmikill. Afstaða islendinga Islendingar vildu gjarnan verzla við Englendinga. Þeir höfðu lengi barizt fyrir að norsk og dönsk yfirvöld sendu hingað tilskilinn fjölda skipa á hverju ári, og hafði þeim ekki gengið alltof vel i þeirri baráttu. Englendingar borguðu lika vel fyrir islenzka skreið, miklu betur en gert var i Björgvin. Eigendur útvegsjarða á Vesturlandi og Vestfjörðum verða nú mestir höfðingjará Islandi. Liklega hafa „Hamborgarar og Englendingar heyja sjóorustu við íslandsstrendur. Þegar fram undir 1500 áttust þessir aðilar oft illt við vegna fiskveiða og-verzlunar á íslandi.”

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.