Þjóðviljinn - 08.07.1973, Síða 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 8. júll 1973.
MOÐVIUINN
MALGAGN SÓSiALISMA,
VERKALÝÐSHREYFINGAR
OG ÞJÓÐFRELSIS
(Jtgefandi: tjlgáfufélag Þjóöviljans
Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann
Eitstjórar: Kjartan Ólafsson
Svavar Gestsson (áb.)
Auglýsingastj^ri: Heimir Ingimarsson
Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar:
Skólav.st. 19. Slmi 17500 (5 llnur).
Askriftarverð kr.J00.00 A mánuði.
Lausasöluverð kr. 18.00.
Pventun: Blaðaprent h.f.
FRÁ EINDÆMI TIL REGLU
Þegar málgögn stjórnarandstæðinga
ræða um verðbólguna á íslandi láta þau
jafnan eins og þau viti ekki af þeim hækk-
unum, sem orðið hafa á innflutningsverði
fjölmargra vörutegunda, vegna verðlags-
þróunar erlendis.
Hér skulu þvi rakin nokkur dæmi, sem
gætu þó verið miklu fleiri, um hækkað inn-
flutningsverð á siðustu einum til tveimur
árum.
Timbur hefur hækkað frá ársbyrjun 1972
til júni 1973 úr 47,40 dollurum rúmmetrinn
i 112,38 dollara eða um 137% og heldur enn
áfram að hækka.
Steypustyrktarjárn hefur hækkað á
sama tima úr 100 dollurum tonnið i 195
dollara, eða um 95% og sama hækkun hef-
ur átt sér stað á plötujárni.
Benzin hefur hækkað um 52%. Fóður-
bætir hefur hækkað um 49%. Hveiti hefur
hækkað um 51%. Sykur hefur hækkað um
52%.
Allt eru þetta hækkanir sem átt hafa sér
stað á tæplega einu og hálfu ári frá janúar
1972 til júni 1973. Til samanburðar getur
verið fróðlegt að hafa i huga, að meðan
erlenda verðið á innfluttum vörum hækk-
aði eins og þessar tölur benda til, þá hækk-
aði smásöluverð hér innanlands til jafnað-
ar frá 1. ágúst 1971 — mai 1973 um tæp 44%
sé miðað við þær um 80 vörutegundir sem
Morgunblaðið rakti fyrir stuttu, hvað
hækkað hefðu i verzlununum hér.
Sem kunnugt er var verðbólguþróun á
Islandi löngum langtum örari en i nálæg-
um löndum og sé litið á viðreisnartima-
bilið þá hækkaði verðlag á árunum
1960—1971 samkvæmt alþjóðlegum skýrsl-
um sem hér segir sé grunntalan 1960 talin
100:
ísland úr 100 i 328
Danmörk úr 100 i 188
Noregur úr 100 i 166
Sviþjóð úr 100 i 159
Finnland úr 100 i 174
Bretland úr 100 i 163
Vestur-Þýzkaland úr 100 i 138
Frakkland úr 100 i 157
Bandarikin úr 100 i 137
Meðan verðlag hækkaði á 11 viðreisnar-
árum um 37—88% i nágrannalöndum eins
og þessar tölur sýna, hækkaði verðlag hér
á íslandi um hvorki meira né minna en
228%. Slik var sérstaða okkar.
Nú á siðustu 2 árum hefur verðlag hins
vegar hækkað miklu meira i flestum ná-
grannalöndum en áður voru dæmi til á sið-
ustu áratugum. Engin þjóð i okkar heims-
hluta er jafn háð utanrikisviðskiptum og
við íslendingar, svo að slikt hlýtur
óhjákvæmilega að segja til sin hér.
Samt hefur það gerzt, að nú er islana
ekki lengur langt fyrir ofan nágrannalönd
sin, hvað verðbólguvöxt snertir Nýjustu
samanburðartölur, sem liggja fyrir eru
frá siðustu áramótum. Sé litið á timabilið
frá þvi kosningaverðstöðvunin var sett á
af viðreisnarflokkunum 1. október 1970 og
til siðustu áramóta, eða i 2 ár og 3 mánuði,
þá er hækkun á verðlagsvisitölu vöru og
þjónustu i 10 löndum sem hér segir:
ísland 18,5%
Bretland 18,7%
Holland 18%
Sviþjóð 15,2%
Frakkland 14,3%
Finnland 17,7%
V.-Þýzkaland 13,9%
Danmörk 13,5%
Bandarikin 7,7%
Heimild að þessum tölum er „Main
Economic Indicators”, rit sem gefið er út
af OECD, Efnahags- og Framfarastofnun
Evrópu. Auðvitað hafa orðið miklar verð-
hækkanir her það sem af er þessu ári, en
samanburðartölur við önnur lönd liggja
ekki fyrir um siðustu mánuði. Þó er vitað
að i flestum löndum i nágrenni okkar hafa
hækkanir einnig orðið mjög miklar.
Það, sem sú könnun er hér liggur til
grundvallar leiðir ótvirætt i ljós er, að það
er fyrst nú á allra siðustu timum sem
verðbólguvöxtur á Islandi er álika og i
fjölmörgum viðskiptalöndum okkar, með-
an sérstaða okkar var alger allt viðreisn-
artimabilið, og verðbólga þá margfalt
meiri hér en annars staðar.
Nú gerum við þá kröfu til stjórnarand-
stæðinga, að áður en þeir veitast næst að
núverandi rikisstjórn fyrir ábyrgð á verð-
bólgunni á íslandi, — þá geri þeir þjóðinni
grein fyrir þvi, hvað veldur að ísland er
loks nú ekki lengur eitt á báti i Vest-
ur-Evrópu með margfaldan verðbólgu-
vöxt á við aðra, eins og áður var.
Meðan áróðursstjórar Gylfa og Geirs
koma ekki með gilda skýringu á þessum
umskiptum, hljóta landsmenn að telja að
stjórnarskiptin eigi mestan þátt i breyt-
ingunni.
Tillögur um sérkennslumið-
stöð þroskalamaðra barna
Nauðsyn að aðstoða einnig nemendur sem eiga við
erfiðleika að stríða í almennum skólum
Viðræðunefnd Reykja-
víkurborgar, hei I brigðis-
ráðuneytisins og mennta-
málaráðuneytisins um
kennslustofnanir fyrir
börn, sem ekki eiga sam-
leið með öðrum í námi,
hefur skilað álitsgerðum
með tillögum um framtíð-
arskipulag þessara mála,
þar sem gert er ráð fyrir
miðstöð sérkennslu fyrir
landið allt. Hefur Reykja-
víkurborg ætlað lóð fyrir
miðstöðina á Öskjuhlíð.
Fræðsluráð Reykjavíkur hefur
lýst stuðningi við tillögurnar i
megindráttum, en jafnframt
mælzt til að nefndin eða önnur
slik samstarfsnefnd I hennar stað
geri tillögur um fyrirkomulag
vanvitaskólans, svo og með hlið-
stæðum hætti tillögur um aðstoð
við þá nemendur i hinum al-
menna skyldunámsskóla, er ekki
eiga að fullu samleið með öðrum
nemendum.
Leggur fræðsluráð til við borg-
arráð, að leitað verði eftir slíku
samstarfi við rikið með það fyrir
augum, að ákvarðanir liggi fyrii
þegar undirbúningur að skipulagi
næsta skólaárs hefst og eigi siðar
en 10. ágúst n.k.
Mjög aðkallandi er að komið
verði til aðstoðar nemendum i al-
mennum skólum, sem eiga þar
við erfiðleika að striða og hafa
skólastjórarog yfirkennarar látið
i ljós það álit, að þar sé um að
ræða allt að 15% nemendanna.
Kemur þar að sjálfsögðu til að
einhverju leyti, að sérkennslu-
stofnanir hafa ekki verið fyrir
hendi, þannig að við tilkomu
þeirra mætti vænta, að þessi tala
lækkaði eitthvað. En eins og for-
maður fræðsluráðs, Kristján J.
Gunnarsson, benti á er hann
kynnti álitsgerð viðræðunefndar-
innar og ályktun félagsmálaráðs
um hana i borgarstjórn s.l.
fimmtudag, er bæði talið eðlilegt
að hafa sem allra flesta i almenn-
um skólum og á meðan sér-
kennslustofnanir eru ekki komn-
ar verða almennu skólarnir að
taka við þorra þessara nemenda
og þvi er lagt til, að einnig verði
teknar til athugunar þarfir hins
almenna skóla i þessu efni.
betta þarf að gera áður en und-
irbúningur að skipulagi næsta
skólaárs hefst, álitur fræðsluráð
og vill, að samstarfsnefndin eöa
önnur i hennar stað taki einnig til
athugunar og geri tillögur um
fyrirkomulag og starfskrafta til
kennslu og aðstoðar við nemend-
ur vanvitaskólans þ.e. Höfða-
skólav sem gert er ráð fyrir að
borgin reki a.m.k. fyrst um sinn.
Tvíþætt
1 samstarfsnefnd ráðuneytanna
og borgarinnar störfuðu þau
Adda Bára Sigfúsdóttir af hálfu
heilbrigðismálaráðuneytisins,
Jónas B. Jónsson af hálfu
Reykjavikurborgar og Þorsteinn
Sigurðsson af hálfu menntamála-
ráðuneytisins og kemur fram i á-
litsgerðinni, að starfið var tvi-
þætt, annarsvegar að huga að
framtiðarskipulagi sérkennslu-
málanna og hinsvegar að hafa
frumkvæði að bráðabirgðaráð-
stöfunum, sem gerðar hafa verið
með f jölfatlaðrakennslu, og
kanna möguleika á að nýbygging
Höfðaskóla félli inn i heildar-
ramma hugsanlegrar sér-
kennslustöðvar fyrir landið allt,
enda giltu þá sömu reglur um
greiðslu stofnkostnaðar og rekst-
ur hans og um aðrar einingar
miðstöðvarinnar.
F jölfatlaöraskólinn
Nefndin tók til starfa i desemb-
er 1971 og ræddi i janúar 1972 við
Sævar Halldórsson barnalækni
um fjölfötluð börn og uppeldisleg-
an aðbúnað þeirra, en Sævar var
formaður nefndar á vegum heil-
brigöisráðuneytisins, sem hafði
kannað málið og gert tillögur um
skólaheimili fyrir fjölfatlaða.
Heimild menntamálaráðherra
fékkst til að hefja kennslu f jölfatl-
aðra haustið 1972 ef tækist að út-
vega hæfa starfskrafta og viðun-
andi húsnæði.
Tók skóli fyrir fjölfatlaða til
starfa i húsnæði gamla Heyrn-
leysingjaskólans við Stakkahlið i
október 1972 undir forstöðu Bryn-
disar Viglundsdóttur sérkennara,
sem um árabil starfaði við Perk-
ins School for the Blind i Water-
town, Bandarikjunum.
Höfðaskólinn.
Undirbúningur ‘nýbyggingar
fyrir Höfðaskólann var mjög á
döfinni i byrjun árs 1972 og fjalla-
aði þá samstarfsnefndin um stað-
arval, stærð og fyrirkomulag með
tilliti til þess, að sú stofnun félii
inn i ramma hugsanlegrar sér-
kennslumiðstöðvar.
Borgaryfirvöld gáfu kost á
byggingasvæði milli Fossvogs-
kirkjugarðs, Bústaðavegar og
Kringlumýrarbrautar og voru
arkitektarnir Ormar Þór Guð-
mundsson og örnólfur Hall
fengnir til, að skipuleggja svæðið
og teikna Höfðaskólann.
Tillögur um
framtíðarskipulag
Varðandi framtiðarfyrirkomu-
lag og uppbyggingu sérkennslu-
stofnana fyrir þroskahömluð börn
— önnur en fávita og atferlistrufl-
uð börn — er það tillaga nefndar-
innar að komið verði upp miðstöð
sérkennslu fyrir landið allt, sem
annars vegar hafi með höndum
greinandi störf, ráðgjöf og eftirlit
með uppeldi og skólum þroska-
lamaðra barna og annist hins
vegar meðferð, kennslu og upp-
eldi þeirra einstaklinga, sem ekki
eiga samleið með öðrum i námi.
Er gert ráð fyrir að miðstöðin
skiptist i Greiningar- og ráögjaf-
arstöð, Sérskóla og þjálfunar-
deildir og Sameiginlega þjónustu-
stöð.
Innan greiningar- og ráðgjafar-
stöðvar er gert ráð fyrir Spjald-
skrárdeild, greiningardeild, at-
hugunardeild (heimavist fyrir 6
börn), leikfangasafni (Lekotek),
heyrnarstöð, heilbrigðisþjónustu
sérskólanna og kennslugagna-
miðstöð (material laboratorium).
Af sérskólum og þjálfunar-
stöðvum er i alitsgerðinni gert
ráð fyrir vanvitaskóla fyrir 200
nemendur á skyldunámsaldri og
yrðu þá jafnframt 3—4 smærri
vanvitaskólar i öðrum landshlut-
um, þar sem henta þætti. Einnig
fjölfatlaðraskóla með 25 nemend-
ur, blindraskóla með 5 nemend-
um, málhamlaðraskóla með 20
nemendum, heyrnleysingjaskóla
með 50 nemendum, starfsnáms-
skóla fyrir 60 nemendur á aldrin-
um 16—20 ára, talkennslustöð,
þ.e. göngudeild fyrir börn og full-
orðna með heimavistaraðstöðu og
iþrótta- og þjálfunarstöð, sameig-
inlegri fyrir sérskólana með fim-
leikasal, rytmik- og musikterapi-
stofu, sundlaugum og þjálfunar-
stofu.
Sameiginleg þjónusta er hugs-
uð vera bókasafn, samkomu-og
fyrirlestrasalir, tómstundasalir
og fundaherbergi, eldhús, borð-
stofur og kantina, þvottahús, leik-
skóli og dagheimili fyrir börn
starfsliðs og nokkur þroskahöml-
uð börn er þangað gætu sótt og
heimavistir, annarsvegar fjöl-
fatlaöra og blindra, 15 nem., hins-
vegar annarra nemenda, 30 pláss.
Öskjuhlíð
Gert er ráð fyrir að sérkennslu-
miöstöðin risi á sama svæði og
Höfðaskóli og hafa sömu arki-
tektar skipulagt svæðið. Þá er
gert ráð fyrir i álitsgeröinni, að
nýi Heyrnleysingjaskólinn og
heimavistir hans falli inn i sér-
kennslumiðstöðina.
vh