Þjóðviljinn - 08.07.1973, Qupperneq 7
Sunnudagur 8. júll 1973.--ÞJOÐVILJINN —'"ÍÍÍDA 7
DDR
Löngum hefur þaö verið
ein helzta íþrótt vissra
manna að útmála eymd
austantjaldsríkja með því
að vísa til vöruskorts og lé-
legs tízkuvarning auk hus
næðiseklu og bílafæðar. En
þetta er nú óðum að
breytast. Austantjaldslönd
in sigla nú hraðbyri í átt til
neyzluþjóðfélagsins með
öllu sem því tilheyrir eins
og f jölgun bíla, eltingarleik
við fatatízkuna og ísskápa-
flóði.
Kjeld Koplev heitir
danskur maður, fyrr-
verandi leikhússtjóri við
Fiolleikhúsið í Kaup-
mannahöfn. Hann hefur
komið til Þýzka alþýðu-
lýðveldisins (nú má ekki
segja Austur-Þýzkaland
lenqur, þakkir séu
Ostpolitik Willy Brandts)
alloft á síðustu tíu árum og
dvalið þar um nokkurt
skeið. Hann skrifar nýlega
greih í Politisk revy þar
sem hann segir frá þróun
landsins í átt til síaukinnar
einkaneyzla og sterkrar
kjarnaf jölskyldu.
Fyrir um tiu árum er ég kom
fyrst til alþýðulýöveldisins var á
einum stað tómleg breiðgata sem
nefndist Stalin Alle og meðfram
henni mikilúðlegar sovézkar stór-
byggingar (Bertold Brecht skaut
þvi margsinnis að arkitekt hús-
anna að það væri nú mikið lán að
þeir byggju i sósilisku landi þvi
þá gætu þeir sprengt kofadraslið i
loft upp ef þeim sýndist svo).
Þegar ég kom á sama stað fyrir
stuttu hét gatanKarlMarx Alle og
var nú full af prúðbúnum
borgunum og gljáfægðum einka-
bilum.
1 fyrstu heimsókninnidró>maður
fram allar hugsanlegar afsakanir
fyrir litlu vöruúrvali, eyði-
legeingu striðsins, striðsskaða-
bætur til Sovétmanna osfrv. Nú
finnst manni maður vera staddur
i miðri vestrænni stórborg með
risastór vöruhús á alla vegu.
Vöruúrval verzlana er ekki
mikið frábrugðið þvi sem er i
Danmörku, fjórar tegundir
isskápa, sjónvörp, föt, eldhústæki
og barnavagnar. Finir og marg-
litir skór i samræmi við tizkuna i
Paris og Róm og leikföngin eru
jafn léleg og i dönskum leikfanga-
búðum.
Hér má finna allt sem gleður
hjarta neytandans, allt sem til er
handan múrsins, enda hafa
flestar ræður stjórnmálamanna
landsins haft það að inntaki að
býzka alþýðulýðveldið skuli
keppa að þvi að ná sama neyzlu-
marki og löndin vestan járn-
tjalds. Nú er þvi marki náð eða
hartnær. Hvað verður þá?
Þróun eða framfarir
Það dylst engum að ör þróun
hefur átt sér stað i Þýzka alþýðu-
lýðveldinu. En eins og maðurinn
sagði: þróunin kemur af sjálfu
sér, Framfarirnar eru erfiðari
viðfangs. Þvi allir vita að það
sem manni virðast augljósar
framfarir getur reynzt vera upp-
haf ógæfu.
Við vitum t.d. að framför
einkabilismans þýðir að sam-
ferðin (tillaga til islenzkunar á
„kollektiv traffik” )dregst saman.
Þvi fleiri sem vilja og hafa tæki-
færi til að nota eigin farartæki þvi
færri nota strætisvagna og lestir.
Eru það framfarir að nú er
mikilli orku og hráefnum eytt i að
efla einkabilismann i Þýzka
alþýðulýðveldinu? Eru það fram-
farir að maður er þegar farinn að
finna fyrir bensinpestinni á
götum Berlinar og að árekstrar
og umferðaslys eru að verða dag-
legt brauð i höfuðborg landsins?
Stefni þjóðfélag, hvort sem það
er kapitaliskt eða ekki, markvisst
aö þvi að skapa verlferðarþjóð-
félag endar það næstum óhjá-
kvæmilega i sósial-
demókratisma.
Einkabilisminn magnast í Þýzka alþýðulýðveidinu enda virðist fólkið hafa áhuga.
Launapólitikin
Lúmskur sósialdemókratisminn
setur mörk sin á marga hluti og
á ýmsan hátt. Til dæmis
menningarlifið. Þegar Fiolieik-
húsið var á ferð i DDR sögðum
við þýzkum kollegum okkar frá
launajafnréttinu hjá okkur þar
sem allir fá jafnmikil laun burt-
séð frá þvi hvert starf þeirra er.
Þeim fannst þetta mjög spenn-
andi tilraun, etv. dálitið maóisk
eins og þeir sögðu, en örugglega
fyrirbæri sem óhugsandi var aö
koma á i Þýzka alþýðulýðveldinu.
Þvert á móti voru þeir á þvi að
svona hugsjónir yrði maður að
gefa upp á bátin:: i sósialiskri
þjóðfélagssköpun. Verkin varð þó
að vinna og eina leiöin til að fá
hlutina ti! að ganga var að hygla
þeim afkastameiri eða verðlauna
þá „duglegu” og þeim sem ..bera
mikla ábyrgð”. Sem dæmi nefndu
þeir að fyrir stuttu hefði verið sett
lög sem tryggðu fólki full iaun á
veikindadögum allt að sex vikum
á ári. Og hvað hafði ekki gerzt.
Nú voru allir veikir hvert einasta
ár — i sex vikur. Ég spurði leik-
húsfólkið sem sagði mér þessa
sögu hvort það væri lika veikt i
sex vikur á ári. Vitanlega ekki.
Hvort leikstjórarnir þeirra eða
„stjörnurnar” væru veik. Nei. Nú
en hver þá? Auðvitað verka-
mennirnir.
Launamunur viö Berliner
Ensemble (leikhús Brechts) er
frá 750 mörkum fyrir „lélegustu”
leikarana upp i 3400 mörk fyrir þá
„beztu” á mánuði — þ.e.a.s. rúm-
lega fjórfaldur. Og leiklistarstjóri
hússins verðleggur leikara eftir
lögmálinu um framboð og eftir-
spurn — ákveður hvort leikari er
góður eða slæmur.
.hús sem valda fólki jafnt lfkamlegum og andlegum sjúkdómum.”
EFNAHAGSUNDUR
Á VILLIGÖTUM
DDR á leið inn í norrænan „neyzlusósíalisma
f hvers þágu er efling einka-
bilismans? Hinna bezt settu eða
hinna verst settu?
Húsnæðismálin
A siðustu árum hefur Þýzka al-
þýðulýðveldið framkvæmt endur-
uppbyggingu ibúðarhúsnæðis
sem á vart hliðstæðu i heiminum
sé talið i fermetrum. Húsin hafa
þotið upp samkvæmt fram-
kvæmdaáætlun og verðið er vel
viðráðanlegt fyrir kaupendur.
En einnig i þessu tilviki spýr
maður sjálfan sig — ekki sizt þar
sem DDR er ekki kapitaliskt land
— hvort ekki sé timi til kominn að
leggja niður einhliða megindar-
mælingu á húsnæðispólitikinni og
bæta inn gæðakröfum. 1 striðslok
stóð landið frammi fyrir risa-
vöxnu vandamáli sem var að láta
fólk fá þak yfir höfuðið. En samt
vill maður ásaka þjóð, sem hafði
möguleika á að taka upp
áætlunarbúskap, og ekki þurfti að
taka tillit til kapitaliskra hags-
muna, fyrir að hafa i algeru
skipulagsleysi hlaðið upp
hverjum steinkassanum á fætur
öðrum. Húsin, sem sprottið hafa
upp likt og gorkúlur, minna
óþyrmilega á þá tegund
byggingarlistar sem maður hefur
vanizt i kapitalisku löndunum.
Steinkassi við steinkassa skapa æ
einhæfari ibúðarumhverfi. Og
jafnvel hin lögbundna grasrönd.,
litla tréð, rólan, sandkassinn,
bekkurinn og rennibrautin breyta
litið heildaráhrifunum. Allir
draumar um að ibúarnir taki
sjálfir þátt i skipulagningu eigin
ibúðarhverfis hafa að engu orðið.
Það eina sem er frábrugðið hús-
byggingum t.d. i Danmörku er
verðið, sem er mun lægra i DDR.
En það er vafasamt að lágt verð
vegi, þegar til lengdar lætur, upp
á móti þeim ókosti að ibúar Þýzka
alþýðulýðveldisins þurfa að búa i
sams konar húsum og eru aö
eyðileggja heimilislifið hjá okkur.
Félagsleg aðstoð
Sömu tilhneigingar virðast
einnig vera rikjandi á mörgum
öðrum sviðum þjóðfélagsins. Að
minu viti hefur ekki verið tekið
neinum róttækum tökum á
breytingu félags- og heilbrigðis-
löggjafarinnar. Vitaskuld er
tryggingakerfið langtum betra en
við eigum að venjast. Það er mun
fljótvirkara i að hafa upp á þeim
sem aðstoðar þurfa við og að
greiða sjúkum dagpeninga, en
það hefur ekki enn verið lögð
áherzla á fyrirbyggjandi að-
gerðir.
Árin 1968-69 komu Tékkar á
félagslöggjöf sem virtist vera
óskadraumur allra þeirra landa
sem ekki búa við kapitalisma. En
hún hlaut ekki hljómgrunn neins
staðar — ekki heldur i Þýzka
alþýðulýðveldinu.
1 tékknesku löggjöfinni var
miðstjórnarvaldið flutt út á þá
staði sem vandamálin voru á.
Þannig var t.d. hver einstök
fyrirtækisstjórn ábyrg fyrir þvi
að vinnuslys yrðu ekki i fyrir-
tækinu. Vegayfirvöld áttu að sjá
um að veganetið hefði það mikið
innbyggt öryggi að það kæmi i
veg fyrir umferðaróhöpp. Bila-
smiðjur fengu það hlutverk að
gera bilana þannig úr garði að
bilstjórar þyrftu ekki að kviða þvi
að þeir uppfylliu ekki þær
öryggiskröfur sem nú eru gerðar
til bila. Skólarnir báru ábyrgð á
þvi að andrúmsloft þeirra
skapaði ekki geðtruflanir i nem-
endum og starfsmönnum þeirra
osfrv.
1 dag rikir næstum algert
stjórnleysi á þessu sviði, bæði i
kapitaliskum og ekki kapital-
iskum löndum Evrópu i þeim
skilningi að bilasmiðjur fram-
leiða bila sem hafa það megin-
hlutverk að keppa við útlenda bila
— i verði. Vegagerðin býr til vegi
þar sem bilstjórar geta iðkað
kappakstur, húsnæðisyfirvöld
byggja ibúðir sem valda fólki
jafnt likamlegum sem andlegum
sjúkdómum osfrv.
Menningin og
pólitíkin
Þetta gætu virzt smámunir en
eru allt dæmi um lúmskan krat-
isma. Það gæti lika vafizt fyrir
mönnum að leiðandi fólk i
Berliner Ensemble skuli hafa
kvartað vfir þvi að uppsetning
Fiolleikhússins á Móðurinni eftir
Bertold Brecht væri of pólitisk.
Væri hún sett á svið i Þýzka
alþýðulýðveldinu nú yrði meiri
áherzla lögð á sálræna þróun
móðurinnar en pólitiska og farið
ýtarlegar i samband bræðranna
tveggja. Fólkið sagði mér að al-
menningur fengi svo mikið af
pólitik i DDR i dag, i blöðum.
sjónvarpi og á vinnustöðum. að
það bæri fyrst og fremst að
skemmta honum þegar hann færi
i leikhús á kvöldin.
Hlutir eins og útilokun
prófessors Havemanns og ljóð- og
tónskáldsins Wolf Biermanns
geta virzt mjög vanhugsaðir
sósialiskt. Ég er ekki að segja að
öllum beri að vera frjálsir að þvi
að tjá sig á millibilsástandinu
milli kapitalisma og
kommúnisma en það kemur grát-
broslega fyrir sjónir að yfirlýstir
kommúnistar eins og þeir eru
báðir fái ekki að gagnrýna það
bjóðfélag sem þeir hafa kosið
sér að lifa i. Hvorugur þeirra
reyndi að flýja til Vestur-Berlinar
þegar tækifærin voru fyrir hendi.
Þeim fannst að pólitisk heim-
kynni sin væru i DDR. Útilokun
þessarar tegundar gagnrýni er
ábyrgðarhluti fyrir ungt riki. Þar
að auki er hún hlægileg i tilviki
Biermanns þar sem bókstaflega
allir ibúar Austur-Berlinar t.d.
þekkja minnst tiu lög eftir hann
en þeir heyra þau i þrem vestur-
þýzkum sjónvarpsstöðvum og
tveimur vestur-þýzkum og einni
bandariskri útvarpsstöð.
I einkaviðræðum viðurkenndu
margir þeirra.sem viðhittum, að
landið væri kannski ekki á
ákjósanlegri braut. en sem ein-
staklingar fá þau litlu áorkað.
Fólk er enn mjög stolt og hreykið
af þvi að nú hafi allir landsmenn
nög að éta, ódýrt húsnæði og föt a
skrokkinn, og stoltið er ekki
ástæðulaust, þvi tilfinnanlegur
skortur var á öllu þessu i mörgu
ár vegna heimsstyrjaldarinnar.
Nú vantar bara menningar-
byltingu til að koma þessu sósial-
demókratiska efnahagsundri inn
á skynsamlegar sósialiskar
brautir. Ekki kinverska
menningarbvltingu heldur þy/.ka.
(—Þll tók samaiD