Þjóðviljinn - 08.07.1973, Page 16

Þjóðviljinn - 08.07.1973, Page 16
UÚÐVIUINN Almennar upplýsingar um læknaþjónustu borgarinnar eru gefnar i simsvara Lækna- félags Reykjavikur, simi 18888. Nætur- kvöld- og helgidaga- varzla lyfjabúöanna vikuna 6. til 12. jú;i er i Hjltsapóteki og Austurbæjarapóteki. Slysavaröstofa Borgarspital- ans er opin allan sólarhringinn. Kvöld- næ tur- og helgidagavakt á Heilsuverndarstöðinni. Simi 21230. Drottning arh j ónin f arin heim Margrét Danadrottning og maður hennar kvöddu tsland og Islendinga seint i gær- kvöld . Þau höföu þá farið viöa um landið og borgina.og i gær heimsótti Henrik prins Vest- mannaeyjar meðan Drottn- ingin skoðaði Landspitalann og Árnagarð. A hádegi snæddu hjónin sið- an i Myndlistarhúsinu á Miklatúni i boði borgarstjóra. Að lokinni móttöku danskra þegna i Frimúrarahúsinu kl. 16.00 bauð Drottningin til veizlu i snekkju sinni, Danne- brog, og hófst hún kl. 20.00. Dannebrog leysti landfestar klukkan rúmlega 11.00 i gær- kvöld og lauk þar með opin- berri heimsókn Danadrottn- ingar til tslands. Ánægjuleg ferð Dana- drottningar norður Bæjarstjórn bauð siðan til kvöldverðar á Hótel KEA og lauk honum um 11.45 og var þá haldið til flugvallarins og flogið til Reykjavikur. Krá hænuin llveradölum. Drottningin horfði þar á Yztahver ybba sig eftir aö dælt hafði verið i hann grænsápu i iniklu magni. Veðurguðirnir gerðu sitt bezta til að gestir vorir fengju þokka- lcgt veður a.m.k. cinn dag hér á tslandi, og á ferð Margrctar drottningar um Noröurlandið i fyrradag létu þcir sig hafa það að senda hcnni geislandi bros um lciö og hún steig út undir beran himinn. A flugvellinum i Aðaldal var tekið á móti drottningu og ekið beint til Mývatns með viðkomu á bænum Hveravöllum., þar sem Yztihver gaus fyrir hennar hátign og Henrik prins. A leiðinni þaðan til Mývatns kom haglél og rigning,en meðan snætt var i Hótel Reynihlið skein sólin sem mest hún mátti og áfram meðan gengið var um Dimmuborgir. Það var lagt af stað til Akur- eyrar með viðkomuhjáGoöafossi, þar sem prinsinn kvikmyndaði allt og alla að venju. A Akureyri var móttökuathöfn i Lystigarðinum klukkan 17.30 og fór hún skemmtilega fram. Margt fólk var þar samankomið, Lúðra- sveit Akureyrar lék og blandaður kór Geysis og Gigju, ásamt kirkjukór Lögmannasóknar, söng við undirleik hennar. Að lokinni ræðu bæjarstjórans flutti Margrét stutt ávarp og sagði hún það vera sér mikla gleði að koma til Islands þar eð hún hefði svo mikið heyrt talað um það, ekki sizt hjá for- eldrum sinum sem alltaf hefðu verið mjög hrifin af landinu. Margrét var lirifin af Dinnnuborgum og þá sérstaklega hinum fjöl- skriíðuga gróöri þar. Goöafoss var skoðaður á leiðinni til Akureyrar og þrátt fyrir undangengna rigningu, stytti algjörlega upp um leið og drottningin birtist. Þannig var það alla ferðina i gegn. Frá móttökunni á flugvellinum i Aðaldal. Litlu stiilkurnar færðu drottningunni blóm.og aö þeirri athöfn lokinni var haldiö til Mývatns með viðkomu viö Yztahver og er mynd þaöan ofar á siöunni. Myndir og texti Gunnar Steinn

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.