Þjóðviljinn - 15.07.1973, Page 3

Þjóðviljinn - 15.07.1973, Page 3
Sunnudagur 15. júll 1973. Þ-JÓÐVILJINM — StÐA 3 ,;1772 kom til íslands Sir Joseph Banks, auðmaöur og áhugamaður um visindi og ferðalög. Næstu hundrað árin fetuðu allmargir i fótspor Banks. Þetta voru engir smákarlar; í fylgd með þeim voru oft visindamenn, myndlistarmenn og rithöfundar. En þrátt fyrir mikinn útbúnað og fritt föruneyti hafa ferðalög á tslandi þótt erfið. Frederick Metcalfe kom til tslands 1860 og skrifaöi siðan bók um ferðina. Þar segir hann; „Ferðalög á tslandi hafa slæm áhrif á likamann; alkóhól er ekki skaðlegt heldur nauðsynlegt likamanum I slikum ferðum. Þessamynd teiknaði erlendur ferðalangur á tslandi um miðja síðustu öld, og sýnir hún islenzkt verkafólk við fiskvinnu.” HVERSVEGNA FARA MENN í FERÐALÖG? Ein af þeim breytingum, sem orðið hafa á mannlífi Vesturlanda á þessari öld, er hin gífurlega aukning sem orðið hefur á alls kyns ferðalögum. Hráefna- og vöruflutningar í lofti,á láði og legi eru nú á engan hátt sambærilegir við það, sem áður tíðkaðist i þeim efnum. Þessu fylgja auðvitað tíðari ferðalög forstjóra og annarra ráða- manna atvinnutækja vitt og breitt um heims- byggðina. Tilgangur slíkra ferða er vitaskuld auðsær. Jafnframt tæknivæðingu atvinnulifsins hafa orðið umfangsmiklar bætur á sam- göngum. Það hefur svo orðið hvati til annars konar ferða. Fólk, sem vinnur samskonar störf eða á sömu áhugamál, nýtir sér hina nýju samgöngutækni og hittist til að bera saman bækur sinar. Visindamenn, ljósmæður, byltingarmenn, frimerkja- safnarar og alls konar starfs- hópar boða til þinghalds eða ráð- stefnu, og þátttakendurna drifur að frá öllum heimshornum. Þó er i þessu sambandi mikill munur á Evrópu og Norður-Ameriku annars vegar og Þriöja heiminum hins vegar. Enn er þó ótalinn stærsti þáttur aukinna ferðalaga, en það eru skemmtiferðirnar. Það er siður en svo ný bóla, að menn fari i ferðalag sér til skemmtunar, eða þá til hvildar og hressingar. Yfir- stéttin i hinni fornu Róm fór til dæmis gjarnan til eyjarinnar Rhodos til þess að slappa af. Skemmtanalif var þar fjörugt, og var Rhodos fræg fyrir „vinmenn- ingu”. Á miðöldum fiykktust menn hópum saman til Rómar og ann- arra helgra staða, margir staðir áttu tilveru sina að þakka slikum „túristum”. Þeir voru reyndar ekki svo ýkja fáir islenzku höfðingjarnir á miööldum, sem geröust Rómfarar. A siðari öldum fer svo að fjölga ferðum Evrópumanna um allan hnöttinn. Reyndar var stór hluti þessara könnunarferða i beinu sambandi við breytta skipan at- vinnulifsins i Vestur-Evrópu. Kapitalisminn hafði i för með sér hnattræna leit að hráefni og mörkuðum. Islendingar komust þá i kynni við nokkra heldri borg- ara Evrópu og eiga þeim reyndar nokkra skuld að gjalda, þvi að ferðabækur sumra þessara manna eru góðar heimildir um siðu og háttu Islendinga á siðustu öld. En það er ekki fyrr en á 20. öld, að almenningur i Evrópu fer að leggja land undir fót og ferðalög og umsjá með fer&alöngum verð- ur mikil atvinnugrein. Það er einkum tvennt, sem orðið hefur til að auka ferðalög almennings. Stórbættar samgöngur og aukin velferð. Reyndar lita sumir þessa þróun nokkru hornauga, þvi aö þeir telja, að það hagkerfi, sem valdið hefur tæknivæðingu og aukinni velferð i vesturlöndum, dragi næringu sina úr Þriðja heiminum og ýti undir öfugþróun þar. Hvað sem þvi liður, geta flestir ibúar Vesturlanda fetaö i fótspor rómversku yfirstéttarinn- ar og haldið i orlofsdvöl til Rhodos eöa annarra sólarlanda. En hvers vegna sækjast menn eftir ferðalögum? Oft leggja menn hart að sér, geysast áfram i þykkum moldarmekki, sitja inni- lokaðir i skröltandi bifreið i marga tima, stundum marga daga, til þess eins að komast á einhvern ákeðinn stað, hafa þar tiltölulega stutta viðdvöl og halda siðan heim. Það er erfitt að gera sér grein fyrir dýpri sálfræðilegum rökum i þessum efnum. Liklega fer bezt á að fara ekki lengra út i þá sálma, en að tala um „þrána eftir þvi óþekkta”. Strax i barnæsku kem- ur fram óskin um að vita, hvað er bak við næsta leiti. Menn vilja fá að vita, hvort útlandiö er i raun og veru bak við Esjuna, eins og Gvendur Jóns forðum tið. Inn i þetta fléttast svo alþýðu- skáldskapur, sem lyftir huganum yfir gráma hversdagsins. Inn við jökla leynast blómlegar byggðir útilegumanna og skessurnar kall- ast á yfir Þjórsá. Máninn skin á filabeinsturna og gullin hallarþök austur i Kina. I seinni tið hefur svo orðið æ al- gengara að menn leituðu kyrrðar og óspilltrar náttúru. Það er þó alls ekki bundið mengun frá iðju- verum og verksmiðjuglamri. í fornöld ortu skáld i stórborgunum við Miðjarðarhafið um óspillt og heilnæmt lif hjarðsveinanna, og á 18. og 19. öld óskuðu menntamenn i Vestur-Evrópu sér, að þeir gætu varpað af sér oki „siðmenn- ingarinnar”, og tekið upp heilbrigða lifshætti frumbyggja Suðurhafseyja eða annarra „frumstæðra” þjóða. Draumur- inn um einfaldara lif er þvi siður en svo nýr af nálinni. Allir halda þó heim á ný. Marg- ir eru hressir og endurnærðir eftir ferðalagið, þótt þeir hafi ef til vill aldrei lent i annarri eins svaðil- för. Amstur og strið hversdagsins hefst á nýjan leik. En menn láta það ekki á sig fá, heldur hugsa til þess, hvert förinni skuli heitið i næstu ferð. Þjóðviljinn óskar þeim og öll- um öðrum ferðalöngum góðrar ferðar.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.