Þjóðviljinn - 15.07.1973, Síða 9
Sunnudagur 15. júlí 1973. ÞJOÐVIL.IINN — StÐA 9
Gífurleg aukning hefur
orðið á ferðum útlendinga
til (slands, og má búast við,
að fleiri erlendir ferða-
langar komi hingað í ár, en
nokkru sinni fyrr.
Jafnframt þessari
fjölgun útlendinga á
íslandi hefur ferðum
Islendinga til útlanda
fjölgaðmjög mikið. Ferða-
skrifstofur, sem sjá um
ferðalög Islendinga til út-
landa blómstra, oq áhugi
landans á sólarlöndum er
jafnvel svo mikill, að
ferðaskrifstofurnar boða til
skemmtikvölda,
einnig innanlandsferðir fyrir
tslendinga og skipuleggja ferðir
til útlanda.
Starf Ferðaskrifstofu rikisins
er allumfangsmikið. Hún rekur
Edduhótel, sér um innanlands-
ferðir, tekur á móti erlendum
ferðamannahópum og sér um
hvers kyns ráðstefnuhald, svo að
eitthvað sé nefnt.
Fast starfslið á skrifstofu
stofnunarinnar er um 30 manns i
sumar, auk þess starfa á vegum
hennar starfslið Edduhótelanna
og f jöldinn allur af leiðsögumönn-
um.
Starfsemi Ferðaskrifstofu
rikisins verður með svipuðu sniði
i sumar og i fyrra, og viðskipta-
vinir hennar virðast ætla að verða
álika margir og þá.
Ferðaskrifstofa Zoéga er annar
28% fleiri
útlendingar
1972 en 70
Á sama tíma fjölgaði ferðum
íslendinga til útlanda um 40%
grísaveizla og hver veit
hvað, fyrir þá, sem tekið
hafa þátt í ferðum þeirra.
Ekki eru menn á eitt
sáttir, hvort leggja eigi á
það áherzlu, að fá gjald-
eyristekjur af erlendum
ferðamönnum. Margir
telja, að ferðamannamót-
taka verði einn helzti tekju-
liður l'slendinga í fram-
tíðinni og horfa björtum
augum fram á við. Aðrir
hrista hausinn og segjast
heldur vilja dútla við að
flaka fisk í fásinninu en
selja útlendingum pylsur
og minjagripi í sjoppu á
Sprengisandi eða í Jökul-
heimum.
Hvað sem slíkum vanga-
veltum líður, er það stað-
reynd, að ísland er í
síauknum mæli að verða
„túristaland”.
Móttaka erlendra
ferðamanna
Stærstu aöilarnir, er annast
móttöku erlendra feröalanga, eru
Feröaskrifstofa rikisins og
Ferðaskrifstofa Zoéga, en báöar
þessar feröaskrifstofur annast
stærsti'aöilinn, sem sér um mót-
töku erlendra feröamanna. Mjög
stór þáttur i starfi hennar er mót-
taka skemmtiferöaskipa, og i
sumar mun veröa hér um 21.
skipakoma á hennar vegum.
Zoéga annast lika móttöku
hópa, sem koma hér til lengri
dvalar en farþegar skipanna við-
hafa, og skipuleggur ferðir innan
lands og utan.
Þeir útlendingar, sem ferða-
skrifstofan annast i sumar, verða
lik'ega svipað margir og i fyrra.
Það er nokkuð erfitt aö gera sér
grein fyrir, hversu mikið er hér af
raunverulegum „túristum” á ári
hverju. tltlendingaeftirlitið
fylgist meö komu útlendinga og
Islendinga til landsins, en úr þeim
tölum er ekki beint hægt að lesa,
hve skemmtiferðalangarnir voru
margir. tslendingur, sem kom til
landsins i gær, þarf nefnilega alls
ekki að vera raunverulegur
ferðalangur. Þaö er eins hugsan-
legt, að hann sé að koma heim frá
námi eða vinnu erlendis. Þess
vegna eru tölurnar um heim-
komna íslendinga i linuritinu ekki
alveg nákvæmar, þótt hlutfallsleg
aukning frá ári til árs sé liklega
nokkuð rétt. Rétt er að vekja at-
hygli á, að i tölum um útlendinga,
sem hingað hafa komið, er ekki
reiknað með farþegum skemmti-
ferðaskipa, en þeir voru 10.665
árið 1971, 13.734 i fyrra og verða
vist álika margir I sumar.
Gistihús
Héraðsskólans
á Laugarvatni
tekur á móti dvalargestum, ferðafólki og
hópferðum. Hringið i sima 99-6113 á Laug-
arvatni.
snu/j, /cs,
Soo
700
6oo
5oo
4oo
300
ZOO
Yoo
/yo/c/z'
Jhooo
70.ooo
-ZjónuuÉiZ J-j/ctnoÉs
£c/Ás/cr
Utl. J*t.
éOooo
56.000
4o.ooo
So.ooo
ZO.Ooo
-/0.000
og eyðsla útlendinga á íslandi og íslendinga
í skemmtiferðum erlendis
„Linurit þetta sýnir fjölda
þeirra útlendinga og tslendinga,
sem komu til islands árin 1970-
’72. Ljóst er, að allir þeir
tslendingar, sem til landsins
komu á þessum tima, hafa ekki
veriö á skemmtiferð, en
útlendingaeftirlitið gat ekki gefið
okkur sundurliöaðar upplýsingar.
Liklegast er skekkjan nokkurn
veginn sú sama öll árin, og þvi
ætti hlutfallsaukningin að vera
nær þvi rétt.
Þetta linurit sýnir ekki gjald-
eyristap eða tekjur tslendinga af
miliilandaferðalögum, þvi að
einn stór liður er ekki tekinn með
I myndina, en það eru fargjöldin.
Fargjöld útlendinga eru beinar
gjaldeyristekjur fyrir þjóðina.
Þvi miður færa flugfélögin ekki
inn þjóðerni farþega I skýrslur
sinar, og þvi er erfitt að fá
upplýsingar um, hve há sú
upphæð var samanlögð sem
erlendir ferðamenn greiddu
islenzkum aðilum. Hitt er svo
einnig staðreynd, að ferðalög ts-
lendinga til útlanda kosta þjóðar-
búið hærri gjaldeyrisupphæðir,
en nemur ferðagjaldeyrinum
einum. T.d. þarf að greiða
flugvélar, varahluti, bensín o.fl. i
erlendum gjaldeyri. Það er þvi
ekki víst, að linuritið gefi mjög
ranga mynd af gjaldeyristekjum
tslendinga af millilandaferðum.”
Aukin umsvif flugfélaga
Langstærsti hluti þeirra, sem
koma til tslands, ferðast með
flugvélum. I fyrra komu hingað
með skipum 2.751 farþegi, en með
flugvélum komu 103.082.
Farþegatala i millilandaflugi
hjá Flugfélaginu jókst um 6,8%
1972. 1 hitteðfyrra flugu 65.046
farþegar með Flugfélaginu milli
landa, en i fyrra voru þeir 69.431.
Aukningin i innanlandsfluginu
varð þó enn meiri á þessum tima
eða 16,5%. Flugfélagið flutti
131.372. farþega á milli staða
innanlands árið 1971, en 153,033 i
fyrra. Auk þessa annaðist Flug-
félagiðleiguflug fyrir ýmsa aðila,
meðal annars islenzkar ferða-
skrifstofur. Þeir Islendingar, sem
fóru með Flugfélagsvélum i
slikar ferðir, eru ekki meðtaldir i
áöurnefndum tölum.
Tölur um farþegaflutning Loft-
leiða gefa ekki jafngóða vis-
bendingu um fjölda ferðalanga á
Islandi, þvi að stór hluti far-
þeganna hefur hér aðeins
skamma viðdvöl á leið yfir
Atlanzhafið. Þó er áberandi hvað
farþegum, sem ekki ætla að fara
lengra en til Islands, hefur
fjölgað. Farþegum, sem eru á leið
milli Evrópu og Ameriku og hafa
hér sólarhringsdvöl, svokölluðum
,,stop-over”-farþegum, hefur
fjölgað gifurlega. Arið 1964 voru
þeir 1.798, i hitteðfyrra 14.888 og i
fyrra komst fjöldi þeirra upp i
15.271.
Tekjur og gjöld vegna
ferðalaga
Eins og áður segir, vilja ýmsir
halda þvi fram, að tslendingar
eigi að leggja sig i framkróka við
að afla gjaldeyris með ferða-
mannamóttöku. Undanfarin tvö
ár hafa þó tslendingar eytt meira
fé erlendis en útlendingar á
íslandi.
Þess ber þó að geta, að linuritið
sýnir ekki öll gjöld ferðamanna.
Þar er aðeins sýnd sú upphæð,
sem útlendingar eyddu hér i
verzlunum, hótelum og veitinga-
húsum. Stærsti liðurinn af gjald-
eyristekjum Islendinga af erlend-
um ferðamönnum og sleppt er i
linuritinu,eru fargjöldin. Þau eru
greidd i útlendri mynt og eru
skráð hjá Gjaldeyrisdeild
bankanna sem gjaldeyristekjur
flugfélaga og skipafélaga.
Hins er svo aftur aö gæta, að
fargjöld tslendinga á leið til út-
landa eru heldur ekki sýnd á linu-
ritinu, enda eru þau greidd i
islenzkri mynt. En allar islenzkar
flugvélar eru hingað fengnar frá
útlöndum, og ljóst er að einhver
hluti fargjalda Islendinganna fer
til að greiða innkaupskostnað
vélanna. Þannig hafa ferðalög
islenzkra manna til útlanda i för
með sér meiri útgjöld i erlendum
gjaldeyri en nemur ferðagjald-
eyrinum einum saman.
Bifreiðastöðin Bæjarleiðir
Langholtsvegi 115.
SÍMl
33500
TALSTÖÐVARBÍLAR UM ALLAN BÆ
ALLAN SÓLARHRINGINN.